Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 13
DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983. 13 . Komið að síðasta vatnsbólinu við rætur Kilimanjaro. Guðrún Stefáns- dóttir fyllir vatnsbrúsa sinn. FLUGOGBILL • sólolíu, myndavélum, regnfötum og fleiri persónulegum munum. Fyrsta dagleiöin er í gegnum mik- inn og þéttan regnskóg eins og hann gerist bestur í Tarzanmyndunum. Regnskógur þýðir náttúrlega, eins og nafniö gefur til kynna, einhverja bleytu og hana fengum viö svo sannarlega. Ef einhver var svo óhepp- inn aö reka sig í trjágrein fékk hann, og þeir sem næstir honum voru, um tíu lítra vatnsgusu yfir sig en að öðru leyti var léttur úöi yfir okkur allan daginn. Fyrsti næturstaðurinn á fjalhnu er Mandra-skálinn sem er í rúmlega tvö- þúsund og sjöhundruö metra hæö. Þama strax á fyrsta degi erum viö komin töluvert hærra en hæsti tindur á íslandi er. Þaö fyrsta sem mætir okkur þar er fársjúkur maöur með f jallaveik- ina. Tveir burðarkarlar höföu boriö hann og keyrt á stórmerkilegum sjúkrabörum úr fimm þúsund metra hæö þann daginn og vom á leiðinni niöur til Marangu. Ekki beint uppörv- andi sjón aö sjá mannkertið svona á sig komiö í byrjun feröar okkar, en mikilleiki sjúkrabaranna bætti nokkuö úr því. Sjúkrabömr þessar eru venjulegar bömr, sem fest hafa veriö undir eitt mótorhjóladekk með öllum fjaöra- og demparaútbúnaði þannig aö bæði er hægt aö keyra þær og halda á þeim. Eina ráöiö viö fyrrnefndri fjallaveiki er aö koma mönnum niöur eins fljótt og hægt er og eftir aö niöur er komiö jafna menn sig yfirleitt á ein- um til tveimur dögum, nema þeir sem deyja. Loftveiki þessi nefnist á fræöi- máU Pulmonary Oedema og lýsir sér þannig aö óeölilega mikill vökvi safnast fyrir í lungunum, fólk á erfitt meö andardrátt og andar ótt og títt eins og hundur, þurr hósti og oft hóstar fólk upp blóði. Andlitið veröur fölblátt og auk þess fylgir þessu höfuöverkur, svimi, ógleði, uppköst og máttleysi. Þetta stafar af súrefnisskortinum þeg- ar komiö er upp í mikla hæö. Chloroquine og aspirín ________gegn malaríu_________ Um klukkan sjö, þegar tók að dimma, voru allir buröarkarlamir komnir aö skálanum nema einn. Þetta þurfti endilega aö vera sá buröarkarl sem bar útbúnaö minn. Þegar sóhn sest kólnar mikiö og þar sem ég var blautur var mjög bagalegt aö geta ekki farið í þurr föt því þama var engin upphitun. Tveir leiðsögumannanna lögöu þá af stað meö Utinn olíulampa aö leita aö buröarkarli niínum. Um klukkan tíu komu þeú- aftur, annar meö pokann minn á hausnum en hmn meö buröarkarUnn á bakinu. Hann haföi fengið slæmt malaríukast og gefist upp á göngunni. ÞeU- höföu engrn lyf svo viö gáfum þeim chloroquine og aspirín töflur sem er læknislyfið gegn malaríu:. Eftir þetta var sest að snæðingi. Maturinn og ÖU þjónusta kom okkur mjög á óvart. Uppdekkaö borö meö dúki og munnþurrkum. For- rétturinn var heit súpa og brauö. Þá komu tvær geröir af kjöti, nauta- og svínakjöt, meö kartöflum, baunum, sal- ati og sósu. Eftirrétturinn var blandaðir ferskir ávextir með rjóma — og svo heitt kaffi á eftir. Leiösögu- mennirnir sáu um allan matartil- búnrng og þjónustu til borðs eins og út- læröir væru. Sjálfir átu þeir ugali (maísenamjöl sem soðiö er í þykka köku) úti í eldhúsi, sem er UtiU kofi þar skammt frá, ásamt burðarkörlunum. Þama eru sérstakU- kofar fyrU- fjall- göngugarpana og aörir fyrU- hjálpar- kokka. Eftir þetta var lagst til svefns í köldu, röku og ónotalegu loftslagi. Hinn tuttugasta og áttunda júní vöknuðum viö klukkan sjö viö þaö aö leiðsögumennirnir færöu okkur heitt te í rúmiö. Þá var sest aö morgunverðar- borðinu sem ekki var af lakari gerömni. Brauö, sulta, hafragrautur, spælegg, beikon, ávextir og te. Á meöan viö boröuöum gengu buröar- karlamir frá farangrinum. Sá veiki var sendur niður og einn af buröar- körlunum meö honum þannig aö nú þurfti aö þyngja í pokunum hjá hinum. Náðhúsin hanga út yfir klettabrúnina.. ! Lagt er af stað klukkan átta þrjátíu. Fyrst um sinn er enn haldiö áfram í gegnum regnskóginn en eftir tveggja Ferðalangarnir við rætur hæsta fjalls Afriku, Kilimanjaro, sem er tæplega sex þúsund metra hátt. Gunnar Levi Gissurarson er lengst til vinstri. Við hlið hans stendur Guðrún Stefánsdóttir, en hún þurfti að hætta fjallgöngunni þegar nokkur hundruð metrar voru eftir vegna fjallaveikinnar sem þá fór að sækja á hana. Mennirnir lengst til hægri á myndinni eru tveir IMorðmenn sem voru i samfloti með Islendingunum upp fjallið. tíma göngu komumst viö út úr honum. Þá taka viö sjö dalir sem rölta þarf yfir — upp og niður. Veðriö er frekar leiðin- legt þennan dag, skýjaö og rigningar- suddi, lélegt og stundum ekkert skyggni vegna þoku. Kilimanjaro er friðaður þjóögaröur og þar lifir mikið af villtum dýrum. Viö heyrum í þeim inni í skóginum en sjá- um lítið vegna slæms skyggnis. Þó sjá- um viö töluvert af öpum og smærri dýrum en sem betur fer hittum viö ekki fyrir buffalóa, fíia eða ljón, sem lifa hér hka og láta stundum á sér kræla. Um hádegisbilið komumst viö upp fyrir skýjabeltið. Þá tekur viö sól og blíða. Þarna er áö og borðaður há- degisverður. Viö náum öörum fjallaskálanum klukkan tvö. Nefnist hann Horombó og er í rúmlega þrjú þúsund og fimm hundruö metra hæö. Hér er boðið upp á te og kökur en kaffi er komið á bann- lista og er ekki á boöstólum eftir þetta þar sem þaö eykur mjög á hjartslátt- inn og er víst nógur fyrir, kominn yfir hundraö og fimmtíu slög á mínútu. I Horombó eru mjög skemmtilegir A- laga skálar sem Norðmenn gáfu Tanzaníu-mönnum áriö 1976. Þeir eru byggðir á barmi klettasnasar og er náöhúsunum sérstaklega skemmtilega fyrir komiö. Þau hanga út yfir kletta- brúnina og þaðan hefur maöur unaös- legt útsýni yfir borgina Moshi og Masai-sléttumar svo langt sem augað eygir meðan maöur athafnar sig. Hér er loftveikin og súrefnisskorturinn farinn að segja til sín. Tveir félaganna eru hálfslappir og leggjast fyrir. Þama hittum viö Ameríkumann sem búinn er aö dvelja nokkra daga í Horombó-skálanum til aö aðlagast hinu þunna loftslagi og búa sig undir framhaldiö. Lágmarkstími til aö klífa f jalliö er talinn vera fimm dagar og viö stefnum aö því. Aörir taka sex til átta daga til að gefa líkamanum tíma til að aðlagast þessum breyttu aöstæðum og ofgera ekki andlegu og líkamlegu — sjá iiæstu sídu Akstur að vild í 1 - 4 vikur. Fjöldi bílategunda úr að velja. Brottför vikulega mars — október. 9) k! 0 £ gl K 3: J Frá Luxemborg er fjöldi fallegra leiða til margra áugaverðustu staða álfunnar. Bæklingur um akstursleiðir í Mið-Evrópu fæst á skrifstofunni. i fu • i' V ' -7. " . W* v y -vv. 'jr v ^ í; ’Æv5 ■émj * ' á Dæmi um verð: Hjón með Ford Fiesta í 2 vikur: Kr. 8.800.- fyrir manninn, = kr. 17.600.- fyrir bæði. Hjón með tvð bðrn 2-11 ára og Ford Fiesta (B flokkur) í 2 vikur: Kr. 24.110,- fyrir alla. eða: 2xfullorðnir @6.740.- = 13.480.- 2 x barn @ 4.240.- = 8.480.- Kaskótrygging = 1.400.- 4 x flugvallarskattur___= 750.- Allskr. 24.110.- Innifalið: Flug Keflavik-Luxemborg- Keflavík. Flugvallarskattur. Bíla- leigubíil með ótakmörkuðum akstri í tvær vikur. Ábyrgðar- og kaskótrygg- ing. Söluskattur. Ekkert aukalega nema bensínkostnaður. Bjóðum einnig flug og bíl gegnum Kaupmannahöfn - London og Glasgow URVAL við Austurvöll @26900 Umboðsmenn um allt land IARO uri Leri Gissurarsyni fúnsdóttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.