Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Blaðsíða 13
13
DV. LAUGARDAGUR 23. APRÍL1983.
:
'> Xv.
m
1 Grimsvatnaöskjunni, undir Gríðarhorni.
(Ljósm. Ari Trausti Guömundsson.)
Grímsvötnum er stöðuvatn undir
þykkri íshellu. Hún rís vegna þess að
geysimikill jarðhiti bræðir ís og vatns-
barðið hækkar. Af og til koma
jökulhlaup i Skeiðará og stundum
verða eldgos í Grímsvötnum og eru
iþaú orðin 15—20 að tölu frá landnámi.
Annað stórt jaröhitasvæði er undir
Skaftárjökli og enn annað í
Kverkfjöllum sem áður voru nefnd.
Réisulegir tindar gnæfa upp úr ísauön-
itmi, aðallega á sunnanveröum
jöklinum. Þuríðartindur, Heljargnípa,
Sumhögg og Mikill eru nokkur örnefna
á fjöllum og þiljum á jökulbakinu sem
tengir Öræfajökul við Vatnajökul.
Tveir stórir aöskildir fjallaklasar eru
norðaustan viö bakiö: Mávabyggðir og
Esjufjöll. Esjufjöllin eru allt að 1600 m
á hæð og um 300 ferkm. að flatarmáli
með ótrúlega fjölbreyttum gróðri og
fýlabyggð!
Ferðalög: Barátta
við náttúruöf/in
Menn geta verið heppnir meö veður
á Vatnajökli og haft glitrandi ísbreiður
í morgunsól fyrir augum í marga
daga,upplifað sólarbreyskju, logn og
hljóðlausa hrímþoku sem hverfur aö
morgni. En oftar eru Vatnajökuls-
veður vond, enda hæðin yfir sjó
veruleg og skjól lítið. Norðanbálviðri
með skafrenningi og 10 stiga frosti (30 í
vindinum) eru tíð og beljandi SA-átt
mfið snjókomu enn tíðarí. Einangrun-
jn, sprungusvæðin og veðrið geta orðið
þdngbært gjald fyrir fagurt útsýni og
forvitnileg fyrirbæri. Þetta vita menn
og taka langferð á Vatnajökul alvar-
lega. Góður útbúnaður, ýmsir
varahlutir, þekking á leiðavaU, veðri,
snjóflóöum og áttavita — ailt eru þetta
skUyrði fyrir öruggri jökulför.
Allmargir hafa ferðast um Vatna-
jökul. Fyrstu öruggu heimUdir um
gönguferð þvert yfir hann eru frá 1875.
, Þá fór ungur Englendingur, W.L.
Watts, af Síöunni og til Mývatns við
sjötta mann — allt voru þaö tslend-
ingar. Eftir þetta fjölgaði ferðum á
jökulinn. Grímsvötn „fundust” 1919 og
fyrsti rannsóknarleiðangurinn fór á
austanverðan jökulinn 1936 — ef frá
eru taldir leiðangrar í Grímsvötn í
gosinu 1934 og þar á eftir. Á sjöunda og
áttunda áratugnum hafa allmargir
hópar gengiö á skíðum þvert yfir
jökulinn eða frá vestri til austurs og
vélsleðamenn þeysa um hann allan,
enda fjórir skálar til reiðu jökla-
förum: Á Goðahnúkum (í austri), í
Kverkfjöllum (í norðri), í Esjufjöllum
(í suðri) og Grímsvötnum. Félagar úr
Jöklarannsóknarfélaginu hafa farið í
einn eða tvo leiðangra á ári í rúm 30 ár
og þannig mætti lengi telja.
Fáeinir hafa spreytt sig einir á
jöklinum og allir haft betur — nú síðast
Frakkinn eini sem fjölmiðlarnir gerðu
meira veður út af en efni stóðu til.
Leiti menn til náttúrunnar af áhuga
á henni eða ævintýraþorsta, fylgja þvi
oft hættur. Sæfarinn á skútu, svif-
drekamaðurinn, klettaklifrarinn og
jöklafarinn eru óskynsamlegir og
leggja mikið undir. En þessi iðja er
þroskandi og menn þurfa sinn tíma og
frið til athafna. Auðvitað gera þeir
kröfu til aðstoðar ef út af bregður eins
og allir í starfi og leik, en á móti eiga
þeir að uppfylla lágmarkskröfur um
þekkingu, reynslu og öryggistæki.
Vatnajökull bíður allra sem nenna
að sækja hann heim og reyna að undir-
búa sig. Ovíða er til jafnheillandi
víðátta og þar til þess að berjast við
náttúruöflin.
ká
■
■
A f Hvannadalshrygg á Öræfajökli. Dyrhamar i baksýn.
(Ljósm. William Kaiser.)
m
(Ljósm. Gu
Magnusson.
(Ljósm. Arí Trausti Guðmundsson.) / ísingu og norðanrokiá Goðahrygg, suðaustur / Vatnajökli.