Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Qupperneq 2
2
DV. FÖSTUDAGUR 20. MAl 1983.
HANN SETUR SVIP
ÁFLOTANN
Japanir skoða
jámblendið
— ekki afhuga því að kaupa fimmtung hlutaf járins
Trollbátur kemur til hafnar, hvað
er svona merkilegt viö þaö? Jú, þetta
er Mb. Olafur GK 33 frá Grindavík.
Dæmigerður Noröursjávarkútter og
líklega sá eini sem eftir er á landinu.
Hann var smíðaður í Danmörku árið
1945 og heitir í höfuðið á Olafi
heitnum Thors, fyrrverandi alþingis-
manni og ráðherra. Þessi gamli
bátur hefur verið gerður út frá
Grindavík í hartnær 20 ár, og hann er
eins og Grindvíkingar og sjómenn
segja, einn þeirra báta sem setja
svip á flotann.
-klp/DV-mynd Ólafur Rúnar
Grindavík.
Stærsti viðskiptahringur Japana,
Sumitomo, verður hugsanlega hluthafi
aö um f immtungi í íslenska járnblendi-
félaginu hf. á Grundartanga. Jafn-
framt myndi hringurinn þá kaupa
15.000 af 53.000 tonna ársframleiðslu
járnblendiverksmiðjunnar.
Fulltrúar Sumitomo skoðuöu verk-
smiðjuna í janúar. Nýlega fóru svo
fulltrúar núverandi hluthafa, ríkisins
og Elkem í Noregi, til Japans og ræddu
við Sumitomo-menn þar. Ákveðið var
að ræðast við aftur hér á landi í lok
júní, eftir að Japanirnir hafa skoðaö
verksmiðjuna nánar og í fullum
rekstri. Búist er við að þá verði jafnvel
skorið úr um þátttökuSumitomo.
Tilgangurinn með því að bjóða
Samkomulagstillögur
um breytingar á
stjórn fræðslumála
í Reykjavík:
Ingvar
á móti
„Ég leyfi mér að tilkynna borgar-
stjóra, að af minni hálfu verða sam-
komulagsdrög þessi ekki samþykkt,
hvorki að efni né formi.”
Svo segir Ingvar Gislason mennta-
málaráðherra í bréfi til Daviðs Odds-
sonar borgarstjóra vegna framkom-
inna tillagna um breytingar á yfir-
stjórn fræðslumála í Reykjavík.
i tillögunum, sem samstarfshópur
menntamálaráðuneytis og
Reykjavíkurborgar hefur lagt fram, er
gert ráð fyrir að skólaskrifstofa taki
yfir þau verkefni fræðslustjóra og
fræðsluráðs Reykjavikur sem ekki
falla beint undir ríkið, svo sem málefni
grunnskóla. Skilið verði á milli verk-
efna borgarsjóðs og verkefna rikis-
sjóðs.
„Slíkar hugmyndir um „samkomu-
lag”, þótt undirritaðar yrðu, hafa ekki
raunhæft gildi án breytinga á grunn-
skólalögum. Af þeirri ástæðu einni ber
að hafna þessum hugmyndum. Þær
striða gegn lögum,” segir mennta-
málaráðherra.
„Þá hlýt ég að tilkynna borgarstjóra
að tillögur þéssar eru efnislega óað-
gengilegar eins og þær liggja fyrir. Er
það sist veigaminni ástæða fyrir því að
ég hafna þessum hugmyndum,” segir
ráðherrann. Segist hann vona að
borgarstjóri athugi nánar tillögurnar
áður en hann leggur þær fyrir borgar-
stjórn.
_____________________—KMU.
AIDS-fréttin var
ekki gripin úr
lausu lofti
Vegna viðtals sem birtist við Helga
Valdimarsson prófessor í Tímanum
um síðustu helgi og orða Olafs Olafs-
sonar landlæknis í lesendabréfum DV
þriðjudaginn 17. maí, vil ég taka eftir-
farandi fram: Helgi segir að frétt DV
um aö AIDS hafi greinst hér á landi sé
úr lausu lofti gripin og Ölafur að hún
hafi verið á misskilningi byggð. Sann-
leikur málsins er sá að heimildin eru'
gögn sem notuð hafa verið við kynsjúk-
dómafræðslu í skólum nú síöla vetrar.
Sú fræðsla er á vegum landlæknisemb-
ættisins. I þessum gögnum stendur
orðrétt: „Mars ’83 komið 1 tilfelli á Is-
landi”. Af hálfu DV var um engan mis-
skilning aö ræða og fréttin alls ekki úr
lausu ioftigripin.
Jón Baldvin Halldórsson blaðamaður.
þessum japanska hring (trading-
house) hlutdeild í járnblendifélaginu
er að styrkja reksturinn með föstum
viðskiptum að verulegu marki, bæði
sölu og útvegun aðfanga. Rætt er um
að Sumitomo kaupi allt að helming
hlutafjár Elkem, en það fyrirtæki á
45% móti 55% íslenska ríkisins, og
tryggi samhliða sölu á 15.000 tonnum
af jámblendi á ári, samkvæmt upp-
lýsingum Páls Flygenring, ráðuneytis-
stjóra í iðnaðarráðuneytinu. Hann var
í sendinefndinni sem fór nýlega til
Japan.
Verð á járnblendi hækkaði nokkuð í
byrjun þessa árs eftir að hafa farið
mjög langt niður í fyrra. Það var
komið í um 1.400 vestur-þýsk mörk um
Siglf irðingar hafa haldið menningar-
viku siðan árið 1975 í tilefni af afmælis-
degi kaupstaðarins sem er 20. maí.
t ár hefst menningarvikan föstudag-
inn 20. mai, kl.17, með sýningu á
verkum Birgis Schiöth í Ráðhús-
salnum. Sýningin verður opnuð með
ávarpi og hljóðfæraleik. Birgir, sem er
Siglfirðingur, sýnir þar 126 myndir,
teikningar og málverk. Sýningin
stendur til 26. mai.
Hátíðarsamkoma hefst i Nýja Biói
kl.20 um kvöldið með ávarpi Óttars
Proppé bæjarstjóra. Þá mun Alda
Möller flytja hátiðarræðu og er þetta í
fyrsta sinn sem kona gegnir því hlut-
Tíunda starfsári Söngskólans í
Reykjavík er senn að ljúka. I vetur
stunduðu 120 nemendur nám við skól-
ann og þreyttu 75 þeirra próf í síðustu
viku. Prófdómari að þessu sinni var
Antony Crossland frá Konunglegu tón-
listarskólunum í Englandi.
Skólinn hefur frá upphafi fengið er-
lenda prófdómara, en ástæöan fyrir
þeirri ráðstöfun er sú að tryggja nem-
endum skólans það að kennslutilhögun
og námsárangur nemendanna sé sam-
bærilegur við þaö sem finnst í ná-
grannalöndum okkar.
Að þessu sinni luku 6 nemendur 8.
stigs prófi sem er lokapróf úr almennri
deild. Þá lauk einn nemandi, Ingunn
Ragnarsdóttir, prófi úr kennaradeild
skólans.
Síðasti hluti prófa þessara eru tón-
leikar sem 2 eða 3 nemendur halda
sameiginlega.
miðjan febrúar, en hefur ekki stigið
síðan.
Að sögn Stefáns Reynis Kristjáns-
sonar, fjármálastjóra íslenska jám-
blendifélagsins hf., þurfa að fást 1.600
1.700 mörk fyrir tonnið svo að við-
unandi sé. Jámblendiverðið var þar
um kring og hærra bæði 1979 og um það
leyti sem rekstur verksmiðjunnar hér
hófst. Vonir standa því til að þetta verð
náistfljótlega.
Eftirspurn eftir járnblendi er mikil
um þessar mundir og verksmiðjan á
Grundartanga er nú rekin með fullum
afköstum sem jafngilda eins og áður
sagði um 53.000 tonna framleiðslu á
heilu ári.
verki á menningarviku. Því næst mun
skáld dagsins, Matthías Johannessen,
lesa úr verkum sinum. Loks syngur
karlakórinn Vísir undir stjóra Andrew
Hurrel. Inni á milli fyrrgreindra atriða
verður samleikur þeirra Andrew
Hurrel og Sigurðar Hlöðverssonar á
hom og trompett. Einnig leikur'
blásarakvintett tónskólans.
Dansleikur verður um kvöldið á
Hótel Höfn og hefst hann kl.23.
Það skal tekið fram að aðgangur er
ókeypis að málverkasýningunni og
samkomunni í nýja Bíói.
Kristján Möller/EA.
Fyrstu tónleikarnir verða föstudags-
kvöldið 20. maí, kl. 20.30, en þá syngja
þær Soffía Bjarnleifsdóttir sópran og
Elín Osk Oskarsdóttir sópran.
Aðrir tónleikar skólans veröa laug-
ardaginn 21. maí kl. 3, en þá koma
fram þau Kolbrún á Heygum Magnús-
dóttir alt, Ester H. Guömundsdóttir
sópran og Sigurður Þórðarson bassi.
Síöustu tónleikarnir í þessari tón-
leikaröð verða síöan miðvikudaginn
25. maí kl. 20.30. Þá koma fram Ingunn
Ragnarsdóttir sópran og Guðmundur
Þ. Gíslason tenór.
Undirleikarar verða þau Jórunn
Viöar, Guörún A. Kristinsdóttir og
Pavel Smid.
Tónleikarnir verða haldnir í tón-
leikasal Söngskólans aö Hverfisgötu 44
og eru öllum opnir meöan húsrúm leyf-
ir.
Aðalfundur
Olíufélagsins Skeljungs hf.
Aðalfundur Olíufélagsins Skeljungs hf. veröur haldinn 27. maí
1983 kl. 17.00 að Suðurlandsbraut 4, Reykjavík.
1. Á dagskrá er, auk venjulegra aðalfundarstarfa:
1 Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
2. Tillaga um innköllun eldri hlutabréfa og útgáfu nýrra hluta-
bréfa í þeirra stað.
3. Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins í samræmi
viðlið 2.
4. Önnurmál.
OLÍUFÉLAGIÐ SKELJUNGUR HF.
Grillhelgi
framundan
Kryddlegið kjöt grillpinnar í úrvali
Grillaðir kjúklingar / heilir kr. 145,
Egg 49,90 pr. kg
Kjúklingar 99,00 pr. kg
Nýj«in9 HEILSUTORG
(MIKIÐ ÚRVAL)
Opið föstudaga til kl. 19:30
A Opið laugardaga til kl. 12:00
rHÓLAGARÐUR
KJÖRBÚO, LÓUHÓLUM 2—6, SÍMI 74100
HERB
Siglufjörður:
Menningarvika
hefst í dag
NEMENDATÓNLEIK-
AR SÖNGSKÓLANS