Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Blaðsíða 18
18 DV. MANUDAGUR18. APRÍL1983. Þau athyglisveröu tíöindi uröu fyrir skömmu að félagsmálaráð- herra, Svavar Gestsson, uppgötvaöi aö ungt fólk, sem er að reyna aö tryggja sér húsnæði í fyrsta sinn, hefur oröið útundan. Frá þessari uppgötvun sinni sagöi þessi formaður Alþýðubandalagsins í Þjóöviljanum 29. mars síöastliöinn þegar tæpur mánuöur var til kosn- inga. Hætt er viö aö ungu fólki finnist fremur lítiö til þessa kosningaloforðs félagsmálaráöherrans koma. I stjómartíö hans hefur nefnilega veriö búiö þannig um hnútana aö ungu fólki hefur veriö gert ókleift aö eignast þak yfir höfuöiö. Því veldur stefna Alþýöubandalagsins í hús- næðismálum. Hvert einasta mannsbam hefur séö í hvert óefni stefnir meö hús- næöismál, einkum hjá ungu fólki. Þrátt fyrir viðvaranir margra ein- staklinga, hópa og ákafa gagnrýni hefur af þrákelkni veriö framfylgt húsnæöisstefnu sem hefur gert þaö að verkum aö ungt fólk hefur ekki getað lagt út í húsbyggingar eöa íbúöakaup. Og þeir sem í slíkum framkvæmdum hafa staðiö hafa orö- iö aö binda sér slíka skuldabagga aö um drápsklyfjar er að ræöa. En hvað veldur? Ný lög Árið 1980 vom sett ný lög um Hús- næðisstofnun rjíkisins. Lög þessi leystu af hólmi eldri lög. Oft áöur hefur lagasetning á þessu sviöi verið endurskoöuö og jafnan glímt viö stærsta vandamál húsnæðislög- gjafarinnar, fjárhagsvandann. Aö þessu sinni var litið framhjá þessu máli. Þrátt fyrir aö hlutverk Byggingarsjóðs ríkisins væri stór- aukið var ekkert hugaö aö því aö mæta því meö gildari tekjustofnum. Hin nýju verkefni, sem Byggingar- sjóði var ætlaö aö fjármagna, vora margvísleg. Má þar nefna lán til viöbygginga, endurbóta og endur- nýjunar á eldra húsnæði, lán til orku- sparandi breytinga á húsnæði, lán til tækninýjunga í byggingariðnaði, svo að fátt eitt sé talið. Allt era þetta þörf verk. En til þess að eitthvert vit heföi veriö í breytingunni hefði vitaskuld þurft að huga að tekjupóstunum. Viðurkennt var í greinargerö sjálfs framvarpsins aö hin nýju lög krefö- ust aukinna útgjalda. En lengra náöi þaö ekki. Sjátfstæðismenn krefj- ast gerbreyttrar húsnæðismálastefnu 120 milljón króna gat Nú er árangurinn af þessari dæma- lausu skammsýni að koma í ljós. Fyrir skömmu var upplýst aö mikið vantar upp á aö endar nái saman hjá Húsnæöisstofnun ríkisins og Byggingarsjóöi verkamanna. Þannig er talið að um 60 milljónir króna vanti til þess aö unnt sé að standa viö skuldbindingarstofnunar- innar. Þaö viröist vera eitt helsta aöalsmerkiö í fjármálastjórn ríkis- stjórnarinnar að ofætla tekjur. Og þannig er þaö með Húsnæðisstofnun- ina. Samkvæmt lánsfjáráætlun er út frá því gengiö aö Byggingarsjóöur fái 321 milljón króna aö láni frá líf- eyrissjóöunum í landinu. 1 fyrra fékk Byggingarsjóöurinn á hinn bóginn einvöröungu 128 milljónir. Aukningin sem ríkisstjórnin gerir því þarna ráð fyrir nemur því um 150 prósentum! Svipaöa sögu er aö segja af Byggingarsjóði verkamanna sem fjármagnar verkamannabústaöa- kerfið í landinu. Þar er gert ráð fyrir af ríkisins hálfu að 60 milljónum krónum meira berist frá lifeyris- sjóðunum en raunhæft má telja. Þannig blasir nú þegar viö gjald- þrot þeirrar stefnumörkunar í hús- næðismálum sem félagsmálaráð- herra beitti sér fyrir á árinu 1981. Mikilvægi veðlánakerfisins Alvara þessa máls verður ljós þegar sú staðreynd er höfö í huga aö almenna veölánakerfiö, Byggingar- sjóöur ríkisins, hefur lánað til 90 til 95 prósenta þeirra íbúðarhúsa sem reist hafa veriö á starfstíma þess. Fyrstu lögin um húsnæðismálastjóm vora sett áriö 1955 af ríkisstjóm undir forsæti Ólafs Thors. Frá því aö þau voru sett hafa verið stigin risa- Kjallarinn Einar K. Guðf innsson vaxin skref í húsnæðismálum þjóðar- innar. Þaö er því hörmulegt til þess aö vita að á árinu í ár skuli vera búiö svo um hnútana aö húsnæðisstefn- unni hafi beinlínis verið siglt í strand; sjóöir tæmdir og rúmlega þaö, og möguleikar veölánakerfisins til þess aö koma á móti sanngjörnum óskumhúsbyggjendanna skertir. Þeir sem nú eru aö byggja finna þaö glöggt, hversu húsnæðisstjórnar- lánin duga þeim skammt. Áætlað er aö lán Byggingarsjóðs dugi fyrir um 17 prósentum af kostnaöi staöal- ibúðar. En eins og húsbyggjendur vita þá koma þessi lán ekki til úborg- unar fyrr en seint og um síðir og í skömmtum. I óðaveröbólgu sem þeirri er hér geisar gefur auga leiö að slíkar greiöslur rýrna fljótt enda er nú svo komið aö almennt lán nem- ,ur varla nema um 12 prósentum af raunveralegum byggingarkostnaöi staðalíbúöar. Stefna Sjálf- stæðisfiokksins Sjálfstæðismenn hafa meö stefnu- mótun sinni fyrir þessar kosningar heitiö því aö sööla þarna um, fái þeir til þess aðstöðu. Byggja þeir þar á tillögu til þingsályktunar sem þing- menn flokksins fluttu á síðasta þingi um stefnumörkun í húsnæðismálum. Rétt er aö nefna nokkur atriöi úr stefnumörkuninni: Tekjustofnar ríkislns veröi efldir. Þeir sem era aö byggja í fyrsta sinn fái 80 prósent lán á næstu 5 árum. Verkamannabústaöakerfiö veröi bundið við þarfir hinna efnaminnstu. Leiguíbúðum veröi markaður ákveðinn rammi innan húsnæöis- lánakerfisins. Sérstakt átak veröi gert í byggingu þjónustuíbúöa fyrir aldraöa og öryrkja. Einnig verði öldraöum auðvelduð eignaskipti á íbúöarhús- næöi. Sérstakar skattaívilnanir veröi veittar þeim einstaklingum sem leggja reglulega fé inn á bundna reikninga. Fjármögnun öfugt við vinstri flokkana sem mörkuöu áriö 1980 húsnæðisstefnu án þess aö huga aö tekjustofnunum, hafa sjálfstæðismenn sett fram raun- hæf fjármögnunaráform sem eöli- legteraðrekja nokkuð. Þegar lögum um húsnæöismál var breytt áriö 1980 var þaö ólánsskref stigið aö veölánakerfið var svipt sínum mikilvægustu tekjustofnum. Tvö prósent af 3,5 prósenta launa- skatti rannu fram til þess tíma í Byggingarsjóð ríkisins. En strax á árinu 1981 hafði ríkisstjómin svipt Byggingarsjóðinn nær öllum launa- skattinum. Sjálfstæöismenn töldu á hinn bóginn að eölilegra heföi veriö aö allur launaskatturinn rynni í Byggingarsjóö. Enda var þaö svo árið 1964 meö þríhliöa ákvöröun ríkisvalds og aöila vinnumarkaðar- ins aö 1 prósent launaskatts rann til Byggingarsjóðs og síðar uröu þaö 2 prósent launaskatts svo sem fyrr. greinir. Til marks um hversu stór tekju- póstur er hér á ferðinni, má benda á aö á árinu í fyrra er taliö að tekjur af 2% launaskatti hafi numiö í kring um 260 milljónum króna. Á hinn bóg- inn rannu aðeins um 53,8 milljónir króna til Byggingarsjóðsins af fjár- lögum ríkisins í fy rra. Þá er ekki síöur mikilvægt atriöi í þessu sambandi hvemig til tekst meö fjárhagssamvinnu viö lífeyris- sjóöina. Ljóst er aö slík samvinna veröur að vera meö frjálsu sam- komulagi aðila. Einnig er rétt aö athuga hvort lífeyrissjóöir ættu meö sjálfstæðum hætti aö koma frekar inn í myndina en nú varðandi fjár- mögnun íbúöarhúsnæðis. Gerbreytta efnahagsstefnu Ákaflegá alvarleg þróun hefur átt sér staö í peningamálakerfi þjóðar- innar. Veröbólga liöinna ára hefur rýrt traust manna á innlánsstofnan- ir. Sparnaöur sem hlutfall af þjóöar- framleiöslu var 25 prósent fyrir þremur árum en er nú kominn ofan í 19 prósent og hefur ekki veriö svo lít- ill í þrjá tugi ára. Vegna þessa hefur bankakerfið veriö illa í stakk búið til aö mæta lánsf járþörf einstaklinga og fyrirtækja. Hafa húsbyggjendurekki ' síst orðið illa fyrir barðinu á þessu. Drápsklyfjar fjármagnskostnaöar, sem leggst meö ofurþunga á ungt fólk, eru afleiðingar af stjórnleysi síöustu ára. Þaö er því ljóst aö ekki veröur söðlað um í húsnæðismálum nema um leiö komi til gerbreytt efnahags- stefna. ' Krafa Sjálfstæðisflokksins um eign handa öllum er krafa um breytta stefnu í húsnæðismálum. Stefna 'flokksins er ekki í ætt við þá yfir- borösstefnu sem komið var í fram- kvæmd áriö 1980. A hinn bóginn boöar hún stefnubreytingu; að vikið verði frá núverandi gjaldþrotsstefnu en stefnt að uppbyggingu, aö horfiö veröi frá þeirri stefnumörkun er meinar ungu fólki aö eignast eigin íbúðir, en þess í staö mótuö stefna sem auöveldar því þetta eðlilega átak. Einar K. Guöfinnsson Bolungarvík. Hamagangi svarað Prófessor Ölafur Grímsson ritar nú læröar greinar í blöö um fræði sín, stjómmálin. Út af fyrir sig er það virðingarvert þegar fræðimenn sem komnir eru af léttasta skeiði stinga niöur penna um akademíska sérþekkingu sína. Hins vegar hafa skrif Ölafs veriö með þeim hætti að vandséð er aö þar fari allsgáöur kennimaöur í pólitískum fræöum. Látum vera þótt Olafur standi á öndinni andspænis minnkandi eftir- spurn kjósenda og vilji hamast svolítiö á Bandalagi jafnaðarmanna. Við því er ekkert að segja. Verra er að málflutningur Olafs er óskýr og raglingslegur, en auk þess er hann uppfullur af tómum skætingi. Þessi hugarins heimdellingur talar langt mál og mikiö í umfjöllun sinni um Bandalag jafnaðarmanna og per- sónu Vilmundar Gylfasonar. Viö skulum athuga lítillega hvaö hann er aðfara. Bandalag jafnaðarmanna er sagt vera blekkingarfyrirbrigði sem narri til sín fólk í skjóli upplausnar — jafnvel menn úr gáfuðustu stéttum láti glepjast, en hér á Olafur viö starfsbróður sinn í Háskólanum. Þaö er mikil synd að prófessor Olafur, þessi grandvari fulltrúi pólitískrar kjölfestu, skuli ekki bera meiri virðingu fyrir fóíki, ma. fynverandi1 kjósendum sínum. En sagan geymir víst frásagnir af fleiri andans risum, sem misstu trúna á vitsmunalíf almennings undirþaösíöasta. Kjallarinn Garðar Sverrisson Nýtt og ekki nýtt Eitt meginatriöið í gagnrýni Olafs er að hugmyndir Bandalags jafnaöarmanna um aöskilnað framkvæmdavalds og löggjafarvalds séu ekki nýjar heldur sóttar í fertuga tímaritsgrein. Höfundur hennar sé nákominn ættingi Vilmundar og hafi greinin rykfalliö uppi í hillu viö til- tekna götu í Vesturbænum. Prófessor Olafur má eiga þaö aö stílbrögö hans eru stóram dramatískari en gengur og gerist hjá kjallarahöfundum. En þaö hvort hugmynd'r Bandalags jafnaöar- manna era nýjar eöa 40 ára verður hann að þrasa um viö sjálfan sig. Það má vel vera að jafnnýjunga- gjömum manni og Olafi Grímssyni þyki þaö býsna snjöll rök gegn hugmynd aö hún sé ekki ný. Okkur hinum þykir þaö kellingalegur málflutningur. I annan staö er hörmung að sjá hvaö þessi orðhengill er lítiö heima í hugmyndasögu. Hann þyrfti þó ekki annað en aö slá á þráöinn til Birgis Isleifs, sérfræðings í sögu lýöræöis og siömenningar, til aö fá upplýst aö hugmyndir manna um aðskilnað valdþátta uröu til svolítiö áöur en Olafur Grímsson kom í heiminn og Gylfi skrifaði í Helgafell. En jafnvel þótt Olafur hefði rétt fyrir sér þá ganga hugmyndir ekki úr sér viö þaö aö komast á fimmtugsaldur — gagn- stætt öreigaleiðtogum sem veröa gjaman lífsþreyttir á þeim aldri. Olafur þusar yf ir því aö Vilmundur skyldi hætta í Alþýðuflokknum, enda heföi þaö bara veriö vegna þess aö honum var hafnað í tvennum varaformannskosningum. Það er varla von aö þessi hógværi prófess- or, sem aldrei hefur gengiö úr flokki, átti sig á þessu félagslega þroska- leysi. Liklega er þaö ofvaxið skiln- ingi Olafs Grímssonar aö stundum er „Það er mikil synd að prófessor Ólafur. . . skuli ekki bera meiri virðingu fyrir fóiki, m.a. fyrrver- andi kjósendum sinum." fólk í pólitík, ekki bara til aö öðlast frægð og frama, heldur líka til að hafa einhver áhrif. Og þá hætta menn frekar en aö láta Karvel, Magnús og Eið hafa orö fyrir sér. Þetta ættu allir sæmilega greindir menn að skilja, ekki síst þeir stríös- menn sem legiö hafa í valnum fyrir .frú Guðrúnu Helgadóttur. Frjótt ímyndunarafl Prófessor Olafur segir lesendum sínum aö Bandalag jafnaöarmanna vilji einræöi sterks forsætisráöherra sem hafi drottnunarvald yfir þinginu og þess vegna séu hugmyndirnar út í hött.Hvaögengurá? Varmaöurinní kaffi hjá Birgi Isleifi? ^ „Hugmyndir manna um aöskilnaö vald- þátta urðu til svolítið áður en Ólafur Grímsson kom í heiminn og Gylfi skrifaði í Helgafell.. ÞaösemBandalagiövillereinfald- lega að fólkið sjálft velji ríkisstjórn en ekki Olafur, Albert og Haukdal. Þaö vill aö forsætisráöherra hafi ævinlega hreinan meirihluta þjóðarinnar á bak viö sig þar sem sérhver kjósandi hafi eitt og jafnt atkvæði, óháð búsetu. Bandalagið vill aö algerlega veröi skiliö milli valdþátta þannig að þingmenn fái ekki lengur aö spreöa almannafé til atkvæðakaupa. Þá vill Bandalagiö afnema þingrofsrétt forsætisráö- herra og heimild til útgáfu bráöa- birgðalaga. Það sjá bæöi Guö og menn þótt Olafur Grímsson geri þaö ekki aö þetta eru síst af öllu tillögur um einræðisherra heldur þvert á móti tillögur um traustara og skilvirkara lýðræöi. Prófessor Olafur fullyröir aö kjaminn í efnahagsstefnu Bandalags jafnaðarmanna sé „nákvæmlega hinn sami” og hjá Hayek og Fried- man! Náttúrlega geri hann ekki minnstu tilraun til aö rökstyöja þetta þvaöur, en veöur þess í staö skipu- lagslaust úr einu í annað. Viöfangs- efnin eru hin aðskiljanlegustu. Olafur fjallar jöfnum höndum um æskustöðvar sínar, Klúbbinn í Reykjavík og þá staðreynd að Vil- mundur Gylfason mun vera sonur föður síns. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann stingur niöur penna hér um, enda er maðurinn doktor í pólitískri ættfræöi og finnst ákaflega sniöugt aö hamast á mönnum vegna uppruna þeirra. Það eru lítil takmörk fyrir því hvaö prófessor Olafi, þessari andans lipurtá, getur dottiö í hug þegar kosningar era nærri. Ekki veröur þaö af honum skafiö að ímyndunar- aflið er frjótt og þankinn marg- brotinn. Garðar Sverrisson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.