Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Blaðsíða 40
27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12—14 Hættatil hægri „Eg tel að þessi könnun, eins og fyrri skoöanakannanir síðustu daga, sýni að það er hætta til hægri,” sagði Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalags- ins. „íhaldið vinnur verulega á og þegar svo er þá þurfa andstæðingar íhaldsins auövitað aö sameinast. Við slíkar aöstæður eiga vinstri menn ekki aö skipta sér. Alþýðubandalagiö er eini kosturinn til þess að sameina vinstri menn og stendur greinilega, eftir þess- ari könnun, skárst af þeim þremur stjórnmálaflokkum sem hér hafa starfað, auk Sjálfstæðisflokksins á undanförnum áratugum. Spumingin er því þessi: Hvemig vilja kjósendur treysta andstöðu við framsókn hægri aflanna ístjóm eðastjómarandstöðu? Auövitað er geysilegur f jöldi óákveð- inna í þessu þannig að það getur allt gerstennþá,” sagðiSvavar. -KMU. Stein- grímur Hermanns- son: Ekki vonlaus um aðþettabreytist ,,Þaö eru ákaflega margir sem ekki taka afstöðu en engu að síður lít ég á þetta sem alvarleg tíðindi,” segir Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, er honum em birtar niðurstöður skoöanakönnunar DV. „Það er nokkuð ljóst aö ef svona fer þá er Sjálfstæðisflokkurinn aö komast í þá aðstöðu aö þaö verður eng- in ríkisstjóm mynduð nema með hon- um. Hann getur valið með hverjum hann vill mynda ríkisstjórn og ég lít þaö mjög alvarlegum augum að liðið annaö en Sjálfstæðisflokksins virðist vera að sundrast í alls konar litlar ein- ingar, Glistrupa og svo framvegis, þannig aö ég tel þetta ákaflega alvar- legt ef svona fer. Hins vegar er vika til kjördags svo ég er alls ekki vonlaus um aö þetta geti breyst á þeim tíma,” segir Steingrímur Hermannsson. SÞS LOKI Ég tel mig hafa komið vel út í könnuninni, miðað við mannfjölda. sóttu tvo Rússa Tvisvar sinnum fóru björgunar- þyrlur frá varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli til að sækja rússneska sjó- menn og koma þeim undir læknis- hendur um helgina. Hannes Haf- stein, framkvæmdastjóri Slysa- vamafélagsins, sagöi í viðtali við DV að það hefði verið klukkan hálf níu á laugardagskvöld sem skeyti barst til Slysavamafélagsins með beiðni um hjálp frá sovéska verksmiðju- togaranum Balakhna, sem þá var 150 sjómílur suðvestur af Reykja- nesi. í skeytinu sagði aö þeir hefðu slasaðan sjómann um borð, brenndan, en ekki sagt hversu illa. Björgunarsveit varnarliðsins brást vel við beiðni Slysavarna- félagsins um aðstoð og var ákveðið aö leggja af stað um morguninn svo þyrlan yrði yfir skipinu í björtu. Það varsvoseintumnóttinasemkom í ljós að sjómaðurinn hafði brennst um hádegi á sunnudag og lagði þyrlan þá strax af stað ásamt tank- vél. Þyrlan kom að skipinu rúmar 70 mílur suðvestur af Reykjanesi klukkan fimm um morguninn og gengu björgunaraðgerðir vel, enda gott veður og gott í sjó. Þó tók klukkutíma að hlynna svo að sjúklingnum aö hann væri fær til flutnings. Það var viö þessa rann- sókn sem kom í ljós að hann var brunninn djúpum og alvarlegum 3. gráðu brunasárum um mestan hluta líkamans. Þyrlan kom með sjúkling- inn til lands klukkan rúmlega sjö að morgni og var farið með hann beint á gjörgæsludeild Landspítalans. Þaö var svo klukkan hálf tvö á sunnudag að önnur hjálparbeiðni barst frá öðrum rússneskum verk- smiðjutogara, Biryuza, sem var staddur 170 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Þeir báöu um þyrlu því þeir hefðu alvarlegt sjúkdómstilfelli um borð, mann með hjartasjúkdóm. Og aftur hóf sig á loft þyrla frá varnarliðinu. Lagöi af staö ásamt tankvél og gekk það aö óskum og kom þyrlan með sjúklinginn á sjöunda tímanum í gærkveldi. Ekki er vitað hvemig rússneski sjómaöurinn sem fyrr var fluttur í land brann en svo virðist sem sovéskur togari hafi brunnið og áhöfnin komist í verksmiðjuskipið Balakhna. Enginn veit enn hvað varð af togaranum sem brann. -óbg Það var klukkan sjö i gærmorgun sem þyrla varnarliðsins kom með hinn illa brennda Rússa tiI Reykja- vikur. DV-myndS. Skoðanakönnun Hagvangs Hagvangur kynnti um helgina niðurstöður skoöanakönnunar á fylgi stjómmálaflokkanna sem fyrirtækið vann dagana 8. til 14. apríl síðastliö- inn. Heildarúrtakið var 1300 manns og fengust upplýsingar um lista frá 824 einstaklingum, eða 63,3% aö- spurðra. Meginniðurstaða könnunarinnar er sú að við næstu alþingiskosningar fengi Alþýðuflokkurinn 7,3% at- kvæöa eöa 4 þingmenn kjöma. Framsóknarflokkur fengi 16,8% og 13 þingmenn. Bandalag jafnaðar- manna hlyti 9,9% fylgi og fimm menn kjörna. Sjálfstæðisflokkur fengi 44,9% og 26 þingmenn. Alþýðu- bandalagið fengi 13,1% fylgi og 7 menn kjöma. Loks fengju Samtök um kvennalista 7,2% og 4 þingmenn og framboð sjálfstæðismanna á Vest- f jörðum 0,8% og einn þingmann. Með tilliti til heildarniöurstöðu könnunarinnar birti Hagvangur þingsætaskiptinguna í einu kjördæm- anna, í Reykjavík. Samkvæmt því fengi Alþýðuflokkur engan mann kjördæmakjörinn, Framsóknar- flokkur fengi einn þingmann, Banda- lag jafnaðarmanna 2 menn, Sjálf- stæðisflokkur 6, Alþýðubandalag hlyti 2 þingmenn, og Samtök um kvennalisti kæmi einum mánni að í Reykjavík. -SER Samanburöur á skoöanakönnunum Vafalaust hefur fólk áhuga á að sjá samanburð á niöurstöðum þeirra þriggja skoðanakannana sem birtar DV ÞB Hagvangur Helgarpóst. Þingkosn. hafa verið ; blöðunum nú á skömm- Alþýðuflokkur 7,3% 6,8% 7,3% 9,5% 17,4% um tíma. Hér er því birt tafla sem Framsóknarfl. 17,9% 25,0% 16,8% 13,2% 24,9% sýnir hvernig þeir sem afstöðu taka Bandalag jafn. 10,9% 9,1% 9,9% 11,6% skiptast á framboðin samkvæmt Sjálfstæöisfl. 41,0% 34,8% 44,9% 43,1% 37,3% þessum könnunum. Einnig eru birt Alþýðubandalag 15,0% 17,5% 13,1% 15,3% 19,7% úrslit síðustu þingkosninga og út- Kvennaframboö 7,2% 6,0% 7,2% 6,3% reikningar Þorvalds Búasonar eðlis- T-listi 0,3% 0,3% 0,8% 0,7% fræðings, sem eru byggðir á skoðanakönnun DV og birtir inni í blaðinu. BB-listi 0,3% 0,5% -HH Kjartan Jóhannsson: „Áskorun umað vinnavel...” Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, hafði eftirfarandi að segja um niðurstöður skoðanakönnun- ar DV: „I þeim felst áskorun til alþýðuflokksmanna og annarrar jafnaðarstefnu að vinna vel fram að kosningum.” ás Vilmundur Gylfason: Líturvelút „Þetta virðist lita mjög vel út fyrir Bandalagið,” sagði Vilmundur Gylfa- son í morgun um niðurstöðumar úr skoðanakönnun DV. ,,Ef vel er unnið þessa daga sem eftir eru þá sé ég ekki betur en þetta eigi að geta orðið mjög gott. Eg verð að segja þetta meö því aö hafa alla fyrirvara eins og venjulega. En ég held að það sé augljóst að það á að geta verið sókn hjá okkar fólki. ” jbh Albert Guð- mundsson: „Þurfumaðherða róðurinn” „Eg hef það á tilfinningunni aö Sjálf- stæöisflokkurinn sé frekar í sókn og þessar tölur geta veriö vísbending um að svo sé,” sagði Albert Guðmunds- son, efsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, þegar DV bar undir hann niöurstöður skoðanakönn- unar blaðsins. „En þær segja okkur einnig að við þurfum að herða róðurinn fram á síð- ustu stundu. Um það þarf ekki að fjöl- yrða að við þurfum á öllu afli okkar aö halda.” Sigríður Dúna Krist- munds- dðttir: Jákvætt „Eg er afskaplega ánægð með þessa niðurstööu. Þetta kemur vel út fyrir okkur,” sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sem skipar efsta sætið á Kvennalistanum í Reykjavík. „Þetta er ákaflega jákvætt fyrir okk- ur. Við getum horft björtum augum til framtíðarinnar með þennan stuðning aðbakiokkur. Það er auðvitað spuming hversu marktækt þetta er þegar svo stórt hlut- fall svarar ekki. En hvað okkur varðar er þetta samaniðurstaða og komið hef- ur fram í öðmm könnunum. Ég tel það athugunarvert að birta skoðanakann- anir svo skömmu fyrir kjördag, því þær em skoöanamyndandi. Ég álít að kjósendur eigi að fá frið einhvern tíma fyrirkosningar.” ÖEF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.