Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Page 11
DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983 11 Ég vil segja að allir geti gert þá hluti sem ég hef átt við, spumingin er bara hversu vel og vandvirknislega. Svo virðist sem flestir séu hræddir við að hefja ný verk og setja sig inn í þau. Þeir halda jafnframt að með því aö fást við nýja hluti geri þeir sig að fífli, af því einfaldlega að þeir hafa fyrir- fram mótað með sér þá skoðun aö þeir geti ekki unnið verkiö. Ég hef komið víða við og unnið hina ólíkustu hluti. I fæstum tilvikum er ég ángæður með útkomuna. Ég sé þó ekki eftir neinu sem ég hef tekið mér fyrir hendur, því að ánægjan af því einu að prófa vegur þyngra en vonbrigðin. Og reynslan og lærdómurinn sem ég hef dregið af mistökum mínum er ómetan- legt.” — Þú ert einn af tveimur lærðum leturgröfurum á íslandi. Hvemig iðn er leturgröfturinn? „Hún felst í því að grafa á málmhluti fólks, hvort heldur sem það er letur, myndir, eiginhandarskriftir eða yfir- leitt hvað sem hver og einn vill. Einnig felst leturgröfturinn í svonefndum málmútskurði sem að nokkm svipar til tréskurðar.” — Er þetta þá ekki listgrein í sjálfu sér? „Mér er illa við aö nota oröiö list- grein, hvaö þá listamaöur. Það er búið að útjaska þeim hugtökum. Orðið lista- maður er orðið nafn á manni sem er að fást við eitthvað annað en almenningur gerir og flest erum viö jú að gera eitthvað annað en náunginn. Þessar nafngiftir eru því ofnotaður aö minu mati. Handverkið sem slíkt lýtur allt öömm og einfaldari lögmálum en list- in. Það sést strax á handverki hvort það er vel eða illa unnið. Handverk eru hlutir sem menn geta komið sér saman um hvort séu góðir eða slæmir, á lagði þessa iðn fyrir sig hérlendis. I æsku Ivars haföi faðir hans á orði aö það síðasta sem hann ætlaöi að gera þessum syni sínum væri að kenna hon- um iðn sína. Og það stóð reyndar heima: Ivar lauk prófi hjá föður sínum í leturgreftri í júlí 1971 og lést faðir hans í ágústmánuði sama ár. Meöfram náminu stóð Ivar í margskonar bíla- stússi, viðgerðum, réttingum og inn- flutningi og þaö tók oft nokkurn tíma fránáminu. Að afloknu námi kom Ivar á fót eigin verkstæði þar sem hann hefur æ síðan unniö að leturgreftri milli þess sem hann hefur prófaö hæfileika sína á öðrum verksviðum. Hann kynntist konu sinni, Gerði Sandholt, umrætt ár og þaö var meðal annars ástæðan fyrir því að lagt var í húsbyggingu í Breið- holti árið 1972. Húsbygging er kannski látlaust orð ef tekiö er mið af því að tvar réöst í byggingu heils raðhúss — fimm íbúða — upp á eigin spýtur í þess orðs fyllstu merkingu. Hann seldi raðhúsið í einu lagi tilbúiö undir tré- verk ári eftir að hann hóf byggingu þess. Fyrir andvirðið keypti hann ein- býlishús í Kópavogi. Þá seig á ógæfu- hliðina. Ivar slasast illilega við byggingarvinnu um þetta leyti, lenti með höfuðið á milli skurðgröfukjafts og skolpgrunns og var frá vinnu um nokkurn tíma. Um það leyti voru skuldir af fyrri húsbyggingum farnar að falla á hann. Hann gafst upp „móralskt séö” eins og hann sjálfur segir. Seldi húsið í Kópavogi og tók íbúð í Breiðholtsblokk á leigu. Um þetta leyti hverfur ívar af landi brott, „svona rétt til að hressa upp á móralinn”. Til fyrirheitna landsins er haldið, Bandaríkjanna. Þar dvelur hann í tæpt hálft ár. Á þeim tíma er honum boðið starf hjá tveimur mjög þekktum skartgripafyrirtækjum, önnur ríki heims, og hvert fyrirtækið af öðru dró saman í rekstri sínum, þar á meðal Tiffany, sem reyndar sagði upp fjölda starfsmanna, og vitanlega voru útlendingar fyrst látnir fara. Eftir Bandaríkjadvölina flytur Ivar ásamt fjölskyldu sinni (þá var eitt bam hans komið i heiminn og annað kom til sögunnar níu árum síðar) í eitt herbergi í íbúð móður sinnar í Reykja- vík. Skömmu síöar kaupir hann „gamlan og ónýtan kofa” í Efstasundi þrjátíu og sex. Hann rífur hann niöur og endurbætir — skiptir um alla út- veggi, gólf og allar lagnir — en heldur uppistööunum og þakinu. Inn í þetta húsnæði flytur f jölskyldan ári eftir að endurbót „kofans” hófst, eða sautjánda júní 1975. En eljusemi Ivars á sér skrítin takmörk. 1976 réðst hann í viðbyggingu við „kofann” í Efsta- sundi, ætlar sér aö þrefalda flatarmál heimilisins. Um haustið er platan ein komin upp — og þrátt fyrir aö Ivar hafi unnið allt sjálfur og hafi þannig ekki þurft aö borga neina utanaðkomandi vinnu — voru péningar hans uppumir. Fyrir hvatningu vina sinna heldur hann þó áfram, slegin eru lán um víðan völl, og sem fyrr engin vinna aðkeypt. Allt er gert upp á eigin spýtur — og það hefst að lokum. 1978 er viðbygging ,díofans” tekin í notkun. Arið áöur haföi Ivar reyndar klambrað upp ágætum bílskúr við hliðina á viðbyggingunni. Það er nú verkstæöi hans þar sem þúsundþjala- smiðurinn vinnur að iðn sinni, milli þess, eins og jafnan, að hann grípur inn í önnur verksvið. — Eirðarleysi hlýtur að vera næsta óþekkt hugtak í huga þessa manns. Ivar er spurður út í það. „Ja, þrátt fyrir allt þá finn ég ein- stöku sinnum til eirðarleysis. Það er þegar ég finn vanmátt minn gagnvart Kirkjuorgelið i Akra- neskirkju, skorið út i silfur, samkvæmt handverki ívars. Verkið er i hlutfallinu einn á móti fimmtíu, nákvæm eftirlíking. Það er gjöf kirkjukórs Akraneskirkju til organistans Hauks Guðlaugssonar, en hann lét af störfum sem organisti Akra- neskirkju fyrir skömmu eftir áratuga- langt starf á þeim vett- vangi. meðan menn geta endalaust diskú- terað um ágæti ákveðins listaverks. Ég lít þannig fyrst og fremst á mig sem handverksmann og ég væri mjög hamingjusamur ef sagt væri að ég væri frambærilegur sem slíkur. Það er mér nóg því að um leið og einhver gleðst yfir hlut sem ég hef unnið þá er ég búinn að fá það út úr honum sem hægter.” — Hvað er það sem heillar mest í þessari iðngrein sem þú segir letur- gröftinn vera? „ Það er sköpunargleðin sem af henni hlýst. Vonin um að mér geti tekist vel upp heldur mér viö efnið — og ef ekki þá vitneskjan um aö kannski geti mér tekist ennþá betur til næst. ” — Eins og bent hefur verið á hér að framan hefur Ivar komið víða við og fengist við hreint ótrúlega margt á ekki lengri starfsævi en hans er. Það er því kannski tilvalið að rekja helstu æviþætti þessa þúsundþjalasmiðs. Ivar er fæddur og uppalinn Reyk- víkingur, sonur hjónanna Björns M. Halldórssonar og Guðfinnu Guðmunds- dóttur. Faðir hans var þekktur letur- graf ari á fyrri árum enda sá fy rsti sem annarsvegar hjá Tiffany sem er stærsta skartgripafyrirtæki í heimi og í þokkabót taliö eitt virtasta og fínasta sinnar tegundar, og hinsvegar hjá skartgripafyrirtækinu Carter sem einnig er mjög virt og vinnur meöal annars mikið af skarti fyrir flesta þekktustu leikara Bandaríkjanna. Þess má geta að Tiffany-menn voru mjög hrifnir af leturgreftri Ivars og rómuðu hann. Til staðfestingar því áliti sínu buöu þeir honum mjög spenn- andi atvinnutilboö, sögðu að ef Ivar reyndist eins fjölhæfur og vandvirkur leturgrafari og vinna hans gæfi til kynna þá mætti hann vænta þess að komast í þá sérstöðu innan fyrirtækis- ins að starfa sem sériegur leturgrafari forseta Bandaríkjanna og vinna þar með allar gjafir er hann gæfi öðrum þjóðhöfðingjum. „Þessi orð eru náttúr- lega ein mesta og dýrmætasta viður- kenning sem ég hef f engið,” segir lvar. En því miöur kom aldrei til þess að Ivar gæti sýnt Tiffany — og þar með jafnvel sjálfum forsetanum — hæfi- leika sína á sviði leturgraftar. Oliu- kreppan reið yfir bandarískt efna- hagsiif um þessar mundir, eins og flest þessu stóra umhverfi sem ég lifi í. Manni verður nefnilega stundum hugs- að til þess hvað maður er óttalega lítið peö í henni veröld, svo lítið að það tekur því varla að vera að minnast á það. Og einstaka sinnum finn ég fyrir eirðarleysi yfir því hvort allt þetta alls- herjarstúss borgi sig; hvort ég ætti ekki frekar að snúa mér að því að hjálpa samborgurum mínum, þeim sem virkilega þurfa hjálpar. Það læðist stundum að mér sá grunur að sjálfelskan sé að fara með mig til and- skotans, að ég sé um of upptekinn af sjálfum mér og minum þrám, og líti ekki nægilega í kringummig.” — Svona í lokin. Hvert er mottó þessa manns sem lesandinn hefur verið að lesa um hér að framan? „Það mikilvægasta í lífinu, að mér finnst, er að skila börnum sínum sóma- samlega til þjóðfélagsins. öll hand- verk, allir hlutir — hversu freistandi og framandi sem þeir eru — veita aöeins stundaránægju og því varia mikilsverðir í samanburöi við það líf sem maöur kveikir með afkvæmum sínum.” -SER. HÚSBYGGJENDUR - FRAMKVÆMDAMENN háfell Leigjum út belta- og hjólagröfur, jarðýtur, vibróvaltara o.fl. Tökum að okkur alla jarðvinnu, gröfum grunna, útvegum fyllingarefni. Tilboðs- og tímavinna. HÁFELL SF. Bildshöfða 14 — Simi 82616 Tökum að okkur að annast fermingar, brúðkaupsveislur, árshátíðir og hvers kyns annan mannfagnað. Sendum í heimahús, eftir því sem óskaö er. VEITINGAtlÚSIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.