Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Síða 6
6
DV. FÖSTUDAGUR 20. MAl 1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Seveso er nú dauður bær eftir slysasprenginguna í efnaverksmiðjunni um árið en unnið hefur verið að hreinsun umhverfisins. — Tilhægri sést hver áhrif eitrunin
getur haft á þau fórnardýrin sem þó sleppa lífs.
Barna-
pía CIA
Tass-fréttastofan greindi frá því í
gær að Moskvulögreglan hefði
skamma hríð haft í haldi bandariska
barnfóstru eftir að lögreglan hafði
leyst upp samkomu hjá vottum
Jehóva. Því var haldið fram að hún
væri erindreki bandarísku leyniþjón-
ustunnar, CIA.
„Barnapían frá CIA” var Sue
Pamela Came kölluð og var sagt aö
hún hefði látið „vottunum” í té
peninga, ritvélar og segulbönd. —
Came gætti bama Plunkerts, annars
sendiráðsritara bandaríska sendiráðs-
insíMoskvu.
Díoxín-eitrið fundiö
i ónotuðu sláturhúsi
Tass heldur því fram að vottar
Jehóva séu á snæmm CIA en safnaðar-
starf þeirra er bannað í Sovétríkj-
unum.
Carne, sem hefur verið í Moskvu í
tvö ár, yfirgaf Sovétríkin á sunnu-
daginn. Hún var handtekin fyrir að
hafa yfirgefið Moskvu til þess að sækja
samkomu vottanna í Kalinin án þess
að gera hlutaðeigandi yfirvöldum
viðvart.
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
Franskir herbílar hófu árla í morgun
flutninga á 41 tunnu af hinu banvæna
díoxín-eitri, sem fannst í ónotuðu
sláturhúsi í þorpinu Anguilcourt
noröur í landi við belgísku landa-
mærin.
Þarna er loks komiö fram úrgangs-
eitrið sem hvarf frá Seveso á ítalíu,
þar sem stöðugt hefur verið unnið aö
hreinsun eftir slysasprenginguna 1976 í
efnaverksmiðjunnL Um tveggja mán-
aða bil hafa menn velt fyrir sér hvar
eitrinu hafi verið holað niður og hefur
verið leitað víða í álfunni.
Fulltrúar frönsku stjómarinnar og
svissneska fyrirtækisins Hoffmann-La
Roche, sem átti efnaverksmiðjuna í
Seveso, voru viðstaddir þegar eitur-
tunnumar vom fermdar á herbílana.
Svissneskir sérfræðingar verða Frökk-
um til ráðuneytis um hvernig best má
eyða úrganginum.
Tunnurnar munu allar hafa verið
heilar en svissnesku sérfræðingamir
voru hneykslaðir á því hvemig frá
þeim hefði verið gengið í geymslu.
' Díoxín er tíu þúsund sinnum ban-
vænnaenblásýra.
Eiturúrgangurinn verður nú fluttur í
eina ofninn í allri Evrópu sem getur
brennt hann upp til agna en ekki er
sagthvarsáer.
Eigandi sláturhússins, sem leigt
hafði húsið til geymslu, segist ekki
hafa vitað hvað í tunnunum var. Þær
hafa verið þar síðan 4. nóvember.
Svissneska fyrirtækið hafði lýst því
yfir að 2,2 smálestir af eiturúrgangin-
um hefðu verið fjarlægðar frá Seveso
og þeim fyrirkomið eftir löglegum
leiðum. Síðar kvisaöist að verktakinn
sem verkið annaðist hefði blekkt menn
varðandi það hvað hefði orðið um
eitrið. Vildi hann ekki upplýsa hvert
það hefði verið sent og hófst þá leitin.
Stúdentinn álitinn
myrtur af lögreglu
Kæruleysi mannanna í umgengni við eitruð úrgangsefni hefur orðið tilefni mót-
mæla meðal annars við svissneska fyrirtækið sem á efnaverksmiðjumar í Seveso.
Skattahækkanír
í blóra v/ð Reagan
öldungadeild Bandarikjaþings, þar
sem flokksbræður Reagans eru í meiri-
hluta, samþykkti í gærkvöldi fjárlaga-
áætlun fyrir árið 1984 sem gengur í
berhögg við vilja forsetans. Til dæmis
er þar gert ráð fyrir hærri sköttum til
þess að draga úr hallanum á ríkis-
rekstrinum.
Reagan hefur heitið því að beita neit-
unarvaldi sínu gegn öllum frumvörp-
um sem fela í sér hækkun skatta á
næstu tveim árum. Hefur hann sagt að
skattahækkanir mundu spilla efna-
hagsbatanum. — Andmælendur hans
halda því fram að halli á fjárlögunum
gæti reynstverri.
I frumvarpinu, sem öldungadeildin
samþykkti í gærkvöldi, með 50 atkvæð-
um gegn 49, er gert ráð fyrir 178,6 mill-
jarða dollara halla á fjárlögum 1984
sem minnki síðan niður 127 milljarða á
f jórum árum. Gert er ráð fyrir 73 mill-
jarða dollara hækkun skatttekna á
þrem árum.
Tvívegis var fellt á þingfundinum í
gærkvöldi fjárlagafrumvarp sem
Reagan hafði stutt en það gerði ráð
fyrir að engir nýir skattar yrðu lagðir
á í biU en haUinn yrði 193 mUljarðar.
Demókratar fengu nokkra frjáls-
lynda repúbUkana í lið með sér við af-
greiðslu f rumvarpsins.
Það verður nú sent í sérstaka nefnd,
sem samhæfir það frumvarpi er full-
trúadeUdin samþykkti og gerði sömu-
leiðis ráð fyrir töluverðum skatta-
hækkunum.
ingarinnar, í símskeyti sem lesiö var
upp við útförina.
A skilti, sem reist var við hina ný-
teknu gröf, stóð skrifað: ,,Enn eitt
pólskt fómarlamb”.
Það er almennt áUtið að Przemyk
hafi verið látinn gjalda starfa móður
hans í þágu einangrunarfanga, en hún
hefur sjálf sætt likamsárás fyrir. Lög-
reglan hefur sagt að Przemyk hafi
verið handtekinn eftir ölvunarslags-
mál en málið er í rannsókn.
Loft þykir rafmagnað í PóUandi
þessa dagana vegna undirbúnings
heimsóknar Jóhannesar Páls páfa en
erkibiskup Póllands, Jozef Glemp
kardináli, sagði við fréttamenn Reut-
ers í gær að hann vonaðist til þess að
kirkjan kæmi í kring fundi páfans og
Lech Walesa í heimsókninni í næsta
mánuöi.
Yfirvöld sjá enga ástæðu tU þess að
Walesa njóti sérstakrar áheyrnar páf-
ans þar sem Walesa sé enginn sérstak-
ur, aðeins fyrrverandi leiðtogi fyrrver-
andi verkalýðssamtaka.
Yfir fimmtán þúsund manns voru
við útför pólska stúdentsins Grzegorz
Przemyk (19 ára) sem lést af innvortis
meiðslum tveim dögum eftir að hann
haföi verið í haldi Varsjárlögreglunn-
ar.
Andstæðingar herlagastjórnarinnar
segja, að Przemyk sé enn eitt fómar-
dýr óréttlætis stjómvaldanna. —, jSér-
hvert dauðsfaU er sársaukafullt.. . en
þetta var sérlega grimmdarlegt.. .
Því verður ekki gleymt,” sagði Lech
Walesa, leiðtogi óháðu verkalýðshreyf-
Walesa-hjónin í áheym hjá páfa þegar þau voru í heimsókn í Róm en Glemp
kardínáli hefur hug á því að Walesa hitti páfann þegar hann kemur í næsta mán-
uði til Póllands.
Bóluefni gegn misl-
ingum úðað í hálsinn
MisUngabóluefni sem úðað er
með „aerosol” brúsa ofan í háls-
inn, gæti máð út mislinga í heimin-
um, segja visindamenn í Chicagó.
Dr. Albert Sabin, sem fann upp
mest notaða bóluefnið gegn lömun-
arveikinni, segir, að tUraunir í
Mexíkó með mislingabóluefni þetta
á ,,spray”brúsum sýndu, að það
bæri 100% árangur ef notað á böm
4—6 mánaða gömul og eins hjá'
eldri bömum.
„MisUngar eru víða í heiminum
alvarlegt heilbrigðisvandamál.
Einkum í löndum þar sem þeir
koma upp á seinni hluta fyrsta árs-
ins,” segir Sabin og félagar hans í
skýrslu, sem þeir skrifa í tímarit
ameríska læknafélagsins.
Segja þeir, að bóluefni, sem dælt
er með sprautu, beri ekki aUtaf
árangur.