Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Blaðsíða 8
8 DV. FÖSTUDAGUR 20. MAl 1983. Smurbrauðstofan BJÖRNINN NjáUgötu 49 - Sími 15105 Lausar stöður Við Menntaskólann í Kópavogi eru lausar til umsóknar fjórar kennarastöður í íslensku, ensku, efnafræði, stærðfræöi og eðlisfræöi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 10. júní nk. — Umsóknareyðublöö fást í ráðuneytinu. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 13. maí 1983. Laus staða Viö Fjölbrautaskólann á Akranesi er laus til umsóknar staða aöstoðarskólastjóra. Gert er ráð fyrir að aöstoöarskólastjóri sé að öðru jöfnu ráðinn til fimm ára í senn úr hópi fastra kenn- ara á framhaldsskólastigi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 10. júní nk. — Umsóknareyðublöö fást í ráðu- neytinu. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 13. maí 1983. Styrkir til háskólanáms í Búlgaríu Búlgörsk stjórnvöld bjóöa fram í aðildarlöndum UNESCO átta styrki til háskólanáms í Búlgaríu um sex mánaða skeið á há- skólaárinu 1983—84. Styrkirnir eru ætlaðir til framhaldsnáms í búlgarskri tungu og bókmenntum, listum, sögu, verkfræöi eða búvísindum. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 45 ára og hafa lokið háskólaprófi áður en styrktímabil hefst. Um- sóknum skal komið til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 11. júní nk. - Sérstök umsóknareyðu- blöð og nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ 13. maí 1983. Lausar stöður Við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík eru lausar til um- sóknar nokkrar kennarastöður. Um er að ræða eftirtaldar kennslugreinar: íslensku, erlend mál, stærðfræði, eölisfræði og sérgreinar á tréiðnabraut. Varðandi siðastnefnda starfið skal tekið fram að krafist er meistararéttinda í iðngreininni. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 10. júní nk. — Umsóknareyöublöð fást í ráðu- neytinu. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 13. maí 1983. Ráöherranetnd Noröurlanda Norræna menningannálaskrifstofan í Kaup- mannahöfn I Norrænu menningarmálaskrifstófunni í Kaupmannahöfn eru lausar til umsóknar stööur fulltrúa á sviði vísindamála og stjórnsýslu. Auglýsing með nánari upplýsingum um stöðurnar verður birt í Lögbirtingablaði nr. 52/1983. — Umsóknir skulu hafa borist fyrir 31. maí 1983 til Nordisk ministerrád, Sekretariatet for nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, DK-1205 Koben- havn K. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 13. mai 1983. Lausar stöður Nokkrar kennarastöður viö Menntaskólann að Laugarvatni eru lausar til umsóknar. Um er að ræöa eftirtaldar kennslu- greinar: Efnafræði, frönsku, dönsku og íslensk fræði. Æskilegt er að umsækjandi geti kennt fleiri greinar en eina. I íslenskum fræðum er um að ræöa starf til eins árs. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir meö ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 10. júní nk. — Umsóknareyðublöð fást í ráðu- neytinu. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 13. tnaí 1983. Neytendur Neytendur Neytendur Eggjamálið: Geir á Vallá hefur sótt um heildsöluleyfi geir G. CiEIRSSON VALLÁS8WS»P8« ii<?yk..javí.ic, maí 19^-3. Vrartlííi&sluráft lan-.ibitnaftarirs, llr. 'iunnnr Gu'M jart.stion, lísndaiiöllinni v/1 'ar.atori. ; v í í'.. IJndirrita&ur ssrKir T.'n. npGjabúsina aö Vallá, i-.Jalarnesi uin FeildsSluleyfi á o.jgJuis, op vísor til vfirlýsinea rYaiRleiOsluráfis í £ jölmifiluin ;>ar sew f>aö lýsir ylir því aö tyrirhur,u6 dreifincarstöa ecftja eie.i eKKi aft véra i forrai einokunar. Ilndirritaöur raun aft sjálfsöp.óu uppfyll.i bau sKilyrfti, snnt hundln verfta leyfisveitinr.unni, enda sjái i’ramleiösluráö uir aft jafnratöis veröi eætt meöal 1 eyl ishnfa. Svo sem getið hefur um hér í DV hef- ur dreifingarstöð eggjabænda verið mikiö til umræöu að undanförnu. Fimm manna nefnd Sambands eggja- framleiðenda var kosin á félagsfundi í febrúarmánuöi. Nefndin var kosin til að fylgja eftir ákveðnum tillögum sem samþykktar voru á umræddum fundi. I stuttu máli felst í þeim tillögum að Framleiðsluráö landbúnaöarins taki að sér verðskráningu á eggjum, að eggjaframleiösla verði bundin fram- leiðsluleyfum. Einnig voru ákvæði um félagsbundna sölu og dreifingu á eggj- um og síðast en ekki síst að óska eftir að Framleiösluráð veiti f járframlag úr kjarnfóðursjóði til stofnunar dreifing- arstöðvar á eggjum. Á blaöamanna- fundi sem haldinn var nýlega, með for- ráðamönnum Framleiðsluráðs land- búnaöarins og þremur eggjabændum úr fimm manna nefndinni, kom eftir- farandi fram: „Því hefur þráfaldlega verið haldið fram, bæði í ræðu og riti að undan- förnu, að ætlunin sé aö koma á ein- okunarsölu á eggjum. Þetta er algjör misskilningur. Einungis hefur verið rætt um og reyndar samþykkt að veita einum aðila heildsöluleyfi. Aðrir hafa ekki sótt um slíkt leyfi. Þeir sem mest tala um einokunarsölu bera gjarnan fyrir sig 36. grein Framleiðsluráðslag- anna. 1 henni kemur fram, að Fram- leiösluráði sé heimilt að viðurkenna Sölufélag garðyrkjumanna sem sölu- félag ylræktarbænda og Samband eggjaframleiðenda sem sölufélag eggjaframleiðenda. Þegar þessi viður- kenning hafi oröið sé öörum óheimilt aö selja þessar vörur i heildsölu, nema með leyfi Framleiðsluráðs.” Það hefur verið greint frá því hér í blaðinu aö eggjabændur, að minnsta kosti tveir, hefðu hug á aö sækja um heildsöluleyfi á eggjum. Nú hefur það gerst að Geir Gunnar Geirsson, bóndi að Vallá Kjalamesi, hefur sótt um heildsöluleyfi á eggjum. Með bréfi til Framleiðsluráðs landbúnaöarins, dag- settu 6. maí síðastliöinn, sækir hann um leyfið. Tekur hann fram í bréfi sínu að hann muni að sjálfsögðu uppfylla þau skilyrði, sem bundin verða leyfis- veitingunni, enda sjái Framleiðsluráð um að jafnræðis verði gætt meðal leyfishafa. Birtum við bréf Geirs G. Geirssonar með greininni. Bókun í Framkvæmdanefnd Viö höfðum samband við Guðmund Stefánsson, ráðunaut hjá Stéttarsam- bandi bænda, og spuröum hvaö þessu máli liði, hvort tekin hefði verið af- staða til umsóknar Geirs. „Bréfið var lagt fram á fundi fram- kvæmdanefndar Framleiðsluráðsins fyrir skömmu. Þar var bókað að sent skuli bréf til Sambands eggjaframleið- enda og leitað umsagnar um beiöni Geirs” svaraði Guðmundur. ,Einnig var bókaö að í bréfinu skyldi vera fy rirspum um það hvort Geir G. Geirs- son á Vallá væri ekki félagsmaöur i Sambandi eggjaframleiöenda. Bréfið hefur verið sent en ekki borist svar ennþá. Þaðhefur ekki verið fundur hjá Framleiðsluráði eftir að bréf Geirs barst hingað svo aö þar hefur málið ekki verið tekið fyrir, aöeins í fram- kvæmdanefndinni sem fyrr segir. Eg hygg aö næsti fundur Framleiösluráðs verði fljótlega eftir næstu mánaðamót. í byrjun júní. Svoframarlega sem bréf hefur borist til baka frá Sambandi eggjaframleiöenda verður máliö tekið fyriráþeimfundi.” -ÞG Dagstimpillinn á kartöf lunum: Beðist afsökunar á mannlegum mistökum Haraldur Benediktsson, eigandi verslunarinnar Álfaskeiös í Hafnar- firði, hringdi. Við sögðum á dögunum frá kartöfluflögum sem kona nokkur hafði keypt í versluninni. Verðmiði var límdur yfir stimpil með síðasta sölu- degi. Samkvæmt þeim stimpli var síð- asti söludagur í maí 1982 Haraldur sagði það algert óvilja- verk að verðmiðinn var límdur yfir stimpilinn. Hann hefði hvað eftir ann- að brýnt fyrir starfsfólki sínu að þetta mætti ekki gera. Hitt bæri stundum við þegar beðið væri eftir vörunni inni í búö að flýtirinn væri mikill og yrðu mönnum þá á mistök. Hann sagðist hafa fengið þessa sendingu í júní á síð- asta ári og hreinlega ekki tekiö eftir stimplinum. Innflytjandinn segði reyndar að síðasti söludagurinn væri í ágúst (stimpilinn var þaö óskýr að erfitt var að greina hvort á pokanum stóð 08 eða 03 1982). Samt væri sá tími sem leið frá sendingunni og fram að síðasta söludegi mun styttri en venja væri til. Því hefði starfsfólkið ekki grunað að svo væri. Haraldur vildi koma margföldum afsökunarbeiðnum til konunnar sem keypti kartöflurnar og bauðst til að bæta henni þær, hvemig sem hún vildi. Þama hefðu orðið mannleg mistök sem reynt y rði að bæta úr. DS Dóra Stefánsdóttir og Þórunn Gestsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.