Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983 Bílar Bílar Bílar Bílar Bflar Traustur lúxusbill: Land Rover 110. Land Rover Á Genfarsýningunni var sýnd- ur í fyrsta sinn opinberlega nýr Land Rover. Þessi nýi bíll frá British Leylandhefur hlotiö nafn- iö Land Rover 110, eftir 110 tomma löngu húsinu. Hér er á ferðinni nýr jeppi sem byggir á gamalli hefö Land Rover en tekur miö af kröfum um aukin þægindi. Hann er lengri en fyrirrennararnir og nú er val um fjögurra eöa átta strokka vélar. Fjögurra hjóla afldrif, gorma- fjöörun og glæsilegri frágangur ætti aö hjálpa til aö ná aftur hluta markaöarins sem tapast hefur til japanskra bíla af sömu stærö. Genf: Bestu sætin - ad (lomi bresks sérfræðings Bílsæti skipta verulegu máli þegar rætt er um bíla. Terry Moule, breskur beinasérfræð- ingur, sem er ráögefandi hjá Saab um bílsæti, segir marga, ökumenn skemma í sér bakiö meö notkun óhæfra bílsæta Hann hefur gefið þeim bílum sem nú eru á bílasýningunni í Genf einkunn fyrir hönnun sætanna. Bestu sætin á sýningunni, að hans dómi, eru í Vauxhall Chava- lier/Opel Ascona, Honda Prelude, Chevrolet Blazer, Audi 100 og aö s jálfsögöu Saab. Hann var hins vegar miöur hrifinn af sætunum í Ford Sierra, Citroen BX, Renault 11, Volvo 240 og Mercedes 190. Bflasýnmgin í Genf: ]\ý|ar gerðir líta dagsins ljós Einn þeirra viðburöa í bílaheiminum sem beöiö er með eftirvæntingu er bíla- sýningin í Genf. Þessi sýning er taUn gefa góða mynd af því sem er aö gerast í bUaiönaöinum og venjulegast líta margir nýir bílar dagsins ljós í fyrsta sinn á þessari sýningu. Enginn bílaiön- aður er í Sviss og því er þar kjörinn vettvangur til aö sýna bíla án þess aö gera einum eöa öörum hærra undir höföi. Þetta ár hefur sýningin, sem var opnuö 10. mars, þaö yfirbragö aö spar- neytnin sem tröUriöiö hefur bílaiönað- inum undanfarin ár er ekki lengur aöalatriöiö, heldur er nú lögö áhersla á ýmis önnur atriöi jafnframt. Einna mesta athygU hefur sýningar- deild British Leyland vakiö fyrir Maestro og hinn nýja Land Rover 110 sem kynntur er í fyrsta sinn á þessari sýningu. Frá Peugeot er sýndur nýr smábíll, fimm dyra 205. Eins og aðrir bílar frá Peugeot er 205 bíUinn hannaöur í sam- vinnu við Pininfarina, en sú samvinna gefur af sér góöar línur, góðar inn- réttingar og tilfinningu af gæöum. 205 | bfllinn veröur án efa haröur keppinautur á smábílamarkaöinum. Val veröur um 1100 ogl300ccvélar. Annar líklegur sölubfll er Renault 11. Á liðnum árum hefur ríkt vafi á því hvort hinn dæmigeröi evrópski bflkaup- andi viU skutbíl eöa venjulegan fólks- bíl. Volkswagen til dæmis kom meö fólksbílsútgáfur af Golf og Polo en komust aö raun um aö meirihluti kaup- endanna vildi áfram skutútgáfuna. Þeir hjá Renault viröast enn trúa því, þrátt fyrir aö Renault 9 fólksbíUinn hefi verið kjörinn bíll ársins, aö kaup- endurnir vilji samt áfram fá skutbíla. Þessi nýi Renault 11 veröur bæði til í þriggja og fimm dyra útgáfu og vélar- stæröir tvær, 1100 og 1400 cc. Elektrón- ikin hefur tekið við í dýrari gerðunum og nú eru tölvumælar í mælaborðinu í staö gömlu góöu nálanna í mælunum. Einn mesti glansinn er yfir hinum nýja Audi Avant á sýningunni. Þetta er nokkurs konar stationútgáfa af Audi 100. Þótt hér sé ekki hiö klassíska stationbyggingarlag á feröinni þá á bíUinn aö keppa við viðurkennda stationbíla eins og Volvo til dæmis. Kostimir eru flatt gólf, aftursætin falla fram, hvor helmingur fyrir sig, og hægt er aö fá aukabekk aftast ef viU. I boði eru fjórar vélargerðir, tvær bensínvélar og tvær dísilvélar og enn ein gerö til viöbótar á leiðinni. Minnsti Ford sem enn hefur séö dagsins ljós er Trio. Þetta er tilrauna- bíU, fjögurra hjóla og aðeins Uðlega 2,40 metra langur. Sætin em þrjú, eitt frammi íog tvö aö aftan. Þyngdin situr hér í fyrirrúmi, eöa réttara sagt þaö að hafa bflinn sem léttastan. Gólfið er samloka úr trefjagleri og kevlar, sem er níðsterkt gerviefni frá Dupont, fimm sinnum sterkara en stál, og ónæmtfyrir eldi og ryði. Þetta nýja efni, kevlar, er einnig notaö í yfirbygginguna á nýjum bresk- um bíl, Enterprise F16, en meðal nýjunga í þeim bíl er að í þaki hans em sólarrafhlöður til að nýta sólarorkuna. Þessi bíU er meö 2,8 lítra turbovél, f jór- hjóladrifinn og meö enn betri loftmót- stööustuöul en Audi 100. Á undanförnum bílasýningum hafa sést bílar í sýningardeildum Ford undir nafninu „Probe” þótt hér hafi verið um tilraunabíla aö ræða þá urðu Probe I, H og III síðar að Ford Sierra svo ef Ford hefur ekki ætlað Probe IV aö vera fyrirrennara hins nýja Granada þá hefðu þeir átt að breyta um nafn. Probe IV kemur frá hönnun- ardefld Ford í Detroit og í honum er meðal annars tölvustýrö loftfjöömn sem stýrist af hraöa og átaki. Tölvu- búnaöurinn stýrir einnig loftkljúf undir framendanum sem dregst inn viö hægari akstur. Hér er einnig meira af efninu kevlar á feröinni og sérhann- aðar álfelgur. Felgurnar skipta miklu máli á sýningunni í Genf í ár og sjást ýmsar gerðir þeirra og er greinilegt hversu útlit þeirra og lag getur haft áhrifá heildarútlit bflsins. Loks er nú komin fjögurra dyra út- gáfa af hinum vinsæla BMW 3-línubíl. Einungis tvennar dyr voru áöur og var þaö talinn galli á þessum vinsæla bíl en nú hefur hönnuöum BMW tekist að bæta úr þessu og jafnframt að ná Kenault 11, enn nýr skutbill á ferðinni. Audi Avant, ætlað aðkeppa við stationútgáfur Voivo og Mercedes Benz. Minnstl Fordinn, Trio, aðeins, 2,40 m á lengd. aðeins meira plássi út úr bílnum. Genfarsýningunni hér á bílasíðunni Nánar verðurfjallaðumnýjungará síöar. (ByggtáSundayTimes) m----------► Peugeot 205, nýr keppinautur inn á smábflamarkai'.i.ii.- Hættir Ford þátttöku í ralli? og náðu 25. sæti sem var góður árangur miöað viö að þetta var í fyrsta sinn sem þeir keppa í jafnerf- iðu og margmennu ralli. Hættir Ford að gera út bila í rall- akstur? Um miðja vikuna kom þaö fram í frétt í breska útvarpinu BBC aö Ford-verksmiðjumar hefðu ákveðiö að draga sig út úr þátttöku í rall- akstri og lengri kappakstri. Astæöan var sögö sú aö nýju módelin frá Ford hefðu ekki hentað eins vel til rall- aksturs og ætla mátti. Fordbílar hafa undanfarin ár veriö mjög áberandi í rallakstri og Escort- inn var mjög oft ofarlega á blaöi í erfiöum rallkeppnum. Hér á landi hafa Fordbílar veriö margir í rall- akstri og staöiö sig vel. I Mintexrall- inu, sem haldið var í Bretlandi fyrir skömmu, náöi Ford Escort hæst í 6. sæti og þar á eftir í 8. og 10. sæti. tslensku keppendurnir í Mintexrall- inu, Hafsteinn Hauksson og Birgir Viöar Halldórsson, kepptu á Escort Sé það rétt aö Ford ætli aö draga sig út úr rallkeppnum, í bili að minnsta kosti, á þaö eftir að hafa töluverð áhrif á slíkar keppnir á næstunni vegna þess hversu Fordbílar hafa veriö áberandi í rallkeppnum, þótt þeim hafi gengið illa í samkeppni viö hinn fjórhjóla- drifna Audi Quattro, sem meðal annars sigraöi í Mintexrallinu. Úlfar Hinriksson hjá Fordumboð- inu Sveini Egilssyni haföi ekki haft spurnir af þessum fregnum frá Ford þegar við höföum samband við umboðiö en fréttin kom honum á óvart og taldi hann raimar aö búiö heföi veriö að gera tveggja ára áætlun um þátttöku í rallkeppnum. Án efa munu margir rallökumenn, bæöi hérlendis og erlendis, halda áfram ótrauöir aö keppa á Ford í ralli því bílarnir hafa óneitanlega staðið sig vel þótt ekki hafi þeir alltaf náöíefstusætin. -JR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.