Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.1983, Síða 36
73090 SENDIBÍLASTÖÐ KÓPAVOGS AUGLÝSINGAR jL/UÁA SÍÐUMÚLA 33 SMÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 Símsvari á kvöldin og um helgar Q//1 1 RITSTJÓRN O00 I I SÍÐUMÚLA 12—14 NÝ STEFANÍA RÆDD Svavar Gestsson átti í morgun fund með fuDtrúum annarra flokka en Sjáifstæðisflokksins þar sem rætt var um möguleika á myndun meirihluta- stjórnar. Alþýöuflokksmenn og framsóknarmenn hafa þó látið í ljós efasemdir um slíka ríkisstjórn. Uk- ur benda til aö Svavar muni skiia umboðisínuídag. Viöræðum Sjálfstæöisflokksíns við Alþýðuflokk og Bandalag jafnaðar- manna er nú lokið, þar sem þing- flokkur sjálfstæðismanna taldi að ekki væri um samstarfsgrundvöU að ræöa. Viðræöur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks munu væntan- lega hefjast aftur um helgina þar sem gerð verður úrslitatilraun til að koma saman samstjóm þessara flokka. Vilji er til aö fá Alþýðuflokk- inn með í þær viðræður enda hafa kratar tilkynnt flokknum að þeir séu reiðubúnir til viðræðna um önnur skilyrði en forsætisráöherra í þeirri samstjóm. Magnús H. Magnússon, varaformaður Alþýðuflokksins, sagði í gær að til greina gæti komið að flokkurinn fengi neitunarvald eða hluta þingrofsréttar. Hann sagði ennfremur aö ef Alþýðuflokkurinn fengi stjómarmyndunarumboö myndi hann reyna samstjórn með Framsóknarflokki og Sjálfstæöis- flokki. Framsóknar- og sjálfstæðis- menn munu hafa takmarkaðan áhuga á að veita krötum þingrofsrétt í ríkisstjóm. A ríkisstjómarfundi í gær var rætt um hvort fresta ætti verðbótagreiðsl- um 1. júní með bráöabirgðalögum. Engin ákvörðun verður tekin í þeim efnum fyrr en eftir helgi. Alþýðu- bandalagsmenn em hlynntir frestun og framsóknarmenn geta fallist á hana ef þaö greiðir fyrir myndun meirihlutastjórnar. En talið er að málin skýrist það mikiö um helgina að ekki þurf i aö koma til frestunar. ÖEF Konan sem varð undir vélskóf lunni: Mikið brotin og marin Konan sem slasaðist á Miklubraut- inni á miðvikudaginn liggur nú á gjör- gæsludeild Borgarspítalans. Hún varö fyrir því að vélskófla velti bíl hennar og ók síðan yfir hann. Konan þótti sleppa furðulega vel að komast lífs af úrþessuslysi. Þorbjörg Magnúsdóttir, yfirlæknir á gjörgæsludeild, sagði í morgun að líö- an konunnar væri eftir atvikum. Hún væri auðvitað mikið slösuð og ætti lík- lega eftir að eiga í áverkum lengi enn. En miðað viö allt hefði hún sloppiö al- veg furðulega vel. Konan er mikið beinbrotin, meðal annars er brot á hálsliðum. Eftir þeim rannsóknum að dæma, sem unnt hefur veriö aö gera ennþá, er þó talið líklegt að hún sleppi við lömun. Hún er mikið marin, sér- staklega á vinstri hlið. Lungu og melt- ingarvegur virðast ósködduð. Þor- björg sagði að enn gæti fleira átt eftir að koma fram við frekari rannsóknir þó allir vonuðu heitt að svo yrði ekki. DS. Höfnuðu boði um tryggingu Enn liggja ekki fyrir niðurstöður í máli Sjóla RE—18 sem var tekinn að meintum ólöglegum veiðum fyrr í vik- unni. Aö sögn Guðmundar L. Jóhannes- sonar, hjá bæjarfógetaembættinu í Hafnarfirði, var áhöfninni gefinn kost- ur á að halda á veiðar í gær gegn trygg- ingu. Þvítilboöi varhafnað. Málsgögn voru send til embættis rík- issaksóknara síðdegis í gær. Sagði Guð- mundur að úrskurður yrði væntanlega kveðinn upp f yrir hádegi í dag. -JSS. LOKI Hver er munurinn á geimskutlu og geim —skutiu? Lokunargjaldið í Grundarf irdi: Olöglegt — segir Gísli Jónssonogkrefst þessaðgjaldíð verði endurgreitt „Mér finnst þetta svo augljóst í reglugerð að ég leyfi mér að fullyrða að það sé með öllu óheimilt samkvæmt 19. grein reglugerðar fyrir Rafmagns- veitur ríkisins að taka lokunargjald ef lokun hefur ekki verið framkvæmd,” sagði Gísli Jónsson, prófessor og fyrr- verandi rafmagnsveitustjóri, í samtali við DV í morgun. Eins og kunnugt er af skrifum DV hafa ýmsir, meöal annars í Grundarfirði, fengið á sig slík g jöld. „Eg vil undirstrika,” sagði Gísli, „að það er ekki heimilt að taka gjald' fyrir sé ekki lokað. Heimildin í reglu- gerð er um að setja gjald fyrir endur- opnun. Þetta mál undirstrikar vel hversu vamarlaus neytandinn er. Þarna getur hann ekkert leitað nema til Rafmagnsveitnanna og ráðuneytis- ins og þau túlka reglugerðir auðvitað sér í hag. Eg tel að Rafmagnsveitun- um beri tafarlaust að endurgreiða þessi g jöld og það með vöxtum. Ef það verður ekki hef ég fullan hug á að taka þetta mál upp hjá neytendasamtökun- um.” -JBH. DV verdlaunar skutlumyndir DV hefur ákveðið að veita verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar af flugi geimskutlunnar yfir Reykjavík í gær- kvöldi. Veitt verða þrenn verðlaun, þrjú þúsund krónur, tvö þúsund og eitt þúsund krónur. Nánar verður skýrt frá samkeppninni í DV á morgun. óm. Geimskutlan Enterprise á baki júmbóþotunnar yfír miðborginni klukkan hálfniu i gærkvöldi. Esj- an i bakgrunni. DV-mynd: Loftur. Geimskutlan yf ir Reykjavík: FLAUGIFIMMTIU METRA HÆÐ Tugþúsundir manna sáu banda- rísku geimferjuna Enterprise á baki Boeing 747-þotu i aöeins fimmtíu metra hæð yfir Reykjavíkurflugvelli klukkan 20.31 í gærkvöldi. Þessi sér- kennilega samstæöa, þetta risafer- líki, var það stærsta fljúgandi far sem flestir höföu nokkru sinni séð; yfir 220 tonn að þyngd, 70 metra langt, 24 metra hátt og vænghafið 60 metrar. Geimskutlan var orðin hálftima á eftir áætlun þegar hún sást frá Kefla- víkurflugvelli koma fljúgandi úr vestri inn Faxaflóann meö stefnu á Akranes. Við Skipaskaga kom hún inn á aðalfluggeisla norður-suöur brautar Reykjavíkurflugvallar og fylgdi honum. Burðarþotan lækkaði sig eins og hver önnur flugvél í að- flugi og setti niður hjólin. Yfir miöj- um flugvellinum var hún í svipaöri hæð og öskjuhlíð. Skutlan stefndi síðan á Grindavík. Taka þurfti víða beygju til aö komast inn á lokastefnu Keflavíkurflugvall- ar. Þar var lent klukkan 20.45. Samgönguráðherra, Steingrímur Hermannsson og sendiherra Banda- ríkjanna á Islandi, Marshall Brement, tóku á móti áhöfninni sem var undir stjórn Larry Griffin. Þar var einnig samankominn mikill mannfjöldi. Geimskutlan fór frá Islandi í morgun klukkan hálfníu. Hún er aft- ur væntanleg 7. júní á leið sinni vest- ur um haf. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.