Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1983, Blaðsíða 9
DV. LAUGARDAGUR14. MAl 1983. 9 Menntatröðin svonefnda i Þórshöfn. Hér er i einum hnapp Fróðskaparsetrið, fornminjasafn- ið, gamla og nýja Landsbókasafnið og fleiri stofnanir. talað um aö efla kunnáttu í íslensku í skólum og á meðal almennings. Það er búið að gera samning milli Alþingis og Lögþingsins um samstarf á þessu sviði. I tveggja ára námi færeysku- deildar Fróðskaparsetursins er kennd íslenska, fom og ný, og haldin eru kvöldnámskeiö í íslensku fyrir al- menning í hinum almenna kvöldskóla. Islenska texta má finna á nokkrum færeyskum kennslubókum og þeim fylgja hljóðbönd með íslensku tali. Svona mætti lengi telja. man eftir því, að við sem vorum við nám í Danmörku fengum engan siðferðilegan stuðning í málræktarvið- leitni okkar. Hún var talin undarleg og óviðeigandi. Málvemd af þessu tagi væri fánýt. Þetta hefur kannske orðiö til þess, aö við skömmuðumst okkar dálítið fyrir þetta gagnvart alvörumálfræðingum. En seinna sáum við, að þaö er heimur fyrir utan Verónu — aðrir, eins og t.d. Finnar, eiga í miklum vanda við nýyrðasköpun og leggja mikiö upp úr henni. Og einmitt nú held ég, að á hinum Norður- gera eitthvaö við málið. Það hafði einhverskonar darwinska komist inn í málfræðina. „Keep your hands off the language,” sögöu málfræðingar. Þróunin ein átti að ráða. En nú em uppi önnur sjónarmið. Ástæðan er sú, að í nýfrjálsum löndum heims hafa málin verið ákaflega illa í stakk búin til aö mæta nútímakröfum. Eitthvaö varð aö gera, og þaö fljótt, til að hægt væri að nota málið viö nútíma aöstæð- ur. Þetta kalla þeir þessu fína orði „language-planning”. Nú er það orðið fínt, sem Islendingar og Færeyingar Darwinska í má/fræðinni — I nýlegu dönsku sagnfræðiriti er fjallað um Noröurlandamálin og minnst á íslenskuna í hálfgerðum hæðnistón — sagt að henni sé haldið „kemískt” hreinni af Islendingum. Eru þetta viðhorf skandinavískra menntamanna til hreintungustefnu og málræktar? — Já. Og þetta er ekkert nýtt. Eg löndunum séu menn að vakna „við kaldan dreym,” eins og við segjum í Færeyjum. Skandinavar hafa í marga mannsaldra tekið opnum örmum við enskum orðum af öllu tagi og hvorki reynt að breyta þeim né þýða. Þessi enskualda er á góðri leiö með að kæfa málgróðurinn í þessum löndum. Þegar við lítum í kringum okkur kemur í ljós, að þaö eru bara litlu þjóðtungurnar, sem reyna að varðveita sérkenni sín. Áður fyrr var það talin sérviska að hafa verið að gera — Islendingar í hátt á aðra öld. Þetta þykir ekki lengur nein skömm. Þannig hafa viðhorfin breyst og kringumstæðurnar unnið meö okkur. Rithöfundar og fjöimiðiar — Á Islandi er því stundum haldiö fram, að þaö hafi veriö óbætanlegt tjón fyrirfæreyskuna, aðfremsti rithöfund- ur ykkar, William Heinesen, hafi kosið að skrifa á dönsku. Nú skilst mér, að ekki séu allir Færeyingar sammála þessu. Hver er þín skoöun? — Það er ómögulegt að gefa einhlítt svar við þessu. I landi, þar sem fáir leggja það fyrir sig að skrifa bækur, má alltaf sjá eftir þeim, sem ekki skrifa á móðurmálinu. En við metum Heinesen svo mikils, aö það vegur fylli- lega upp á móti hinu, að hann skrifar ekki á færeysku. Flestar bækur hans eru til í ágætum þýðingum og hann segir sjálfur, að samtölin njóti sín betur á færeyskunni. Sú danska, sem Heinesen skrifar, er mjög færeysku- skotin og ég er hissa á, að menn skuli ekki tala meira um það. Ég efast um, aö Danir geti notið bóka hans til fulls af þessum sökum. Eg er oröabókarmað- ur og hef í meira en áratug veriö aö safna efni í færeyska orðabók og hef notað til þess útvarp, en þaö lærði ég af íslensku orðabókarmönnunum. Eg fékk eitt orðatiltæki frá Heinesen, sem ekki var til uppskrifað í færeysku. I einni bóka hans stendur: „Han mistede sövnen.” Þetta er færeyska, „at missa svövnin”, og ekki til í dönsku. Eg þakkaöi honum fyrir þetta framlag hans til orðabókarinnar, þegar ég hitti hann skömmu seinna. Heinesen var alinn upp í kaupmanna- stétt og danska töluð á æskuheimili hans. Annars er rétt að geta þess, að danska hefur aldrei verið töluð af al- menningi í Færeyjum, ólíkt því sem gerðist í Noregi, þar sem danskan lagði undir sig mikinn hluta talmálsins og norskt „bokmál” svonefnt er sprottið upp af. Danskan, sem hér var notuð, var danska með færeyskum framburði. Nú er veriö að kenna börn- um Kaupmannahafnardönsku sem er til mikils tjóns fyrir samskiptin viö hin Norðurlandamálin og þrengir hinn norræna sjóndeildarhring okkar. Mér er kunnugt um, að á íslandi er líka verið aö reyna að kenna börnum svo- kallaöa alvörudönsku. Lektorinn í dönsku við Háskóla Islands, Söby Kristensen, sagði mér, að hann hefði upphaflega verið því fylgjandi, að dönsku með íslenskum framburði yrði úthýst úr íslenskum skólum, en hann hefði skipt um skoðun og vildi ekki lengur breyta framburðinum. Þegar menn koma til Danmerkur, lærist danskur framburður á einni viku. — Hvernig standa færeyskir fjöl- miðlar sig í málræktinni? — Það er dálítið leiðinlegt að þurfa aö segja þetta við mann af öðru þjóð- emi, en þeir standa sig ekki nógú vel. Ég held, aö þeir sem skrifa í blöðin séu ekki nógu vel að sér í færeysku. Flestir fréttamenn, sem hér starfa, eru menntaðir í Danmörku og þeir hafa enga málmenntun umfram þá, sem þeir hlutu í menntaskóla. Sú menntun er ekki ævinlega burðug. Ur þessu veröur heldur vondur stíll, dauflegur, dönskuskotinn, vantar alla reisn. Sannleikurinn er sá, aö færeyska hefur alltaf verið best ræktuö erlendis, meðal stúdenta og menntamanna í Höfn. Þegar útvarp hófst hér í Fær- eyjum var fluttur vikulegur þáttur frá Kaupmannahöfn undir stjórn Christian Matras prófessors, en hann er okkar mesti málvöndunarmaður. En þessi ungmenni, sem þarna komu við sögu, bjuggu eiginlega til færeyskt útvarpsmál. Þá kom fram mikið af nýyrðum og fyrsti útvarpsstjórinn okkar, Axel Tórgarð, flutti þennan arf meö sér inn í útvarpið. Þessi arfur er til ennþá, þótt hann sé ekki nógu vel varðveittur. Um hina nýju kynslóð fréttamanna, sem menntuð er í Dan- mörku, má segja, að þótt hún hafi vilj- ann, þá vantar getuna. Það má segja þeim til vorkunnar, að þeir vinna undir miklu tímaálagi. Við útvarpið ætti þess vegna að starfa málmenntaður maður, sem heföi það verkefni eitt að fága stíl- inn og finna réttu orðin. Menn virðist skorta fundvísi á lindir málsins — Sýna menntamenn meiri viðleitni í þessum efnum en almenningur? — Því miður verður það ekki sagt með neinum sanni. Áður fyrr kepptu færeyskir menntamenn að því á öllum sviðum fræða, að vanda og rækta málfar sitt. Nú er eins og þessi áhugi hafi koðnaö niður. Ég held, aö það megi að einhverju leyti rekja til þess, að færeyska fékk viðurkenningu sem aðalmálið í Færeyjum í heima- stjórnarlögunum 1948. Þá var eins og færeysku menntafólki væri réttur svæfill. Þeim fannst, að nú væri sigur- inn unninn og þeir gætu lagst til svefns með góðri samvisku. Þegar færeyskan var í nokkurskonar banni í landinu, var það menntamönnum kappsmál að vinna aö rétti hennar og viðreisn. Við þetta bætist, að eftir stríð þótti það ekki lengur merkilegt að vera þjóðernis- sinnaður — menn urðu að vera alþjóðasinnar. Allt annað þótti heimalningsháttur. En nú er það svo, að þjóðernishreyfing og málhreyfing hafa alltaf verið samtvinnaðar í Fær- eyjum. Nú er sama hvaða viöhorf menn hafa í þjóöernismálum, það er allstaðar sama getuleysið og sinnu- leysið gagnvart málinu. — Hvaöumfæreyskarithöfunda? — Flestir þeirra vilja vanda sig. Máliö, sem þeir byggja á, er talmálið. Þeir reyna að fága það og hefja upp í annað veldi, og það verkar síðan aftur á hiö talaöa mál í landinu. Fremstu rithöfundar okkar, eins og t.d. Heðin Brú, skrifa gullfallega færeysku, hreint mál og eðlilegt. Þýöingar hans eru annálaðar. Christian Matras er ljóðskáld og fræðimaður, og það er mjög heppileg blanda. Hann hefur einnig gert mikið af því að þýða síðustu árin og það er ekki minnst um vert, því að þýðendur taka á sig mikla málfars- lega ábyrgð. Það eru tvær leiðir til að auka orðaforðann: aö taka erlendu oröin óbreytt inn í málið eða mynda ný- yrði. I því síðamefnda er Christian meistari. Hann skrifar eðlilegt og tilgerðarlaust mál — þaö verkar aldrei stíft eða tilbúið. Ymsir hinna yngri rithöfunda eru á réttri leið. Ég vil t.d. nefna Jens Paula Heinesen. Hann var einn þeirra ungu manna, sem voru mótfallnir málvemd fyrst í stað, en hann hefur skipt um skoðun og mér líst afar vel á þaö sem hann skrifar. Þú sérð, að því fer víðsfjarri að ég sé að kvarta yfir öllum, sem skrifa færeysku fEn það má samt gera miklu betur. 'Staðreyndin er sú, að þótt viljinn sé fyrir hendi hjá mörgum, þá er getan það ekki. Menn virðist skorta fundvísi á lindir málsins. Það er eins og tengsl- in hafi rofnaö milli mállindanna og þess máls, sem talað er nú á dögum. En þrátt fyrir allt er ég bjartsýnn og ég efast ekki um, aö ef við fáum fjöl- miðlana í lið með okkur, þá er sigurinn unninn. Eðvarð T. Jónsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.