Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Blaðsíða 3
DV. LAUGARDAGUR 23. APRÍL1983. 3 Paulus marskálkur. Lew Besymenski til vinstri á myndinni færir hann til yfir- heyrslu og samninga um uppgjöf þýska hersins til rússneskra marskálka. Lew er sá Rússi sem í greininni hér á síðunni fylgir Giinther Schwarsberg, fyrrverandi hermanninum þýska, um herslóðirnar sem þeir báðir börðust á fyrir f jörutíu ár- um,hvorísínuIiði. Liðsforinginn svaraði mér mæðulegur á svip: „Nei, ég geri mér engar grillur.” Og hann bætti viö í uppgjafar- tón: „Innan eins mánaðar verður lífi mínu lokiö fyrst áfram verður barist!” „Guð minn góður, hvílíkt blóðbað!" Og þar með hélt stríðið um Stalin- grad áfram. Þetta var síðasta tæki- færiö til þess aö bjarga lífi tugþúsunda manna. Klukkan sex morguninn eftir þennan atburð hófst lokaárásin á Kessel f rá Stalingrad. ’ ’ Lestin okkar fer fram hjá stöðinni í Gumrak. En þar, á þessari járn- brautarstöð, voru um skeið höfuö- stöðvar von Paulus, marskálks Þjóð- verja, í jarðbyrgi. Hjá Gumrak var ógurlegt mannfall i lokaárásinni. Lew segir mér að sovéskur fréttamaður hafi lýst atburöunum á staðnum svo: „Við höfum umkringt þá. Hermenn okkar hefja ofsalega skothríð. Guö minn góður, hvílíkt blóðbaö! Jörðin er bókstaflega þakin líkum.” ,Ég, þjóð- verjinn, er því til staðfestingar að þetta voru ekki ýkjur hjá sovéska fréttaþulnum. Reyndar var og er erfitt að koma þessum hörmulegu atburöum í orð. Svo ógeðslegir og hrikalegir voru þeir. Við Þjóðverjar vorum næstum skotfæralausir. Margir okkar réöu aðeins yfir einu skothylki. Daglega fraus fjöldi manna í hel eða varð hungurmorða. Fritz Roske, sem var yfirbirgðavöröur okkar í Stalin- grad, og sá þannig um útdeilingu matar, skipaði svo fyrir síöustu dag- ana: „Mat fá þeir einir sem barist geta! Því litla sem af gengur verður skipt miili hinna særðu.” Og þeir nálg- uðust tuttugu þúsund. Þaö litla sem við hermennimir, sem enn gátum barist, fengum af mat, var vægast sagt ógeðs- legt, varla matur í þess orðs merkingu aö heita næring. Eða hvernig haldið þið að sú súpa hafi verið á bragðið sem gerö var úr spýtnabraki eða frosnu kjöti af löngu dauðu hrossi? „Allir voru þeir venjulegir dauð- legir menn" Við Lew sitjum þögulir í klefanum okkar. Lestin mun brátt nema staðar í borginni miklu — Stalingrad. I gegnum klefagluggann eygjum við nú Mamajew-hæðina ofan við iðnhverfi Stalingrad. Þar má enn greina leifar af veggjarústum frá þeim tíma þegar enn var barist um hvert einasta hús í Stalingrad. Rissmyndir segja frá einstökum atriöum í þessari blóöugu orrustu. Hetjur? Já, en spakmælin á veggjum húsarústanna blasa við sjónum: „Allir voru þeir venjulegir, dauðlegir menn. Hátt yfir iðnhverf- unum og gömlu húsarústunum, á Mamajew-hæðinni trónar svo mikiö minnismerki. Þar stendur meðal annars stórum oröum: Hetjuborgin Wolgograd. Rétt, borgin viö Volgu er ekki framar kennd við manninn sem náði borginni úr höndum hvítliða. Hver sá sem kallar borgina Stalingrad núna á ekki við hana sjálfa heldur mestu orrustu heimsstyrjaldarinnar síðari. Eftir hana voru hersveitir Hitlers á stöðugu undanhaldi. Loks nemur lestin staöar. Járn- brautarstööin heitir í Wolgograd. Fyrir fjörutíu árum var þetta stað- urinn sem harðast var barist um. Nú, friösæl borg og í gegnum klefaglugga minn viröi ég fyrir mér viökunnanlegt fólk sem bíður á bekkjum, burðarkarla og elskendur sem eru að kveðjast og blómvönd sem gömul kona heldur á. Fyrir fjörutíu árum stóö ég á sömu grund og þetta fólk og barðist gegn því. Nú liggur fyrir mér að fara út á meðal þess, í friði og vinsemd. í þessari borg er ekkert gamalt! Viö Lew göngum eftir nýjum götum, veifuöum því til staöfestingar hvítum fána. En eftir að við höfðum gengið um það bil hundrað metra í átt til víglínu ykkar skutuð þiö á okkur. Viö fleygðum okkur í snjóinn en höfðum ekkert skjól. Þá þreif lúðurþeytarinn húfuna sína af sér, setti hana á hvíta fánann og lyfti honum hátt. Á auga- bragði var skotið á húfuna. Þaö þutu sprengikúlur allt í kringum okkur. Viö urðum því að hopa á hæli. Um nóttina vörpuðum við flugritum yfir hersvæði ykkar. Þú hefur eflaust lesið eitt þeirra þar sem við heimtuðum uppgjöf ykkar tafarlaust.” Ég jánka Lew þegjandi, til staðfestingar um að það hafi ég gert. Síðan heldur Lew áfram frásögn sinni. „Rússar komið hingað, komið hingað!" „Einum degi síðar, niunda janúar 1943, reyndum við enn einu sinni að komast yfir til ykkar með plöggin. Við ókum umhverfis Kessel á traustum vagni. Með okkur var roskinn yfirliðs- foringi. Hann átti að þeyta lúðurinn. Við stigum loks út úr bílnum og héldum gangandi yfir opið svæöi þar sem ekkert skýli var að finna. Lúðurþeyt- arinn blés meö jöfnu millibili friðar- merki. Þetta var ógnvænleg ganga. Og það var dauðahljótt. Þegar við vorum um hundrað metra frá þýsku víglin- unni hrópaði undirliðsforingi ykkar til okkar: „Hvað viljiði?” Ég man ég svaraði: „Við erum sendimenn yfir- stjórnar Rauða hersins. Við erum með bréf til yfirhershöfðingja ykkar.” Undirliðsforinginn hvarf á braut nokkra stund en þau orö heyrðust frá ykkur hermönnunum á meöan: „Rússar, komiö hingaö, komið hingaö!” Ég man eftir þessum orðum okkar þýsku hermannanna þegar Lew minnist á þau. Við vorum orðnir vonlausir um framhald baráttu okkar. Því var þaö okkar eina von um líf að Rússar tækju okkur semstríðsfanga. Lew heldur áfram frásögn sinni: „Allt í einu birtust þrír liðsforingjar. Sá elsti spuröi okkur kurteislega hvað okkur væri á höndum. Er við höfðum svaraö því var bundið fyrir augu okkar og við leiddir niöur í skot- grafir ykkar. Yfirliösforingi okkar, áöumefndur lúðurþeytari, sagði viö Þjóðverjana þegar niður í skotgraf- irnar var komið: „Ég hef tekiö þátt í fyrra heimsstríðinu og borgarastyrj- öldinni en aidrei nokkru sinni hefur mér gefist tækifæri að tala svo friö- samlega við óvininn!” Þjóðverji einn svaraði honum: „Já, við erum nú líka friðsömustu mennirnir á allri víglín- unni.” Að þeim oröum sögöum kom yfir til okkar þýski undirliösforinginn sem svaraö hafði lúðurþeyti okkar fyrst. Hann hafðiskroppið frá sem fyrr sagði, greinilega til að síma til Berlínar og fá upplýsingar um hverju ætti aö svara okkur. Og svarið var: ,,Við munum ekki taka við neinu tilboöi frá ykkur! Snúið aftur!” Þar með var enn bundið fyrir augun á okkur og yfirliðsforinginn fylgdi okkur á veg til baka. Ég sagöi viö hann: „Þegar stríðinu er lokiö, skulum við finnast aftur og minnast þessa dags.” HONDA Á ÍSLANDI Vatnagöröum 24 Sími 38772 Ótrúlegt en satt Verö frá kr. 191.000 Gengi 0.08887 Árgerö 1983

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.