Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Blaðsíða 4
4 DV. MÁNUDAGUR18. APRÍL1983. 1200 manna skoðanakönnun DV nú um helgina: Nýju framboðin rifa af A-fíokkum og Framsókn —Sjálfstæðisf lokkurinn styrkir stöðu sfna Skoðanakönnunin bendir til að gamia fíokkakerfið riðlist á hinu nýja Alþingi og stjórnarmyndun verði erfið. Nýju framboðin, Bandalag jafnaðar- manna og kvennaframboð, sópa til sín fylgi frá Alþýöuflokki, Alþýðubanda- lagi og Framsóknarflokki. Gamla flokkakerfið hefur riölazt. Sjálfstæöis- flokkurinn styrkir þó stöðu sína. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar, semDV gerðinú um helgina. Urtakið í skoöanakönnuninni var 1200 manns. 1 fyrri könnunum DV hefur úrtakið veriö 600. Frá því DV gerði síðast skoðana- könnun, í febrúar, hafa orðiö athyglis- veröar breytingar á fylgi framboð- anna. Kvennaframboð fær nú um tvö- falt meira fylgi en þaö hafði þá, enda voru menn í febrúar í vafa um að af kvennaframboðum yrði. Síðan í febrúar hefur mjög dregið úr fylgi Framsóknarflokksins. Heldur hefur dregið úr fylgi Bandalags jafnaöar- manna, en staða Alþýðuflokksins er öllu skárri en þá var. Sjálfstæöis- flokkurinn hefur fremur bætt við sig. Alþýðubandalagið hefur einnig lagað stöðuna frá því í febrúar. Framan- greindur samanburður er miðaður viö skiptingu þeirra sem taka afstöðu. Þegar borið er saman við úrslit síðustu þingkosninga, í desember 1979, kemur riðlun gamla flokkakerfisins glöggt í ljós. Fylgishlutfall Alþýöuflokksins hefur lækkað um talsvert y fir helming. Framsókn hefur tapað hátt í þriöjung fylgis síns. Alþýöubandalagið hefur tapað um fjórðungi. Þetta fylgi hefur leitað yfir á nýju framboðin. Sjálf- stæðisflokkurinn fær nokkru meira fylgi en hann hafði í síðustu þing- kosningum. Lítum nánar á niðurstöð- umar. Feikilegar sveiflur Alþýöuflokkurinn fær nú 3,9% af heildinni í úrtakinu eða 7,3% af þeim semtaka afstöðu, samanboriö við5,7% í könnuninni í febrúar og 17,4% í síöustu þingkosningum. Framsóknarflokkurinn fær nú 9,6% af heildinni, sem gera 17,9% af þeim sem taka afstöðu, á móti 22,1% í febrúar og 24,9% í síðustu þing- kosningum. Bandalag jafnaðarmanna fær nú 5,8% af heildinni, sem gera 10,9% af þeim sem taka afstöðu. Bandalagið hafði fylgi 12,1% af þeim sem tóku afstöðu í febrúarkönnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur nú fylgis 21,9% af heildarúrtakinu eða 41% af þeim sem taka afstööu, samanborið viö 40,6% í febrúar og 37,3% í síðustu þingkosningum. Alþýðubandalagið fær nú 8% af heildarúrtakinu, sem gerir 15% af þeim sem taka afstöðu, samanborið við 13,9% í febrúarkönnuninni og 19,7% í síðustu þingkosningum. Kvennaframboðið fær nú 3,8% af heildarúrtakinu, sem gerir 7,2% af þeim sem taka afstöðu, samanborið viö 3,5% þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni í f ebrúar. BB-listi framsóknarmanna á Norðurlandi vestra og listi sérfram- boðs sjálfstæðismanna á Vestfjörðum njóta þó nokkurs fylgis samkvæmt skoðanakönnuninni en þó ekki svo mikils að sýnt sé hvort þau fá þing- mann eða ekki. 1 skoðanakönnuninni nú voru 35,3% óákveðnir og hefur þeim fækkað um 6,7 prósentustig síðan í skoðanakönnun- inni í febrúar. 11,3% vildu ekki taka þátt í könnuninni, sem er nánast sama hlutfall og í febrúar. Skipting þingsæta Fari komandi þingkosningar í samræmi við niðurstöður þessarar skoðanakönnunar má búast við að stjórnarmyndun gangi mjög erfiðlega. Þingsæti mundu skiptast eins og nú verður rakiö, ef svo færi: Alþýðuflokkurinn fengi 4 þingmenn og tapaði 6. Framsóknarflokkurinn fengi samkvæmt atkvæöahlutfalli 11 þingmenn en hann fær meira þar sem hann hagnast á kjördæmafyrirkomu-. laginu um 1—2 þingsæti eins og reynsla fyrri kosninga sýnir. Hann gæti því fengið allt aö 13 þingmenn samkvæmt skoðanakönnuninni og tapaði þá fjórum. Bandalag jafnaðarmanna fengi 6 þingmenn samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 26 þing- menn samkvæmt atkvæðahlutfallinu í könnuninni en vegna kjördæma- skipunarinnar tæki Framsókn að j líkindum 1—2 þeirra sæta. Sjálfstæöis- i flokkurinn hefði þá fengiö 24 þingmenn j og bætt við sig tveimur f rá því sem nú jer. Alþýðubandalagið fengi 9 þingmenn samkvæmt niðurstöðum könnunar- innar og tapaði tveimur. Kvennaframboðiö fengi4 þingmenn. Úrtakiö í skoðanakönnuninni var 1200 manns, sem fyrr segir. Jöfn skipting var milli kynja, helmingur spurðra var á höfuðborgarsvæðinu og því hinn helmingurinn utan þess. -HH. Kiðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: 77/ samanburðar eru teknar niðurstöður skoðanakönnunar DV i febrúar. Nú ífeb. Aiþýðufiokkur 47 eða 3,9% 2,7% Framsóknarflokkur 115 eða 9,6% 10,3% Bandalag jafnaðarm. 70 eða 5,8% 5,7% . Sjálfstæðisflokkur 263 eða 21,9% 19,0% Alþýðubandalag 96 eða 8,0% 6,5% Kvennaframboð 46 eða 3,8% BB-listi Nl. vest. 2 eða 0,2% T-listi Vestf. 2 eða 0,2% Óákveðnir 423 eða 35,3% 42,0% Vilja ekki svara 136 eða 11,3% 11,2% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar sem hér segir. 77/ samanburðar eru niðurstöður i könnun DV í febrúar og úrslit siðustu þingkosninga: Nú ífeb. þingk. Alþýðuflokkur 7,3% 5,7% 17,4% Framsóknarf/okkur 17,9% 22,1% 24,9% Bandalag jafnaðarm. 10,9% 12,1% Sjálfstæðisflokkur 41,0% 40,6% 37,3% Alþýðubandalag 15,0% 13,9% 19,7% Kvennaframboð 7,2% 3,5% BB-listi 0,3% T-listi 0,3% Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði RITVÉL HANDA VÍSINDUNUM Nýlega var Ólafur Jóhannesson ut- anrikisráðherra í París að undirrita menningar- og vísindasamning við Frakka, einhverja gagnmenntuðustu þjóð Vesturlanda. Segir í fréttum, að ákvæði séu í þessum samningi þess efnis, að ekki megi menningarsam- skiptin kosta peninga. Á sama tíma voru háskólalæröir menn hér heima að þinga um vöxt og viðgang stéttar- innar og hvernig væri búið að háskól- anum. VLsindin bar þar á góma, en yfir dyrum háskólans standa orðin: Visindin efla alla dáð. Atvinnulaus- astir allra háskóiamanna eru jarö- fræðingar og náttúrufræöingar, en það eru menn í greinum vísinda, sem eru íslensk umfram önnur vísindi, ef undan er skilið málið s jálft, sem auð- vitað er uppspretta vísindalegrar starfsemi á öllum timum. Ástæöan fyrir atvinnuleysi jarðfræðinga og náttúrufræðinga er eflaust sú stað- reynd, að menningin og vísindin mega ekki kosta peninga. Nú eru hins vegar töluverðir iaunastreitu- menn í Bandalagi háskólamanna, sem una því að koma sér fyrir í opin- beru kerfi og vinna þar eins og hverj- ir aðrir skrifstofumenn. Vísindin í skrifstofumennskunni á íslandi eru að vísu ærin, en varla þarf að há- skólamennta tugi fólks tU þess eins að færa bækur og afgreiða skatt- greiðendur með þaö skitirí af fyrir- greiðslu, sem þeim feUur í skaut. Vísindin við háskólann sjálfan eru heldur bágborin og svo hefur verið aUa tíð nema i þeim greinum, sem flokkast undir íslensk fræði. Þó hefur ekki verið rneiri sókn í þeim efnum en svo, að enn eru ókönnuð bréfa- skipti islenskra biskupa i páfadómi viö Róm, og enginn hefur með vísindalegum hætti litið aftur fyrir ritaðar heimildir eftir ættum og upp- runa íslendinga, og er Bjólfskviða látin nægja sem heimUdir um for- sögu okkar. Mætti þó rannsókn í því efni létta af okkur frændsemisoki við frumþjóðir á hinum Norðurlöndun- um. Atvinnuleysi jarðfræðinga er svo dæmi um afskiptaleysi okkar um brýnar staðreyndir varðandi landið, enda var háskólinn lengi aö taka við og skUja kenningar Wegeners um landrek. Af þeim sökum héldu menn því fram aUt tU janúarmánaðar 1973, að Helgafell á Heimaey og svæðið þar í kring væri útdautt, enda hefði ekki gosið þar í fimm þúsund ár. Snemma á þrcttándu öld stóðu jarð- eldar uppi á Reykjanesi í fimm ár samfleytt, og er þá taUð að einir fimm kUómetrar af nesinu hafi sokkið í sæ. Atlantshafssprungan og greinar hennar liggja yfir landið frá suðvestri tU norðausturs, og er ólíkt þægUegra að rannsaka hana hér en á hafsbotni. Við reisum vatnsaflsvirkj- anir á þessari sprungu, en höfum jarðfræðingana atvinnulausa. í raun mun háskólinn sem slíkur hafa uppi Utla forustu fyrir vísindun- um. Rikar erlendar stofnanir standa undlr þekkingarleit á sviði heUbrigði og annars sem máli skiptir. Ekki get- um við keppt við þær um fé og mann- afla. En við höfum hér heima hjá okkur forvitnUeg viðfangsefni, ef þau mega kosta peninga. Fátæktin hefur farið þannig með lærða menn við háskólann, að stórum hluta sinn- ar akademisku ævi eyða þeir í pex um laun og aðstöðu. Helsta áhuga- mál hvers og eins þeirra er að fá rit- vél, skrifstofu og skrifstofustúlku. Það þykir hið gildasta stöðutákn í þeirra hópi. Hver sá sem hefur skrif- stofu og görl og ritvél í háskólanum er hólpinn hvað snertir virðingu og vísindalegan þokka. Ekki er að furöa þótt slíkt gutl komi ekki miklu tU leiðar. Sjálfan vantar háskólann þróttmikla menn, sem heimta um- svifafrelsi og rétt til að stunda þekk- inguna með þeim hætti, að hún hafi einhvern hag af því. Eins og cr fer mestur tíminn í að hafa uppi á póli- tiskum andstæöingum til að geta úti- lokað þá frá umræðu — einkum á þetta þó við í kjaftafögunum, sem kommúnistar hafa cflt af öllum mætti, en viösemjendur okkar, Frakkar, hafa látið loka fyrir á há- skólastigum. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.