Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Blaðsíða 15
DV. LAUGARDAGUR 23. APRIL1983. 15 Jochum M. Eggertsson (1896—1968) var ekki allskostar ánægður með hlut kvenna i lýðveldishátíðinni sautjánda júni 1944. Um það vitnar bréf hans sem vitnað er i hér á síðunni. Með honum á myndinni hér að ofan er Sesselja i Uppsölum, Þorskafirði. yfirráðaflokkar, sem á Sturlungaöld- inni börðust um völdin innanlands og seldu landiö í glötun. Enn í dag eru þaö sömu fjórir flokkarnir, sem bítast um yfirráðin á Alþingi Islendinga. Nú heita þeir aðeins öðrum nöfnum. Land og þjóð munu þeir selja til eilífrar glötunar ef þér takið ekki í taumana. Flokkarnir munu hjakka í meðal- mennskunni hver meö sitt forsetaefni, klyfjaöir af loforðum og svikum, og engin hundaþúfa má nokkursstaðar sjást annarri hærri. Hve þung er ekki flokkakúgunin á frelsi manna? Þing og þjóö eru að verða andstæðingar og fjandmenn sökum blindni flokkanna. Þetta munu þykja stór orö, en þau eru ekki vanhugsuð og hvorki sögö af of- stæki eða greindarleysi.” „En innanlands-verðbólgan er hryllilegt fyrirbæri, . . . Verðbólgan er ægilegasta hættan, sem yfir oss vofir, og má ekkert út af bera, að hún kosti oss ekki frelsi og fjör. . . .Alþýðu manna og allri þjóðinni, konum og körlum, verður að skiljast, að verð- bólguna verður aö lægja meö fullu ráði, hvað sem það kostar, annars er oss glötunin vís.” „Nú situr engin kona á Alþingi! Hvað veldur? Hafiö þið misst trúna á hæfileika yðar? Eða er það flokkagrýl- an sem fælir yður? Útilegumenn „íslenzkar konur! Island er enn ekki orðiö lýðveldi, og getur ekki orðið það, meðan flokkaofstæki, undirferii, flátt- skapur, hrossakaup og eiginhags- munatogstreita ráða lögum og lofum í landinu. Þing og stjórn óstarfhæft. Forsetinn valdalaus. öll forystan sem: — „Utilegumenn í Odáðahraun, eru máske að smala fé á laun — Flokkavafstrið verður að hverfa, en samhugur og eining allrar þjóðarinnar að koma í staðinn. Og þessi samhugur og eining er sannarlega til og er ein- dreginn þjóöarvilji. Enda þótt hver flokkur um sig vilji, ef til viil, þjóðar- heildinni vel og hafi eitthvað til síns ágætis, þá greinir þá svo á um leiðimar aö markmiðinu, að allt verður sem heimskulegt reiptog, líkt og handafliö væri brúkaö, en ekki höfuðiö. Sérhags- munir flokksforingjanna og flokkseig- endanna skipa öndvegið, en fólkið eða kjósendurnir eru sem fiskar í vatni, sem ginntir eru og veiddir meö ailskon- ar glingri og tálbeitu. . . .Því fleiri flokkar, því meiri bölvun, ef um einhug og þjóðarheill er aö ræða. íslenzkar konur! Oft hefur verið talað óvirðulega um ungar ísl. konur í samskiptum við setuliðið. Margt af því er oröum aukið. íslenzkar konur eru yfirleitt skírlífar. En það, sem áfátt kann að vera í þessu efni er engu að síður ísl. karlmönnum að kenna og þeim til skammar. Isl. konur munu ávallt meta landa sína, fram yfir ann- arra þjóða menn, ef þeim er sýnd full virðing og kurteisi. Ovíst að ísl. karl- menn hefðu reynst betur ef setuliðið hefði eingöngu verið skipað ungum, glæsilegum konum, sem þráð hefði að ná fundi karlmanna eins og in erlenda karlþjóð þráir fund ísl. kvenna. Fyrir- litningin á kvenþjóðinni kom skýrast fram hjá inni svokölluðu „þjóöhátíðar- nefnd” í verðlaunasamkeppninni um ættjaröarljóðin. Hvergi mátti nefna „móður”, „móöurjörð”, eða „móöur- mál” þeim ljóöum var algerlega út- skúfað. Aðeins mátti nefna föður, bara að engin móöir kæmi til greina. „Hver á sér fegra föðurland” og „Land míns fööur, landið mitt”. Þetta reið bagga- muninn,— Nokkrir andlegir horgemlingar, er skriöið hafa saman í rembihnút og kalla sig „Rithöfundafélag Islands”, verölaunuðu á þessu ári, höfund einn, hæstu verðlaunum, er veitt hafa verið á landi hér fyrir smásögu. Saga þessi hefur ekkert listagildi, en þar er upp- logið því svívirðilegasta níði um unga ísl. stúlku og erlendan setuliðsmann. Svona er ástandið.” „Áfram konur!" íslenzkar konur! Yöur er ætlað aö taka við stjórninni í þessu landi. .. .Tækifærið bíður ekki. Þér verið að hrökkva eða stökkva. Karlmennirnir hafa þegar sýnt og sannað, að þeim er annað betur gefið en aö stjórna þessu landi. — Við næstu Alþingiskosningar kjósið þér konur á þing. Þér getið, einnig þar, náð meirihluta ef yður þóknast. Aðeins meö samtökum yðar verður þessu landi bjargað undan ánauðaroki og sið- spilling karlmannanna. I hverri sýslu landsins eru fleiri konur hæfari til þingsetu en karlar.. . . íslenzkar konur! Þótt ég skrifi yður þetta bréf, er ég ekki kvenhollari góðu hófi gegnir. Eg skoða yður konur ekki heilagri en karlmenn. Þér hafiö yðar djöful að draga, engu síður en þeir. En ég vil aö þið njótið, á öllum sviðum, sama frelsis og sömu réttinda og karlmenn. Vér verðum aldrei frjáls- ir fyrr en þið eruö það líka. Þess vegna hef ég bent yöur á leiðina. Það er mitt hlutverk. En þér eigið að ráða. (Skrif- að frá og með 17. júní, 1944 — Joehum M. Eggertsson (Skuggi)).. . . SJÁLFSTÆÐISMEIMIM! Munið landssöfnunina VINSAMLEGA GREIÐID GÍRÓSEÐILINN SEM FYRST. Áhugamenn um frelsi í fjölmiðlun Áhugamenn nm frelsi í Qölmiðlun safna nú undirskriftum að mótmælnm í landinn. Þér, semöllnmöðram 16 ára og eldri er boðið að rita nndir svohljóðandi yfirlýsingu: Við xmdiTTituð skorum á þingmenn að setja nú þegar ný útvarpslög, sem reiti aukið frelsi til útvarps og sjónvarps. Þá mótmælum við jafnframt þeirri atlögu að tækniþróun er felst í kæru Eíkisútvarps og Ríklssaksóknara á hendur kapalsjónvarpi sem orðið erhefðbundlð víðsvegar um land. Tið væntum góðra nndirtekta þegar til þín og þinna verður leitað. Jafnframt öendum við á að viijir þú veita söfnun undirskrifta lið þá hafðu samhand við okkur í sima 12019. . EICA POLITIKUSAR ADRAÐA OLLU UTSENDU EFNI? Á íslandað verða eitt vestrænna landa með einokun ríkis á útsendingum um alla framtíð? SEGIR PH NEI? Viltu þá ekki líka skrifa nei?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.