Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1983, Page 40
SENDIBÍLASTÖÐ KÓPAVOGS SKEMMUVEGI50 ' Símsvari á kvöldin og um helgar GRIMSVOTN: Ekkert bendir til jökulhlaups , ,Þaö er ekkert sem bendir til þess aö jökulhlaup sé yfirvofandi en það verður að ætla að gosið stytti þann tíma eitthvað,” sagði Sigur jón Rist um frétt Þjóðviljans í morgun þar sem haft er eftir honum að jökulhlaup verði úr Grimsvötnum á 10.—15. degi gossins. Sigurjón kvaðst hafa átt við aö jökulhlaup úr Grímsvötnum byrjuðu hægt og rólega og aö það gæti tekið frá viku í hálfan mánuð að vaxa í Skeiðará þegarhlaupyrðu. Eins og nú er háttaö meö vatnsstöðu eru tvö til þrjú ár í hlaup miöað við að það gysi ekki,” sagði Sigurjón. 1 morgun sást úr flugvél á leið til Oslóar gosmökkur í fjögurra kílómetra hæð yfir gosstöövunum. Aska virtist veraíhonum. „Eftir þessu virðist ástandiö vera svipað og í gær,” sagði Ari Trausti Guömundsson jarðeðlisfræðingur í morgun. -SGV. SMYGLÍMS EYRARFOSSI Tollverðir fundu smygl um borð í ms. Eyrarfossi er hann var nýkominn frá Þýskalandi í fyrradag. Var þaö um 36 flöskur af Smirnoff og 10 karton af vindlingum. Samkvæmt upplýsingum Tollgæsl- unnar fannst smyglið í svokölluðu niðurfalli í lest. Tveir skipverjar hafa gefið sig fram sem eigendur smyglsins. Skipið var að koma frá Hamborg i Þýskaiandi. -JGH. i Eiður f or- maðurþing- flokksins Eiður Guðnason var í gær kosinn f or- maður þingflokks Alþýðuflokksins. A fundi þingflokksins í gær var Jóhanna Sigurðardóttir jafnframt kosin vara- formaöur þingflokksins og Karvel Pálmason ritari hans. -ÓEF. Vegna gengisbreytingar og annarra kostnaðarhækkana hækkar áskriftar- verð DV í kr. 230 á mánuði frá og með 1. júní nk. Jafnframt hækkar lausa- söluverð blaösins í kr. 20 eintakið þó þannig að verð Helgarblaðsins verður óbreytt kr. 22 eintakið. Grunnverð aug- lýsinga verður kr. 138 hver dálk- sentimetri. LOKI Elliheimilið í Hafnarfirði fy/itist í morgun. Þeir héldu aiiir að þeir væru oðrnir 75 ára. \ 27022 AUGLÝSINGAR SÍÐUMÚLA33 SAAÁAUGLÝSINGAR —AFGREIÐSLA SKRIFSTOFUR ÞVERHOLTI 11 86611 RITSTJORN SÍÐUMÚLA 12—14 MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983. ODÝRARIJÓGÚRT Ekki ætlað til verðsamkeppni—segir Ingi Tryggvason ,Jlúsvíkingum hefur veriö bannað að selja okkur jógúrt. Til að fá frá fyrstu hendi um hvað málið snerist fórum við á fund GunnarsGuöbjarts- sonar í gærmorgun. Framkvæmda- st jóri Framleiösluráðs t jáði okkur að hér væri um að ræða brot á reglugerð i lögum Framleiðsiuráðs,” sagði Freysteinn Sigurðsson, innkaupa- stjóri Hagkaupa, í samtali við DV. „Okkur var jafnframt sagt aö það ætti að leggja þetta mál fyrir sex- mannanefiidina. Og einnig að við gætum ekki keypt jógúrt frá Mjólkursamlagi KÞ á Húsavík, nema með leyfi frá Mjólkursamsöl- unni. Húsavfltur jógúrtin sem viö höfum selt að undanfömu hefur selst mjög vel. Sala á jógúrt hefur meira en tvöfaldast aö magni til síðan þessi jógúrt kom í verslunina, enda munar töluverðuá verði.” Eins og greint hefur verið frá í DV hófst sala á Húsavíkur jógúrtinni í Hagkaupum fyrir um það bil mánuði. Þeirri jógúrt er pakkað í hálfslítra femur og er hálfur lítri fjórum krónura ódýrari en jógúrt í plastdósum sem framleidd er hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Ingi Tryggvason formaður Stéttar- sambands bænda sagöi í samtali við DV að samkvæmt þessu ákvæði væri um óiöglega framkvæmd aö ræða. „Það er ætlast til aö samræmi sé á verði mjólkurafuröa um land allt. Samkeppnin á að vera í fjölbreytni afurðaenekkiverði.”sagði hann. -ÞG. Mikill fjöidi starfsmanna safnaðist saman fYrir utan skrifstofur áiversins imorgun. Voru þeir að mótmæia fjöldauppsögnum ráðamanna fyrirtækisins. Starfsmenn álversins: Mótmæla upp- sögnunum — verkalýðsfélögin héldu sameiginlegan f und í morgun Á fundum verkalýðsfélaganna í Islenska álverinu í gær var samþykkt að fela trúnaöarmannaráði þeirra að gangast fyrir mótmælaaðgerðum vegna f jöldauppsagnanna á dögunum. Það voru 75 starfsmenn sem fengu uppsagnarbréf, sumir með mikla starfsreynslu. Hefur verið ólga meðal starfsmannanna vegna þessa þar sem þeir telja að forsendur fyrir uppsögn- um séu ekki fyrir hendi. Fyrsta aðgerð trúnaðarmannaráðs- ins var fundur fyrir framan skrifstofur álversins klukkan 10.00 í morgun. Þangað voru boðaðir allir starfsmenn fyrirtækisins sem höfðu möguleika á að sækja fundinn. Fleiri aðgerðir munu f yrirhugaðar. örn Friðriksson, aðaltrúnaðar- maður í álverinu, sagði í morgun að þetta væri í fyrsta skipti sem verka- lýðsfélögin á svæðinu boðuðu til sam- eiginlegs fundar. Átti hann von á miklu fjölmenni, enda hafi verið góöur hugur í mönnum á f undunum í gær. -JBH. Fjölbýlishús við Fellsmúla heldurekki vatni: Framkvæmdir stöðvaðar Leyfi vantar f rá byggingarnef nd Framkvæmdir við f jölbýlishús við Fellsmúla voru stöðvaðar í gær af byggingarfulltrúa Reykjavíkurborg- ar. Reistir hafa verið að hluta vinnu- pallar og undirbúin klæðning á hluta hússins. Ibúar hússins töldu sig hafa leyfi byggingarnefudar fyrir fram- kvæmdinni sem er útlitsbreyting. Formaður byggingamefndar, Hilmar Guðlaugsson, taldi um mis- skilning aö ræða, leyfi fyrir þessari framkvæmd heföi ekki verið veitt. Málið verður tekið fyrir í dag á fundi nefndarinnar. Fjölbýlishús númer fimm og sjö við Fellsmúlana hafa iékið í fleiri ár. Tvisvar hafa sprunguviögerðir farið fram á húsunum en ekki dugað. Telja íbúar álklæðningu einu varan- legulausnina. -ÞG Vinnupallar hafa verið reistir og undirbúningsvinna hafin við ut- litsbreytingu á húsi númer sjö við Fellsmúla. Byggingafulltrúi stöðvaði framkvæmdina i gær. Íbúar töldu sig hafa leyfi en það liggur ekki fyrir enn. Húsið á að álklæða og hefur efnið veriÓ keypt. DV-mynd: ÞóG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.