Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Qupperneq 11
DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. 31 Marc Gero er þrifiji eiginmaður Lizu. Þau giftu sig árið 1979. ýmiss konar sjónvarpsþáttum. Hún bjó til og stjómaði eigin sýningu í næturklúbbi sem var feikivel tekið. Upp úr því fékk hún svo stóra hlut- verkið sem Sally Bowles í Kabarett sem færði henni hin eftirsóttu óskars- verðlaun. Liza Minelli var orðin heimsþekkt stórstjama. Þó voru þeir nokkrir sem sögðu hana fleyta sér áfram á frægö móðurinnar en þær raddir þögnuðu þegar hún enn og aftur sló í gegn með „New York, NewYork”. Eftir því sem sól Lizu á stjömuhimn- inum hækkaði, fór hún í einkalífinu að líkjast móður sinni æ meir. Ekki fyrir það að hún ætti við áfengisvandamál að stríða eða pilluát heldur hitt að hvert ástarævintýrið rak annaö — rétt eins og hjá Judy Garland. Tvítug aö aldri gekk Liza í það heilaga eftir tveggja ára trúlofun. Sá lukkulegi var ástraíski söngvarinn og lagasmið- urinn, Peter Allen. „Okkar hamingjusama hjónaband endist alla ævi,” lét Liza hafa eftir sér og ljómaði af hamingju. band þeirra stófi í fjögur ár. Ljúfa lífið og ástarævintýrin En þaö var stutt gaman og skemmti- legt. Tveimur árum síðar skildu þau. Liza hellti sér út í ástarævintýri sem öll entust illa. Það nennti enginn aö vera með henni til lengdar því það eina sem hún haföi áhuga á var aö dansa og dufla langt f ram á nætur. Liza komst aðeins niður á jörðina þegar hún hitti Desi Amaz yngri, son Lucille Ball. Ástarævintýrið það fékk þó skjótan endi þegar Liza lenti í hneykslismáli með John Gorton, for- sætisráðherra Ástralíu. Talað var um samdrátt þeirra í millum. Satt eða logið? Amez kvaddi Lizu sem fór til Santa Barbara í Kalifomíu og giftist hinum þrettán ámm eldri kvikmynda- framleiöanda, Jack Haley yngri. Þetta varáriðl974. „Jack er nákvæmlega maöurinn sem ég hef þráð,” sagði Liza í viötali. („Hann er góöur, biíður, þolinmóður og kærleiksríkur. Hjá honum er ég örugg!” Og brúðguminn sagði við sama tækifæri: „Liza er nú loksins búin að skvetta úr klaufunum. Það sem hún þráir er gott heimili og það fær hún meðmér!” Hjónakomin keyptu hús í Hollywood og settust þar aö. Svo virtist sem hjónabandiö væri eins hamingjusamt og ömggt og þau vildu vera láta þar til Liza varð ástfangin á nýjan leik og nú var það Peter Sellers sem varð fyrir valinu.... Liza og Sel/ers Þau hittust fyrst áriö 1973, áriö áður en Liza giftist Haley. Þá var Liza í Lundúnum þar sem hún lék í „Liza with Z”. ÁhverjukvöldimættiSellersí leikhúsiö til aö horfa á Lizu. Og þar kom að hann bauö henni út.... Ástarævintýrið stóö stutt, aðeins í nokkra daga, en þótti blaðamatur hinn mesti á meðan á því stóð enda var Sellers giftur þegar þetta var. „Þetta hafa verið yndislegustu dag- ar lífs míns,” sagði Liza í viðtali þegar ævintýrinu lauk. „Eg sé ekki eftir neinu.” Og Sellers sagði: „Það var ekki ég sem vildi slíta þessu sambandi. Eg elskaLizuennþá.” Tveimur ámm síðar hittust þau Sell- ers og Liza aftur fyrir tilviljun á veit- ingastað í Beverly Hills. Þá varSellers skilinn við eiginkonu sína, Miröndu Quarry, en Liza gift Haley. En það var enginn þröskuldur. Ástin blossaði upp á ný. „Við Peter höfum ekki getað gleymt hvort öðm.’Tét Liza hafa eftir sér og næstu vikur komst ekki hnífurinn á milli þeirra skötuhjúa. En ekki stóð þaö lengi og Liza fór aftur til Haley sem tók henni opnum örmum. En sælan sú entist skammt. Við kvik- myndatöku í Mexíkó tók hún saman viö Burt Reynolds en gleymdi honum fljótt þegar Donald Sutherland varð á vegi hennar. Loksins búin að skvetta úr klaufunum? Þar kom að eiginmanninum, Jack Haley, fannst komið nóg og þau skildu. Þaövaráriöl978. Ári síðar gekk hún enn í það heilaga. Brúðguminn var Marc Gero og honum er hún enn gift. Hann er nokkm yngri en hún og ættaður frá ítalíu. „Loksins hef ég fundið rétta mann- inn,” segir Liza. „Marc hefur einstakt lag á að lokka þaö besta fram í mér. Aldrei hefur mér komið eins vel saman við nokkum mann.” Marc hefur svipað áhugasvið og Liza. Hann lifir og hrærist í fögrum listum og hélt nýlega málverkasýn- ingu á Manhattan í New York. Hjóna- bandiö virðist sem dans á rósum en einn skugga ber á. Liza þráir heitt að eignast bam en það hefur ekki tekist enn. „Eg á allt sem hugurinn gimist,” segir hún, „nema bam. Eg gæti ekki hugsað mér neitt dásamlegra en að eignastbam.” En ekki er loku fyrir það skotið. Þau hjón hyggjast ættleiða barn í staöinn. „Þegar sá dagur rennur upp verð ég hamingjusamasta mannveran á jörðinni,” segir Liza Minelli. -KÞþýddi. BIÐSKÝLIÐ KÓPAVOGSBRAUT115 SÍMI40581 - KÓPAVOGI Ö/ - sæ/gæti og ýmsar nýlenduvörur Opið virka daga kl. 8—23.30 Opið um helgar kl. 9—23.30 Fyrirtæki, einstaklingar X X X X X X x Erum að senda sölumenn okkar í hringferð um landið í júrií- X mánuði. Getum tekið að okkur vörur frá fleiri fyrirtækjum og x einstaklingum. Upplýsingar í síma 43969. ^ SÓL-SAUNA-SNYRTING Komið i Ijós í okkar frábæru Siiver Super sólarbekki (einnig með háfjallasól) og fáifi á ykkur fallegan brúnan lit og losnifi vifi alla streitu. Sauna og gófi hvildaraðstaða. Öll almenn snyrting: and- litsböð, húðhreinsun, hand- og fótsnyrting o.fl. Jafnt fyrir konur háfell HUSBYGGJENDUR - FRAMKVÆMDAMENN Leigjum út belta- og hjólagröfur, jarðýtur, vibróvaltara o.fl. Tökum aö okkur alla jarðvinnu, gröfum grunna, útvegum fyllingarefni. Tílboðs- og túnavinna. HÁFELLSF. Bildshöffia 14 — Simi 82616 Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 AUGLÝSEIMDUR VINSAMLEGAST ATHUGIÐ Vegna siaukinnar eftirspurnar eftir augiýsingarými í D V verðum við að fara ákveðið fram á það við ykkur að panta og skila til okkar auglýsingum fyrr en nú er. LOKASKIL FYRIR STÆRRIAUGL ÝS/NGAR: Vegna mánudaga: FYRIR KL. 17 FIMMTUDAGA Vegna þriðjudaga: FYRIR KL. 17 FÖSTUDAGA Vegna miðvikudaga: FYRIR KL. 17 MANUDAGA Vegna fimmtudaga: FYRIR KL. 17 ÞRIÐJUDAGA Vegna föstudaga: FYRIR KL. 17 MIÐVIKUDAGA Vegna Helgarblaðs I: FYRIR KL. 17 FIMMTUDAGA Vegna Helgarblaðs II: (SEM ER EINA FJORLITABLAÐIÐ) FYRIR KL. 17 FÖSTUDAGA NÆSTU VIKU A UNDAN AUKALITIR ERU DAGBUNDNIR OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17.30. A ug/ýsingadei/d Siðumúla 33 sími27022.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.