Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 18
Kvikmyndir DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983 18 Drög aö listaverki ISiissiieski kvikmyndageröar- iiiaöiiriiin. Sergei Us<knst<kiii. dvaldist í Mo\k*o 1931 • 1932 vi«> töku myiidarinnar Quo Viva >1 ovifo. Myndin var alilroi kullgerit |iví aö IjsimisIuíii varöaö yi‘irgei‘a Ifiandaríkin á«>ur en kli|ipiug»g lokaviimsla Iteiinar li«'»i‘st. I»«'»tt ijölmargir r«kyiiilii t«'»kst «kiigum aög«kra st«'»rm> nd úr |»«kim liiindru«>iim |»iisiin«la IVta ai‘ iilmii s«‘in lágu i‘> rir «ki‘tir I\is«kiist<kin. Hér sést Eisenstein stjórna töku á einu atriði ur mynd inni QUE VIVA MEXICO Atriði úr myndinni QUE VIVA MEXICO Flestir, sem hafa eitthvaö kynnt sér sögu kvikmyndanna, kannast við nafnið Sergei Mikhailovitch Eisen- stein. Þessi hæfileikaríki Rússi ó að baki eina þekktustu kvikmynd sem gerð hefur verið, BATTLESHIP POTEMKIN, sem hann leikstýrði 1925. Átti hún í upphafi aðeins að vera hluti af stærra verki sem Eisen- stein hafði hugsað sér að gera í tilefni byltingarinnar 1905. BATTLE- SHIP POTEMKIN endaöi hins vegar sem sjálfstæð eining og aflaði Eisen- stein heimsfrægðar, ekki síst fyrir brautryðjendastarf á sviði klipping- ar og efnismeðhöndlunar. Skömmu seinna var Eisenstein faliö að gera mynd í tilefni af 10 ára afmæli október-byltingarinnar. Hlaut myndin nafnið OCTOBER (1928) og þótt hún fengi misjafnar viðtökur í Rússlandi, gerði myndin Eisenstein enn þekktari erlendis. Á þessum tíma bauðst honum að ferðast til Evrópu og Bandaríkjanna sem hann þáði með þökkum enda orðinn eirðarlaus í sínu heimalandi. Ætlunin var aö kynna sér samhæf- ingu myndar og tóns í kvikmynda- gerð sem enn var óþekkt fyrirbæri í Rússlandi. Rússnesk yfirvöld gáfu Eisenstein árs vegabréfsáritun og árið 1929 lagöi hann af stað í ferð sína ásamt aðstoöarleikstjóra sínum, G.V. Alexandrov, og kvikmynda- tökumanninum Eduard Tisse. Fyrirheitna landið I Evrópu hitti Eisenstein marga þekkta kvikmyndagerðarmenn eins og Pbast, Lang, Murnau og Cocteau en samt sem áður dreymdi hann alltaf um aö komast til Bandaríkj- anna. Hann hafði fengið tilboð í Moskvum.a. frá DouglasFairbanks, um að gera kvikmynd þar vestra en það var ekki fyrr en Jesse L. Lasky, yfirmaður Paramount kvikmynda- versins, heimsótti Eisenstein til Parísar að hjólin fóru að snúast. Lasky bauð Eisenstein samning til 6 mánaða viö að gera kvikmynd í Bandaríkjunum. Þegar Eisenstein birtist í New York 1930 var honum tekið sem stimi. I hádegisverðarboði í Boston, sem haldið var honum til heiöurs, deildi hann sæti meö hundinum fræga Rin-Tin-Tin, sem Eisenstein sagöi að væri fyrsta raunverulega kvikmyndastjarnan sem hann heföi hitt þar í landi. Þegar Eisenstein komst loksins til Hollywood, sem hafði verið áfangastaður hans, var tekiö á móti honum af ekki minni mönnum en þeim Lubitsch, von Stroheim, von Stemberg og King Vidor sem komu honum inn í lífið í Hollywood. En það var þó samt sem áður CharMe Chaplin sem varö hans fyrsti raunverulegi vinur. Samningur rennur út Smátt og smátt fór aðdáun Eisen- steins dvínandi á Bandaríkjunum. Hann fór að hata allar þær sam- komur sem honum var þröngvað til að mæta á, bæði til að sjá aðra og sýna sig. Einnig hafði félagsskapur sem kaMaði sig „Betri Ameríka” hafið herferð undir forsæti Major Frank Pease til að fá „rauöa hundinum” Eisenstein varpað úr landi. Gerð myndarinnar fyrir Paramount gekk brösulega, ekki síst vegna þess að Eisenstein og Para- mount gátu ekki komið sér saman um hvert efniö ætti að vera. Eisen- stein hafði sínar eigin hugmyndir og skrifaði handritiö SUTTER’S GOLD sem fjallaði á háðskan máta um guUæðiö í Kaliforníu. Paramount- menn tóku handritinu fálega og töldu það of gagnrýnið á bandarískt þjóðfélag og þetta endaði með því að samningum við Eisenstein var sagt lausum í október. Keyptur var far- miöi fyrir Eisenstein til Rússlands en vegna tilmæla fjölda vina og Samuel Goldwyn sem vildi fá hann til að gera aöra mynd í stíl viö POTEMKIN þá ákvað Eisenstein að fara ekki strax en halda þess í stað suöurábóginn. Mexíkó heillar Árið 1921 hafði Eisenstein unniö aö uppsetningu fyrir leikhús á verki Jaek Lemmon „TheMexican”. Hann heUlaðist af því og f ékk ást á Mexíkó, landi og þjóö. Þegar Diego Rivera stakk nú upp á því að Eisenstein gerði heimUdarmynd um Mexíkó- þjóð, þá tók hann hugmyndinni mjög vel. Hann leitaöi ráöa hjá vini sínum ChapMn sem stakk upp á aö reyna að fá vin sinn, rithöfundinn Upton Sinclair, til að fjármagna myndina. Eisenstein hafði kynnst Sinclair lítil- lega áður því hann var einn mest seldi bandaríski rithöfundurinn í Rússlandi. Haft var samband við Sinclair sem tók vel þeirri beiðni að útvega fjár- magn tU að gera heimildarmynd um Uf indíána í Mexíkó. Eisenstein út- skýrði að hann vUdi helst ekki yfir- gefa Bandaríkin án þess aö hafa gert a.m.k. eina mynd. Var Sinclair á sama máU. Komust þeir aö samkomulagi um að Sinclair útvegaði 25.000 daM sem var áætlað- ur kostnaöur við gerð myndarinnar og skyldi gerð hennar lokiö innan 4 mánaða. Þann fimmta desember lögðu svo Eisenstein, Alexandrov og Tisse af stað tU Mexíkó. Tíminn líður Þeir félagar voru varla komnir inn í landið er þeir voru handteknir. Major Pease hafði haft samband viö þarlend yfirvöld og hvatt þau til að vísa þessum „sendimanni frá helvíti” úr landi. Það var ekki fyrr en bæði ChapMn og Fairbanks höfðu skorist í leikinn, ásamt a.m.k. tveimur þingmönnum, að þeim félögum var sleppt. Rússamir settust að á plantekru í Tetlapayac um 90 mílur frá Mexíkóborg. Þaðan ferðuöust þeir svo um landið og tóku myndir af öUu því sem bar fyrir augu. Þeir festu á fUmu andUt, hanaslag, nautaat, Mayan musteri og jafnvel pUagríma á bæn. Þar kom að því að Eisenstein missti áhugann á að gera einfalda heimUdarmynd og fór þess í stað aö hugsa um Ustræna stórmynd. Myndin, sem nú bar titUinn QUE VIVA MEXICO, skyldi vera í 6 hlutum. Uppistaðan var f jórir hlutar um sögu Mexíkó sem áttu að spanna hana frá fornöld fram tU nútímans. Fyrir framan og aftan átti svo að tengja formála og eftirmála sem átti að útskýra boöskap myndarinnar og sýna hvernig hún tengdi nútíð og þátíð. Peningar þverra Og áfram hélt kvUímyndatakan. Þó að furðulegt megi virðast þá var Sinciair ekkert orðinn órólegur þótt kvikmyndatakan hefði dregist á langinn og væri raunar komin einn mánuð fram úr áætlun. Hann sendi marga kUómetra af óátekinni fUmu tU Mexíkó sem síðan voru sendir aftur til hans að myndatöku lokinni. Sinclair sýndi nokkrum vinum og kunningjum í HoUywood sýnishorn af vinnu Eisenstein og voru alUr á sama máli að þau lofuöu mjög góðu varðandi framhaldið. En þar kom að Sinclair fór að verða órólegur. Hann varð að útvega sífeUt meira fjár- magn tU fiMnukaupa og nú var búið að fjárfesta svo mikiö í myndinni að ekki var hægt að snúa aftur. Stundum þegar hann var að Mta yfir filmurnar frá Eisenstein heyrðist hann tauta fyrir munni sér: ,,Er hann orðinn kolvitlaus.” Sinclair gat með engu móti skiUð hvernig stæði á því að Eisenstein var þegar búinn að kvikmynda yfirhundraðþúsundfet af fiUnu þegar venjuleg mynd var ekki nema um níu þúsund fet að lengd. Ekki bætti úr skák að tengda- sonur Sinclair, sem var tengiUöur hans í Mexíkó viö Eisenstein, sendi ljótar lýsingar á hegðan og atferU Eisensteins. Fleiri vandamál En Eisenstein átti ekki eingöngu í erfiðleikum við framleiðendur myndarinnar. Rússar voru ekkert of hrifnir af dvöl hans vestra og í nóvember 1931 fékk Sinclair skeyti frá sjálfum Stalín sem sagði að rúss- neska þjóðin væri að snúa bakinu við Eisenstein m.a. vegna þeirra stjóm- málalegu viöhorfa sem menn þóttust sjá koma fram í OCTOBER. Á meöan hélt Eisenstein áfram ótrauöur kvikmyndatökunni og var aö byrja á síðasta hluta myndarinnar þegar boð barst frá Sinclair þess efnis að hann sendi ekki fleiri óáteknar filmur til Mexíkó. Eisenstein varð örvæntingarfullur eins og endurspeglast í bréfi til kunn- ingja íHollywood: „ÉgskalgeraaUt sem hann vUl... aðeins ef ég fæ aö ljúka við myndina... Kvikmynd er ekki eins og pylsa sem smakkast eins hvort sem þú etur þrjá fjóröu eða pylsunaalla. Sinclair varö hins vegar ekki haggað og því sneru Eisenstein og félagar aftur til Bandaríkjanna. Aftur voru þeir stöövaðir við landa- mærin og í þetta sinn vegna þess að vegabréfsáritun þeirra til Bandaríkjanna hafði ekki veriö endurnýjuð. Eftir mánaöardvöl fékk Eisenstein mánaðar landvistarleyfi og hélt þegar til New York. Heim á leið Þar slettist enn frekar upp á vinskap þeirra Sinclairs og Eisen- steins þegar toUveröir fundu klám- kenndar teikningar eftir Rússann meðal óframkaUaðra filmuboxa sem hann flutti með sér yfir landamærin. Sinclair ákvað aö láta Eisenstein ganga frá myndinni í Rússlandi og 19. aprU 1932 lagöi Eisenstein af stað til Rússlands meö svohljóðandi sím- skeyti frá Sinclair upp á vasann. „Bon Voyage. Allar fUmumar koma með næsta skipi.” Sú bið reyndist löng. Sinclair varð undir mUílum þrýstingi frá fjár- mögnurum myndarinnar og ákvað því að láta klippa og ganga frá myndinni í Bandaríkjunum. Hann leitaði hófanna hjá fjölmörgum kvUímyndaverum en enginn taldi sig geta komist fram úr öllu þessu efni sem nú var um 270 tU 285 þúsund fet að lengd. Filmurnar enduðu hjá sjálfstæðum kvikmyndaframleið- anda að nafni Sol Lessner. Lessner hófst handa og hafði tU hliðsjónar athugasemdir Eisensteins og lagði áherslu á eina af sögunum fjórum sem fjaUaði um ástarævintýri og erf iðleika tveggja ungra Mexíkana. Þar kom að því að Sol Lessner lauk áætlunarverki sínu sem nú hafði verið endurskírt THUNDER OF MEXICO. Myndin hafði hlotið mikið en yfirleitt neikvætt umtal áöur en leið aö frumsýningardegi. Þann 22. september 1933 var myndin frumsýnd í Rialto kvUcmyndahúsinu í New York. Við þessa frumsýningu var mikiö um mótmælaaðgerðir og þegar Sinclair mæíti skóku mótmælendur hnefann á móti honum. Dómar dagblaðanna voru lítt vingjarnlegri því myndin var rökkuð niöur af flestum gagnrýnendum. Meðan á þessu stóð dvaldist Eisen- stein sem niðurbrotinn maðurí Rúss- landi. Þegar honum varð ljóst að hann fengi aldrei í hendumar fUmumar sínar þá hætti hann alveg aö tala um myndina. En í Bandaríkjunum gleymdist myndin ekki. Lessner og Sinclair útbjuggu tvær aðrar myndir úr þeim efnivið sem Eisenstein hafði kvikmyndað, EISENSTEIN IN MEXICO og DEATH DAY. Marie Seton borgaði háa upphæð fyrir 20.000 fet af fiMnu sem hún gerði úr myndina TIME IN THE SUN eftir aö henni hafði mistekist að senda fUmumar til Eisensteins. Afganginn seldiSinclair tU BeU og HoweU sem lét útbúa 6 kennslumyndir úr efninu. Þannig endaði raunasagan um QUE VIVA MEXICO. Byggt á grein í American FUm jan.-febr. 1983. B.H.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.