Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Síða 16
16
DV. FÖSTUDAGUR 20. MAl 1983.
Færanleg
verkstæöisþjónusta
Tökum aö okkur hvers kyns járnsmíöaverkefni,
bæöi nýsmíöi og viðgerðir.
SIÁL-ORKA
SIUtI-«(;Vllt(;i;iHtAÞ4»MSTAN
Sími 78600 á daginn
og 40880 á kvöldin.
TO félagsmanna
Byggingasamvinnufélags
Kópavogs
I ráði er aö stofna byggingaflokk innan félagsins til að hetja
byggingu á 16 raöhúsum við Sæbólsbraut 1—31, sem eru til út-
hlutunar hjá Kópavogsbæ, ef næg þátttaka fæst.
Vakin er athygli á að umsóknarfrestur hefur vegna þessa ver-
ið framlengdur til 30. maí nk.
Þeir félagsmenn sem óska aö vera meö í þessum byggingar-
áfanga skulu snúa sér til skrifstofu félagsins, þar sem um-
sóknareyðublöð og byggingarskilmálar liggja einnig frammi.
Við úthlutunina mun bærinn taka tillit til búsetu, fjölskyldu-
stærðar og fjármögnunarmöguleika, en auk þess aðildar að
Byggingasamvinnufélagi Kópavogs vegna staösetningar.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Bygginga-
samvinnufélags Kópavogs, Nýbýlavegi 6.
Opið alla virka daga rnilli kl. 12 og 16.
STJÖRN
BYGGINGASAMVINNUFÉLAGS
KÓPAVOGS.
SMÁ - AUGLÝSINGADEILD
verður opin
UM HVÍTASUNNUNA:
Laugardag 21. maí kl. 9-14.
Sunnudag 22. maí LOKAÐ.
Mánudag 23. maí kl. 18-22.
og birtist þá smáauglýsingin í þriðjudags-
blaði, 24. maí, sem er fyrsta blað eftir
helgina.
Smáauglýsingadeild
Þverhholti 11.
Sími27022.
♦
♦
♦
TIL STYRKTAR
FOTLUÐUM
BÖRNUM
Hjólreiðadagurinn
Söfnun
er hafin
Öllum ágóða varið til uppbyggingar dvalarheimilis
fyrir fötluð börn. Við heitum á alla með stuðning.
Takið ve! á móti söfnunarfólki.
Margt smátt gerir eitt stórt.
Söfnunargögn má ná í á skrifstofu Styrktarfélags lamaóra og fatlaðra aó
Háaleitisbraut 11-13.
♦
♦
♦
HJÓLREIÐADAGURINN
28. MAÍ1983
Menning Menning Menning
Um þýðingar og
þýéingasjód
Að einu leyti háttar öðruvísi til í
bókmenntum hér á landi en öörum
greinum afþreyingar-iðnaðar, svo
sem eins og bíó, sjónvarpi, popp-
músík. Skemmtisögur á bóka-
markaöi eru allténd „innlendur
iðnaður” að því leyti til aö þær eru
allar saman þýddar á íslensku og
gefnarúthérálandi.
Reyfaramál,
þýðingamál
En þaö er því miöur ekki ýkja hátt
risið á íslenskum iðnaði á þessu sviöi
frekar en hinum frumortu skemmti-
bókmenntum. Þarf ekki að lesa
þýddar skemmtisögur lengi til þess
að komast að raun um að þetta eru
mikilstil mállausar bókmenntir á
íslensku.
Nú ætlast enginn til gullaldarstíls,
málvöndunarstefnu í reyfurum. En
reyfaramál er líka mál. Oftast er um
það að ræða aö koma lipru og ljósu
hversdagsmáli að sögum þessum á
íslensku, semja þeim íslenskan stíls-
hátt eftir lagi og stílstefnu frumtext-
ans. Skemmtisögur eru þegar vel
lætur ekki bara spennandi og
skemmtilegar sögur heldur geta þær
líka verið vel og læsilega stílaðar eft-
ir sínum hætti. En íslenskur
reyfarastíll er í aðalatriðum frum-
stæðasti þýöingastíll, algerlega
undirokaður orðfæri og rithætti
frumtexta, oft vanskilningi eða mis-
skilningi hans. Bókmenntasinnaðir
málfræðingar eiga mikið verk fyrir
höndum að kanna íslenskt þýðinga-
mál svo náskylt stofnanamálinu svo-
kallaða sem oft er verið að fárast
yfir.
Og allir sem hlut eiga að máli
virðast sammála um að svona eigi og
skuli þetta vera. Rithöfundasam-
band Islands fer eftir óljósu umboði
með samninga um þýöingar viö út-
gefendur. I þýðingasamningnum er
gert ráð fyrir tvennskonar greiðsl-
um, fyrir ,Jagurbókmenntir" annars-
vegar og „aðrar þýðingar” hinsveg-
ar, og er fyrri taxtinn allt að því
helmingi hærri hinum síöari. Þarf að
taka þaö fram að seinni taxtinn er
beinlinis settur til höfuðs þýðendum
skemmtibókmennta? Þeir eiga
kannski ekki betra skilið eins og
reyfaraþýðingar gerast upp og ofan.
Hitt er þar fyrir fjarri sanni að
stéttarsamtök rithöfunda skuli
beinlínis binda það samningum að
vinna á þessu sviði bókmennta skuli
vera undirmálsvinna.
Þýðingamál og
bókmenntir
Það er hætt við að þýðingasjóður
dugi skammt enda hreint ekki ætlaö-
ur tilendurbóta á þessu afrækta sviði
bókmenntastarfseminnar í landinu.
Hér þyrftu fyrst og fremst að koma
til gagnger sinnaskipti útgefenda
sem ár eftir ár plægja þennan arð-
vænlega akur. Fjöldi þýddra bóka ár
hvert, allur fjöldi þeirra skemmti-
sögur og bamabækur, er skilmerki-
lega til vitnis um lesendafjöldann
sem ber þessa bókaútgáfu uppi, allur
þorri þeirra fólk sem ekki hefur af-
not af bókum á erlendu máli og ekki
smekk eða aðrar ástæður til að nota
sér hinn góða skáldskap, skáldbók-
menntimar og þá kosti sem þar bjóð-
ast.
Áreiðanlega er mikill hluti þessara
lósenda börn og unglingar: skemmti-
sögumar taka með eðlilegu móti við
þar sem bamabókum sleppir fyrir
mikinn fjölda ungra lesenda. Það er
viðurhlutamikið ef mestallur bóka-
kostur þeirra er ekki einasta vangef-
inn frá upphafi, eins og svo margar
bamabækur, skemmtisögur óneitan-
lega eru, heldur líka beinlínis mál-
laus: þýddar og stílsettar á máli sem
hvergi sést né heyrist nema í
reyfaraþýðingum.
En hvaö þá um þýðingar hinna
betri skáldrita, fagurbókmenntanna
sem rithöfundar og útgefendur nefna
svo í samningum sínum: ætli sé
ekki allt í sómanum með þær? Um þá
hluti er raunar einkennilega sjaldan
rætt. Engu líkara en menn verði ein-
att svo fegnir að eignast einhverja
Seinnigrein
eftir
ÓlafJónsson
mikilsháttar samtímasögu eöa
sígilda skáldsögu, á islensku, aö
alveg sé litiö framhjá því hvemig
þessar sögur í raun takast sem bók-
menntir á sínu nýja máli. Aftur á
móti uppskera bæði þýðendur og út-
gefendur lof, og prís fyrir þrek sitt og
þor að ráðast í þýðingu og útgáfu
slíkra rita.
Kynning og þýðing
Nú geta þýðingar haft og hafa
einatt einhverskonar „kynningar-
gildi” til að bera: þær eru til frá-
sagnar um mikilsháttar skáldskap
sem maður að vísu fær ddd notið að
fullu gagni nema á frummáli sjálfu.
Svo er um margt ljóðaþýðinga á
íslensku. Og þýðingar íslenskra ljóða
á erlend mál hneigjumst við til að
meta mikils beinlínis vegna tilætlaðs
kynningargildis sem þær hafi um
íslenska menningu. Jafnframt em að
vísu ljóðaþýðingar sú grein þýðinga
sem langhelst nýtur viðurkenningar
sem skapandi bókmenntastarf.
Vera má að það sé frá slíku
kynningarsjónarmiði mikilsvert að
eignast á íslensku t.a.m. nýja sögu
eftir nóbelsveröiaunahöfund frá því
í haust, Gabríel Garcia Marquez, eða
verðlaunasögu Noröurlandaráös frá
því í fyrra, eftir Sven Delblanc, eða
rit eftir höfuðskáld alþjóðlegs
módernisma á öldinni, James Joyce.
En í og með þýðingu þeirra og útgáfu
á íslensku em Frásögn um margboð-
að morð, I Dyflinni, Samúels bók
orðnar íslenskar bókmenntir, eins og
líka síðustu sögur Alistairs og
Theresu frá þvi í haust, og gildi
þeirra allra saman á sínu nýja máli
ræðst á meðal annars af því aö tekist
hafi að semja þeim nothæfan stíls-
hátt, allra helst að sínu leyti jafiigild-
an stíl þeirra á frummáli.
Hér skulu engir dómar né hleypi-
dómar hafðir uppi um þessar til-
nefndu bækur og þýðingar. En ein-
hvernveginn segir mér svo hugur um
að „þýðingamál” sé enganveginn
einskorðað við skemmtibókmenntir,
aö margar velmetnar þýðingar
skáldbókmennta frá undanfömum
árum séu haldnar svipuðum ann-
mörkum og farist að miklu leyti fyrir
einhverstaðar á milli tungumála.
Rétt og vel
Til þýðenda eru einatt tvær kröfur
gerðar, að þeir þýöi „rétt” og þýði
„vel”. Innst inni er þetta kannski ein
og sama krafan: er nokkur vegur að
þýða Marquez, Delblanc, Joyce rétt
án þess að þýða þá vel um leið? Samt
togast einatt tvær skyldur á um
þýðandann í verki hans, annarsveg-
ar krafa um að sýna frumtexta sem
mestan trúnað, þýða sem
nákvæmast eftir orðanna hljóöan og
merkingu málsins. Og hinsvegar
þörf hans að gæta alls sama trúnaðar
við sjálfan sig og sitt mál og lesend-
ur, og skila ekki aðeins bókstaflegri
merkingu frumtextans heldur einnig
þeim merkingarauka sem stíllinn
geymir. Að endingu er ætlun hans að
stila jafnsnjallan skáldskap á
íslensku og hann hefur fyrir sér í
frumtexta.
I verki geta þessar skyldur orðiö
ósamrýmanlegar, annarsvegar er
krafist sem næst vélrænnar endur-
gerðar frumtextans, orð fyrir orð
lians, hinsvegar sjálfstæðrar um-
umsköpunar hans á nýju málLEinhvers
staöar þama á milli leitar hinna góði'
þýðandi lags við hæfi, og af því
hversu tekst ræðst gildi þýðinganna,
skáldskaparhlutverk þeirra á nýju
máli.
Um þessa hluti er sjaldnast rætt
þar semf jallað er um nýjar þýðingar
til dæmis skáldsagna. Og þess
verður sjaldan vart að f jallað sé meö
„fræðilegum hætti”, sem svo er
kallað, um vegu og vanda þýðinga,
hvort heldur er að fomu eða nýju.
Þetta er kannski von. I dagdómum
um nýjar bækur láta menn sér einatt
vaxa í augum efnislegar ávirðingar
til dæmis skemmtibókmennta, hina
eöa aðra óknytti sem þeir telja að
ástar- eða spennusögur geri gran-
lausum lesanda, og líta á málfars-
legan vanþroska eða úrkynjun
þeirra sem óhjákvæmileganfylgifisk
frásagnarefnisins. Þegar mikilverð-
ar skáldbókmenntir eru annarsveg-
ar hafa menn, eins og von er, mestan
áhuga á verðleikum og ágæti frum-
textans, hugmyndum hans, frá-
sagnarefni og stösháttum, sem þeir
þá ráða í eöa sjá skína í gegnum þýð-
ingu þótt hún kunni að vera ófull-
komin.
Þýðingasjóðurinn nýi væri aldeilis
ekki ónýtur ef hann yrði til að stuðla
að endurbót á þessu sviöi bók-
menntastarfseminnar. Það er vísast
og vonandi að hann verði til þess að
fleiri góðar bækur en ella verði á
næstunni þýddar á íslensku, allar
saman allra helst bæði rétt og vel.
En hann mætti líka verða til að auka
áhuga, skilning á þýðingum sem
skapandi skáldskaparstarfi. Það er
ekki vanþörf á því, svo mikið af okk-
ar daglega bókmenntalífi sem fer
fram í þýddum sögum.