Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Page 12
12 DV. MÁNUDAGUR18. APRlL 1983. Wm 1 f&' f ,|| DAGBLAÐIÐ-VÍSIR ,1 l I WKr JKKl kÆi ' 'íá í;' ' Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og úfgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgátustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skritstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Súni ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF.,SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19. Áskriftarverðá mánuði 180 kr. Verðílausasölu 15 kr. Helgarblað 18 kr. , Spilin veröa stokkuð Skoöanakönnun DV, sem birt er í blaðinu í dag, staö- festir þaö, er komið hefur fram í könnunum annarra blaöa, aö hiö hefðbundna flokkakerfi Islands hefur riöl- azt, — aö f jöldi manna mun á laugardaginn kjósa öðruvísi en áöur. Nýju framboðin, Bandalag jafnaðarmanna og Samtök um kvennalista, hafa sópað til sín fylgi og ógna hefö- bundnum hugmyndum um rekstur stjórnmála. Flokkarn- ir hafa ekki lengur sína föstu dilka, þar sem sauöirnir skila sér. Eini gamli flokkurinn, sem nýtur öruggs og raunar vax- andi fylgis, er Sjálfstæöisflokkurinn. Búast má viö, aö eft- ir kosningar veröi hann ejni stóri flokkurinn og þar af leiðandi úrslitaflokkur í myndun nýrrar ríkisstjórnar. Tölur DV eru hærri en Morgunblaðsins fyrir Fram- sóknarflokkinn, Bandalag jafnaðarmanna og Alþýðu- bandalagiö og lægri fyrir Sjálfstæöisflokkinn, en hinar sömu fyrir Alþýöuflokkinn og Samtök um kvennalista. I stórum dráttum ber þessum tveimur könnunum sam- an. Minna viröi eru tölur Helgarpóstsins, sem eins og fyrri daginn vanmetur Framsóknarflokkinn, þótt aö- ferðafræöin sé skárri en áöur. Viö reiknum með, aö þær tölur séu ekki réttar. Svo vel vill til, aö á laugardaginn veröur kveöinn upp Stóridómur. Þá kemur raunveruleikinn í ljós. Um mið- nætti fer sennilega að skýrast, hversu misjafnlega vel þessar þrjár kannanir spá um úrslit kosninganna. Þá veröur marklaust aö bera saman misjafna aðferöa- fræöi. Þá veröur tilgangslítið að flagga vísindum út af fyrir sig. Þá veröa búnir aö ákveöa sig þeir kjósendur, sem hingað til hafa gefið loðin svör eöa engin. I könnun DV fékkst ekki svar um lista hjá 46,6% úrtaks- ins. Morgunblaðið fékk ekki svar frá 37% af sínu úrtaki, þótt sú staðreynd sé raunar falin í frásögnum blaðsins. Eftir viku fáum viö að vita, hvor skekkjan er verri. Burtséð frá þessu er ljóst, aö kjósendur hafa þegar ákveöiö að gefa nýjum framboðslistum tækifæri til að reyna sig, og sötnuleiöis hafa þeir ákveöið aö refsa Alþýöuflokknum, Alþýðubandalaginu og Framsóknar- flokknum. Sérstaklega er athyglisvert, að kjósendur viröast ekki setja fyrir sig einkennilegan klofning Sjálfstæöisflokks- ins, þar sem hluti kjósenda og einnig frambjóðenda eru stjórnarsinnar, en meirihlutinn stjórnarandstæöingar. Einnig er sérstaklega athyglisvert, að grófur rógur um Vilmund Gylfason hefur ekki kæft framboö hans manna í fæðingu. Kjósendur trúa ekki róginum og taka framboö bandalags hans sem raunhæft val í stað hins gamla. Loks er einnig sérstaklega athyglisvert, að sú hugsun hefur náð fótfestu, að flokkakerfið veiti konum ekki næga þátttöku í stjórnmálum og að við ríkjandi aöstæöur sé kvennalisti raunhæft svar við vandanum. Viö sjáum fram á, að um eöa undir tíu af sextíu þing- mönnum næsta kjörtímabils verði kosnir af hinum nýju listum. Um þetta eru sammála þrjár skoðanakannanir með þrenns konar aðferðafræði. Um þetta þýöir engum aö villast. Að baki velgengni hinna nýju lista og velgengni stærsta stjórnmálaflokksins hlýtur að liggja þung undiralda. Aö baki eru kjósendur, sem vilja stokka spilin upp á nýtt og kanna, hvort ekki sé hægt að fá ríkisstjórn eftir tólf ára hlé. Jónas Kristjánsson. „Það er staðreyndað við höfum aðeins 3konurá þingi en þarsitja samtímis 57karlmenn. . . Kvennalisti: Kvennalisti er stofnaöur út úr neyð, en þaö er allt gert til aö kæfa okkur í fæöingu. Sum rökin hjá and- stæðingum okkar eru þau aö konur vilji ekki á þing og konur hafi ekki áhuga á stjórnmálum. Þetta minnir mann á hvernig aöstaðan var fyrir nær 70 árum þegar konur voru aö berjast fyrir því aö fá kosningarétt. Þá voru sömu rökin notuö gegn því aö konur fengju þessi sjálfsögöu mannréttindi. Viö heföum kannski bara átt að hlusta á rökin og sleppa þessu meö kosningaréttinn? Eiga konur erindi á þing bara af því að þær eru konur? Þaö lítur út fyrir aö stjórnmálaflokkamir séu þeirrar skoöunar, því aö þeir hafa allir keppst viö aö reyna aö koma konum framarlega aö á listana. Við skulum vona aö konur séu ekki á hin- um listunum eingöngu til skrauts heldur séu þeir þeirrar skoðunar að konur hafi raunverulega eitthvað fram að færa einmitt af því aö þær erukonur. Það er staöreynd aö viö höfum aöeins 3 konur á þingi, en þar sitja samtímis 57 karlmenn. Ef viö nú snerum dæminu viö og segðum aö á þingi sætu aðeins 3 karlmenn en 57 konur. Já, tilhugsunin er hjákátleg. Ætli okkur þætti ekki komin fullgild ástæöa fyrir karlalista, með þann til- gang fremstan að koma körlum aö? Viö fáum ómögulega séö hvernig hægt er aö koma á jafnrétti ef sjónar- miö aðeins hluta þjóöarinnar hefur áhrif á gang þjóömála. Þaö er erfitt aö fá viöurkennda reynslu kvenna sem er byggö á eigin lífi og eigin vinnu, en þaö er enginn í vafa um að margvísleg önnur störf í þjóðfélaginu móti fólk. En konur er Sigríður Þorvaldsdóttir ekki hægt aö viðurkenna aö búi yfir sérstakri reynslu, sem taka beri tillit til. Viö höfum margvíslegum skyld- um aö sinna, sumum mjög ljúfum, unaðslegum og sjálfsögöum skyld- um, öörum erfiöum og óréttlátum. Þegar erfiöiö veröur of mikiö og eng- inn til að deila því meö eins og er í mörgum tilfellum, ekki síst hjá ein- stæðum mæðrum, geta jafnvel ljúf- ustu skyldur snúist upp í andhverfu sína. Þeirra er erfiöiö og ábyrgöin: oft þyngst því aö þær þiggja yfirleitt lægstu launin, þær hafa ekki tíma til aö berjast fyrir bættari lífskjörum og þær ganga með nagandi samviskubit gagnvart bömum sínum út af tíma- leysi. Eg treysti engum betur en kon- um til þess aö rétta hag þessara kvenna. Nú má þetta ekki misskiljast þann- ig að reynsla kvenna sé bara nei- kvæð og þær vilji án hennar vera. Nei, og aftur nei! Þvert á móti. Þaö er s jálfsagt mikilvægasta og j ákvæð-1 asta reynsla sem til er aö hlúa aö og bera ábyrgö á lífi einstaklings og konur vilja alls ekki losna við hana. En viö viljum aö fleiri fái aö njóta hennar og deila þessu með okkur. Margir feöur fara á mis viö náin kynni af börnum sínum út af of miklu vinnuálagL Þess vegna veröur þjóö- félagiö aö koma til móts við konur. Karlmenn, sem einstaklingar, veröa að gera þaö líka. Einu sinni var það hefðbundin ábyrgö karlmanna aö afla tekna en nú gera konur þaö líka. Þær afla tekna til heimilisins og borga skatta, þær víkja sér ekki undan ábyrgö á neinn hátt. En aöstöðumunurinn blasir alls staöar viö. Eigum viö ekki að breyta þessu? Eöa eigum við aö bíöa í 100 ár í viö- bót? Sigríöur Þorvaldsdóttir, leikkona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.