Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Side 5
DV. FÖSTUDAGUR 20. MAI1983. 5 Fiskrf ræðingar og fleiri óhressir með fækkun skrapdaganna: Ekkert samráð haft víð Hafrann- sóknastofnunina „Ég tel aö vertíðin, eins og hún hefur komið út í ár, gefi ástæöu til aö menn séu varkárir meö ásóknina í þennan stofn,” sagði Jón Jónsson, forstööu- maður Hafrannsóknastofnunarinnar, er við spurðum hann aö því hvort hann og aðrir fiskifræðingar væru sáttir við þá auknu ásókn sem sjávarútvegs- Ruslahaugar við öll hús Ibúar í Hóla- og Fellahverfi, svo og Seljahverfi í Breiðholti hafa undan- fama daga verið að gera heldur betur hreint fyrir sínum dyram. Að frum- kvæði Framfarafélaganna hafa þeir hreinsað lóðir sínar, götur, opin svæði, svo og úr bílskúrum og geymslum húsa sinna. Fengu þeir um 3000 plastpoka hjá hreinsunardeild borgarinnar og voru þeir fylltir af allskonar rusli. Hafa starfsmenn hreinsunardeildarinnar unnið að því undanfama daga að keyra þetta rusl frá þeim á haugana. Ibúar í Kópavogi, Hafnarfirði og víða hafa gert slíkt hið sama, og má víða sjá stórar ruslahrúgur þar fyrir utan húsin. I fleiri hverfum og götum í Reykjavík hafa menn hug á að fylgja þessu góða fordæmi eftir, en vita ekki aimennilega hvemig þeir eiga að snúa sér í því að fá poka og aðra aðstoð hjá borginni. Pétur Hansson hjá hreinsunardeild borgarinnar sagði að hreinsunardeild- in tæki ekki að sér að hreinsa frá einu og einu húsi. Það yrði allt of mikið verk. Ef íbúar í einni götu eða íbúða- lengju tækju sig aftur á móti saman og hreinsuðu hjá sér, horfði málið öðru vísi við. Þeir fengju poka og síðan yrði séð um að keyra ruslið á brott. Hreinsunardeildin óskaði eftir góðu samstarfi við borgarbúa við að halda borginni hreinni og jákvætt framtak eins og þetta væri vel séð af henni. -klp- Þingeyri: Ekkert mokað og títíð flogið „Við emm ekki í neinu sambandi við vegakerfi þjóðarinnar og ekkert útlit fyrir að svo verði á næstunni,” sagði Bjami Grímsson, kaupfélagsstjóri á Þingeyri, í samtali við DV. Hann og fleiri Þingeyringar eru mjög óhressir með samgöngum^lin þar, en þar hafa menn verið hálflokað- ir inni í allan vetur. „Það hefur enn ekki verið hreyft við því að moka Hrafnseyrarheiðina eða Dynjandis- heiðina og þó hefur verið hér mjög þokkalegt veður að undanfömu, ” sagði Bjarni. ,JEf ekkert á að gera verðum við sjálfsagt að bíða fram í ágúst/september eftir að snjórinn fari afsjálfu sérafheiðunum.” Bjarni sagöi einnig að menn á Þing- eyri væm mjög óánægöir með þjónustu Flugleiða við staðinn. ,,I vetur vom þeir með þrjár ferðir í viku hingað, en nú hafa þeir fækkað þeim niður í tvær og þær eru báðar í tengslum við Isa- fjörð. Það bjargar okkur að skip Skipaút- gerðar ríkisins koma hingað einu sinni í viku. En það tekur okkur á annan sólarhring að komast þá leiðina suður til Reykjavíkur og það þykir mörgum langurtími,”sagðiBjami. -kip- Selfoss: Vætulaust blíðviðri Hér er sól, en vantar vætu. Hitinn ' hefur verið frá 10 og upp í 12 og 14 stig á daginn i forsælu en kólnar með kvöld- inu og er bara ansi andkalt ef einhver gola er. Mér er sagt að verið hafi um frostmark hér á Selfossi í nótt. Það er ekki farið að sleppa hérna hrossum, en fólk er samt í sólskinsskapi. Ekki þó unga fólkið sem er að útskrifast úr skólunum og fær enga vinnu, nema þeir heppnu sem komast í sveit í þrjá Sænsk söngkona í Blómasalnum Sænska söngkonan, Stina-Britta Melander, syngur fyrir gesti Blóma- saiar Hótei Loftleiða um helgina. Kemur hún fram laugardagskvöldið 21. maí og sunnudagskvöld 22. mai, hvítasunnudag. ráðuneytið leyfði í þorskstofninn á dögunum. Það gerði ráöuneytið með því að fækka skrapdögum togara og stöðva ekki netaveiði fiskibátaflotans um miðjan maí eins og gert hefur verið undanfarin ár. Eru fiskifræðingar og margir sjómenn mjög á móti þessu. ■ Segja þeir að aukin ásókn í þorskinn komi niður á veiðunum síðar. Þetta sé svipað og aö menn i landi ráðist á út- sæði sem á að fara í kartöflugarðana og eti það áður en það sé sett niður. „Það var ekkert samband haft við okkur um þessa skrapdagafækkun,” sagði Jón. „Ráöuneytið segist hafa orðiö að taka þessa ákvörðun fyrir 1. maí af stjórnarfarslegum ástæðum. Það er þeirra sem þar ráða að taka ákvarðanimar og ákveða hvenær þær taka gildi. Við emm að vinna að því núna að gera úttekt á þeim gögnum sem liggja fyrir eftir vertíðina. Þau koma frá rannsóknaskipunum og einnig úr afla veiðiskipanna. Skýrslan verður tilbúin siðar i þessum mánuði og hún þá lögð fyrir ráðuneytið. Það er okkar venju- lega leið. Frá okkar sjónarhóli séð hefði það því verið æskilegt að ráðuneytið hefði beðið með að ákveða þessa fækkun á skrapdögum togaranna þar til þaö álit hefði legið fyrir,” sagði Jón. -klp- — Stórir þorskar eins og þessir, sem einn skipverja á Hilmi 2 StJ er hér með, verða óþekkt fyrirbæri i framtiðinni ef mennirnir fara ekki variega i sóknina iþorskstofninn, segja margir sjómenn og fiskifræðmgar. SV-mynd S og hálfan mánuð og fá 8—10 þúsund krónur yfir tímabilið. Þetta myndi þingmönnum þykja lítið kaup. Séra Sigurður Sigurðsson, okkar ágæti prestur, er búinn að ferma 78 böm á þessu vori í sóknarkirkjum sínum sem em fjórar: Selfosskirkja, Hraungerðiskirkja, Villingaholts- kirkja og Laugardælakirkja. Regína, Selfossi/JBH Stina-Britta Melander syngur bæði á íslensku og sænsku meðal annars lög eftir Grieg, Alfvén, Rangström og Sibelius. Einnig lög úr þekktum óper- um og óperettum. JBH GARÐEIGENDUR, SUMARBÚSTAÐAEIGENDUR Skógrækt ríkisins se/ur plöntur á eftirtö/dum stöðum: HVAMMI í SKORRADAL VÖGLUM í FNJÓSKADAL Simi 93-7061, opið virka daga og um helgar eftir samkomulagi. Sími 96-23100, opið virka daga og um helgar frá kl. 14—16. NORÐTUNGU HALLORMSSTAÐ Á FLJÓTSDALS í ÞVERÁRHLÍÐ HÉRAÐI Sími um Síðumúla, opið virka daga. Sími um Hallormsstað, opið virka nema föstudagskvöld. daga og um helgar eftir samkomu- LAUGABREKKU VIÐ VARMAHLÍÐ, lagi. SKAGAFIRÐI TUMASTÖÐUM í FLJÖTSHLÍÐ Sími 95-6165, opið virka daga og um Sími99-8341, opiðmánudaga-laugar- helgar eftir samkomulagi. daga kl. 8—18.30. Mismunandi er hvaða plöntur eru tH á hverjum stað. Hafið samband við gróðrar- stöðvarnar, þær veita upplýsingar um það og benda yður á hvað er tilannars stað- ar ef þær hafa ekki til þær plöntur sem yður henta. Við bjóðum einungis plöntur sem ræktaðar eru i gróðrarstöðvum okkar, en eng- ar innfluttar plöntur. Við bjóðum aðeins tegundir og kvæmi sem reynsla er kom- in á hérlendis. VERÐIÐ HVERGI LÆGRA SKOGRÆKT RÍKISIMS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.