Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 8
8 ' ' DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. „Héldu að fær- eyskan væri afbökuð íslenska” — rætt i*i«) Jólian Hendrih H. Poulsen um múlræht og málþráun í Færeyjum Víöa um heim eiga þjóötungur smárra ríkja og minnihlutahópa í vök aö verjast gegn þeim holskeflum engil- saxneskra áhrifa, sem gengiö hafa yfir heimsbyggðina á undanförnum ára- tugum. Islensk tunga hefur hingaö til staðiö af sér öll meiriháttar áföll, og henni stafar um þessar mundir kannske minni hætta af erlendum áhrifum en óskýrri og rislágri hugsun, sem elur af sér fátæklegt og bjagað málfar, eins og víöa má sjá merki í stofnanamáli, hjá stjómmálamönnum og í auglýsinga- og skemmtanaiðnaö- inum. Þótt færeyskan eigi líka viö slík innanmein aö stríða, er hin ytri ógnun sýnu alvarlegri: dönsk áhrif sækja á aö því marki aö þeim, sem kemur ókunnugur til Færeyja, heyrist ekki betur en töluð séu tvö mál í landinu: hin dönskuskotna færeyska almenn- ings og „ræktaöa” útvarps- og menntamannafæreyskan. Almenning- ur hefur veriö mjög tregur til aö taka upp og nota nýyröi í daglegu máli, en þau eru að sjálfsögöu forsenda þess, að færeyskan veröi áfram lifandi mál í landinu. Meöal fremstu menntamanna þjóöarinnar hefur alltaf veriö sterk tilhneiging til að rækta máliö og þróa á norrænum grundvelli; þeir vilja taka mið af íslenskunni og leita þar jafnvel fanga, þegar mynduö eru ný orð. Helstu talsmenn færeyskrar hreintungustefnu nú á dögum eru þeir Jóhan Hendrik W. Poulsen, sem veitir færeyskudeild Fróöskaparsetursins í Þórshöfn forstöðu, ng kempan aldna, Christian Matras, sem fjölmargir Islendingar þekkja sem afkastamikinn rithöfund og ljóöskáld og helsta forvígismann færeyskrar málræktar á þessari öld. Nú á dögunum fórum við á fund Jóhans Hendrik til að fræöast betur um færeysk málvemdarsjónar- miö og hugsanlegt samstarf fræöi- manna á Islandi og í Færeyjum um smíðinýyröa. Haldgóð nýyrði Jóhan Hendrik býr meö fjölskyldu sinni á þeim söguríka stað Kirkjubæ, en þaðan má á kvöldin sjá Ijósin blika í Skopun á Sandey. Jóhan er einmitt ættaöur frá Skopun og forfeöur hans voru þar frumbýlingar. Jóhan stundaöi nám í norrænum fræöum viö Háskóla Islands og talar því ágæta ís- lensku og hann er gjörkunnugur ís- lenskri málræktarstefnu. Viö inntum hann fyrst eftir nýyrðasmíðinni, sem hefur verið eitt helsta v.erkefni hans síöasta áratuginn. — Þú hefur lýst því yfir oftar en einu sinni, að þaö væri æskilegt aö hafa hlið- sjón af íslenskunni, þegar mynduö eru nýyrði í færeysku, en þaö gangi dálítiö brösulega aö fá fólk til aö taka þau upp? — Þaö er rétt. Til þess liggja ýmsar ástæöur. Þróunin hefur veriö svo hröö síðustu árin. Áöur fyrr höföu menn betri yfirsýn og hægt var aö smygla inn einu og einu oröi í málið um leið og fyrirbærin komu fram. Sum þessara orða heppnuöust, önnur ekki. En nú er þróunin oröin svo stórstíg, aö þaö er ómögulegt aö fylgjast meö lengur. Islendingar standa líka andspænis þessum vanda, en þeir hafa veriö stefnufastir og sjálfum sér sam- kvæmir í þessum málum. Hvaö okkur Færeyinga varöar er ekki gott aö segja hvert stefnir. Einhver hreyfing er þó í rétta átt. Þeir, sem fást viö tölvur, hafa fengiö vonda samvisku og vilja gera bragarbót. Maöur nokkur frá tölvufyrirtæki (fær.: dátuvirki) hér í Færeyjum kom aö máli við mig um orðið „program” og ég sagði honum, aö á íslensku héti þaö forrit. „Þetta er oröiö, sem viö höfum verið aö leita aö,” sagöi hann. Ogég hef séösíðan, aö hann notar þetta orö. Ég tel, aö viö ættum aö vera miklu opnari í þessum efnum gagnvart íslenskunni. Þaö eru allmörg ár síðan íslensk orð eins og út- varp og sjónvarp leystu af hólmi „radio” og „fjernsyn”, a.m.k. í vönduðu máli. Þetta er hreyfing hér í Færeyjum frá upphafi málræktar — aö líta til íslenskunnar og þess sem þar var aö gerast. Meginstefnan er vitan- lega sú, aö viö búum til okkar eigin ný- yrði, en viö viljum hafa hliösjón af því, sem Islendingar hafa gert. — Þú nefndir í fyrirlestri í vetur sér- kennilega tilviljun varöandi nýyröa- smíði, þar sem Islendingur átti í hlut. Geturöu sagt okkur þá sögu ? — Já, þaö var einhver, sem fékkst við matvælagerð, sem baö okkur aö finna færeyskt orö. fyrir „konser- veringsmiddel”. I færeysku höfum viö sögnina aö halda og nafnoröið hald. „Taö er gott hald í hesum,” segjum við, „taö er haldgott.” Þess vegna stungum viö upp á orðinu „haldevni”. Þá sá ég ílát frá mjólkursamsölunni hér, en forstjóri hennar er íslenskur, Eiríkur Þorvaldsson aö nafni. Þar voru textar á dönsku, færeysku og ís- lensku. Eg sá þar íslenska oröið „hald- efni”. Mér fannst þetta dálítið kyndugt, því þetta var sama oröiö og við vorum búnir aö búa til í Færeyjum, svo ég hringdi í Eirík. Hann kvaöst hafa notað þetta orð, því þaö hefði látið vel í eyrum. Auk þess hefði hann hringt í Osta- og smjörsöluna og þeim heföi ekki dottið neitt betra í hug. Málræktarmenn á Islandi fréttu af þessu og fannst þaö nokkuð gott. Þaö lætur allavega viðkunnanlegar í eyrum en íslenska oröiö „rotvamar- efni.” Ég er á þeirri skoöun, aöhægtsé aö hafa samstarf viö Islendinga um nýyröasmíöi og þaö hafa Islendingar sagt mér, sem vit hafa á þessum málum, aö rétt væri einnig að líta á færeyskuna, þegar veriö sé að leita aö íslenskum nýyröum. Eru málræk tarm enn sérvitringar? — Hvemig getur slíkt samstarf fariö fram? — Um þaö þarf aö ræöa. I vissum skilningi er slík samvinna í gangi, en hún er enn sem komið er dálítið einhliöa. Ég get nefnt dæmi um fræöi- orð eins og t.a.m. „ökologi.” Eg var mikið aö hugsa um þetta orö á tímabili vegna þýðingar á erlendri blaöagrein, og mér datt helst í hug aö þýöa það meö oröinu „værisfrööi”. Þaö er dregið af nafnorðinu „væri”, sem þýöir aöstaöa eöa kringumstæður, sbr. ísl. orðiö viðurværi. Þá barst mér í hendur íslenskt blað, þar sem ég sá þetta orð þýtt „vistfræöi”, sbr. orðið tilvist. Að baki þessu er nákvæmlega sama hugsunin og vakti fyrir mér. Hins vegar þótti mér íslenska orðið þjálla og ég tók það upp. Það er að vinna sér brautargengi í færeysku núna. — Nú virðist vera litið á ykkur málræktarmenn í Færeyjum sem hálf- geröa sérvitringa. Hefurðu oröið var við þetta viöhorf hjá almenningi? — Það er kannske ekki útilokað. En þessi málvöndunarstefna er það gömul sem var töluð í Noregi og þeim löndum, sem byggöust út frá Noregi. Island er nú aðalvígi þessa máls og þaö er því ofur eölilegt, aö viö heyjum okkur orö úr íslensku máli. Eg er því dálítiö leiöur yfir þeim mótþróa, sem komiö hefur fram gegn þessari stefnu hér í Færeyjum. Nú hafa hin Norður- landamálin, danska, norska og sænska, leitað töluvert saman, a.m.k. talaö mikiö um það. Það hafa veriö> stofnuð samtök, sem eiga aö leita leiða til að forðast að málin fari of mikið hvert í sína áttina. Við, Islendingar og Jóhan Hendrik W. Poulsen. og inngróin þjóölífinu, að flestir samþykkja hana í hjarta sínu, þótt þeir segi það kannske ekki berum orðum. Flestir þeirra, sem tala dönskuskotið mál, hafa þaö á tilfinn- ingunni, að þeir ættu að orða þetta öðruvísi, en þaö eru ekki allir, sem hafa rétt færeyskt orð á takteinum. Þá bera þeir fyrir sig sérviskuna úr okk- ur eins og nokkurskonar skjöld og þykjast andvígir málvöndun. En það verður alltaf stigsmunur á skoöunum manna um þessi mál. Sumir eru eindregnir hreintungumenn, aðrir tjóni. Aöalverkefni færeyskrar mál- ræktar hefur frá fornu fari verið að gera greinarmun á dönsku og fær- eysku. Þetta er mjög torsótt verk og erfitt — að grisja frá alla þá dönsku, sem hefur flækst inn í málið, og haldai færeyskunni hreinni. Er færeyska afbökuð ísienska? — Islenskur almenningur er fremur ófróður um færeysku og margir hafa um hana annarlegar hugmyndir. Kannastu viö það? blendnari í skoöunum. Ég tel mig þræða hinn gullna meðalveg. Ég segi, að þaö sé ókleift að vera harðsnúinn hreintungumaður, en ég vil samt halda uppi hreintungustefnunni sem val- kosti. Það væru svik aö sleppa henni. Viö verðum aö hafa hana sem mótvægi gegn þessum ólgusjó erlendra áhrifa, sem flæðir yfir okkur, og aldrei eins og nú. En viö veröum líka að gera okkur ljóst, aö færeysk tunga býr að gömlu — Eg held, aö þetta sé aö breytast. Ég man eftir því, þegar ég var við nám á Islandi, að sú skoöun var ekki ótíö, að færeyska væri einskonar afbökuö ís- lenska. Þetta fólk haföi séö færeyska texta og þeir höfðu komið því undar- lega fyrir sjónir. En mér finnst það mjög merkileg staðreynd, að þaö eru aðeins tvö norræn málsvæði eftir (og þá norræn í fomri merkingu orösins), sem varðveitt hafa hina fornu tungu, Færeyingar, sitjum þarna dálítið utan- garðs og samstarfið okkar á milli hefur verið talsvert einhliða hingað til, eins og ég nefndi áðan, þótt þaö sé stað- reynd, aö margir Islendingar hafi áhuga á færeysku og kunni hana mjög vel. Hún hefur verið kennd í Mennta- skólanum við Hamrahlíð og nú er í bígerð aö taka upp eins og hálfs árs færeyskunám við Háskóla Islands. Eg tel þetta mjög til bóta. Hér er mikiö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.