Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Blaðsíða 8
8 DV. LAUGARDAGUR 23. APR1L1983. Skáldin og vorid Enn einu sinni gefst okkur kostur á aö kynnast sumri eins og þau gerast skrítnust hér noður í Ballarhafi. Fyrsti sumardagurinn á þessu ári leið hjá fyrir tveimur dægrum eða svo. Og það segir okkur aö voriö sé nú sem stendur að hamast við að bræða klakabönd úr jörðu. Klaka- bönd mannfólksins — frosin andlit undan löngum vetri — fara einnegin að þiðna af völdum vorsins. Brátt fer að hýrna yfir okkur og brosið fer aö taka meiri þátt í kiprum andlitsins eftir því sem sólin hækkar meir á lofti. Og allt verður elskulegra. Það er óneitanlega eitthvaö skáldlegt við vorið. Það finnst okkur einhvern veginn. Að gefnu tilefni kíkjum við í nokkur íslensk vorljóð hér á síðunum undir leiðsögn Sverris Páls Erlendssonar íslenskukenn- ara við Menntaskólann á Akureyri. Hann gefur okkur vortóninn í eftirfarandi orðum sínum — og ljóðum sem hann valdi vorkomunni. -SER Voriö og sumarkoman hafa löngum veriö viö- fangsefni íslenskra skálda. Tíöarandi og aðrar aöstæður ráða því jafnan hverjum tökum skáld- in taka þetta yrkisefni. Þeim er þó flestum sam- merkt aö voriö vekur með þeim einhverja draumkennd, værö, von eöa barnslega einlægni. Og þó aö voriö sé oft haft sem tákn fyrir bemsku, góðæri eöa gróskutíma þjóöa eru ís- lensk skáld jafnan bundin vorinu okkar, vonar- bjarmanum og sumarboðanum í kjölfar haröra vetrarveðra. Islensku vori. Af handahófi má grípa bækur úr hillu og f letta upp á vorljóðum. I broti úr Voróttu Einars Bene- diktssonar sjáum við vorbjarmann í líki per- sónu sem grípur mannsins hjarta og geislafing- ur hennar ljúka upp kofum þar sem allir sofa af sér sorgardrunga vetrarins. Drungi er enginn í Vorvísu Gríms Thomsen, ööru nær. Þar iöar allt af dillandi leik og kæti, gáskinn geislar af öllu þegar blessað voriö birt- ist. Öllu alvarlegri er tónninn hjá Ölafi Jóhanni Sigurðssyni í ljóöinu Á vordegi. Þó er þar meginþráöurinn að öllu kviknar líf meö vor- bjarma — og þar eru geislafingur eins og hjá Einari. Nýir siöir koma oft meö nýjum herrum. Tímarnir breytast hratt á tækniöld og skáldin birta okkur hversdagslegri myndir en fyrr. I seinni Vorvísu Böövars Guömundssonar er veraldleg andhverfa viö hina upphöfnu mynd í fyrri vísunni. Einhvern tíma heföi þótt óskáld- legt að setja mykju og doöa í ljóö. En þetta er sönn mynd, ekki satt? Ljóö Sveinbjörns I. Baldvinssonar, Vorbros, sýnir ef til vill aö við erum smátt og smátt aö hætta aö skynja vorið eins og fyrr var gert, enda skiptir suma meira máli að komast leiöar sinnar en velta fyrir sér veröldinni og hennar gæöum. Sumardagurinn fyrsti er þó ósvikinn í ljóði Péturs Gunnarssonar 1970. Líkt og Böövar bendir hann á mjög veraldlega þætti sumar- komunnar. Þetta er dagsönn vormynd í glettnis- fullu auga nútímamanns. Þótt myndirnar breytist og augaö sé togaö aö ólíkum þáttum er voriö greinilega tilhlökkunar- efni og trúlega geta öll íslensk skáld tekið undir meö Pétri þegar voriö nálgast og sagt hvaö veröur gamanþá! Vorótía (Brot) Loftið titrar allt af fagnaðs ómi, ungra linda nið og farfugls rómi. Ljósid smýgur karma og gisnar gœttir, grípur draumatökum mannsins hjarta, sgnir harmsins hafs-nauð ströndu bjarta, hylurþyrnaveginn laufi og blómi, svo að skjálfa sorgarsvipsins drœttir. — — Gamlir, ungir, glaðir, hryggir sofa, geislafingur Ijúka upp hverjum kofa. Fuglar syngja, straumar stíga sporið, stynja aðeins mannabrjóstin þungu. Þar finnst synd og böl hjá öldnu og ungu, yfirþeim sig grúfir dauðans vofa, meðanjörðin ómar: Vorið — Vorið. (Einar Benediktsson: „Hrannir") Vorvísa Fannirnar í giljum gráta, glaðir eru lœkir dala, allar sprœnur sprikla og hjala sprækar fram úröllum máta, hátt og lágt þœr kvika og kvaka, klif og hvammar undir taka. Fuglar heyra og frá því segja, fregnin berst um land og haf, vaknar allt, sem áður svaf upp til fjalla og út til eyja; verður ei til baka borið, blessað er að koma vorið. (Grímur Thomsen: „Ljóðmæli 1906") Á vordegi Grundin eignast gullinn fifil, geislafingur hlýir strjúka lambakóng með lítinn hnýfil, lambagrasið rauða og mjúka. Vappar tjaldur, vellir spói, verpir í broki mýrispýta. Bráðum kveikir fenjaflói fífublgsið mjallahvíta. Bráðum mun í morgunstillu meðan þokan kveður dranga Ijósberi hjá lágri syllu lyfta kolli til að anga. Blíða daga, bjartar nætur bugðast á með tærum hyljum eftir laut sem litlir fætur lásu foröum berum iljum. (Ólafur Jóhann Sigurðsson: „Að laufferjum") Vorvísur Grœn lauf á trjánum, sólskin og fuglafans Faðir vor springur át í sérhverjum runni, í vitum manna er vorklæðailmur lians vindinum andarþýðum af Drottins munni. Lömb fœðast, losnar reifi af hrút lerkaðir bœndur klína mykju á túnum börnin drekka dásemdir vorsins af stút doði og fjörefnaleysi rjátlast af kúnum. (Böðvar Guðmundsson: „í mannabyggð") Vorbros Það var sólskin þú brostir og mér fannst þú segja: sjáðu, vorið er að koma og í brosandi augum þínum speglaðist himinninn og vorið en kannski sagðirðu bara: geturðu lánað mér strœtómiða. . . ? (Sveinbjörn I. Baldvinsson: „i skugga mannsins") 1970 svo einn tvo þrjá kannski fjóra daga stelst sólin norður þarsem það snýr rassinum i vindinn þetta land hvað verður gaman þá! fjöllin gráta af gleði grænkar lítið strá krían sem kann ekki að syngja syngur líka þá sjórinn í fjörunni sofnar sílin fara á stjá hvað verður gaman þá! kófdrukknar kýrnar kúvenda flórnum á kötturinn segir mjá langir og mjóir dagar neita að líða hjá (Pétur Gunnarsson: „Splunkunýr dagur")

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.