Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Qupperneq 5
DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. 5 Stílbrígði Lumets Áhugi Lumets á stíleríseringu verður fyrst áberandi eftir Dog day aftemoon (1975). „Ég var búinn að fara svo langt í natúralisma að ég átti ekki annað eftir en að gera heimildar- mynd. Ég impróvíseraði 70% af Dog day aftemoon, allt spratt af sjálfu sér. Næsta skref í þessa átt hefði kannski veriö að standa á horni breiðgötu með kvikmyndavél og bíða eftir umferðar- slysi. Network (1976) hefst á natúralískum nótum en í lok myndarinnar er súrrea- lisminn ekki langt undan. I Long day’s joumey into night (1962) notar hann aftur á móti sérstakar linsur, lýsingu og klippingu fyrir hverja persónu fyrir sig. Deathtrap Það var ekki auðvelt verk fyrir Jay Presson Allen að búa leikritið Deathtrap í kvikmyndabúning. „Verkiö er sérlega vel byggt upp. Ef eitt lítið atriöi er tekiö út hrynur bygg- ingin,”segirhún. Myndin fjallar um vinsælan rithöf- und sem á í erfiðleikum með að fylgja vinsælu verki eftir. Hann ætlar aö myrða ungt skáld með það fyrir augum aö stela efnilegu veiki frá því. „Ég varð að hafa handrit nógu raun- verulegt til að áhorfendur tryðu á plottið sem er mjög ótrúlegt. Ég varð að breyta ýmsu til að verkið félli að kvikmyndalistinni. Ég varð meira að segja að breyta og fella út mörg fyndin oröaskipti og það er sannarlega van- þakklátt verk. En orðin skipta minna máli en myndin. Og ekki er hægt að hafa handrit eins orðmargt og leikrit. Deathtrap er stíleríserað verk og ekki farið í felur með það. Myndin var ■tekin í eldgömlu stúdíói í New York. „I henni er framhaldið ýmsu sem viö byrjuðum á að gera í Murder on the orient express. Hlátrasköllin, glamúr- inn og melódramað er ekki mjög trú- verðugt en verður að vera til staðar. Ég vona að það gangi upp. ” Að kvikmynda leiksviðsverk Til þess að vega upp á móti því að sviðsmyndin er alltaf sú sama eru myndavélarnar á stöðugri hreyfingu. Lumet er enginn nýgræðingur í að kvikmynda leiksviðsverk. Hann á að baki The Fugitive Kind, byggt á verki Tennesse Williams, A view from the bridge eftir Arthur Miller, Mávinn eftir Chekov, Long day’s journey into night eftir Eugene O’Neil og Equus eftirSehaffer. „Ég var lengi gagnrýndur fyrir að kvikmynda bakleiksviðsuppfærslur án þess að skapa eitthvað nýtt. Sú gagnrýni var óréttlát, segir Lumet. „Kvikmynd er sjálfstætt listaverk ef kvikmyndavélin getur skilgreint og opinberað á einhvem þann hátt sem aðrargreinar geta ekki.” Persónur og leikendur En þegar allt kemur til alls em það persónumar og leikendumir sem skipta mestu máli er Lumet velur sér viðfangsefni. „Andlit er athyglisverð- ara en nokkurt landslag. Og betra landslag í mínum augum en fegursti fjallstindur,” segir Lumet um þetta. Uppáhaldsandlit hans eru Sean Connery, A1 Pacino, James Mason, Simone Signoret, Henry Fonda og Vanessa Redgrave. Öllum hefur þeim skotið upp hvað eftir annað í kvik- myndum hans. „Ég elska leikarana,” segir Lumet, Samlestur vegna Prince of the city. Treat Williams leikur Daniel Cielo, aðalpersónu Prince of the city. Lumet nær þvi besta fram hjá honum og Williams sýnir að hann er stórefnilegur leikari. Menn muna ef til vill eftir Williams úr Hárinu. Hann lék þar hippaforingjann Berger. Al Pacino i Dog day afternoon. Christopher Reeve og Michael Caine eigast við i ' Deathtrap. „á stund sköpunar er þeim hafnað eöa þeim fagnað og það er ekki auövelt hlutskipti. Ég skil mæta vel að í hverju hlutverki opinbera þeir sjálfa sig og ég bið aldrei leikara um að gera eitthvað sem ég er ekki sjálfur reiðubúinn að gera. Ég vil ekki vanvirða þá, nota ein- hvern einstakan persónulegan hæfi- leika þeirra án vitundar þeirra. Sumir miklir leikstjórar gera þetta, en ég vil frekar láta frábæra frammistöðu leikara renna mér úr greipum en að vanvirða þá sem mannlegar verur. Ef ég get ekki náð öllu fram með lagni þá læt ég kyrrt liggja frekar en að beita fláræði.” Leikstjóri leikaranna Leikarar viröast meta Lumet mikils. Michael Caine, aðalleikarinn í Death- trap, segir um samvinnu þeirra: „Mig hefur ætíð langaö til að starfa meö Sidney. Og í mynd eins og Deathtrap er þaö leikarinn sem skiptir mestu máli. Og þá er það grundvallar- atriði aö hafa leikstjóra sem gerir leik- urunum hátt undir höfði og þannig er Sidney. Hann hefur samúð meö leik- urunum — þeir eru aöalatriðið í myndum hans. Hann er framúrskar- andi leikst jóri. ” Handritahöfundurinn Jay Presson AUen hefur líka góö orö í garð Lumets á hraöbergi. „Ég hef unnið með ýmsu góðu fólki, Hitchcock, Cukor . . . . og fleirum en ég hef aldrei átt eins góöa samvinnu við nokkum mann og Lumet.” ■ Lumet virðist hafa gott lag á leik- urum eins og komið hefur fram. Ötal leikarar koma upp í hugann. Richard Burton í Equus, Michael Caine í Death- trap, Treat WilUams í Prince of the city, A1 Pacino í Dog day aftemoon, Albert Finney í Orient express. Og síðast en ekki síst frábær leikur Paul Newman, James Mason, Lumets The Verdict. Fyrir myndina var Lumet tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir leikstjórn og Paul Newman fyrir leik sinn. The Verdict I myndinni leikur Paul Newman drykkfelldan lögfræðing af ótrúlegu öryggi. Hann hefur drukkiö sig ofan í svaðið og á fátt eftir nema einn góðan vin. Vinurinn (Jack Warden) fær honum í hendur gott mál. Lögfræðing- urinn gerir sér grein fyrir af ef honum tekst ekki sem skyldi er enginn tilgangur með lífi hans. Lumet tekst þama á við harla hefðbundið efni. Myndin er á yfirboröinu „lögfræði- drama” með tilheyrandi réttarhalda- senum en jafnframt er drykkfeUdi lög- fræðingurinn kruf inn tU mergjar. Því miður gengur myndin ekki fuU- komlega upp. Enginn getur neitað því aö Lumet og Paul Newman draga í sameiningu upp einkar sannfærandi mynd af sálarástandi manns á barmi örvæntingar. Mann sem berst fýrir sjálfsvirðingu sinni. En söguþráðurinn flækist á köflum fyrir þeirri lýsingu og veröa sumar persónur myndarinnar — einkum sú sem Charlotte RampUng túlkar — hálfutangátta. En myndin sýnir og sannar að fáii leikstjórar hafa tæmar þar sem Lumet hefur hælana í því að ná því besta út úr leikurunum. Hvenær koma þær? Að lokum: Fjórar síðustu myndir Lumets, einmitt þær sem hvaö mest er um rætt í greininni, hafa enn ekki komið hingað. Er það von mín aö kvik- Imyndahús borgarinnar taki nú viö sér og gefi íslenskum áhorfendum kost á að sjá þær því Lumet er með athygUs- verðustu leikstjórum samtíðarinnar. StoUð og stælt: ás. OODWYEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ HF I Laucjavegi 170-172 Sími 21240 « FULLKOMIN HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.