Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1983, Síða 23
DV. LAUGARDAGUR19. FEBRUAR1983.
23
Menning
Menning
Menning
Næstum því heDt ár er liðið frá síðasta verkefni flokksins og er það mesta furða að dansaramir skuli ekki missa
móðinn og gefast upp þegar þeir fá engin verkefni svo lengi. DV-mynd Bjarnleifur.
Danssmiðjan:
SANNIR
ATVIMWMEM
Listdanssýning íslenska dansflokksins.
Fmmflutningur 4 bafletta eftír íslenska höf-
unda:
DANSBRIGÐI, tóniist eftir Elgar, Katsjatúrjan
og Sibelius, dansar eftir dansarana í verkinu.
20 MÍNÚTNA SEINKUN, eftir Ingibjörgu
Bjömsdóttur vifl tónlist Gunnars Reynis
Sveinssonar.
HVAR? Dansar eftir dansarana sjálfa vifl tón-
Dst Þóris Baldurssonar.
LARGO Y LARGO, eftir Nönnu Ólafsdóttur vifl
tónfist Lerfs Þórarinssonar.
Ef haft er í huga hve sjaldan Is-
lenski dansflokkurinn fær tækifæri til
sýninga er furöulegt að hann skuU
geta sett upp eins góða sýningu og
hér er á ferðinni. Næstum því heilt ár
er Uðið frá síðasta verkefni flokksins
og það er mesta furða að dansaram-
ir skuU ekki missa móðinn og gefast
upp þegar þeir fá engin verkefni svo
lengi. Ennþá óskiljanlegra er að mn
framför skuli vera að ræða hjá
flokknum við þessar aðstæður. En
þannig er það nú samt, — kjarni Is-
lenska dansflokksins er ótrúlega
góður, sannir atvinnumenn í besta
skilningi þess orðs.
Danssmiðjan er að því leyti mjög
merkileg að hér er eingöngu um
heimasmíðuð verk að ræða, fjóra
baUetta eftir höfunda sem alUr
starfa í Þjóðleikhúsinu. Islenskum
höfundum hafa gefist fá tækifæri til
að semja fyrir flokkinn, það virðist
oftast hafa verið talið vænlegra upp
á aðsókn að fá gesti til þeirra verka.
Það má rétt vera að vert sé að vanda
til vals á verkefnum þegar svo langt
Uður á miUi þeirra, og sýningar verði
heilsteyptari í höndum reyndra
manna, en hitt má telja ömggt að
þeir danshöfundar sem starfa hér
heima komast aldrei til þroska ef
þeir fá ekkert að gera.
Verkin fjögur eru mjög ólík. Fyrst
á efnisskránni em Dansbrigði, sem
greinilega em samin til þess að dans-
aramir fái tækifæri U1 að sýna hvers
þeir eru tæknilega megnugir. Um
það er svo sem gott eitt að segja
þegar ekki er hægt að treysta því að
sjá tækni dansaranna nýtta i
uppsetmnguro klassískra verka. Hér
sést að dansQokkurinn á góða og
reynda klassíska dansara sem færir
em í flestan sjó. TónUstin er sam-
tíningur á segulbandi; svona sam-
suða ber e.t.v. með sér dáUtinn keim
af nemendasýningum, — sem annars
er ekki á verkinu. Búningar dans-
meyjanna, eftir Guðrúnu Svövu
Svavarsdóttur, eru alveg sérstak-
lega klæðilegir og til mikillar fyrir-
myndar þar sem þeir hæfa dönsurun-
um og dönsunum mjög veL
Ballett
Kristín
Bjsirnadottir
Því miður finnst mér ekki hægt að
segja það sama um búninga þriðja
verksins á efnisskránni, Hvar? Þar
eru búningar ákaflega skrautlegir,
glampandi silfurUtaðir kjólar utan
yfir svarta samfestinga. Kjólamir
eru ekki ljótir, en óþjálir og mis-
klæða dansarana sem sumir hverjir
eru í þrýstnara lagi. Vegna þess að
ljósin eru fremur dauf sjást svart-
klæddir útUmimir illa og línur líkam-
ans hverfa. Eftir verða silfurkjólar á
ferð um sviðið. Kóreógrafían nyti sín
áreiðanlega betur í einfaldari bún-
ingi, verkið er hreinn dans sem
þyrfti að sjást betur til þess að
komast til skila. Það er eins og
búningamir beri verkið ofurUði.
Verk Ingibjargar Björnsdóttur, 20
minútna seinkun, sýnir ýmsar hliðar
á fóUíi sem þarf að bíða eftir flugvél.
Hópurinn á ekkert sameiginlegt
nema þessa bið, og þama koma
margar skemmtilegar persónur
fram. Verkið er dálítiö sundurlaust,
dans og látbragð skiptast á og kafl-
amir eru mismikið stílfærðir, stund-
um talsvert raunsæislegir, — stund-
um hrein fantasía. Sumir kaflamir
eru bráðfyndnir og á köflum em
dansarnir góðir, (sérstaklega tví-
dans Guðmundu Jóhannesdóttur og
Arnar Guðmundssonar) en heildar-
svipur mætti vera sterkari. Að ein-
hverju leyti má e.t.v. kenna búning-
unum um, þeir sýnast hver úr sínu
hominu. Mér er ekki ljóst að hve
miklu leyti þeir em verk Guðrúnar
Svövu, sumir búningarnir líta frek-
ar út fyrir að vera afrakstur sam-
skota. Hins vegar er sviðið gott, á
einfaldan hátt er sköpuð trúverðug
flugstöö. Meðal búninga má nefna
flugfreyjubúning sem bersýnilega er
aflagður (eða afturgenginn) ein-
kennisbúningur starfskvenna í and-
dyri leikhússins, er það ekki dálítið
kreppulegt? Ástæðulaust er að nefna
einn dansara öðmm fremur, hópur-
inn stendur sig allur með prýði, enda
er einkenni á sýningunniallri hve vel
æfð og dönsuð hún er.
I Dansbrigðum sýndi verkið dans-
arana. I Largo y largo Nönnu Olafs-
dóttur sýna dansaramir verkið.
Nanna nýtir dansarana, bæði böm og
fullorðna, til hins ýtrasta án þess að
ofbjóða nokkmm. Hún lætur bestu
kosti dansaranna koma fram í þágu
verksins í heild. Það þarf kjark til
þess að ráðast til atlögu við þessa
tónlist og semja við hana ballett. Það
er heldur ekki víst aö öllum sem
venjulega sækja ballettsýningar líki
Largo y largo Leifs Þórarinssonar.
En sem betur fer er ekki allur ballett
tjull og pallíettur. Nönnu hefur tekist
meistaralega vel, tekist að skapa
verkinu sterkan og einfaldan stíl sem
ekki kiknar undir tónlistinni.
Kóreógrafían er f águð, verkið er eins
og ljóð sem hver áhorfandi verður að
túlka á sinn hátt, skilja sínum skiln-
ingi. Reyndar eiga orð ekki við
Largo y largo, og best að hafa þau
sem fæst. Mér finnst verkið stórkost-
legt.
Það eru nokkur vonbrigöi fyrir þá
sem áhuga hafa á listdansi hér á
landi hve dræmar undirtektir áhorf-
enda virðast nú þegar loksins er efnt
til sýninga. Ekki svo að skilja að
undirtektir þeirra sem í leikhúsið
koma séu dræmar, öðm nær, —
sýningunum hefur verið ákaft og
lengi fagnað. Aðsóknin hefur hins
vegar verið of lítil og það lítur út fyr-
ir að sýningar á Danssmiðjunni verði
aðeins fjórar, hin síöasta á sunnu-
dag. Ég vil hvetja alla sem áhuga
hafa á dansi og leikhúsi y firleitt til að
missa ekki af henni.
Á NÆSTA
blaðsolu-
STAÐ
FRÁ BLÓÐGJAFAFÉLAGI
ÍSLANDS
Aðalfundur Blóðgjafafélags Islands verður haldinn mánu-
daginn 28. febrúar nk. kl. 21 í kennslusal Rauða kross Islands
að Nóatúni 21 Reykjavík.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Fræðsluerindi um blóðsöfnun.
3. Önnurmál. STJORNIN.
ÚTBOÐ —
BÚNINGSHERBERGI
Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í viðbyggingu sundhallar við
Herjólfsgötu. Um er að ræða 134 ferm sem skila á fullbúnum.
Botnplata er þegar tilbúin. Utboðsgögn verða afhent á skrif-
stofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, gegn 1500 kr. skila-
tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað 3. mars kl. 10.
BÆJARVERKFRÆÐINGUR.
• FLISAR • HREINLÆTISTÆKi •
• BLÖNDUNARTÆKI • BAÐHENGI •
• BAÐTEPPI • BAÐMOTTUR
• MÁLNINGARVÖRUR • VERKFÆRI •
• HARÐVIÐUR • SPÓNN •
• SPÓNAPLÖTUR • GRINDAREFNI
• VIÐARÞILJUR •:
• PARKETT • PANELL • EINANGRUN
• ÞAKJÁRN '• ÞAKRENNUR •
• SAUMUR • RÖR • FITTINGS O.FL., O.FL.
Merzedes Bens 181
Uþplýsingar í síma 16188
mánudaga —
Föstudaga kl.
fimmtudaga kl. 8—18.
8—19. Laugardaga 9—12.
mBYCGIHGflWÖBUBl
Hringbraut 120 — simi 28600
Jll (aðkeyrsla frá Sólvallagötu). *
Ótrúlega hagstæðir
greiðs/uskilmálar
Allt niður
,20%