Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Side 19
DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. 39 Martin. ekki lengra. „Við gátum ekki unnið mcð Trevor, hann var of ráðríkur og þröngsýnn,” sögðu þeir. Næstir í röðinni af hljóð- stjórum voru Steve Jolley og Tony Swain, sem notðu einkum unnið sér það til frægðar að stiórna upptökum á plötu Imagination og Bananarama. Og það eru þessir tveir Bretar sem stjórnuöu upptöku á nýju plötunni, True, sem virðist sannanlega ætla að verða nýr stökkpallur fyrir Spandau Ballet. Áður en lengra er haldið er tilhlýði- legt að rif ja upp nöfn liðsmanna hljóm- sveitarinnar: Gary Kemp, iagasmiður, textahöfundur, gítar- og synthesizer- leikari, Martin Kemp (bróöir Gary), bassaleikari, Tony Hadley, söngvari og synthesizerleikari, Stev Norman, leikur á saxófón og ásláttarhljóöfæri, og John Keeble, leikur á trommur. Dágott samstarf tókst strax með Jolley & Swain annars vegar og Spandau Ballet hins vegar. Fyrsti ávöxtur þess birtist í september í fyrra í formi 2ja laga plötu með aðallaginu „Lifeline”, sem cinnig er að finna á nýju breiðskífunni og aukinheldur á bé-hlið 2ja laga plötunnar þar sem „True” er á a-hlið. (Flókið?) Gary Kemp segir um hljóðstjórana: „Þeir eru góðir vegna þess að þeir bera skynbragð á blökkutónlist, þeir eru Lundúnabúar og þeir hafa svipaða kimnigáfu og viö. Aukinheldur er tær hljómur á plötum þeirra og þær hljóma því sterkt í útvarpi, sem allir eru aö keppastum.” Martin bætir því við að Trevor Horn hafi verið eins og kennari en Jolley & Swain eins og nýir bekkjarfélagar. Þrjú lög af breiðskífunni True hafa þegar verið gefin út á smáskifum: „Lifeline”, „Communication” og „True”, sem þessa dagana tróna á toppi breska listans. Öll hin lögin á plötunni gætu komiö til álita á 2ja laga plötu svo jafngóð er platan, en senni- lega verður eitthvert þessara þriggja næst í röðinni: „Pleasure”, „Gold” og „Hcaven Is A Secret”. Aftur í fortíðina: hljóm- sveitin hóf göngu sína í nóvember 1979. Framan af hvildi yfir hljómsveitinni mikil dulúð sem meðal annars kom fram í því að hljómleikar hennar voru aldrei auglýstir nema á þann hátt að orð- rómur um hljómleika var vísvitandi látinn leka út. Föt og tíska settu mjög svip sinn á feril Spandau Ballets fyrstu árin og með klæðaburði sínum sköpuðu þeir nýtt tískufyrirbæri sem minnti einna helst á fatatískuna á timum biómahippanna (blessuð sé minning þeirra) nema hvað fötin voru öll snyrtilegri. Til þess var tekið í New York þegar Spandau Ballet kom þar einhverju sinni og efndi til fundar með fréttamönnum hversu töff þessi hljómsveit væri í klæðaburði; ljós- myndararnir þóttust komast i feitt og mynduðu í gríð og erg hljómsveitar- meðlimi, fatahönnuði þeirra, hár- greiðsiufólk, snyrtifræðinga og rótara eins og gestir væru komnir frá annarri plánetu. í byrjun fór hljómsveitin með leynd milli klúbba og lék fyrir áheyrendur sem ýmist voru staddir í viðkomandi klúbbi fyrir handvömm eða tilviljun eða höfðu heyrt orðróminn. A þennan hátt lýsti hljómsveitin yfir andstöðu sinni við rokkkerfið þar sem völd hljómsveita eru lítil sem engin, en sér- stakir skipuleggjendur og gróða- hyggjumenn stjórna bákninu. Þá sór hljómsveitin og sárt við lagði aö aldrei myndi hún fara hefðbundinn „túr” að hætti annarra hijómsveita. Nú verður Spandau Ballet að éta þetta ofan í sig því í vor hefur hljóm- sveitin verið á hljómleikaferðalagi, sem hófst í byrjun april og á samkvæmt heim- ildum mínum að ljúka um miðjan mai Raunar fór hljómsveitin í smá-hljómleika- för i fyrra og hélt þá fema skipulagða tónleika, sem þóttu afbragö. Um það þarf ekki að deila: Spandau Ballet er mikið breytt frá því fyrsta piatan kom út. True er að sönnu vel danshæf og rokk er enn meginuppi- staðan en þá eru líka sameiginleg ein- kenni upptalin. Tóniistin á True er öll mýkri en áður, myndar miklu sterkari heildarsvip en fyrri piötumar tvær og er auk þess melódískari en þær báðar til samans'. Uppbygging laganna er einstök, kaflaskiptingin skýr og greini- leg með stíganda og áherslum sem gefa tónlistinni aukna vídd. Gleggsta dæmið um breytinguna er titillagiö „True”. Gary Kemp segir að hann hafi samið það milii svefns og vöku og verið dauðhræddur að sýna félögum sínum í hljómsveitinni, bæöi vegna þess hversu persónulegur text- inn var og ekki síður vegna þess hve iagið var milt. Lagið hefur nú fariö sigurför í Bretlandi og á ekki hvað mlnnstan þátt í því að Spandau Ballet er á nýjan leik orðin einhver áhuga- verðasta hljómsveit í rokktónlist. -Gsal. Spandau Ballet er komin út úr öngstrætinu. Þriðja breiðskífan, True, tekur af ÖU tvímæli um það; hún er i rauninni fyrsta platan á þessu ári sem er örugg um tUnefningu í keppn- inni um bestu plötu ársins. Gf tU vill voru margir búnir að afskrifa Spandau Ballct, lög hljómsveitarinnar á síðasta ári voru ekki þess eðlis að hægt væri að brúka hrósyrðin í efsta stigi, en með þessari nýju plötu réttir hljómsveitin heldur betur úr kútnum og er nú komin á beinu brautina eins og sagt er á íþróttamáli. Freeze” og „Muscle Bound” sem hljómuðu sumarið ’81. Þetta voru danslög í þess orðs bestu merkingu en þó verulega á skjön við diskótónlistina því rokkið var í forgrunni. Tónlistin var fersk og frumleg og hefði platan verið bókmenntaverk myndu gagnrýn- endur hafa sagt að höfundarnir væru góðir stUistar. Enn í dag er þetta plata sem ég set aftur og aftur á fóninn, hún er engri annarri plötu lík því það var ekki einu sinni svo gott að Spaudau Ballet héldi áfram á þeirri braut sem mörkuð var. Orðið nýrómantik hef ég einlægt tengt við Spandau Ballet og Duran Duran. 1 mínum huga komu þessar hljómsveitir fram á svipuöum tíma með nýja strauma í tónlist og klæða- burði sem varð til þess að hugtakið nýrómantík varð til. Vera kann að minnið svíki og við nánari söguskoðun finnast ugglaust hljómsveitir sem hafi leikið nýrómantiska rokktónlist fyrir daga áðurnefndra tveggja hljóm- sveita, Japan kemur til að mynda strax upp í hugann, en öngvu að síður held ég að með tilkomu Spandau Ball- ets og Duran Durans hafi orðið nokkur straumhvörf i rokktónlist. Plötur Spandau Ballets hafa verið hver með sinu lagi. Fyrsta platan, Durney To Glory, sem kom út að vor- igi 1981, vakti stormandi lukku og les- adur muna vísast eftir lögum eins og To Cut A Long Story Short”, „The Aftur kom hljómsveitin á óvart með annarri plötu sinni; að þessu sinni ekki fyrir frumleika heldur fyrir einstök leiðindi. Platan heitir „Diamond” og kom út í fyrra. Af henni segir fátt. Eina lagið sem eitthvað kvað að var „Chant No. 1” en allur góður ásetningur meðlima Spandau drukknaði í fádæma leiðigjörnum út- setningum Richard Burgess (Árinni kennir illur ræðari). Raunar hefur Spandau sýknt og heilagt átt í basli með hljóðstjóra (pródúsera) og þó Burgess hafi reynst drjúggóður á fyrstu plöt- unni reyndist hann hljómsveitinni lítil stoð þegar „Diamond” var hljóðrituö. Eftir útkomu plötunnar tók Burgess hatt sinn og staf og er hann þar með úr sögunni. Spandau Ballet fékk því næst til liðs við sig frægasta hljóðstjóra Bretaveldis, Trevor Horn, sem hafði unnið með ABC og Dollar. Hann stýrði upptöku á laginu „Instinction” sem gefið var út á 2ja laga plötu og bar sterkan svlp hljóðstjórans. Einkenni hljómsveitarinnar voru hins vegar ekki jafnáberandi. Samstarfið var því Gary.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.