Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Page 16
16 DV. MIÐVIKUDAGUR1. JUNI1983. Spurningin Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Hvernig líst þór á fyrirhugað- ar efnahagsaðgerðir nýju ríkisstjórnarinnar? Lárus Johnsen, starfar ó Rannsókna- stofu Háskólans: Ég hugsa að þær séu það sem þurfti aö koma og mér finnst, margt gott í sambandi við þær. Þær verða vonandi til þess að ástandiö verður stööugt en ekki með þessum hringlandahætti. Jóhanna Þorgilsdóttir húsmóöir: Ég bý nú í Bandaríkjunum svo að ég veit1 sama og ekkert um þær. Ég vona bara að þeir fái góöan stuðning hjá fólki. í .. . ,n i—r»/ Albert Guðbrandsson, vinnur hjá i Skeljungi: Ég get ekkert sagt um þaö aö svo stöddu. Maöur verður bara að bíða til haustsins og sjá þá hvort maður á eitthvað til jólanna. Margrét Svelnbjömsdóttir sjúkraliöi: . Mér líst ekkert á þessa ríkisstjóm. Ég sé ekki fram á að neitt gerist annað en að ráðist verði að þeim lægstlaunuðu, það miðar allt að því aö plokka verka- íýöinn. Stefón Jökulsson ritstjóri: Það veröur að taka ó þessum mólum en ég óttast að það kunni aö bitna á þeim sem verst hafa kjörin. Mér finnst vanta talsvert upp á að stjómmálamenn skýri fyrir ; almenningi hvað þeir eiga við með í orðumsínum. „Ahyggjulaus dans —eftirmáli kosningaslags Haraldur Guðnason, Bessastíg 12, Vestmannaeyjum: I þann mund er stjóm okkar hálofleg kennd við Thoroddsen var farin að berja nestið, eftir að hafa sett landið á höfuðið, upphófust margir „gleðskap- ir”, eins og þeir mundu segja í fjöl- miðlum. „Ahyggjulaus dans á barmi eldgígs”. Etum, drekkum og verum glaöir. Vöknum með pólitiska timbur- menn eftir kosningar. Það var semsé sláttur á framboösað- ilum, eins og þetta fyrirbæri er nú titl- að í sjónvarpi og útvarpi. Af mörgum frábærum uppákomum ■ var sú í Selfossbíói best og mest. Rútu- feröir austur fyrir Fjall, lúðrasveitir, leikflokkar, söngvarar og sjónhverf- ingamenn — og Bryndís stjómaði. Alveg æði. — Næst héldu stórkratar fjölskyldu- skemmtun í Broadway með lúðraþyt og söng. Glansnúmerið auðvitað Jón Baldvin, aðrir skemmtikraftar Bjami Guðna, Jóhanna og Maríanna. Þar sem Jón Baldvin er þar eru Halli og Laddi óþarfir. Þá var karlakór, leikar- ar, einsöngvarar og músikantar. Svo var stormað í Hollywood og ekki var minna um dýröir þar. Þar var Tappi tíkarrass og rokkþyngsta hljóm- sveitin, hvaö sem það þýðir. Diskótek- iö á fullu. Oþarft að nefna, aö ekki var hinum öldruðu gleymt. Rútuferðir á staðinn. Allt frítt. Ekið heim. Bingó, bingó. Jó- hanna og Jón ráðherraefni tala 5 mínútur til lýðsins. Lýsir einstakri hugulsemi við hina öldruðu sveit. AB (allaballar) hélt marga fundi og stóra, en þá fór verr en skyldi, slagorð- ið góða gleymdist, um kjörseðilinn og kjarabaráttuna og enn síöur fannst þetta gamla góða: Samningana i gildi. Hefði þó verið við hæfi aö minna elsku ráðherrana og öreigavinina, Amalds og kompaní, á kjörorðið að tama. I lokin var Svavar orðinn svo hrædd- Haraldur Hkir stjórnmálunum við áhyggjulausan dans á barmi eldgigs. ur við hægri villu að hann hóf augu sin til hæða, skrifaði átakanlegt heilsíðu- bréf til allra kjósenda og bað aö þeim yrði forðað frá villu. Og Svavar reynd- ist bænheitur. — Þá var þaö nú flott okkar Fram- sóknarlið. B-stórfundur á Akureyri. Þar tveir ráðherrar og framboðsaðil- ar. Svo kom stóra gleðin í Háskólabiói eða var það í Höllinni. Bændaflokkinn okkar munaði ekki um að fá stórsöngv- ara frá Italíu til aö hressa upp á liðið með fáeinum lögum og undirleikara frá sama landi. Auk þess komu fram Olafur fyrrum formaður og Laddi. Og ekki gleymdi hann gamlingjunum, blessaður Olafur, bauð nokkrum hundruðum til veislu, spjalls og tekið í höndina á eins mörgum atkvæðum og við varð komið. öll þessi aldraða sveit fékk svo kaffi og með því og skammt af lífsvisku hins aldna stjómmálamanns. Fóru menn klökkir og meö þökk í huga af fundi foringjans, en hvort allir hafa borgað fyrir sig eins og til var ætlast er önnur saga. — Ekki lét íhaldið sinn hlut eftir liggja, sem þess var von og vísa. Hver heil- síðan (breiðsíöa) í Mogga flutti fagn- aöarboöskap Alberts: Kosningahátíö með efsta manninum. Söngur, bingó og fyrirbænir. Laddi og Albert slíta svo samkundunni. En það versta er eftir: „Allir gestir fá miða afhentan við innganginn, sem er ávisun á alvöru (leturbr. HG) hamborgara frá ASKI”. Skylt er að geta þess, að ekki var eldri borgurum gleymt (hvað sem skeður nú eftir kosningar). Við fengum langt og gott opið bréf með eiginhand- arundirskrift 12 frambjóðenda Sjálf- stæðisflokksins og fór vel á því að miöa viö postulatöluna. Samkvæmt þessu góða bréfi á að gera svo margt fyrir okkur, að við óttumst að ekkert verði eftir handa okkur í næstu kosningum — nema hamborgarar. á barmi eldgígs” „EKKIHUGLEYSI TIL HJÁ KRÖTUM” Kristín Árný Sigurðardóttir, Bjarn- hólastíg 12, skrifar: Mér þykir Svarthöfði gerast heldur ósvífinn í árásum sínum á alþýðu- flokksmenn þar sem hann vogar sér aö væna þá um ósjálfstæði. Lýsir þetta dæmigerðri afbrýðisemi auðvaldsins. Þegar þeim tekst ekki að koma rósinni í eigið hnappagat á hún náttúrlega aö vera komin í hnappagat Alþýðubanda- lagsins. Það þýðir lítið fyrir Svarthöfða að reyna aö slá ryki í augu verkamanna og segja Karl Steinar ætla að setja heimili þeirra á hausinn. Þau eru á hausnum og hafa verið það lengi. Það J vita allir sem fylgst hafa með hverjir hafa verið í rikisstjórn síðastliöin 12 ár aö þetta eru ekki verk alþýðuflokks- manna og vitanlega kunna allir lands- menn aö telja og hljóta aö sjá glöggt á þingmannafjölda Alþýöuflokksins aö ekki voru það þeirra þingstörf sem komu öllu á kaldan klaka. Nei, en þaö þurfti auðvitað að fá einhvem til að moka flórinn en þaö vita flestir aö það þýöir lítið þegar f jóshaugurinn er orð- inn svo stór að hann situr fyrir lúgunni. Nei, það þýðir ekkert að væna Alþýðu- flokksmenn um hugleysi. Þeir eiga það hreinlega ekki til. Þaö þýðir heldur ekki að reyna aö lítillækka Kjartan fyrir aö segja nei, þegar hann sér fram á að verkalýðurinn á ekki aö fá bita af kökunni sem hann bakar? ,,Það þýðir lítið fyrir Svarthöfða að slá ryki i augu verkamanna og segja Karl Steinar ætla að setja heimili verkamanna á hausinn " segir Kristin Árný Sigurðardóttir m. a. ibréfi sínu. „Við mótmæltum Geir í síðasta prófkjöri” ! — en samt verður hann ráðherra Magnea Sigurðardóttir hringdi: Hvemig stendur eiginlega á því að ' þingflokkur sjálfstæðismanna hefur 11 valið Geir Hallgrímsson ráðherra? Eg er sjálfstæðismanneskja og hef lengi verið, en Geir Hallgrimsson er ekki að mínu skapi. Svo er um fleiri eins og bersýnilega kom fram í síðasta próf- kjöri og alþingiskosningum. Við mót- mæltum honum í prófkjörinu en á okkur hefur ekki verið hlustaö. Að mínu mati hefði veriö rétt aö fyrst formaöurinn komst ekki á þing, hefði átt aö fela varaformanninum, Friðriki Sophussyni, stjómarmyndun. Eg skil ekki hvers vegna þjóöin á að vera aö kjósa ef að kosningum loknum raða menn sér í ráðherrastóla sem engin atkvæði hafa á bak við sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.