Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Page 2
2 ...með öngulimi í rassinum Hvarvetna um herbergiö getur aö líta flugur. Þaö eru stórar flugur og litlar. Flugur í öllum regnbogans litum, litadýröin er ótrúleg, rauðar, gular, bláar, grænar, brúnar, svart- ar.... Þetta eru samt engar venjulegar flugur, þær suöa ekki eöa flögra um endaekkivon; þetta eru veiöiflugur! Viö erum í heimsókn hjá Kristjáni Gíslasyni, fyrrverandi verölagsstjóra, áhugasömum laxveiðimanni. Fyrir um tuttugu árum fór hann sjálfur aö fikta við aö búa til sínar veiöiflugur. Smám saman vatt þetta upp á sig. Kunningjarnir fóru aö fá eina og eina flugu og svo koll af kolli. Þegar hann lét af störfum verðlagsstjóra af heilsu- farsástæöum um áramótin '74—75 var svo komiö að eftirspumin eftir flugum Kristjáns var orðin þaö mikil aö hann hóf fyrir alvöru framleiöslu á veiði- flugum. Enda segja laxveiöimenn aö enginn veiöi meira né betur en á flugur Kristjáns. Þegar ég segi þaö viö hann brosir hann góölátlega og segir: ,,Þaö er nú svo margt sagt viö blaðamenn! ” — og vill ekkert úr því gera. En ég hef þaö nú samt fy rir satt! „Stundum kem ég heim með öngulinn í rassinum!" Þegar okkur bar að garöi uppi í Breiðholti aö heimili Kristjáns, Lambastekk 7, sat listamaðurinn aö störfum. Eg segi listamaður, er þetta list? „Fyrir mér er þetta fyrst og fremst leikur. En sumir kalla fluguveiðina list eöa vísindi. Hinu er ekki aö neita aö mörgum veröur aö list sem þeir leika, ekki satt? Og vissulega eru menn misjafnlega lagnir viö þetta eins og annaö.” „Maður kynnist mörgum veiðimönnum og þeír eru margir hverjir skrýtnir, flestir þó skemmtilega skrýtn ir." Kristján Gislason. *»»*** Jf' ,srað innif 3ifm. í*7fm. 43fm. 43fm. On 49f'*»• ~ ^l^nninaar- SOLUSYNING UM HELGINA eftir hádegi iaugardag og sunnudag. Ath. aug/ýst verð gi/dirsé samið um kaup fyrir 10. maí. MARKADSWONUSTAN INGÓLFSSTRÆTI 4 . SIMI 26911 — Hvernig stóö á því, aö þú fórst aö búa til þínar flugur sjálfur? „Ég veit þaö varla en kannski var það vegna þess hvaö ég var voðalega klaufskur viö aö tína ánamaöka! ” — Hvarflaöi þaö að þér þá aö þú ætt- ir eftir aö leggja þetta fyrir þig? „Nei, biddu fyrir þér. Ég hugsaöi aldrei um þetta öðruvísi en sem fikt. ” — Hefurðu haft veiöidellu alla tíö? ,,Já, já, ég er fæddur meö þessum ósköpum! Ég er alinn upp á bryggju, í flæðarmálinu, ef svo má segja. Ég er fæddur á Tálknafirði og var þar og á Patreksfirði öll mín uppvaxtarár. Maöur sá samt ekki lax þar. Reyndar frétti maöur ekki af honum fyrr en maðurkomsuöur!” — Ertu mikill veiðimaöur? Ertu aflakló ef svo má að oröi komast í þessusambandi? „Þaö er afstætt hvaö er mikiö. Ég reyni aö fara eins oft aö veiöa og ég get, sjálfum finnst mér þaö ekki nógu oft. Þaö er svo allur gangur á því hvort maður fær eitthvaö. Stundum kem ég heim og hef veitt vel en stundum kem ég líka heim með öngulinn í rassinum eins og þar stendur! En svona á þetta aðvera!” — Hverjir eru þínir uppáhalds veiöi- staöir? „Ég hafði ósköp mikla ánægju af því aö fara í Norðurá og þangað fór ég ósjaldan. En hún var tekin af mér eins og öörum Islendingum þegar hún var leigö útlendingum. Annars hef ég einkum veriö á svokölluðu Iðusvæöi sem er vatnamót Stóru-Laxár og Hvít- ár, skammt ofan viö Iðubrú. Þar hef ég verið viöloöandi síöustu tuttugu árin eða svo. Stundum fer ég líka í Elliöa- ámar og aðrar ár ef viðráðanlegt færi gefst!” Ó/sen-Ó/sen og fleiri félagar — Hérna uppi á vegg hjá þér hanga 72 flugur, helmingurinn meö íslensk- um nöfnum og jafnmargar meö erlendum. Er þetta úrvaliö h já þér? „Nei, ég hef nú búiö til fleiri en þetta. Þessar meö erlendu nöfnunum em „alþjóðlegar” flugur, ef viö getum sagt sem svo. „Uppskriftina” af þeim hef ég fengiö í erlendum bókum og slíku. Þessar með íslensku nöfnunum eru hins vegar mínar útfærslur á flug- um.” — Égséaöþúhefurnefntþínarflug- ur ýmsum kynlegum nöfnum...? „ Já, ég veit nú eiginlega ekki hvaöan þessi nöfn eru komin og þó... Ýmis DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. þeirra eiga rætur aö rekja til bók- menntapersóna eins og Ua, Hreggviös- son og Snæfríöur. Héma séröu Kröflu, hún varö til viö Kröfluumræðurnar. Selda brúöurin varö til þegar útlendingarnir hirtu Norðurá. Þetta er Gríma, hún ber nafn af Grímhólshyl þar sem ég veiddi fyrst á hana. Hérna er Bloody Axman. Hana bjó ég til til heiðurs Guömundi Kærenested skip- stjóra. Eg settist niöur og hnýtti hana þessa sem tákn fyrir klippumar í þorskastríðinu þegar ég heyrði Guömund kallaöan þessu nafni af Bretum. Kannski þykir þér langsótt að útfæra svona hluti í flugulíki en hvað gerirmaöurekki?” — Þarna hangir Olsen-Olsen. Á flugan sú eitthvaö skylt viö spilið? „O nei, ekki er þaö nú. Ég keyrði ein- hverju sinni fram á veiðimenn við ölfusá. Þar var þá einn kunningi minn sem sýndi mér nýja flugu sem hann átti og hún hét Olsen eftir veiöimanni miklum á Selfossi. Ég hugsaði meö mér aö ég væri óttalegur asni aö vera ekki löngu búinn aö gera flugu meö þessu nafni. Svo ég ákvaö bara aö gera betur og sagði: Ég bý bara til Olsen- Ölsen! Hérna séröu svo aöra sem heitir Græna byltingin. Þar er ég aö vísa í grænu byltinguna hans Birgis Isleifs....” „Ekki nema sérvitringar í þessu lengur!" — Nú ertu meö 72 flugutegundir hangandi hér uppi á vegg og segist hafa búiö til enn fleiri. Samt em þetta aðeins laxaflugur, hvers vegna ertu meö svona margar tegundir í takinu? „Einfaldlega vegna þess aö þaö er svo leiðinlegt aö hnýta alltaf sömu fluguna! Svo er tíska í þessu eins og öðm. Markaðurinn heimtar alltaf eitt- livað nýtt og menn em alltaf aö leita aö hinni einu sönnuflugu.” — Hvaöan hefur þú þína þekkingu í flugugerö? Ég var í nokkmm tímum hjá Analius Hagwaag. Svo hef ég lært af bókum og reynslunni Þaö er búiö aö skrifa reiöinnar býsn um allt sem þessu viðkemur.” — Ertulengiaöbúatilhverjaflugu? „Þaö er erfitt að segja. Það fer allt eftir því hver flugan er og hvernig maöur sjálfur er upplagöur. Annars eru flugur orönar svo miklu einfaldari en þær vora í allri gerö.” Kristján er aö hnýta flugu meöan viö stöldrum viö. Þaö er Bloody Axman sem hann er aö fást viö. Handtökin eru hröö og ömgg, greinilega nákvæmnis- verkeöa hvað? „Jú, ég held þaö veröi aö teljast þaö, aö minnsta kosti viö þær smæstu, enda nennir enginn aö fást við þetta lengur sem framleiösluvöru nema sérvitring- ar. Þessi vinna hefur æ meira færst til landa þar sem vinnuafliö kostar sama ogekkert.” — En einhverjir ljósir punktar eru þóviö verkiö? „Já, vissulega, og miklu fieiri en hinir. Maður heyrir í svo mörgum veiðimönnum. Og þeir em skrýtnir eins og við vitum, flestir, þó skemmti- lega skrýtnir. Sérviskan er þeirra aöaleinkenni. Auk þess kunna þessir veiöimenn óhemju af veiðisögum og flestum þeirra þykir gaman aö segja frá.” — Ert þú þá síöasti móhíkaninn í þessum „bransa”? „Ekki alveg, enn eru nokkrir sem fást við þetta sem verslunarvöru og fjölmargir em þeir sem fást viö að hnýta flugur fyrir sjálfa sig. Reyndar hefur það mjög færst í vöxt nú í seinni tíö samfara aukinni fluguveiöi. ” — Þú fæst eingöngu viö gerð laxa- flugna? „Já, nema ég hnýti fyrir sjálfan mig öðruvísi flugur. Laxaflugur eru í mörgum stærðum en yfirleitt ekk; hnýttar mjög litlar. Hins vegar em lítú takmörk fyrir því hvaö maður getur búiðtillitla flugu.” Einfö/d tæki Nú er Kristján búinn að hnýta Bloody Axman og tekur til viö Grænu byltinguna. „Þaö er ekki praktískt aö vinna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.