Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARDAGUR 23. APRÍL1983. yfir ný torg, um nýja lystigarða. I þessari borg er ekkert gamalt! Herir mínir sáu til þess á sínum tíma. Viö Lew verðum reyndar að leita lengi að rústum eins þeirra fjögurra húsa sem varðveitt eru enn í miöborginni til minningar um orrustuna. Á meðan við erum á leið til eins þeirra rifjast upp fyrir mér sú staöreynd að þegar í fyrstu loftárás þýska hersins sem gerð var í ágúst 1942 á Stalingrad fórust fjörutíu og þrjú þúsund íbúar og yfir hundraö þúsund íbúðir eyðilögðust. Wolgograd er skemmtileg borg meö vingjarnlegu fólki. Hún laðar til sín fjölmarga ferðamenn á hverju ári. Hún er borg þar sem jafnvel loftslagið hefur breyst. Áriö 1958 var fljótið Volga nefnilega stíflað rétt norðan við borgina, og þar með myndaðist fima- stórt stöðuvatn viö borgarmörkin sem gefur loftinu raka og gerir veturna mildarienella. En þó er Wolgograd enn borg stríös- hörmunga. Hún er ennþá Stalingrad. Síðustu fórnimar vom tvö lítil börn sem fórast af sprengjubrotum fyrir fáeinum árum. Skólafélagi þeirra fann skothylki og varpaði því á haug þar sem eldur brann. Það sprakk og varð bömunum að bana, auk þess sem kennslukona þeirra særðistilla. „Þið hélduð nefni- lega að við værum þýskir!" Tveir menn mæta okkur þegar inn í miðborgina er komið. Þeir sitja þar undir pílviöi einum sem er minnis- merki og eina tréð sem uppi stóö lifandi í Stalingrad við lok orrastunn- ar. Mennirnir eru Nikolai Krassukov og doktor Boris Perepetcehajew, en hinn síðarnefndi starfaði sem véla- meistari við skipasmíðastöðina í borginni þegar þýska innrásin var gerð. Framleiðslunni var þá þegar breytt í smíði á brynvörðum bátum. Hlutverk Krassukov í stríðinu var hins vegar að sjóða saman svokallaöa brynturna. I lok janúar árið 1943 gerði hann áhlaup á vatnstuminn við höfuðjárnbrautarstöðina sem var í höndum Þjóöverja: „Við náðum stórum þýskum birgðavagni, komum fyrir bensíntanki á vörupallinum, því næst einni vélbyssu og bættum öðram við í hornin á vagninum. Viö vorum tólf saman, hver með sína vélbyssu. Það var klukkan tíu að morgni. Viö skutum í ákafa á torgið framan viö jám- brautarstöðina, án þess við yröum fyrir skoti. Þið tölduð nefnilega að við værum þýskir! Því næst réðust þrír okkar á vatnsturninn og þögguðuniður í skotvirkinu þar en það hafði áður haldið umhverfinu í heljargreipum. ” Þegar Nikolai Krassukow segir frá þessu viðhefur hann mikla handatii- burði. Eðlilega, því frá bekknum sem við sitjum á er allt svo nærri: Þarna er jámbrautarstöðin, þarna vatnsturninn og beint á móti okkur vörahúsið en í kjallara þess voru aðalstöðvar þýska marskálksins Paulus undirlokin. Karlarnir látnir grafa sína eigin gröf en konurnar brenndar í lest Perepetcehajew segir okkur frá því að á þessum tíma hafi hann verið aö reyna að koma móður sinni út úr borg- inni, enda enginn hultur inni í henni í lokaárásinni. En hún lenti í loftárás, flýöi í kjallara, og þegar hún skreiö út þaðan vora þjóðverjar búnir að yfir- taka svæðið: „Móðir mín var flutt burt til Morosowskaja. Þegar svo sovésku áhlaupin hófust smöluðu Þjóðverjar öUum rússneskum karlmönnum sem voru innan þeirra svæöis saman. Þeim var skipað að grafa gröf og vora síðan skotnir aö konum ásjáandi. Það voru ékki SS-menn sem að þessu stóðu heldur venjulegir hermenn. Að þessu afloknu var konunum, þar á meðal móður minni, troöið upp í lest. Sagt var að leiðin lægi tU Þýskalands. En þegar hersveitir okkar nálguðust enn meira var kveikt í lestinni. Aöeins ein kona komst lífs af. Eg hef þetta eftir henni. „Ég horfiþöguUá Boris Perep- etcehajew þegar hann mæUr þetta af munni fram. Eg veit eiginlega ekki hvernig ég á að hegöa mér undir þessum orðum hans. Vil ekki vera skömmustulegur, ekki undrandi, alls ekki móðgaður. Helst sár, gífurlega sár og gramur út í þá menn er skipa sonum landa sinna í stríð á hendur öðrum mönnum. „Já, svona var nú þaö,” segir Boris eftir nokkurt hlé á frásögn sinni. Hann er oröinn hvítur fyrir hæram, mjóleitur og andUt hans svipmikið. Minnismerki um þá sem féllu í Stalingrad í umsátrinu um borgina árin 1942 og 1943, á Mamajew-hæðinni viö Volgu. Þar hvUa í jörösextíu þúsund manna. Þetta er eltt þeirra fjögurra húsa sem varðveitt hafa verið sem minnismerki úr I kallast gömul í þessari borg enda var hún öll gjörsamlega lögð í rúst í seinni styrjöldinni um Stalingrad (nú Wolgograd). Engin önnur hús en þessi fjögur geta | heimsstyrjöldinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.