Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 2
2 DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983 Óflekkað mamiorð, starf- hæfur og vel kynntnr — nýr íslenskur ríklsborgari Olöf Pétursdóttir deildarstjóri í dómsmálaráöuneytinu upplýsir okkur um aö hægt er aö fá íslenskan ríkis- borgararétt með tvennum hætti. Annars vegar veitir Alþingi íslensk ríkisborgararéttindi samkvæmt lögum og er tíðast aö útlendingar fái ríkis- borgararétt meö þeim hætti. Hins vegar hefur löggjafinn veitt framkvæmdarvaldinu (í þessu tilviki dómsmálaráöuneytinu) heimild til þess aö veita íslenskan ríkisborgara- rétt í sérstökum tilvikum og eru þær reglur tilgreindar í ríkisborgararéttar- lögunum. Til dæmis getur erlent barn, sem ættleitt hefur veriö af íslenskum ríkisborgurum, fengiö íslenskan ríkis- borgararétt með yfirlýsingu frá dóms- málaráöuneytinu ef kjörforeldrarnir óska þess innan 7 ára aldurs bamsins. Meö sama hætti getur útlendingur, sem átt hefur lögheimili hér á landi samfleytt frá 16 ára aldri og að auki búiö hér áöur aö minnsta kosti í fimm ár, óskað eftir því, þegar hann hefur náö 21 árs aldri en innan 23 ára aldurs, aö honum veröi veittur íslenskur ríkis- borgararéttur. Að lokum getur dóms- málaráöuneytiö veitt þeim á ný íslenskan ríkisborgararétt sem hefur glataö honum, hafi viðkomandi átt lögheimili hér á landi síðustu tvö árin, enda hafi hann öðlast íslenskt ríkis- fang viö fæöingu og átt hér lögheimili till8áraaldurs. Alþingi styðst viö ákveðnar reglur við veitingu ríkisborgararéttar. Umsækjandi þarf aö hafa óflekkað mannorö og vera „að áliti tveggja valinkunnra manna starfhæfur og vel kynntur þar sem hann hefur dvaiist.” Þá þurfa umsækjendur aö hafa búið hér í tiltekinn árafjölda sem er breyti- legur eftir því hvort viökomandi er til dæmis Noröurlandabúi eða giftur íslenskum ríkisborgara svo dæmi séu tekin. íslensku nöfnin Fram til 1971 setti Alþingi þaö skilyröi fyrir veitingu íslensks ríkis- borgararéttar að umsækjandi tæki íslenskt nafn, þaö er aö segja bæöi fomafn og eftirnafn. Það var og er hlutverk dómsmálaráöuneytis aö fylgja því eftir að þessum lagaskil- yröum sé fullnægt áöur en ríkis- borgararéttur er veittur. Þegar umsækjandi hefur valið sér íslenskt nafn, samkvæmt lögum um manna- nöfn, gefur dómsmálaráðuneytiö út leyfi til nafnbreytingar og veitir yfirlýsingu um íslenskan ríkisborgara- rétt. Alþingi slakaöi á kröfum um nafn- breytingu á árinu 1972, þannig aö frá því ári og fram til 1981 var þaö skilyrði aö umsækjandi tæki íslenskt fomafn en var heimilt aö halda eftirnafni óbreyttu. Enn breytti Alþingi skil- yrðum fyrir veitingu ríkisborgararétt- ar 1981, þannig aö umsækjanda er heimilt að halda nafni sínu óbreyttu, en veröur þó að taka sér islenskt Ólöf Pétursdóttir, deildarstjóri í dómsmálarððuneytinu DV-mynd Einar Olason fomafn sem böm hans, sem fædd eru eftir að hann öðlast íslenskt ríkisfang, kenni sig viö. Á þaö má benda aö þessi regla leiðir til þess aö böm manns sem fædd era áður en hann öðlast íslenskt ríkisfang geta haldiö erlendu kenningarnafni en börn sem fædd era eftir að hann fær íslenskt ríkisfang veröa að kenna sig við hiö íslenska nafn sem maöurinn hefur tekið sér. „Aðallega gagnrýnt að hafa þurft að breyta um nafn" Viö leggjum nokkrar spurningar fyrir Ölöfu. — Er erfitt að fá ríkisborgararétt? „Bæöi já og nei, þaö fer eftir því hvemig á þaö er litiö. Tengsl umsækj- anda viö landiö geta verið margbreyti- leg og koma því hér til ýmis viðhorf. Alþingi hefur tekiö tillit til þessa og eru skilyrði um lengd búsetu hér á landi breytileg eftir því hver á hlut aö máli. Til dæmis þarf útlendingur, sem kvæntur er íslenskum ríkisborgara, einungis aö hafa verið búsettur hér á landi í samfellt 3 ár frá hjúskapar- stofnun til þess aö geta öðlast íslenskt ríkisfang aö ööram skilyrðum fullnægöum. Noröurlandabúar þurfa aö hafa verið búsettir hér á landi aö minnsta kosti í 5 ár og aðrir í 10 ár. Þá þarf umsækjandi að hafa óflekkað mannorö.” — Era umsækjendur yfirleitt góöir í íslensku? „Þaö er ekki gert aö skilyrði fyrir veitingu íslensks ríkisborgararéttar að umsækjandi kunni íslensku. Sumir hafa náð mjög góöu valdi á íslenskri tungu, aörir ekki. Hins vegar er umsækjandi inntur eftir því hvort hann tali og skilji íslensku þegar hann sækir um íslenskan ríkisborgararétt.” — Getur ekki veriö að þaö séu geröar strangari kröfur til íslenskra nafna nýrra ríkisborgara en Islendinga sjálfra? „Akvæði mannanafnalaga eiga við í báöum tilvikum. Spumingin er því, hvemig til tekst meö framkvæmd þeirra. Ráðuneytiö hefur reynt aö fylgja ákvæöum mannanafnalaga nr. 54/1925 eftir af nákvæmni, en ekki verður þaö sagt um alla. Hins vegar eru nafnabreytingar mjög viökvæm mál og er því ávallt reynt að leysa máliö á viðunandi hátt fyrir alla aöila.” — Hvert er almennt viðhorf umsækj- enda til reglnanna, er eitthvað sem þeirfinnaaö? „Otlendingar hafa aöallega gagnrýnt aö hafa þurft að breyta um nafn til þess aö öðlast íslenskt ríkis- fang. Nú eru reglumar mun aögengi- legri og hef ég ekki oröiö vör við að önnur skilyröi hafi sætt almennri gagnrýni.” -SGV. Gisting á lúxushótelinu Montparnasse Park Innifalið: Flug - Akstur - Gisting - Morgunverður - Skoðunarferð um París - Skoðunarferð um Versali - íslensk fararstjórn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.