Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Blaðsíða 2
2 DV. MÁNUDAGUR18. APRlL 1983. Sementsverk- smiðjan á Akranesi: Lög eru í gildi um einkaleyfi á grænmetisinnflutningi: Þingmenn hafa margreyntaö breyta tögunwn — svo og Neytendasamtökin og Verslunarráð Bílskúrs- bruni í Skerjafirði Á laugardag kviknaði í bílskúr í Skerjafiröi. Slökkviliðið var kallað á vettvang og gekk slökkvistarfið mjög vel, tók ekki nema 20 mínútur. Inni í bílskúmum var gamall Volks- wagen sem verið var aö gera upp og eyðilagðist hann. Bílskúrinn skemmdist nokkuö en hann var sam- byggður húsi. Það skemmdist hins vegar lítið, sviðnaði aðeins á því gaflinn. Engin meiðsli urðu á mönn- um. -óbg. Þessa dagana er unnið af fullum krafti við að breyta Sementsverk- smiðjunni á Akranesi þannig aö hún brenni eftirleiðis kolum i stað olíu. Er reiknað með aö breytingunum verði lokið fyrir mitt sumar en tæki sem til þarf eru nú að berast til landsins. Aö sögn Guðmundar Guömunds- sonar, framkvæmdastjóra Sements- verksmiöjunnar, mun þaö spara verksmiöjunni milljónir króna á ári aö brenna kolum í staö olíu. Heildar- oliukostnaður Sementsverk- smiðjunnar á síöasta ári nam 40 milljónum króna og áætlað var að hann næmi 60 milljónum í ár. Kolin kosta helmingi minna en olían og sagöi Guðmundur að spamaðurinn yröi um 30 milljónir á ári miöað við olíuverö núna. Kolin sem notuð veröa í verksmiðj- unni koma frá Bandaríkjunum. Verða þau flutt þaðan til Hollands og síöan meö íslenskum skipum til Akraness. Guðmundur sagði að sementsverk- smiðjur víða um heim sem notað hefðu olíu hefðu, eða væru nú að breyta yfir í kolin. Ýmsar aörar verksmiðjur væru aö gera slíkt hið sama. Hér á landi fylgdust stjóm- endur fiskúnjölsverksmiðja og fleiri með því sem væri aö gerast hjá sementsverksmiöjunni. Þær væru að vísu ekki í stöðugri notkun allt áriö eins og sementsverksmiöjan og því ekki víst aö breytingin yfir í kolin yröi einshagkvæmfyrirþær. -klp- Eins og sjá má fór gamli Volkswageninn iiia i brunanum. DV-mynd S. ,,Mér þykir það leitt en ég verð að játa að ég misskildi spurningu þína. Svarið sem ég gaf þér var því rangt,” sagði Gunnar Guöbjartsson hjá Fram- leiðsluráöi landbúnaðarins. I DV á fimmtudag var haft eftir honum að ekki væru til nein lög eða reglur sem kvæðu á um það að Framleiðsluráð hefði einkaleyfi á innflutningi á græn- meti. Einnig var haft eftir Gunnari að hann vissi ekkert um kæru sem borist hefði á grænmetisinnflutningi fyrir- tækisins Eggerts Kristjánssonar og Co. Frá þeirri kæm var sagt í Morgun- blaðinu fyrr í vikunni. ,,Eg hélt aö þú værir að spyrja um leyfi til aö flytja inn grænmeti og ávexti og svaraöi samkvæmt því. Eg biðst afsökunar. Um kærana haföi ég hins vegar ekkert heyrt. Nú veit ég hins vegar að tollyfirvöld innsigluðu það sem eftir var að grænmetisfarmin- um. Þau hafa játað aö það var fyrir mistök að honum var yfirleitt hleypt inní landið,” sagði Gunnar. Innflutningur fyrirtækisins Eggerts Kristjánssonar & Co. var fyrst og fremst til þess að kanna hvort lög um einkarétt ríkisins á innflutningi á grænmeti væru enn í fullu gildi. Fyrir- tækið hefur farið fram á styrk úr rétt- arverndarsjóði Verslunarráðs til aö halda uppi vörnum í málinu. I bréfi sem Gísli V. Einarsson ritar Verslun- arráði segir hann meöal annars: „Því verður ekki á móti mælt að einkasölu- aðilar á nýju grænmeti hafa misnotað aðstöðu sína og framkvæmd þessara mála hefur verið með þeim hætti að um er að ræða óvenjulega og grófa tak- mörkum á athafnafrelsi og um leið er hagsmunum mikils meirihluta lands- manna fómað fyrir fámennan en harð- snúinn þrýstihóp. Þetta teljum viö að geti ekki samrýmst stjómarskrá landsins.” Lögin Það eru lög númer 101 frá árinu 1966 sem kveða á um einkaleyfi á innflutn- ingi grænmetis. Þar segir í 34. grein. „Rikisstjórnin (landbúnaðar- ráðuneytið) hefur einkarétt til að flytja til landsins kartöflur og nýtt græn- meti.” Þessum lögum hefur margoft verið reynt að breyta á Alþingi. Bæði þing- Olían út — kolin inn —copco----- ELDHÚSÁHÖLDIN gömul hugmynd nútíma hönnun Copco eldhúsáhöldin eru fram- leidd hjá N.A. Christensen & Co. AS. í Danmörku. Copco eldhúsáhöldin eru framleidd úr potti í þremur lita útfærslum, þ. e. í svörtu, hvítu og svart/ hvítu. Nýja Ccpco línan er hönnuð af Bernadotte & Björn og Michael Lax sem eru fremstu hönnuðir á þessu sviði í Danmörku og í Bandaríkj- unum. Copco eldhúsáhöldin má nota hvort sem er á hellu, yfir opn- um eldi eða inní ofni. Copco eldhúsáhöldin hitna mun fyrr en áhöld í öðrum gæðaflokk- um, þannig sparar Copco um- talsverða orku og tíma. Opið laugardaga. Póstsendum. ELDHÚSÁHÖLD ÚR POTTI gömui hugmynd - nútíma hönnun. >___ ___> > KUNIGUTSD HAFIMARSTRÆT111 ■ RVÍK ■ S13469 menn Alþýðuflokks og Sjálfstæöis- flokks hafa lagt fram frumvörp þar aö lútandi. Þau hafa ekki fengið af- greiðslu. Fmmvörpin ganga út á það að ekki verði keppt við innlenda rækt- un, heldur aðeins flutt inn þaö sem ekki er hægt að rækta hér á landi á hverjum tíma. Verslunarráð og Neytendasamtökin hafa margoft reynt að fá því fram- gengt að lögunum verði breytt, einnig án árangurs. Ámi Ámason, fram- kvæmdastjóri Verslunarráös, sagði að með því að gefa innflutning á græn- meti frjálsan yrði tryggð jafnari dreif- ing á lægra verði. Nefndi hann sem dæmi að umrædd sending frá Eggerti Kristjánssyni hefði verið á 10—14% lægra verði en þá var í gildi á mark- aðnum, fyrir nú utan það að margt af þessu grænmeti var alls ekki til í land- inu á sama tíma. Ámi sagöi þaö einnig verða íslenskum framleiðendum til góða ef neysla á innfluttu grænmeti ykist því þá ykist örugglega jafnframt neysla á íslensku grænmeti þegar það fengist. Hann vitnaði einnig í aö sala á ávöxt- um var lengi bundin við jólin þegar hún var í einkaleyfi ríkisins. Þegar hún var hins vegar gefin frjáls fóru að fást ávextir allan ársins hring. Um dreif- ingu grænmetis þyrftu að gilda svipað- ar reglur og um dreifingu ávaxta, því varan væri skyld og svipað þyrf ti til. DS Bfll fauk af vegi í Hvalfirði Á sunnudagsmorgun varð bílslys undir Þyrli í Hvalfirði þegar bíll sem þar var á ferð fauk út af veginum í 90 hnúta vindi. Bifreiöin staönæmdist neðar í hlíðinni en hvassviörið var slíkt að ekki var með góöu móti hægt að komast að henni. Björgunarmenn fóm niður að henni í kaðli og náðust bæði bílstjóri og farþegi upp. Einn björgun- armanna fauk niður hliöina og varð að fara með hann á sjúkrahús eins og þá sem í bílnum voru. Meiðsli þeirra munu ekki hafa verið alvarleg en bíll- inn er talinn ónýtur. -óbg. Leiðinlegt veður um helgina Veður um allt land var heldur leiðin- legt um helgina. I Reykjavík var ófært upp í Bláfjöll fram að hádegi á sunnu- dag en um leið og vegurinn opnaðist fór fólk að tínast þangað upp eftir. Hellisheiði var ófær um helgina og Þrengslavegur leiðinlegur að sögn lög- reglunnar á Selfossi. Fyrir norðan kyngdi niður snjó, á Akureyri og Húsa- vik, og víðast hvar ófært. Hélt fólk sig mest heima, að sögn lögreglu. Á Vest- fjörðum var veöur einnig leiðinlegt, rok ogkalt. -óbg

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.