Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Qupperneq 3
DV. LAUG ARDAGUR14. MAl 1983. 3 Flugugerðin er mikið nákvæmnisverk. Tækin, sem notuð eru, eru hvorKi stór né mörg. Litinn rokk notar hann, sem hann festir við borð. Þar á festir hann öngulinn og hnýtir fluguna á. . . svona,” segir hann. „Það er miklu hagsýnna að taka fyrir eina tegund í einu og ég geri það alltaf.” — Hvaðanfærðuefniðíflugurnar? „Ég panta það mest frá Ameríku og Bretlandi.” — Erþaðdýrt? „Sumt af því, já. Annars hefur oröið bylting þar á. I fyrstu, þegar ég var að byrja á þessu, var allt efni mjög dýrt enda hátollað. En þegar við gengum í EFTA lögðust tollar af þessu af að mestu.góðuheilli!!” Tækin sem Kristján notar við flugu- gerðina eru hvorki stór né mörg. Lítinn rokk notar hann sem hann festir við borð. Þar á festir hann öngulinn og hnýtir fluguna á. Við það notar hann gam af öllu tagi, skæri, hnífa og tengur, að ógleymdum fjöðmm og hári. Em þetta „alvöru”fjaðrir? „Já, mestmegnis em þetta hana- hnakkar og svo fjaðrir úr ýmsum fuglum.” — Fermikiöefniíhverjaflugu? „Ja, hvað er mikið? Nei, ég held ekki.” — Átt þú þér einhverja uppáhalds- flugu? „Því er erfitt að svara því flestar em þær uppáhaldsflugur hver á sinn hátt.” — Hefurðufasta viðskiptavini? „Já, ég hef það núorðið. Eg sel einkum í verslanir og svo vinum og kunningjum.” — Eru flugumar þínar miseftirsótt- ar? Eg á við hvort menn séu hrifnari af einnienannarri? „Já, þaö eruIíröflurnarogSkröggur sem em eftirsóttastar af mínum flug- um og svo Blue Charm af þeim erlendu semégbýtil.” — Kröflumar segirðu. Em þær margar? „Já, þær flugur em til í mörgum litum.” — Hver er munur á til dæmis rauðri Kröflu ogblárri? „Það er sérviskan sem ræður því. Það er gjarnan talað um aö einhver sé „snillingur að velja flugu”, það er sá sem er fisksækinn og þá er meöal ann- ars átt við lit hennar. ” — Af hverju læturðu þér ekki nægja að búa til þínar eigin flugur? Af hverju ertu líka með þær erlendu? „Það eru ekki svo mörg ár síðan að engin þótti laxaflugan nema hún héti erlendu nafni og það eimir eftir af því ennþá þótt í minna mæli sé.” Sá stórí... — Hvað geta menn notaö hverja flugu oft? „Það er afskaplega einstaklings- bundiö. Sumir geta veitt þetta 10—20 fiska með einni flugu, aörir geta líka rekið hana í stein í fyrsta kasti og mölvaðhana.” — Nota menn alltaf sömu tegundina? „Nei, alls ekki. Ég held að mjög fáir, ef nokkrir, geri það. Annars hafa frægir veiðimenn sagt að nóg sé að nota tvær flugur. Flestir eiga þó margar, mjög margar.” — Enþú? Notarþúmargar? „Já, nokkrar, annars hef ég í 12—15 ár ekki veitt á flugu með erlendu nafni. Meðan aðrir telja sig ekki geta farið að veiða með annað. Annars rífast menn endalaust um flugur. Sumir segja aö þaö hafi ekkert að segja hvemig flugan erá litinn, aðrir segja þaöskipta öllu. Þær eru margar til sögurnar af fiski sem kom mönnum á óvart. Og það rennir stoðum undir þaö að fiskurinn sé ekki við eina fjölina felldur í sam- bandi viö flugur! Eins og sagan um mennina tvo sem fóru aö veiða í Stóm- Laxá í Hreppum. Þeir vissu af fiski en hann beit ekki á. Þeir settust á klöpptil aö borða nestið sitt. Henti þá annar út í Brot af fluguúrvalinu. hangikjötssneið sem hann hafði ofan á brauðsneiö. Og viti menn, stæröar lax kom í fallegum sveig og gleypti áleggið!” — Nú er stuttur veiðitíminn, aðeins þrír mánuðir. Seljast flugumar nema áþeimtíma? „Lítiö er þaö nú, hins vegar er salan fyrst og fremst þessa þrjá mánuði og ég er allan veturinn að undirbúa þetta.” Ég rek augun í spjald sem hangir uppi á vegg hjá Kristjáni. Þar stendur undir fyrirsögninni „Bæn veiðimanns- ins”: ég óska þess á hverjum degi, að svo stór fiskur bíti á hjá mér, að ég þurfi ekki að ljúga til um stærð hans, þegar heim er komið... Er þetta þín bæn þegar þú leggur upp í veiöif erð? „Það er eins með mig og aðra veiði- menn að það er bjartsýnin og vonin sem heldur okkur uppi. Ef maður fær ekki þann stóra núna, þá bara næst. Og þótt ég hafi ekki fengiö hann síðastliðin tuttugu ár þá fæ ég hann kannski á morgun...” Og með þessu kvöddum við „flugu- geröarmanninn” og listamanninn KristjánGislason. -KÞ Texti: Kristín Þorsteinsdóttir. Myndir: Einar Ólason. HJÁOKKUR NÁGÆEHN IGEGN Við hjá Ramma h.f. í Njarðvík notum eingöngu úrvals við frá Norður-Kirjalalandi (Karelia) í Finnlandi. Á svo norðlægum slóðum vaxa trén hægt. Árhringir trjánna liggja því þétt — viðurinn verður betri en annars hefði orðið raunin. I sögunarmillu Nurmeksen Saha er viðurinn flokkaður eftir gæðum og útliti. Við kaupum af þeim eingöngu I. flokk. Og við notum ekkert annað timbur. Kröfur okkar eru því mun meiri en þær sem gerðar eru samkvæmt íslenskum staðli IST 41. Þar ná ákvæðin aðeins til þeirra flata sem eru sýnilegir. Hjá okkur ná gæðin í gegn. *NURMES* íSmM*-. 1 NUR*MES NURMES 1. FLOKKUR 2. FLOKKUR 3. FLOKKUR ga uiöaverksmiðja NJARÐVÍK Sími 92-1601 Pósthólf 14 Söluumboð í Reykjavík: IÐNVERKH.F. Nóatúni 17, sími 25930 óg 25945

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.