Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Blaðsíða 34
42 DV. MÁNUDAGUR18. APRlL 1983. Nauðungaruppboð annaö og síðasta á hluta í Hraunbæ 102 H, þingl. eign Ingþórs Björns- sonar, fer fram eftir kröfu Hafnarfjaröarbæjar og Sveins H. Valdi- marssonar hrl. á eigninni sjálfri miðvikudag 20. apríl 1983 kl. 10.30. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 80., 84. og 88. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í Bræöraborgarstíg 1, þingl. eign Versl. Snæbjörg hf., fer fram eftir kröfu Gjaidheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudag 20. apríl 1983 kl. 16.30. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 125. tbl. Lögbirtingablaös 1982 og 7. og 10. tbl. þess 1983 á Heiðarási 24, þingl. eign Jóns Kr. Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miövikudag 20. apríl 1983 ki. 11.00. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síöasta á hluta í Grænuhlíð 26, þingi. eign Sigríöar Hjálmars- dóttur, fer fram eftir kröfu Magnúsar Þóröarsonar hdl., Gjaldheimt- unnar i Reykjavik, Skarphéöins Þórissonar hrl. og Veödeildar Lands- bankans á eigninni sjálfri miðvikudag 20. apríl 1983 kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Karlagötu 13, þingl. eign Johns William Sewell, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Brynjólfs Kjartans- sonar hrl. á eigninni sjálfri miövikudag 20. apríl 1983 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síöasta á hluta í Þórsgötu 15, talinni eign Önnu E. Viggósdótt- ur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudag 20. apríl 1983 kl. 15.30. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 67., 72. og 75. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 á hluta í Lindargötu 61, þingl. eign Ársæls Árnasonar, fer fram eftir kröfu toll- stjórans í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudag 19. apríl 1983 kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Hverfisgötu 119, þingl. eign Ólafs B. Val- geirssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri þriðjudag 19. apríl 1983 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 og 7. og 10. tbl. þess 1983 á hluta í Keldulandi 19, tal. eign Þórðar Walters, fer fram eftir kröfu Skúla J. Pálmasonar hrl. á eigninni sjálfri þriðjudag 19. april. 1983 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1982 og 7. og 10. tbl. þess 1983 á hluta í Safamýri 49, þingl. eign Baidurs Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Sparisj. Rvíkur og nágr. á eigninni sjálfri þriðjudag 19. apríl 1983 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Bleikargróf 15, þingl. eign Höllu Elimarsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, Veðdeildar Lands- bankans, Kjartans R. Ólafss. hrl., Jóhannesar Jóhannessen hdl., Jóns Finnssonar hrl., Tryggingast. ríkisins, Sveins H. Valdimarssonar hrl. og Magnúsar Þórðarsonar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudag 19. apríl 1983 kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Sex prestse nbætti laus til umsóknar Að venju auglýsir biskup Islands á vordögum þau prestaköll sem þjónaö er af settum prestum, svo og presta- köll sem laus hafa orðið vegna mannaskipta. Nú eru auglýst fimm prestaköll laus til umsóknar auk embættis farprests. Umsóknarfrest- ur ertil 30. apríl 1983. Djúpavogsprestakall í Austfjarða- prófastdæmi. Þar hefur séra Jón Isfeld annast þjónustu í vetur sem settur prestur, eftir að séra Trausti Pétursson fékk lausn frá embætti vegna aldurs. I prestakallinu eru fjórar sóknir, Djúpavogs-Beruness-Berufjarðar og Hofssóknir. Prestakalliö veitistfrá 1. júní. Hólmavikurprestakall, Húnavatns- prófastsdæmi. Kaldrananess-Drangsness-Stað- ar-Hólmavíkur- og Kollafjarðar- sóknir. Síðan sr. Andrés Olafsson lét af presstarfi eftir áratuga þjón- ustu í prestakallinu hefur sr. Ingólf- ur Ástmarsson gengt þar þjónustu sem settur prestur. Prestakallið veitistfrál. júlí. 1 Hríseyjarprestakail, Eyjafjarðarprófastsdæmi. Þar hefur þjónaö um skeið sr. Siguröur Amgrímsson sem vígðist þangað sem settur prestur. Ásamt Hríseyj- arsókn er Stærri-Árskógssókn í prestakallinu sem veitist frá 1. júní. Sauðlauksdalsprestakall í Barða- strandarpófastsdæmi. Þetta prestakall hefur verið prest- laust um skeið en nýtur nágranna- þjónustu prófastsins, sr. Þórarins Þór. I því eru Sauölauksdals- Saur- bæjar- Brjánslækjar- Haga- og Breiðuvíkursóknir. Það veitist frá 1. júní. Mælifellsprestakail í Skagafjarðar- prófastsdæmi. Sr. Ágúst Sigurðsson sem þar hefur þjónaö undanfarið hefur nú verið skipaður prestur Islendinga í Danmörku. I prestakallinu, sem veitist frá 15. júní, eruf jórar sóknir,. Mælifells- Reykja- Goðdala- og Ábæj- arsóknir. Embætti farprests þjóðkirkjunnar er einnig laust til umsóknar. Því hefur gegnt sr. Jón Ragnarsson sem nú hefur verið kjörinn sóknarprestur í Bolungarvík. Embætti farprests veitist f rá 1. maí. El/starf sk. Sæluvikan Aðsókn góð Gunnar Guöjónsson, fréttaritari á Sauðárkróki: Sæluvikan stendur nú sem hæst á Sauðárkróki og er aðsókn á kvik- myndir og leiksýningar mjög góð. Leikfélag Sauðárkróks sýnir Grip- ið í tómt eftir Derek Benfield. Hef- ur leikritið vakið mikla lukku og athygli fyrir frábæra túlkun leikar- anna þó að sumir af þeim séu alger- ir nýgræðingar á leiksviði. Ungmennafélagið Tindastóll sýn- ir Hinn þögla meirihluta, revíu úr bæjarlífinu, eftir Hilmi Jóhannes- son og hefur revían einnig fengið mjög góöa dóma. Gömlu dansamir voru í gær- kvöldi og var þar geysilegt fjör. Dansleikur í kvöld og annað kvöld og þar spilar hljómsveit Geirmund- ar af sinni alkunnu snilld. Málverka- og batiksýning er í Safnahúsinu. Þar sýnir Katrín myndlistarkona og er aðsókn góö. Kirkjukvöld voru í Sauðárkróks- kirkju og þar söng kirkjukór Sauðárkróks undir stjóm Jóns Bjömssonar frá Hafsteinsstöðum. Einsöngvari Þorbergur Jósepsson. Einnig söng Jóhann Már Jóhanns- son einsöng, Andrés Bjömsson út- varpsstjóri flutti ræðu og tékkneski tónlistarkennarinn Jiri Hlavcek lék orgelverk. Fjölmenni var mikið á báðum kirkjukvöldun- um. Búist er viö miklu fjölmenni nú um helgina á sæluvikuna. GÞG Lögfræðingafélag Islands25 ára: Dr. Ármann Snævarr kjörinn heiðursfélagi Lögfræðingafélag Islands varð 25 ára þann 9. apríl. I tilefni þess ákvaö aðalfundur félagsins í des- ember síðastliðnum að kjósa dr. Armann Snævarr, hæstaréttar- dómara, heiðursfélaga. Dr. Ar- mann var fyrsti formaður félagsins auk þess sem hann hefur veriö mikilvirkur rithöfundur á sviði íslenskrar lögfræði og hefur hann ritaö margar bækur og tímarits- greinar um ýmis lögfræðileg efni. Á aðalfundi félagsins baðst Guðmundur Vignir Jósefsson, frá- farandi formaður, undan endur- kjöri í stjórn félagsins. I hans stað var prófessor Arnljótur Björnsson kjörinn formaður næsta starfstíma- bil og varaformaður var kjörin Guðrún Erlendsdóttir, settur hæstaréttardómari. Aðrir í stjórn eru nú Logi Guðbrandsson hrl., Baldur Guðlaugsson hrl., Olöf Pétursdóttir deildarstjóri, Valgeir Pálsson hdl. og Þorgeir örlygsson dómarafulltrúi. Lögfræðingafélagið gefur út Tímarit lögfræðinga og er Þór Vil- hjálmsson, forseti Hæstaréttar, rit- stjóri. Formaður Kvenréttindafélag íslands, Esther Guðmundsdóttir, afhendir Láru Sigurbjörnsdóttur skjal sem heiðursfélaga félagsins. Kvenréttindafélag íslands: Lára kjörin heiðursfélagi Kvenréttindafélag Islands hélt aðalfund sinn nýlega og var Ester Guð- mundsdóttir þjóðfélagsfræðingur endurkjörin formaður félagsins til næstutveggja ára. Á aðalfundinum var Lára Sigur- björnsdóttir kjörin heiðursfélagi. Lára hefur starfað lengi og vel fyrir félagiö og var hún fýrst kosin í stjóm þess 1949, varaformaður var hún 1953—1964 og formaður KRFI 1964—1969. Auk þess hefur hún átt sæti í stjóm Menningar- og minningarsjóðs kvenna. Á aðalfundinum kynnti Vil- borg Harðardóttir blaðafulltrúi drög að fmmvarpi að nýjum jafnréttislög- um, en hún er formaður nefndar sem endurskoðað hefur lögin um jafiirétti karla og kvenna.I lok fundarins var samþykkt ályktun þar sem aöalfundur KRFl fagnar því að sett hefur verið á stofn athvarf fyrir konur sem þurfa að flýja heimili sín vegna ofbeldis. KJ/starfsskynning. NýstjórníFélagi íslenskra gullsmiða Aðalfundur Félags íslenskra gull- smiða var haldinn nýlega og þar var kosin ný stjóm. I henni em Leifur Jónsson formaður, Jón Snorri Sigurðs- son ritari, Hilmar Einarsson gjald- keri, Ásdís Thoroddsen og Olafur G. Jósepsson meðstjómendur. Á fundin- um vom einnig samþykkt ný lög fyrir félagið og þeim breytt í takt við tíöar- andann. Á síðasta ári var í fyrsta skipti í sögu félagsins gefið út blað Félags íslenskra gullsmiða og komu út þrjú tölublöð þetta fyrsta ár. Ritstjóri þess var Stefán B. Stefánsson. Undanfarin tvö ár hefur félagið haft á leigu skrifstofuhúsnæði að Skóla- vörðustíg 16. I félaginu eru um 70 félagar. JBH Mæðrafélagið gef ur Styrktarfélagi van- gefinna 125 þúsund Á25 ára afmælishátíð Styrktarfélags vangefinna 23. mars síðastliðinn af- henti Mæórafélagið sambýlinu að Há- teigsvegi 6 125 þúsund krónur. I máli Brynhildar Skeggjadóttur, varafor- manns félagsins við það tækifæri gat hún þess að ákveöið hefði verið að leggja félagið niður, en það var stofnað 26. febrúar 1936. Formenn félagsins voru frá stofnun þess Laufey Valdimarsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Hallfríöur Jónasdóttir og Margrét Þórðardóttir. Magnús Kristinsson, formaöur Styrktarfélags- ins, þakkaöi Mæðrafélagskonum gjöf- ina svo og aðrar er félaginu bámst í til- efni afmælisins. JBH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.