Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 7
DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. „Útbreiddur misskilningur að þessi skóli sé aðeins fyrir kaþólsk börn." George, skólastjóri Landakots- skóla. Á skemmtunum skólans er margt sér til gamans gert. Á myndinni er handavinnukennari skólans með nemendunum. átti aö senda út í heim og mig langaöi aö fara suður á bóginn en hinn langaði noröur. Hann fór til Portúgal en ég hingaötillslands.. .” Þaö er hlegiö dátt þegar séra George segir okkur frá ferðalaginu hingað og viö látum þá sögu f ylgja hér meö: „Kvöldið áður en ég átti aö fara kom vinur minn til mín, en bróðir hans, séra Hacking, var búsettur hér á Is- landi. Þessi vinur minn spyr mig hvort ég ætli ekki aö taka meö mér epli til Is- lands, því þar væri ekki hægt aö fá epli og fólki þætti eflaust vænt um aö fá eplasendingu meö mér. Ég brá skjótt viö, skildi dótiö mitt eftir heima og iagöi af stað til Islands daginn eftir meö 20 kíló ef eplum í poka. Þetta var fyrsta langferðin mín og í Kaupmanna- höfn átti prestur aö taka á móti mér á brautarstööinni. En þegar ég kem út úr lestinni þar sá ég engan prest sem gat verið að taka á móti mér, svo ég ákvaö aö bíöa bara rólegur. Eftir nokkurn tíma gengur aö mér ungur maöur og spyr. ,,Are you father George?” Eg svara játandi. „Follow me,” segir hann þá og meö eplapokann gekk ég á eftir honum um Kaupmanna- höfn og viö ræddum ekkert saman. Þaö kom til af því aö þá voru þetta einu orðin sem hann kunni í ensku og ég> kunni ekkert í dönsku. Á móti mér á flugvellinum hér tóku séra Hacking og séra Habets og voru þeir á einkabíl. Þegar viö settumst upp í bílinn og ætluöum af stað kom aðeins hvellur, og bíllinn ekki ökufær. Urðum viö aö skilja hann eftir og taka leigubíl í Landakot. Ég tók eftir því að séra Hacking læsti ekki bílnum og þegar ég spuröi hann hvort hann ætlaöi ekki að læsa honum svaraði hanri: „Nei, hérá Islandi þarf ekki aö læsa bílum. Þaö færi enginn aö brjótast inn í bíla hér.” Þannig voru því f yrstu kynni mín af Is- landi og til lengri tíma var skólanum hér aldrei læst og aldrei kom neitt fyrir.” — Nú er ég Qrðin forvitin um afdrif eplanna! ,,Já, eplin voru sett upp á háaloft þar sem þau gleymdust cg urðu því engum tilgagns!” Lærðiúr Gagnoggaman — Þú hefur þá ekkert kunnað í ís- lensku þegar þú komst hingaö? „Nei, og fyrstu sex mánuöina skildi ég ekki eitt einasta orö. Þaö má segja að ég hafi lært mjög mikið af börnum, því ég fékk nokkra nemendur til að lesa fyrir mig upp úr „Gagn og gam- an” inn á segulband, — og svo þegar enginn sá til sat ég einn í stofunni minni, hlustaði á og lærði. .. Síöar fór ég í Háskólann til að læra íslensku þannig aö málið var ég farinn aö tala þegar éghóf kennslu viö skólann 1958.” — Fékkstu aldrei heimþrá? „ Jú, þaö verö ég aö viðurkenna enda mátti ég ekki fara í frí til Hollands fyrr en ég heföi verið hér í f jögur ár og sá því ekki landiö mitt aftur fyrr en 1960.” — En hvers vegna settistu svo aö hér? „Mér fór aö þykja vænt um Islend- ingana og landið og ég mundi telja það mikla fóm ef ég þyrfti aö fara héöan nú.” Frá þessari sögu, sem raunar var aðeins sögö sem aukasaga í spjalli okk- ar, hverfum við aftur tU skólans, og séra George er spurður um f élagslífið í skólanum. Félagslrf í bióma „Hér er mikið félagslíf og á vetuma fá börnin bekkjarskemmtanir og diskótek á a.m.k. tveggja vikna fresti. Þaö er handavinnukennarinn, sem er hvað duglegastur að sjá um þessar skemmtanir, því bæði hún og börnin hafa áhuga á aö hittast utan skóla- tíma, enda hefur þetta orðiö tU þess að börnin leita frekar til hennar en út á viö. Á þessum bekkjarskemmtunum leUta börnin sér, syngja og föndra. Þau koma með nesti með sér og foreldrar hjálpa oft á tíðum til við skemmtanirn- ar. Þá halda þau grímubaU og íþrótta- dagur var haldinn í fyrsta skipti nú í mars. Sá dagur tókst sérstaklega vel og verður því endurtekinn í framtíð- inni og sjálfur varð ég barn aö nýju í leikjum með nemendunum. Skólinn fer einnig í sín skólaferöalög, bæöi á vorin og haustin, og eftir hálfan mánuö för- um við í vorferöalagiö okkar að Reykholti í Borgarfirði. 1 þessi ferðalög koma ekki bara nemendurnir heldur einnig foreldrar þeirra, syst- kini, jafnvel amma og afi, svo þetta er sannkallaöur f jölskyldudagur. Á sumrin er rekiö sumardvalar- heimiU í tengslum viö skólann aö Rif- túni í ölfusi, þar sem nemendum skól- ans gefst tækifæri til að kynnast lífinu utan höfuðborgarinnar, og hefur þessi sumarstarfsemi okkar ævinlega verið velsótt.” Það birtír alltaftíl — Hvernig er samband miUi einka- skóla viö menntamálaráöuneytiö og Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur? „Eg vona aö þessar stofnanir séu jafnánægöar með okkur eins og við er- um meö þær. Fyrirgreiðsla þeirra til skólans er á öUum sviöum tU fyrir- myndar.” — Hefurðu aldrei fyUst vonleysi um aö skólinn geti ekki gengiö svona einkarekinn? „Nei, maöur má aldrei fyUast von- leysi. I svona starfi er ekki rétt að vera vonlaus. Maöur, sem á aö gefa frá sér, verður að vera sannfæröur um aö hann geti það. Stundum hef ég aö vísu haft áhyggjur af aö reksturinn gangi ekki, en þaö hefur alltaf ræst úr öllum erfiö- leikum sem viö höfum mætt, og stundum á alveg ótrúlegan hátt. Ég get nefnt sem dæmi hér eina sögu sem gerðist í fyrrahaust. Þaö var búiö aö ráöa kennara til skólans en í ágúst hringir einn kennarinn og segist ekki geta tekið aö sér kennsluna í vetur. Nú var útlitið svart, skólinn átti aö hefjast í byrjun september og aUir kennarar aö sjálfsögðu búnir aö ráða sig tU starfa. Sem ég sit hér með áhyggjur af þessu kemur inn móöir til aö láta inn- rita bam sitt í skólann. Hún reynist vera kennari aö mennt, samþykkti strax aö taka aö sér kennsluna og hefur verið hér hjá okkur í vetur. Eg segi aUtaf aö hún hafi verið sannköUuð sending af himni ofan! ” — Ertu bjartsýnn á framtíð skólans? „Já, maður á alltaf aö vera bjart- sýnn. I þessum skóla hafa numið margir af þeim sem vel hefur oröiö ágengt í lífinu. Þar er skemmst aö minnast forseta Islands, Vigdísar Finnbogadóttur, og einnig hlýnaði mér þegar ég las í blaði nýlega aö einn hinna nýju þingmanna, Sigríöur Dúna Kristmundsdóttir, muni enn eftir þeim vetri er hún var í Landakoti og læröi aö lesa hér. Eg hef trú á aö skóUnn geti þjónað tUgangi sínum, og það er von mín aö það góöa samstarf sem hefur ríkt og ríkir miUi foreldra og skólans haldi áfram um ókomin ár og að við munum aUtaf hafa tíma tU að ræða viö foreldrana þegar þeir leita tU okkar.” Meö þessum oröum lýkur séra Ge- orge viðtalinu af sinni hálfu. — Viö kveðjum þennan hlýja mann, prestinn, sem sendur var norður yfir haf í stað suðurs, sem hann sjálfur óskaði eftir, — og sem teldi þaö fóm fyrir sig aö fara frá íslandi núna. Með þaö í huga að nokkrir frammámenn þjóöarinnar námu sem börn í Landakoti og meö því aö hlusta á frásagnir gamaUa nem- enda skólans, þegar þeir minnast tím- ans þar meö hlýjum huga, erum við þess fullviss að skólinn litlí viö Túngöt- una, sem er rekinn af kaþólsku kirkj- unni meö hjálp foreldra og velunnara skólans, muni standa meö sóma á sín- um stað ár eftir ár og halda áfram að þjóna tUgangi sínum. Við erum þess fullviss aö þangaö munu áfram trítla Utlar stúUcur og litlir drengir tU aö afla sér þeirrar menntunar, sem hverjum manni er þörf á, því lengi býr aö fyrstu gerö. Og hver veit nema eitthvert bam sem hefur skólagöngu sína í Landa- kotsskóla eigi síöar eftir að veröa kjör- ið forseti hins íslenska lýðveldis? Þaö hefurþegargerst.. . -akm. 7 7 ára bekkur Landakotsskóla nú. Bygging skólans er viða skemmtileg að innan. Í bakgrunni má sjá nokkra uppstoppaða fugla, skólinn á i veglegt náttúrugripasafn. Fyrstu fimm nemendur Landakotsskóla árið 1897 ásamt nokkrum systranna sem þar kenndu. s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.