Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Blaðsíða 17
DV. LAUGARDAGUR23. APRÍL1983. Eitt nýjasta afsprengi „jeppaf jölskyldunnar” Jeep CJ—8. Að aftan sést vel hve líkur „áttan” er til dæmis Isuzu Trooper. Bflar Bflar Bflar Bflar Bflar Jeep C'J-JS: Ný og lengri gerð Jeep G. P. Model G. P. W. (General Purpose Wagon): (Jeppi) !4 ton: Fjögra hjóla drif. 1 Höldur fyrir lyftu o. þ. u. 2 Sætisbak 3 Áhaldageymsla 4 Öryggisgrind 5 Benzingeymir 6 Geymsluhólf 7 Rúðuþurrka 8 Skipting fyrir lægra drif 9 Vél 10 Kælir 11 Kattarauga 12 Útblástursrör 14 (Drifskaftshemill): Aðalásshem- ill, handhemill og tengsli 15 Aukagír 16 Skiptistöng fyrir framhjóladrif. Ævintýrið Min bvrjaði ístríðinu Nú nýverið var sagt frá því hér í DV að bandaríski herinn hefði á- kveðið að hætta notkun gamla góða herjeppans en ákveðið aö taka í notkun á næstu fimm árum alveg nýja gerð, sérhannaða fyrir herinn. Þar meö lýkur meira en fjörutíu ára dyggri þjónustu. Jeppinn sá fyrst dagsins ljos í byrjun heimsstyrjald- arinnar síöari og þá af hreinni nauðsyn. Þetta var grófur nýr farar- skjóti. Aðstæðurnar heimtuðu að hann væri hreyfanlegur hvert sem væri, duglegur og óslítanlegur. Og þaö var f jórhjóladrifið sem gerði það aö verkum að hann skar sig úr öðrum farartækjum. Hermennimir litu á hann sem vin sinn. Og það var hann í raun. Hann flutti þá yfir holt og hæðir og í mörg- um tilfellum bjargaði hann lífi þeirra. I stríðslok hafði þessi farar- skjóti hlotið þjóðsagnakennda frægð og margur hermaðurinn gat ekki varist aðdáun á hæfileikum hans. Og nafniö Jeep, eða jeppi eins og íslenska nafnið varð, er komið af f ramburði á bókstöfunum GP í ensku en stafirnir stóðu fyrir „general purpose” eða alhliða notkun. Almenningseign eftir stríðið Að stríðinu loknu bauð einn fram- leiðendanna upp á almenningsgerð þessarar frægu stríðshetju. Þetta voru Willys verksmiðjumar og buðu þær einnig upp á stóra station bíla, alia úr stáli, sem þá var nýjung. Síðan kom Jeepster og aðrar gerðir. Henry J. Kaiser keypti Willys árið 1954 og hélt áfram aö framleiða fjór- hjóladrifsbíla á sömu línu. Árið 1970 varð Kaiser síðan aö Jeep Corporation. Aöaleigandi Jeep Corporation er American Motors Corp., sem em fjórðu stærstu bUa- smiðjur Bandaríkjanna. Skýringarmyndin af herjeppa hér að ofan birtist í HVAR HVER HVAÐ, Árbók Isafoldar 1947. Á undanfömum ámm hefur jeppinn upphaflegi átt mikiUi samkeppni að mæta úr mörguin áttum. Helst hafa þá Japanir sótt í sig veðrið og komið fram meö skeinuhætta keppinauta. Til að svara þessu hefur JEEP kynnt nýja gerð, CJ—8, sem er lengri en eldri gerðimar en mætir þá sam- svarandi óskum eins og til dæmis Isuzu Trooper. CJ—8 er 450 sm langur á móti 367 hjá CJ—5 eins og „venjulegi” jeppinn heitir. Lengri gerðin af honum, CJ—7, er hins vegar 389 sm lö g • CJ—8 er gerður til að flytja allt að níu manns, þrjá frammi í og sex á tveimur langbekkjum aftur í. Bekkina er síðan hægt að leggja upp og fæst þá gott pláss fyrir flutning. Vélin er „standard” vél fjögurra strokka, 2,5 lítra. Hægt er aö fá 4,2 lítra, sex strokka vél eða 2,4 lítra dísUvél. BUUnn er nokkuö hár frá jöröu því að minnsta hæð frá jörðu er 21 sentímetri og snúningsradíus er 11,46 metrar. Margir muna eflaust eftir þvi að jepparnir voru gjaman lengdir í yfir- byggingu hjá Agli hér á árum áður og bætt inn i grindina á mUU hjóla. Nú hefur þetta verið leyst með þvi að framleiöa bara lengri bíl. CJ—7 Nú hefur venjulegi jeppinn sem fram tU þessa hefur verið tU í tvcimur gerðum, CJ—5 og 7, fengið nýtt útlit. Hliðar- gluggar að aftan eru opnanlegir aftast. IJkt og á „áttunni” eru stórar dyr að aftan. Enn sem fyrr verður hægt að fá bílinn með biæjum og eins í Renegade útfærslu. CJ-10 Nýr pallbUl sem ætlað er að mæta þörfum verktaka og bænda. PaUurinn er 215 sm langur og 159 sm breiður. Wagoneer Toppurinn frá Jeep. Nú verður Wagoneer með Selec-Trac sem kemur í stað Quadra-Trac. Með Selec-Trac er ýmist hægt að vera í fjögurra hjóla eða tveggja hjóla drifi og fer skiptingin fram með einum rofa í mælaborði. Þetta tryggir öryggi fjórhjóladrifsins og spar- neytni venjulegs drifs án þess að snúa þurfi driflokum eða fara úr ökumannssæti yf irleitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.