Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.1983, Blaðsíða 23
DV. LAUGARDAGUR23. APRIL1983.
23
Kvikmyndir
Kvikmyndir
Kvikmyndir
SOMlt IMIL4M1S
— kvlkmynd Richard Attenboroughs um Gandhi hlaut hvorki fleiri né færri en átta
<lskarsverdlaun í ár. Það segir nokkuð um hversu gífurlegt stðrvirki myndin er. l»að tðk enda
leikstjðrann tuttugu ðr að fullmðta verkið. Við greinum frá tilurð myndarinnar
á kvikmyndasíðunni í dag.
Hér sést tilræðismaður Gandhi votta honum virðingu sína nokkrum augnabiikum éður en hann dró upp
byssu og skauthann.
Gandhigekk iindverska Kongressfiokkinn i Suður-Afríku tilað geta
barist fyrir jafnrétti samlanda sinna.
Gandhi og er talið að fjórum sinnum
fleiri ævisögur hafi verið ritaðar um
líf Gandhi en sem nemur æviárum
hans. Einn þeirra sem hefur alla sína
ævi veriö einlægur aödáandi Gandhi
er breski leikstjórinn og leikarinn
Richard Attenborough. Hann gekk
einnig meö þann draum í yfir 20 ár að
gera kvikmynd um líf og störf
Gandhi en það var ekki fyrr en sl. ár
að draumur hans rættist þegar frum-
sýnd var í London rúmlega þriggja
tíma mynd undir leikstjóm hans,
sem bar einfaldlega nafnið Gandhi.
Ástæðan fyrir því hve treglega
gekk fyrir Attenborough að búa til
kvikmyndina um Gandhi var sú hve
stórtækur hann ætlaði sér að verða í
sniöum. Enginn vildi fjármagna
myndina og þótt Attenborough
reyndi ítrekað að fá indversku
stjómina í lið með sér þá var hún
treg til samstarfs enda erfitt fyrir
hana að fjármagna stórmynd um lif
og starf helsta andlega leiðtoga þjóð-
arinnar á sínum tíma þar sem leik-
stjórinn og flest allt tækniliðið væri
breskt. Attenborough tókst þetta þó
að lokum og kvikmyndaði stærstan
hluta myndarinnar í Indlandi í góðri
samvinnu viö indversk yfirvöld sem
lögðu fram stóran hluta fjármagns-
ins ásamt margvíslegri annarri
aöstoð.
Úr vörn í sókn
Myndin hefst í Nýju-Delhí í
janúarmánuði 1948 þegar Gandhi
var myrtur af hindúa, trúarofstækis
manni, sem fannst hann of linur og
umburðarlyndur gagnvart þeim sem
voru múhameðstrúar. Áhorfendurfá
aö fylgjast meö útförinni og þegar
Gandhi er borinn á líkbörum í viður-
vist fjölmennis eftir aðalbreiðgöt-
unni í Nýji'-Delhí sem liggur frá
þinghúsi þeirra.
Því næst skiptir myndin yfir til
Gandhi, þegar honum ungum að
árum, nánar tiltekið 1893, var hent út
úr lest í Suður-Afríku vegna þess að
hann neitaði að ferðast á öðru
farrými, eins og lituöum innflytj-
endum var skylt að gera samkvæmt
þarlendum lögum. Gandhi, sem var
að koma frá London nýútskrifaöur
sem lögfræðingur, sneri vöm í sókn
og gekk í indverska Kongressflokk-
inn þar í landi. Þar lenti hann brátt í
ýmsum útistöðum við yfirvöldin
vegna þess aö hann stóð fyrir ýmsum
aðgerðum til baráttu jafnréttis og
gekkst fyrir því m.a. að indverskir
innflytjendur brenndu opinberlega
sérstök nafnskírteini sem þeim var
skylt að bera. Meðan Gandhi
dvaldist í Suöur-Afríku kynntist
hann bandarískum blaðamanni að
nafni Walker (Martin Sheen) sem
hreifst mjög af jafnréttisbaráttu
hans og átti eftir að veita honum
mikinn stuðning síðar meir í lífinu.
Þolinmæðina þraut
Baráttu Gandhi í Suður-Afríku
lauk með sigri Indverja sem náðu
sínum jafnréttismálum fram.
Gandhi sneri síðan aftur til heima-
lands síns sem hetja árið 1915, ásamt
eiginkonu sinni, Kasturba. I fyrstu
lét Gandhi lítið að sér kveða en lýsti
þó yfir vanþóknun sinni á evrópskum
lífsmáta og klæðaburði margra
félaga sinna í Kongressflokknum. I
stað þess að dvelja í góðu yfirlæti hjá
vinum og stuðningsmönnum sínum í
Bombay, ákvaö Gandhi að ferðast
um Indland til að sjá með eigin
augum hvemig indverska þjóðin lifði
og viö hvaða lífskjör hún bjó. Haföi
þessi ferð mikil áhrif á Gandhi og að
lokum stóöst hann ekki mátið eftir að
hafa kynnst af eigin raun hvernig
Bretar högnuðust á löndum hans og
eftir að breski landstjórinn hafði
slökkt allar vonir um að Indland
fengi sjálfstæöi. Hann skipulagði
verkfall meðal iðnaðarmanna í
spunaverksmiðjum sem leystist upp
í óeirðir sem kostuðu breska
hermenn lifið. Bretar komu síöan
hefndum fram með f jöldamorðunum
í Amritsa 1919.
Saltvinnslan
Gandhi hélt ótrauður áfram sjálf-
stæöisbaráttu sinni en gerði jafn-
framt sitt besta til að forðast allt
ofbeldi í andófi sínu gegn Bretum.
Hann stjómaði t.d. herferð gegn inn-
fluttum klæðum sem hann lét brenna
á torgum úti og hvatti samlanda sína
til að gera sín eigin klæði. Bæði
fannst honum ófært að Indverjar
klæddu sig að sið Breta svo og að
breskir kaupmenn skyldu fá aö mata
krókinn á kostnað landa sinna sem
fengu skammarlega lágt verð fyrir
að rækta bómullina sem notuð var til
klæðagerðarinnar.
mönnum, sem voru á leið yfir hin
nýju landamæri Indlands og Paki-
stan, lenti saman, logaði Indland í
trúarbragðadeilum þar sem fjöldi
manns var drepinn. Hryggur í bragöi
ákvað Gandhi aö fasta í Kalkútta,
þar sem bardagamir höfðu verið
einna harðastir, þangað til friður
kæmist á. Enn einu sinni kom í ljós
trú og traust indversku þjóðarinnar,
án tillits til trúarbragða, á Gandhi,
því fljótlega komst kyrrð á í landinu.
Það var svo nokkmm mánuðum
síðar, þegar Gandhi var að verða
heill heilsu eftir föstuna, að hann var
myrtur af einum fylgismanni sínum.
Sonur Indlands var fallinn.
Eins og sjá má af framangreindu
er hér um geysimikinn efnivið að
ræða enda er sannkallaður stór-
myndarbragur á kvikmyndaútgáfu
Attenborough á æviGandhi. Er álíka
lagt til myndarinnar og Lawrence of
Arabia (1962 og E1 Cid 1961) á sínum
tíma.
Frábær leikur
Attenborough leggur mikið upp úr
myndrænni túlkun á efni sínu og eru
því mörg atriðin sem kvikmynduð
voru á Indlandi mjög falleg. Atten-
borough byggir mynd sína upp sem
heimildarmynd og fylgir mjög vel
raunverulegum atburöum í lífi
Gandhi. Aftur á móti virðist hann
ekki reyna alvarlega að koma heim-
speki Gandhi á framfæri við áhorf-
endur, a.m.k. í vestræna eintaki
myndarinnar. Utgáfan sem sýnd er í
Indlandi hefur aukalega atriði sem
sýnir þegar Gandhi fór upp á fjall
nokkurt til að stunda innhverfa
íhugun, og virðist sem Attenborough
hafi ekki treyst vestrænum áhorf-
endum til að kunna að meta það
atriöi. .
Að öðrum ólöstuðum er ekki hægt
annaö en að dást að túlkun leikarans
Ben Kingsley á Mahatma. Fyrir utan
það að vera ótrúlega líkur Gandhi þá
tekst honum á sannfærandi máta að
leika Gandhi yfir fimmtíu ára tíma-
bil enda hlaut Kingsley óskars-
verðlaunin fyrir þessa túlkun sína.
Segja má að flestir geti vel við
unað hvemig til tókst við gerð mynd-
arinnar, og þá síðast en ekki síst leik-
stjórinn Richard Attenborough, sem
vann það þrekvirki að stjórna
upptöku myndarinnar m.a. í Ind-
landi. Þetta er mynd sem svo
sannarlega má mæla með þegar hún
kemur til landsins.
Baldur Hjaltason.
Sterkasti leikur Gandhi var án efa
gangan mikla, þegar hann fór frá
heimili sínu niöur að sjó til aö vinna
salt. A þessum tíma höfðu Bretar
einkaleyfi á að vinna salt og var þessi
aðgerð Gandhi mjög táknræn því salt
var undirstaða lífs á Indlandi líkt og
vatnið. Gangan endaði meö því að
Bretar handtóku um hundrað þúsund
manns. Var þetta atriði mjög áhrifa-
ríktímyndinni.
Arið 1942 hvatti Gandhi til almenns
verkfalls til að knýja á um sjálf-
stæöiskröfur sínar eftir að fundur um
málefni Indlands í London, sem
honum hafði veriö boðið að sitja,
endaði án nokkurra ívilnana. Gandhi
og kona hans voru skömmu síðar
handtekin og sett í fangelsi þar sem
eiginkonan andaðist, en Gandhi var
sleppt árið 1944, sem var sama ár og
George IV. bauð Indlandi sjálfstæði.
Gandhi til mikilla vonbrigða, skiptist
Indland vegna trúarbragðadeilna í
múhameðstrúarríkiö Pakistan og
Indland, sem hlaut formlegt sjálf-
stæði árið 1947.
Draumur rætíst
Eins og gefur að skilja hefur mikið
verið rætt og skrifað um líf og starf
Gandhi hvatti indversku þjóðina til þess að gera sin eigin klæði og sést hér á myndinni spinna bómullarþráð.
Stórmyndarbragur
En Gandhi hafði enn við fjölmörg
vandamál að glíma. Eftir að flótta-
Mahatma var hann kallaður af
löndum sínum þótt hann héti fullu
nafni Mohandas Karamchand
Gandhi. Þessi grannvaxni, látlausi
Indverji vann hug og hjörtu sam-
landa sinna og varð andlegur leiötogi
indversku þjóðarinnar þótt hann
hefði aldrei gegnt neinum háum
embættum né hlotið póli-
tískan frama. Gandhi barðist fyrir
rétti hinna minnimáttar í Þjóðfé-
laginu alla sína ævi og var í fárar-
broddi þeirrar hreyfingar er barðist
fyrir sjálfstæöi Indverja eftir síðari
heimsstyrjöldina.
Það sem gerði Gandhi frábrugðinn
flestum þeim sem börðust fyrir
bættum heimi var aðferðin sem hann
beitti til að fá málefnum sínum
framgengt. Hann hafði sem megin-
reglu aö bjóða fram vinstri vangann
ef sá hægri var sleginn, þ.e. baráttu
og andóf án ofbeldis, sem hann fyrir-
leit. En þótt Gándhi berðist alla sína
ævi fyrir sínum bætta og betri heimi
þá varhannmyrturaf trúarofstækis-
manni þegar hann var 79 ára að
aldri.