Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1983, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVÍSIR 87. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1983 1200manna skoðanakönnun DVnúum helgina: Nýju framhoðin rífa af Arfhkkunum ogFramsókn Sjálfstæðisfíokkurinn styrkirstöðu sína Nýju framboðin, Bandalag jafnaðarmanna og kvennaframboð, rífa til sín fylgi frá Alþýöuflokki, Alþýðubandalagi og Framsóknar- flokki, samkvæmt skoðanakönnun sem DV gerði nú um helgina með 1200 manna úrtaki. Sjálfstæðis- flokkurinn styrkir á hinn bóginn stööusína. Samkvæmt skoðanakönnuninni er Alþýðuflokkurinn með 7,3% af fylgi þeirra sem taka afstöðu. Hann haföi 17,4% í síöustu þingkosningum. Flokkurinn fengi samkvæmt þessu 4 þingmenn og tapaði 6. Framsóknarflokkurinn hefur sam- kvæmt könnuninni 17,9% fylgi þeirra sem taka afstöðu en hafði 24,9% í síð- ustu þingkosningum. Hann fengi 12— 13 þingmenn samkvæmt könnuninni enhefurnúl7. Bandalag jafnaðarmanna fengi 10,9% samkvæmt könnuninni og 6 þingmenn. Sjálfstæöisflokkurinn fær sam- kvæmt könnuninni fylgi 41% þeirra sem taka afstöðu en hafði 37,3% í síð- ustu þingkosningum. Hann fengi samkvæmt þessu 24—25 þingmenn en hefur nú 22. Alþýðubandalagið fengi sam- kvæmt könnuninni 15% en hafði 19,7 í síðustu þingkosningum. Flokkurinn fengi samkvæmt því 9 þingmenn og tapaði 2. Kvennaframboð hefur samkvæmt könnuninni 7,2% fylgi og fengi 4 þing- menn. — Könnunin segir ekki með neinni ákveðni til um hvort sérfram- boð sjálfstæðismanna á Vestfjörðum og BB-listi á Norðurlandi vestra fái mann kjörinn. Þorvaldur Búason eðlisfræöingur hefur gert athugun á hugsanlegri skiptingu óákveðinna samkvæmt könnunum með DV-aðferöunum og miðað viö fyrri reynslu. Ef tilhneigingar í skiptingu þeirra verða nú eins og áður hefur verið, kæmi eftirfarandi út. Þá er miðaö við að sama gildi um nýju framboðin og áður gilti um framboö utan gömlu flokkanna f jögurra: Alþýðuflokkur fengi 6,8%, Fram- sókn 25,0%, Bandalag jafnaðar- manna 9,1%, Sjálfstæöisflokkur' 34,8%, Alþýðubandalag 17,5%, kvennaframboð 6,0%, T-listi 0,3% og BB-listi 0,5%. Þá fengi Alþýöu- flokkur 4 þingmenn, Framsókn 16— 17, Bandalag jafnaöarmanna 5, Sjálfstæðisflokkur 21—22, Alþýöu- bandalag 10—11, kvennaframboð3. -HH. sjánánarum niðurstöðurábls.4og5 Víkingar meistarar — sjá blaðauka um íþróttirbls. 21-28 Forsetinn komínótt „Ég held ég hafi ekki farið skemmti- legri ferð,” sagði forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, er hún lenti á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir miönætti í nótt. Handhafar forseta- valds, Þór Vilhjálmsson, forseti Hæstaréttar og Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra tóku á móti forseta íslands. ás/DV-mynd: S. DV-FUNDURINNIKVOLD hefst í Háskólabíói kl. 20.30 Kosningafundur Dagblaðsins— Vísis verður í Háskólabíói í kvöld klukkan 20.30. Þar koma fram tals- menn allra þeirra lista er b jóða fram í Reykjavík og er rétt að minna á að þetta er eini sameiginlegi fundur þeirra fyrir þingkosningarnar næst- komandi laugardag. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur frá kl. 20.00. Taismenn framboðslistanna eru: Jón Baldvin Hannibalsson af A-lista, Olafur Jóhannesson af B-lista, Vilmundur Gylfason af C-lista, Friðrik Sophusson af D-lista, Svavar Gestsson af G-lista og Guðrún Agnarsdóttir af V-lista. Fundurinn hefst á framsöguræð- um allra sex fulltrúanna en að þeim loknum ber fundarstjóri, Magnús Bjamfreðsson, upp skriflegar fyrir- spumir frá fundarmönnum. Væntan- legir fundargestir eru hér með minntir á að hafa með sér skriffæri og pappír. Að lokum flytur hver f ramsögumaður stutt ávarp. Fundargestum til þægindaauka verður unnt að fylgjast með fundin- um af sjónvarpsskjá í anddyrinu. -pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.