Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Page 9
DV. FÖSTUDAGUR 20. MAl 1983. 9 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur „Hvernig nenniröu þessu, er þetta ekki mikill vandi?”hafa sumir gestir minir spurt mig þegar ég hef gefið þeim volgt gerbrauð, beint úr ofninum. En bökun gerbrauðs er einhver sú ein- faldasta og þægilegasta matreiösla sem til er. Otrúlega margir þora hins vegar ekki að reyna við hana af því að þeir halda hana allt of flókna til þess að geta ráðiövið hana. Ég var lengi á sömu skoðun. I mat- reiðslu í skólanum í gamla daga var okkur kennt að búa til gerbrauö. Fannst mér það óttalegt mas, bæði flókið og leiðinlegt. I fyrsta skiptið sem ég reyndi bakstur úr geri heima við breyttist það álit ekki. En af með- fæddri þrjósku hélt ég áfram og sé nú að þaö er bara eins með gerið og aðra lifandi hluti, það verður að fara rétt að því. Grundvallaratriðið er hitastigið á vökvanum sem það er leyst upp í. Sé það rétt getur fátt farið úrskeiðis. Mér er meira aö segja sagt aö nú sé búiö að setja undir þann leka líka því hægt sé að fá „instant” ger sem ekki þarf einu sinni að leysa upp. Það er einfaldlega sett saman við mjölið sem bakað er úr. Ekki hef ég prófað þessa nýjung en veit um fólk sem notar hana með góð- um árangri og segir brauðið ekki verða síðra. Þegar ger er leyst upp á vatnið að vera við líkamshita manns. Mér finnst best að mæla þetta svona nokkum veg- inn með litla fingri. Og ég hika ekki við það að taka vatnið beint úr krananum, hitaveituvatn og kalt vatn í bland. Það er alveg óþarfi 'að hita vatn sérstak- lega til að baka úr. Hitaveituvatnið er ekki síðra, inniheldur meira aö segja víða nokkuö af steinefnum. Vatnið sem gerið er leyst upp í þarf að vera svona þrisvar sinnum fyrirferðarmeira en gerið. Ekki er þetta samt neitt nákvæmnisatriði. Ef vatniö verður of mikið er einfalt aö bæta viö örlitlu af mjöli og sé það of h'tið má bæta meiru við. Gerið leysist ekki upp nema vatnið sénægilegt. Ekki reka á eftir gerinu Það er annaö sem passa verður upp á þegar bakaö er úr geri. Það er að hgfa nægan tíma. Það þýöir ekkert að ætla aö reka á eftir gerinu. Kannski er þessi staðhæfing næg til þess að einhverjum hrýs hugur, getur ekki hugsaö sér aö standa sveittur í eldhúsinu tímunum saman. Þá skal hugga með því aö alls ekki þarf að standa yfir væntanlegu brauði allan tímann. Meðan það er að lyfta sér er hægt að gera ýmislegt ann- að. Og þeir sem eiga góðar hrærivélar geta meira aö segja látið þær hnoða og gera allt mögulegt á meðan. Hörðustu gerbakstursmenn segja reyndar að það sé ekkert að marka að hnoða brauðið í vél. En ég hef prófað það og veit að bragðið veröur ekkert síðra og næringin ugglaust ekki heldur. Hví skyldu þeir sem það vilja þá ekki nota hrærivélina? Þeir sem reyndúr eru orönir í ger- bakstri notast oftast ekki viö uppskrift- ir nema til hliðsjónar. Þeir finna fljótt hvað þeim þykir best og baka eftir sín- um eigin uppskriftum. Fyrir byrjand- ann er hins vegar best aö fara eftir uppskrift. Má benda á matreiöslubæk- ur Sigrúnar Davíðsdóttur í þessu sam- bandi. I þeim eru ákaf’.ega skýrar og góðar leiöbeiningar sem mjög auðvelt eraðfaraeftir. Eins og fyrr segir þá verður að gefa sér góðan tíma til að baka gerbrauð. Það þarf að lyfta sér tvisvar sinnum áður en það er bakað. Fyrst í skál eftir aö öllu hefur verið blandaö saman og síðan á bökunarplötunni eða í forminu. Yfir skáhna þarf að breiða vel. I upp- skriftum er oftast mælt með því að breiða rakt stykki yfir hana. En mér hefur reynst enn betur að nota plast- fUmu. Þá verður skálin alveg þétt og geriö nær að lyfta deiginu betur. Hvað á að nota? Gerið er auðvitað það atriðið sem best er að byrja á. Pressuger er það al- tekur gerið lengri tíma í það að lyfta deiginu. Og einhvem veginn verður brauðið betra fyrir bragðið. Mjög gott er að hnoða deigið að kvöldi til úr köld- um vökva og stinga skáhnni með því inn í kæU. Þegar komið er heim úr vinnu næsta dag er deigið passlegt tU þess að láta það lyfta sér aftur. Ýmsu smálegu má síðan bæta út í þetta. TU dæmis salti, sykri og ein- Ostur i og með gerbrauði er sérstaklega ijúffengur. Osta og smjörsaian hefur gefið út marga bæklinga sem i er að finna upp- skriftir að sliku brauði. Hér er mynd úr einum þeirra. besta. En það er ekki aö öUu leyti eins lipurt og þægilegt og þurrgerið. I fyrsta lagi fæst það ekki víða. Hér í Reykjavík er helst hægt að fá það í verslunum sem selja svonefndar heUsuvörur. Uti á landi veit ég hreint ekki hvort hægt er að fá það. Þurrger er því sjálfsagður kostur þar sem svo er. Þurrgerið er Uka að mörgu leyti þægUegra í notkun. Það geymist enda- laust í vel lokuðum stampi og alltaf er hægt að gripa tU þess. Pressugerið á það hins vegar tU að mygla í ísskápnum ef ekki er vel að gáð. Þó að ótrúlegt sé er reyndar hægt að frysta það. Þá þarf hins vegar ögn meira af því en venju- lega. Um það bil eina teskeiö af þurr- geri þarf fyrir hver 10 grömm af pressugeri. Þannig geta menn fundið út hvað þeir þurfa af annarri gerteg- undinni sé hin gefin upp. Mjöl, bæði gróft og fínt er síðan ann- að grundvallaratriði. Ohætt er að nota margar mjöltegundir saman. TU dæm- is rúgmjöl, heUhveiti og hveiti. Mis- jafnt er hversu mikinn vökva þarf á móti hverri tegund mjöls og hversu mikið ger þarf. Kynniö ykkur það. Þannig þarf mikinn vökva í brauö sem í er rúgmjöl og einnig meira af geri en í hveitibrauö. Vökvi er síðan þriðja grundvallar- atriðið. Hann má vera mjólk, vatn, safi og jafnvel saft. I mörgum uppskriftum er mælt meö því að allur vökvinn sé velgdur. Sé það gert gengur gerjunin fyrr. En ef menn hafa nægan tíma er um að gera að nota kaldan vökva. Þá Hægt er að baka stór brauð og smá, gróf og fin, sæt og ósæt. Allt eftir þvi hvað menn eru i skapi tilað borða. hverju feitmeti, rúsínum, fræjum eöa kryddjurtum. Allt eftir því hvað menn ætla sér með brauðið. Án aUs þessa er þó hægt að komast af en játast verður að brauðið verður þá ekki eins gott. Aðferðin 1. Leysiö gerið upp í Ukamsheitum vökva. Látið það bíða smástund á meðan þið finniö annað til. 2. Blandið saman í skál þurrefnum, feitmeti, ef það er notaö, og öðrum vökva. 3. Blandiðgerblöndunniútí. 4. Hnoðið með höndunum eða í hræri- vél þar til deigið sleppir skáUnni. 5. Breiðið rakt stykki eða plastfUmu yfir skáUna og látið deigið lyfta sér þar til það er orðið um það bil helm- ingi stærra en það var í upphafi. 6. Hnoðið deigið aftur og bætið í það mjöli ef ykkur finnst þess þurfa og mótið í boUur eða brauð. 7. Bakið við um það bil 200 gráðu hita. Tíminn fer eftir stærð, um 15—20 mínútur fyrir boUur og um klukku- tíma fyrir stór formbrauð. Þetta er aUur vandinn. Gott gengi. DS £3=3 jafnvel öndvegisviður þarf umönnun Harðviðurer notaður þarsem annar mýkri viðurdugarekki. í útihurðir, um borð í skipum, já alls staðar þar sem mikið mæðir á vegna veðráttu eða notkunar. En jafnvel öndvegisviður þarf umönnun. Viðinn þarf að hreinsa og verja gegn ofþornun. International hefuralltsem til þarf: Hreinsi sem auðveldur er í notkun og skaðar ekki kítti, lakk eða málningu. Og olíu sem varnar því að viðurinn þorni. Öndvegisviður á góða umönnun skilið. 2C International Að baka brauð heima er leikur einn — en nokkra þolinmæði þarf til

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.