Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 16
36 DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál Sérstæð sakamál BOÐLAR Menmrmr sem þekkfia dauðann hvað hest Böðlar hafa margir hverjir skrifað æviminningar sínar að lokinni starfsævi með ítarlegum lýsingum á eftirminnilegum af- rekum í starfi. Þeir hafa ótvi- rætt komist í mikla nálægð við dauðann í gálganum og geta þess vegna manna best sagt fra tilfinningum hinna dauðadæmdu síðustu mínúturnar í lífi þeirra. Enda þykjast böölar hafa meira til málanna aö leggja í umræðu um dauðarefsingu en aðrir. Böðlar á eftirlaunaaldri hafa ætíö verið fúsir til frásagna. Flestir þessara dularfullu manna hafa gefiö út æviminn- ingar sínar í einhverju formi, að minnsta kosti hluta af þeim. Sennilega eiga fáar bókmenntir sér tryggari lesendur en einmitt þær, sem fjalla um dauðann og það hefur komið á daginn að frá- sagnir af höggstokknum eða gálganum seljast eins og heitar lummur. Enskur böðull, sem hóf störf á síöari hluta 19. aldar, og annar, sem enn er á lífi, segja hér frá sínum fyrstu embættisverkum. HAMBABGIJÐ UM STYRK Jamer Berry, enskum böðli á síðari hluta 19. aldar, segistsvo frá: Þriðjudaginn 27. mars 1884 klukkan 16.20 fór ég úr Iestinni á Waverly- brautarstöðinni. Ég tók leiguvagn að fangelsinu þar sem ég fékk höfðing- legar móttökur. Vaktin fylgdi mér í gegnum hin stóru og viröulegu hliö, inn í fangelsið. Nafn mitt og komutími var fært inn í dagbók fangelsisins og síðan var náð í fangelsisstjórann. Viö stóðum augliti til auglitis, ég og þessi virðulegi maöur. Eftir að viö höfðum átt saman kurteislegar sam- ræður um veðrið og ferð mína að heiman, sagði fangelsisstjórinn, að ég hlyti að vera svangur eftir erfiöi dagsins. Hann bauð mér inn í böðuis- herbergið, þar sem hann bað mig að bíða. Eg notaöi tímann til að þvo mér og raka. Fljótlega kom þjónn með dýrindis mat og drykk — miklu fínni en ég átti aö venjast. Um kvöldið lét ég fara vel um mig, fékk mér góða bók til lestrar og tottaði pípuna mína. Ég fékk þó einn fanga- vörð í heimsókn og það fékk greinilega á hann þegar hann komst að því að ég átti að taka þessa tvo fanga af lífi. Hann hafði kynnst þeim þó nokkuð og fór aö tala um náöun sem hann taldi ekki útilokaða. Aftakan átti ekki að faraframfyrr enámánudag. Ég óskaði þess að ég hefði a/drei tekið þetta að mér Klukkan 8 að morgni föstudags var mér færður vel úti látinn morgun- verður — ristað brauð, egg og skinka, kaffi og ýmislegt fleira. Klukkan 10 var ég kallaður fyrir fangelsisstjórann og embættismennina, sem sáu um af- tökumar. Ég sýndi þeim ólar minar og bönd til að þeir gætu gengið úr skugga um að allt væri í lagi. Þeir skoðuðu tólin mjög gaumgæfilega og lýstu yfir ánægju sinni með þau. Ég fór síöan út og skoðaði af- tökupaUinn. Smiðirnir höfðu ekki lokið við verk sitt — enn átti eftir að byrgja gálgann svo að ekki væri hægt að fylgjast með aftökunni utan frá. Við reyndum fallhlerann með því að kasta á hann sementspoka á þyngd við þá dauðadæmdu. Hann uppfyllti allar kröfur. Ég gekk úr skugga um, aðallt væri eins og það átti að vera. Aö því loknu eyddi ég deginum við aö skoöa mig um á yfirráðasvæði fangelsisins. Hugur minn hvarflaði til þeirra tveggja sem nú biðu aftökunnar. Ég gat ekki hætt að hugsa um þá. Ég lagðist á hnén og bað fyrir þeim.. . Þennan dag hafði ég enga matar- lyst. Ég óskaði þess að ég hefði aldrei tekið þetta að mér. En þá fór ég aö hugsa um þá ábyrgð sem ég bar í garð hins opinbera. Og ég lofaöi sjálfum mér því að sýna aldrei aftur annað eins veiklyndi. Mér varð Httsvefnsamt Laugardagur 29. janúar. Eftir morgunverðinn hitti ég enn fangelsisstjórann aö máli og lagöi síðustu hönd á undirbúninginn. Ég reyndi enn höggstokkinn og reipin sem nota átti. Allt virtist í góðu lagi. Eftir hádegisverðinn útvegaöi fang- eisisstjórinn mér vagn tii eigin afnota. 'O V % 3V James Berry þótti hranalegur í vifl- móti. í æviminningum hans kemur þó í Ijós að mannlegar tilfinningar hafa líka bærst mefl honum. . . I vinstra horni myndarinnar að ofan sést nafnspjald hans sem hann hafði blómum skreytt. Ég var honum þakklátur og allan þann dag ók ég stefnulaust um nágrennið. Um klukkan 22 gekk ég til náða eins og ég var vanur. Ég bað bænirnar mínar og hugsaði um konuna og börnin: aðeins ein nótt í viðbót og svo væri ég kominnheimtilþeirra aftur. Ég svaf lítið þessa nótt og um morg- uninn var ég þreyttari en þegar ég lagðist til hvílu kvöldið áður. Ég gat ekki hætt að hugsa um þessa vesa- lings menn sem efiaust ættu svefnlausa nótt í klefum sínum örskammt frá mér og biðu dauöa síns. Tveir menn í blóma lífsins, sem svo skyndilega yrðu hrifnir brott frá eigin- konum og bömum. Einhver sagði mér að önnur eiginkonan hefði ekki þolað álagið og verið sett á hæli fyrir geðsjúka. ... og þeir féllust / faðma Sunnudeginum eyddi ég aö mestu i herberginu mínu, nema hvað ég reikaöi út annað slagið. Ég kom litlu niður við morgunverðinn og enn minna við hádegisverðinn eða kvöldmatinn. Sem fyrr fór ég í rúmiö klukkan 22. Enn átti ég svefnlausa nótt og enn reikaði hugur minn til mannanna tveggja. .. Ég var kcminn á fætur klukkan fimm næsta morgun. Mér fannst ég vera nær dauöa en lífi, ég kveiö hlut- verkinu sem beið mín. Ég ímyndaði mér að allt gengi á afturfótunum, reipin myndu láta undan eða ég yrði svo skjálfhentur aö ég kæmi ekki reipunum á sinn stað. Ég var að ganga afvitinu. Klukkan varð sex. Ég heyrði umgang. Fólk var greinilega komið á stjá. Morgunverðurinn var borinn fram fyrr en venjulega. Fangarnir máttu ekki fara út úr klefum sínum fyrr en þeir höfðu fengið eitthvaö í svanginn. Fólk var farið að safnast saman fyrir utan fangelsið í Charlton Hill. Klukkan varð sjö. I síðasta sinn full- vissaði ég mig um að höggstokkurinn og allt væri í lagi. Klukkan fimmtán mínútur fyrir átta, safnaöist saman sá fámenni hópur sem var aðalþátttakendur í komandi sorgarleik. Fangamir tveir sáust nú í fyrsta sinn síðan dómur féll. Þeir féllust í faðma og tár sáust glitra á vanga. Það var nöturlegt að sjá vinina sem saman skyldu kveðja þetta líf. Þeir báðust fyrir með presti einum og fimm mínútur yfir átta, var ég kallaður til að gera skyldu mína. Hópurinn fámenni gekk nú í áttina að gálganum. Fangelsisstjórinn og presturinn voru í broddi fylkingar. Fangarnir gengu teinréttir og horfðu fram fyrir sig sljóum augum. Athöfnin gekk fljótt fyrir sig þar sem þessir tveir misindismenn tóku út sinn dóm.. . Svo lýkur þessari f rásögn Berry en síðar á minnisblöðunum segir hann: Vickers, en það var nafn annars fangans, hélt fram í rauðan dauðann að hann yrði náðaður. Það var ekki fyrr en hann fann snöruna herðast um háls sér að hann gerði sér ljóst að svo yrði ekki. Þá leiðyfirhann. Vinurhans var með hauspoka og sá ekkert. Það þurfti að styðja Vickers andartak áður en ég kippti hleranum undan. .. Scotland Yard geymir þetta safn hengingaróla sem allar voru notaðar á sinum tima. BIÐIN VAR iST Albert Pierrepoint, síöasti böðull Englands, hefur einnig skrifaö um sína fyrstu aftöku. Hún átti sér stað árið 1940 í Pentonville-fangelsinu og þar var það maður, sem mörg morð hafði á samviskunni, er átti í hlut. Wade hét aðstoðarmaður Pierrepoint. Þeirri frásögn svipar um margt til frásagnar Berry frá 1884: Fimm mínútur fyrir níu var okkur tjáö að lögreglustjórinn væri mættur á skrifstofu fangelsisstjórans, segir Pierrepont. Við Wade gengum yfir fangelsisgarðinn í áttina að þeirri deildinni sem hinn dæmdi beið okkar í klefa sínum. Okkur leið illa, ótti og kvíði sótti á okkur, óttinn viö að standa ekki í stykkinu þegar á ætti að herða. Hálfa mínútu fyrir níu kom lítill hópur manna til okkar. Það var lög- reglustjórinn, fangelsisstjórinn og nokkrir aðrir embættismenn. Ég var yngstur þeirra allra, en þó sá sem allra augu beindust að. Hópurinn staönæmdist fyrir utan klefa þess dauöadæma. Einhver opnaði dyrnar og ég fór inn í klefann með reipi í hönd- rnium. Ég stóp augliti til auglitis við dauöadæmdan manninn. Hann brosti. Hann var í sínum eigin fötum. Ég var líka borgaralega klæddur — þess vegna gátum við verið að hittast á Leicester Square .. . Ég hristi þessar hugsanir af mér. Batt hendur hans fyrir aftan bak og sagði hranalega: Komdu! Cheeríóf hrópaði hann Saman gengum við til aftöku- staðarins. Hann gekk hnarreistur beint að gálganum. Með verði, sinn viö hvora hlið, var snörunni brugðið um háls honum. í síðasta sinn horfðumst við í augu. Wade batt fætur hans. Ég dró upp úr pússi mínu hvítan hauspoka

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.