Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Blaðsíða 12
12 DV. FIMMTUDAGUR 9. JUNI1983. DAGBLAÐIÐ-VÍSIR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLÚN HF. Stjdmarformaðurog útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. AðstdOarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjóm: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI B6611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla,áskriftir,smáaugtýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11.SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-ogplötugerð: HILMIR HF.,SÍÐUMÚLA 12. Prentun: ÁRVAKUR HF., SKEIFUNNI19. Áskriftarverð á mánuði 230 kr. Verö í lausasölu 20 kr. Helgarblað 22 kr. Heggursá er hlífa skyldi Skaölegur einstrengingur Hugmynd ríkisstjórnarinnar um jöfnun húshitunar- kostnaöar er ein afleiðingin af einstrengingslegri baráttu hennar gegn verðbólgunni og er um leið gott dæmi um skaðleg áhrif opinberra aðgerða á efnahag þjóöarinnar. Hitaveita Reykjavíkur sækir reglulega um að fá að hækka gjaldskrána. Þessar beiðnir miða að því, að fyrir- tækið geti varið fé til rannsókna til undirbúnings stækkun- ar og fé til f járfestingar af eigin rammleik. Þessar hækkunarbeiðnir eru yfirleitt skornar niður, af því að gjaldskrá Hitaveitunnar hefur töluverð áhrif á vísi- tölur. Hækkun hennar leiðir til aukinna verðbóta á laun og þar með til aukinnar verðbólgu. Afleiðingin er sú, aö Hitaveitan hefur ekkert fé til und- irbúnings nývirkjana og verður að taka erlend lán til að standa undir brýnustu framkvæmdum til að sjá núver- andi viðskiptavinum fyrir vatni að vetrarlagi. Þannig hefur myndast gífurlegur skuldahali í útlönd- um. Hann er hliðstæður skuldahala Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja, sem orðinn er til á sama hátt. Allir skuldahalarnir eru afleiðing baráttunnar við verð- bólguna. Um helmingur af skuldum íslendinga við útlönd er oröinn til á þennan hátt. Vegna veröbólgunnar mega orkufyrirtæki ekki taka sannvirði fyrir orkuna, heldur veröa börnin okkar síðar aö borga núverandi niður- greiðslur á orkuverði. Allir vita nú orðið, að skuldasöfnun í útlöndum er orðin að einu allra hættulegasta meini íslands. Hún er orðin svo rosaleg, að einungis helmingur af útflutningstekjum okk- ar nýtist til kaupa á innfluttum nauðsynjum. Ein hliðaráhrifin enn eru, að vegna Hitaveitunnar og annarra slíkra skuldara er ekki hægt að lækka gengi krónunnar nægilega. Tap Hitaveitunnar á síðustu gengis- lækkun einni nam meira fé en allri fjárfestingu hennar á þessu ári. Um leið hefur hinn alltof ódýri hiti frá Hitaveitu Reykjavíkur þau áhrif, að annars staðar á landinu kvartar fólk um aðstöðumun. Það vill ekki borga marg- faldan húshitunarkostnað og heimtar, að hann sé jafn- aður. Vandamálið er þó ekki, að hiti víða úti á landi sé of dýr miðað við tilkostnað, heldur er hitinn á Reykjavíkur- svæðinu of ódýr, því að umtalsveröum hluta kostnaðarins er velt yfir á börnin okkar með skuldasöfnun í útlöndum. Eins og aðrar ríkisstjórnir, en í einstrengingslegri mæli, er þessi ríkisstjórn upptekin af verðbólgunni einni saman. Þess vegna hyggst hún jafna húshitunarkostnað niður á við í stað þess að jafna hann upp á við. Ríkisstjórnin kaus að magna kjaraskerðingu ársins úr 8—9% í hærri, ótilgreinda tölu, sem gæti numið 16—18% og efna þannig til stórfelldra átaka á vinnumarkaði á næstu misserum. Lækkun húshitunarkostnaðar á að vera ein sárabótin. Nær hefði verið að reyna að skerða kjörin með óbeinum leiðum, svo sem hækkun húshitunarkostnaðar upp í raun- virði og öðrum hliðstæðum aögerðum, svo sem lækkun gengis niður í raunvirði og hækkun vaxta upp í raunviröi. En ríkisstjórnin starir bara á verðbólguna. Slíkur ein- strengingur hefur skaðleg áhrif á efnahag þjóðarinnar, svo sem dæmið um Hitaveitu Reykjavíkur og húshitunar- kostnaðinn sýnir. íslendingar mega því búast við hinu versta. Jónas Kristjánsson. Senn eru sex vikur liðnar frá kosn- ingum, stjórnarmyndun lokið, stjórnarsáttmáli birtur og bráöa- birgöalög. Raddir stjómarandstöðunnar ber- ast ekki víða vegna þess hve illa hún býr að málgögnum. Því þykir mér rétt aö gera kjósendum Kvennalist- ans hér nokkra grein fyrir þeim hluta, er þingmenn hans áttu að stjómarmyndunarviðræðum svo og afstöðu okkar til stjómarsáttmálans og bráðabirgðalaganna. Stjórnarmyndunar- viðræður Strax að loknum kosningum lýstu þingmenn Kvennalistans sig fúsa til viðræðna um stjórnarmyndun við aðila allra stjómmálaflokka. Við teljum það tvímælalaust hluta af þeirri skyldu, sem felst í þingmanns- starfi að vera reiðubúinn að taka sæti í ríkisstjórn. Við gengum því til stjómarmyndunarviðræðna með opnum huga en jafnframt varkárni nýliöanna, minnugar heilræða úr Hávamálum: Gáttir allar, áður gangi fram, um skoðast skyli, um skyggnast skyli; því að óvíst er að vita,hvar óvinirsitja áfleti fyrir. Við áttum aldrei frumkvæði að neinum stjórnarmyndunarviöræðum en mættum á alla þá fundi, sem við vomm boðaðar til og fómm gjaman þrjár saman. Oformlegar viðræður hófust strax eftir kosningar og sát- um við tvo fundi með fulltrúum frá Enginn vafi leikur á því að sú biölund sem almennningur var reiðubúinn að sýna nýrri ríkisstjóm hefur minnkað mikiö siðustu dagana. Yfir hafa dunið verðhækk- anir, sem fólk er ekki reiðubúið til að taka á sig um leið og kjör þess em stórlega skert. Þar ber hæst hina fáránlegu hækkun landbúnaöarvöm, sem leit dagsins ljós upp úr mánaöa- mótunum. Eg segi fáránlegu, því enda þótt mér sé hvort tveggja ljóst að þar var farið að gildandi lögum og að bændur þurfa vissulega aö fá sannvirði framleiöslu sinnar, þá er hækkunin engu að síður fáránleg ráðstöfun í kjölfar þess að verðbætur á laun em afnumdar. Óvild í garð bænda magnast Enginn vafi leikur á því að atburðir síðustu daga hafa magnað aö miklum mun óvild í garö bænda hér á þéttbýlissvæðunum. Enda þótt enginn vefengi lagalegt réttmæd síðustu verðákvarðana getur fólk ekki sætt sig við þær og telur að sveitaheimili verði að taka á sig al- menna hækkun vöruverðs á sama hátt og heimili i þéttbýli. Þar nægir ekki að segja fólki aö „kaupliður” bænda hafi verið skertur í samræmi við niðurskurð verðbóta almennra Iaunþega, fólk hvorki skilur þaö né villskilja. Þessi mikla hækkun kom i kjölfar máls, sem í sjálfu sér virðist vera smámál, en var ákaflega óheppi- legur og framúrskarandi klaufa- legur forleikur. Þar á ég við jógúrt- stríðið svokallaða milli Hagkaups og Framleiðsluráðs landbúnaöarins, þar sem útkoman varð í augum hins almenna neytanda að einokunarkerfi bændasamtakanna kæmi í veg fyrir að unnt væri að ná fram hagstæðum verslunarmáta. Þar á undan var búiö aö ræða mikið um hugsanlega einkasölu á Sjálfstæðisflokki, tvo fundi með full- trúum frá Alþýðuflokki og einn fund með fulltrúum Alþýðubandalagsins. Eftir að formlegar viðræður hófust sátum við einn fund með Geir Hall- grímssyni, en þar voru einnig mætt- Guðrún Agnarsdóttir ar Ragnhildur Helgadóttir og Salóme Þorkelsdóttir og einn fund með Steingrími Hermannssyni. Á þessum fundum kynntu viðræðuaðil- ar stefnuskrá sína og afstöðu til ým- issamála. Síðar sátum við fund með Svavari Gestssyni þar sem hann kynnti fyrir okkur margumræddan spuminga- lista og sóttum síðan annan f und með Svavari, Guðrúnu Helgadóttur.Hjör- leifi Guttormssyni og Skúla Alex- eggjum, sem neytendur hér á þessu svæöi kalla hiklaust einokun. Hafi einhver hér verið í vafa um þaö fyrir jógúrtstríðið, að einokunarverslun með egg myndi stórhækka verðlag, þá er sá vafi rokinn út í veður og vind nú. Allt hefur þetta stefnt að einum ósi, stóraukinni tortryggni og jafnvel óvild í garð bændastéttarinnar og samtaka hennar,' hvort heldur er félagslegra eða sölusamtaka. Þetta er slæm þróun, því á flestu þurfum við frekar að halda nú en vaxandi úlfúð milli stétta og landshluta. Hún er engu að síður skiljanleg, eins frámunalega klaufalega og á málum Magnús Bjamf reðsson er haldið af hálfu þeirra sem eiga að sjá um að kynna þessi mál al- menningi. Ég er sannfærður um að ef ekki gerist eitthvert kraftaverk bændastéttinni í hag þá líða fá ár þar til stjórnvöld verða neydd til þess að leyfa innflutning erlendra land- búnaðarvara. Fólk unir því ekki anderssyni, þar sem Alþýðubanda- lagsmenn svöruöu sínum eigin spumingum og við lögðum fram okk- ar svör. Við mættum síöan á þremur sameiginlegum fundum með fulltrú- um frá Alþýðubandalagi, Framsókn- arflokki, Alþýðuflokki og Bandalagi jafnaðarmanna. Þar voru kynnt þau stefnumál hinna ýmsu stjórnmála- samtaka, sem menn vildu setja að skilyröi fyrir samstarfi. Náöist þar engin almenn samstaða, en ágrein- ingur um leiðir út úr fyrirsjáanleg- um efnahagsvanda varð mestur milli Framsóknarflokks og Alþýðubandalags annars vegar og Alþýðuflokks og Alþýöubandalags hins vegar. Slitnaði síðan upp úr þessum viðræðum eins og vitað er og var þar með lokið aðild fulltrúa Kvennalistans að stjómarmynd- unarviðræðum, en Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur mynd- uðu ríkisst jórn skömmu síðar. Má/in, sem Irtið fengust rædd I upphafi viðræðna við alla aðila lögðum við fram stefnuskrá okkar sem umræðugrundvöll og lögðum sérstaka áherslu á að tryggja þyrfti hagsmuni kvenna og bama. Má í því sambandi nefna nokkur atriði, sem við töldum að þyldu enga bið: a) endurmat á störfum kvenna, þar með talið að húsmóðurstörf verði metin til starfsreynslu, þegar út á vinnumarkað kemur. lengur að vera neytt til þess að kaupa dýra innlenda framleiðslu og láta svo sparka í sig með föstu milli- bilií kaupbæti. Fylgi hrynur af ríkisstjórninni A því leikur enginn vafi að hinar miklu hækkanir á landbúnaðar- vömm hafa reytt fylgi af ríkisstjórn- inni, en þar kemur fleira til. Leyfð hefur verið hækkun á orkuverði rétt einn ganginn. Eftir allt hjalið um ódýru fossorkuna okkar og jarðhit- ann viröumst við vera á góðri leið með að sitja uppi með dýrustu orku í heimi vegna heimskulegra fram- kvæmda, sem engin forsenda var fyrir önnur en purkunarlausar atkvæðaveiðar. Og enn á að halda áfram á sömu braut. Líklega álpast þessi ríkisstjóm til þess að hefja nýjar stórvirkjanir og byggja nýjar verksmiöjur sem hrúga upp óseljan- legum málmhaugum. Sjálfsagt eiga eftir að dynja yfir margar Ðeiri hækkanir á opinberri þjónustu. Dla er ég svikinn ef Póstur og sími á ekki eftir að hækka sína þjónustu verulega á næstunni, annaðhvort með beinni prósentu- hækkun eða gömlu sniöugu aðferð- inni aö hafa gjaldiö óbreytt en draga úr þjónustunni sem fyrir það fæst, svo tekjurnar aukist engu að síður. Lfldega lætur Ríkisútvarpið ekki sitt eftir liggja eftir að síðasta þing fyrir- skipaði því að hafa sjónvarpið opið í júlímánuði, án þess að fyrir því væri nokkur f járhagsleg f orsenda. Hver einasta slík hækkun mun reyta þúsundir atkvæða af ríkis- stjórnarflokkunum. Þaö fólk, sem var reiðubúið að gefa eftir verðbæt- urnar sínar mun ekki taka þegjandi viö slíkum hækkunum, enda engin ástæðatilþess. Það grátlega fyrir ríkisstjómar- flokkana er að þessi ríkisstjórn á ekki nema litla sök á því sem um er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.