Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Blaðsíða 21
DV. LAUG ARDAGUR 23. APRIL1983.
21
Sérstæð sakamál
Sérstæð sakamál
Giovanni Fenaroli, eiginmaður Mariu, kemur til róttarhaldanna i fyigd lög-
reglumanns.
ómögulega: aö sanna aö Rossi annar
hefði verið farþegi meö lestinni frá
Róm til Mílanó nóttina eftir að moröið
var framið.
Við gefumGuarini orðið:
„Ég reyndi nú aö fara aðra leið, þá
að finna þennan Rossi annan meðal
kunningja Fenaroli í Mílanó. Og ef það
tækist — reyna þá að finna vitni sem
voru meö lestinni umrædda nótt og
athuga hvort þau könnuðust við mann-
inn.”
Við rannsóknina kom í ljós, aö
Fenaroli hefði átt vingott við stúlku
eina í Mílanó. Hún var að vísu látin
fyrir nokkru, en síðan samkvæmt
öruggum heimildum hafði hann verið
eiginkonu sinni trúr og tryggur.
Fenaroli var að eðlisfari gjafmildur
maöur og hafði sýknt og heilagt verið
að ausa g jöfum í þessa vinkonu sína og
fjölskyldu hennar. Þrátt fyrir að hún
var látin hélt Fenaroli enn sambandi
við f jölskyldu hennar.
Einn fjölskyldumeðlima hennar var
ungur maður að nafni Raoul Ghiani.
Ferill hans og annarra ættingja var
grandskoðaður með mestu leynd í
samráöi viö rannsóknarlögregluna í
Mílanó.
Ghiani vann hjá dótturfyrirtæki
ameríska fyrirtækisins Borroughs í
Mílanó. Starfsfólkið þar vann allt eftir
stimpilklukku. Stimpilkort Ghiani mið-
vikudaginn 10. og fimmtudaginn 11.
september 1958 voru skoðuð. Kom í ljós
að fyrri daginn hafði Ghiani stimplað
sig út klukkan 18.40, nógu tímanlega til
að ná vélinni til Rómar. Daginn eftir
stimplaði hann sig ekki inn fyrr en
klukkan 11.30. Hann hefði því haft næg-
an tíma til að komast frá jámbrautar-
stöðinni aðfyrirtækinu.
Guarini fann líka skýringuna á því
hvers vegna Rossi annar hefði afþantað
fyrra flugfarið. Þá nótt var Maria
Fenaroli alls ekki heima hjá sér. Hún
hafði heimsótt bróður sinn og gist þar.
Það var ákvörðun sem hún tók nánast
fyrirvaralaust, en lét þó mann sinn
vita. Ástæðan var sú, að hálfgerð
örvænting ríkti í Piazza Bologna-
hverf inu því að undanfariö hafði morð-
ingi gengið laus í hverfinu. Hafði hann
ráðist á konur sem vom einar heima
og allar höfðu þær verið rændar.
Ástæðan fyrir því að morðið á Mariu
Fenaroli var ekki sett undir sama hatt
var sú aö litlu sem engu haföi verið
stolið. Það var skoðun Guarini.
Guarini áleit sem svo aö hér hefði
ekki verið á ferðinni ránmorö, þótt
reynt hafi verið að láta líta svo út.
Maria Fenaroli haföi verið hrædd
um líf sitt eins og aðrar konur í hverf-
inu og hafði hún pantað sérstakan lás
á útidyrnar. Þegar lásasmiöurinn boð-
aöi forföll og sagðist ekki koma fyrr en
næsta dag ákvað Maria að vera hjá
bróður sínum. Daginn eftir setti lása-
smiðurinn lásinn í og Maria var róleg
heima við.
Guarini var viss um að þetta væri
ástæðan f yrir því að morðinu hafði ver-
ið frestað og þess vegna hafi Rossi ann-
ar afpantað f armiðann.
Enn eitt ýtti undir grun Guarini:
Sachhi, bókhaldarinn hjá Fenaroli í
Mílanó, hafði heyrt að Fenaroli hafði
hringt til konu sinnar og sagt að hún
myndi fá gest sem ætlaði að fá að gista
hjá þeim. Það væri frændi sinn.Þegar
hringt yrði á bjöllunni skyldi hún fara
út í glugga og spyrja hver þetta væri. Ef
hann svaraði: Eg er frændi hans
Giovanni, væri henni óhætt að henda
. húslyklinum út um gluggann.
Þannig kæmist „frændi hans
Giovanni” sjálfur óhindrað inn í hús-
ið. Með öðmm orðum: hafði Maria
sjálf hleypt morðingja sínum inn í
húsiö?
Guarini þótti þetta liggja ljóst fyrir.
Giovanni Fenaroli var handtekinn.
Skiptar skoðanir um
sekt Fenaroli og
Ghiani
Saga Sacchi var mikilvægt sönnun-
argagn í Fenarolimálinu aö áliti
margra. Sumir létu þó ekki sannfær-
ast. Þaö spurðist út að mjög hart hefði
verið gengið á Sacchi í yfirheyrslum.
Tímunum saman hafði lögreglan setið
yfir honum og spurt hann í þaula. Að
lokum varð hann svo aðframkominn
að hann vissi ekki lengur hvað hann
sagði.
Rossi er mjög algengt nafn á Italíu
og í hverri viku er einhver herra Rossi
sem pantar flugmiða eða afpantar.
Það er næsta algengur atburður. Það
að sá Rossi, sem Guarini leitaði að,
fannst ekki, gat átt sér ýmsar skýr-
ingar. Jafnvel þá að einhver pantaöi
sér farmiða undir fölsku nafni en þó á
engan hátt viðriðinn Fenaroli-málið.
En sem sagt, Raoul Ghiani var hand-
tekinn. Stimpilkortið þótti vitna um
sekt hans, þótt hann þvemeitaði að
hafa átt nokkurn hlut að máli. Grun-
semdir Guarini varðandi sekt Raoul
Ghiani styrktust enn er myndir af hon-
um birtust í blööum og þó nokkrir far-
þegar gáfu sig fram, sem þóttust hafa
verið með honum í lestinni. Sumir
sögðust meira að segja hafa talað við
hann. Þá voru liðnir allmargir mán-
uðir frá því að atburöimir höfðu átt sér
stað og því fannst sumum sem frá-
sagnir þessa fólks væm lítils virði.
Akæmvaldið var þó á öðru máli.
Sá háttur sem hafður var á að sanna
sekt Ghiani og Fenaroli þótti mörgum
vægast sagt vaf asamur, enda var hann
gagnrýndur mjög. Reyndar efuöust
margir og efast enn að Ghiani og
Fenaroli væm þeir seku.
Gagnrýnendumir bentu á að þegar
lík Mariu Fenaroli fannst var haft eftir
lögreglunni í blöðum: Piazza Bologne-
morðinginn lætur enn til skarar skríða.
Það var hægt að draga hring um
athafnasvæði þessa morðingja í Piazza
Bologne-hverfinu í Róm þar sem svo
margar konur höfðu orðið fyrir barð-
inu á honum. Enda voru þær konur,
sem þarna bjuggu viti sínu fjær af
hræðslu. Eiginkonur skipuöu eigin-
mönnum sínum að koma heim áöur en
myrkva tæki og bönnuðu þeim að fara
út á kvöldin. Engri konu fannst hún
óhult svo lengi sem morðinginn væri
laus.
Svona haföi þetta gengið um
nokkurt skeiö. Rómar-lögreglan varð
fyrir talsverðu ámæli fyrir að komast
ekki til botns í málinu. Almenningur
heimtaði að eitthvað yrði aö gert.
Dæmdir á líkum
Ef lögreglan vildi halda áliti sínu og
andliti yrði að upplýsa þessi mál. Það
fékk Guarini líka að vita frá yfirmönn-
um sínum þegar hann var settur í
Fenaroli-málið.
Á það var litið sem kaldhæðni ör-
laganna að tveir menn, Fenaroli og
Ghiani, skyldu teknir og dæmdir fyrir
morðið á Mariu Fenaroli — menn sem
gætu á engan hátt hafa átt þátt í hinum
morðunum. Almenningurvarvissum
að sami maður hefði komið Mariu Fen-
aroli fyrir kattarnef og rænt aðrar.
Ghiani og Fenaroli játuðu ekkert þrátt
fyrir langar og strangar yfirheyrslur.
Þeir voru því dæmdir á líkum í lifs-
tíðarfangelsi.
Fenaroli var settur í fangelsi á
Elbu. Þar kynntist hann konu sem oft
heimsótti fangelsið. Hún var viss um
að Fenaroli væri saklaus. Hún reyndi
ásamt lögfræðingi hans aö fá málið
tekið upp að nýju, en án árangurs.
Til að leggja áherslu á hversu viss
hún væri um sakleysi hans giftist hún
honum. Það var haldin brúðkaups-
veisla í fangelsinu með kampavíni og
tilheyrandi. Fjölskylda Fenaroli tók
þátt í veislunni, líka bömin hans. Nýja
konan heimsótti hann oft þar til hann
lést í fangelsinu árið 1975.
Raoul Ghiani var í fyrstu fluttur í
fangelsi í Pianosa, en samkvæmt eigin
ósk var hann fluttur nokkru síðar í
fangelsi í Flórens, þar sem auðveldara
væri fyrir fjölskyldu hans og vini að
heimsækja hann þar. Þaðaðhannneit-
ar að vera náöaður líta margir á sem
sönnun þess að hann sé saklaus. Það
þykir áhrifamikil mótmælaaðferð.
Þegar morðið á Mariu Fenaroli
varð uppvíst og Guarini og hans menn
mættu á staðinn sagði einn sérfræðing-
anna augljóst að morðinginn hlyti að
hafa haft sígarettu í munninum við
verknaðinn. Um það vitnuðu aðstæður.
Raoul Ghiani reykir ekki í dag — og
hann reykti ekki heldur þá. ..
HÚSBYGGJENDUR
Að halda að ykkur hita
er sérgrein okkar:
Afgreiðum einangrunarplast á Stór-Reykjavíkursvæðið
frá mánudegi til föstudags. Afhendum vöruna á bygging-
arstað viðskiptamönnum að kostnaðarlausu.
Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar við flestra hæfi.
I
Aðrar söluvörur:
Glerull — Steinull — Múrhúðunarnet — Útloftunar-
pappi — Þakpappi — Plastfolía — Álpappír — Spóna-
plötur: venjulegar/rakaþolnar — _ Pjpueinangrun: frauð-
plast/glerull.
Borgamesi simi93-73röll
Kvöjdsími og helgarslmi 93—7355
HVAÐ GETUR
KVÚLDVORRÓSAROLÍAN
GERT FYRIR ÞIG?
Reynið sjálf og dæmið.
Fæst í öllum helstu matvöruverslunum og
sérverslunum með ho/lustumat.
Heildsölubirgðir.
ELMARO HF. s#m/ 21260.
STAÐGREIÐSLU-
AFSLÁTTUR
AF SMÁAUGLÝSINGUM
FRÁ OG MEÐ 1. APRIL.
Ákveðið hefur verið að veita
10% afslátt af þeim smáauglýsingum
íDV sem eru staðgreiddar.
Það telst staðgreiðsla
ef auglýsing er greidd
daginn fyrir birtingardag.
Verð á einni smáauglýsingu
af venjulegri stærð,
sem er kr. 200,-
lækkar þannig
íkr. 180,-
efum
staðgreiðslu er að ræða.
Smáauglýsingadei/d,
Þverholti 11 - sími27022.