Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Side 3
DV. FIMMTUDAGUR 9. JUNI1983. 3 HalldórÁsgrímsson sjávarútvegsráðherra: Tomas mikil- vægur stofnun- inni Eru framsóknarmenn sammála því að bindandi samkomulag sé milli stjómarflokkanna um að leggja kommissarakerfið I Fram- kvæmdastofnun niður fyrir haustið? ,,Það er samkomulag um það eitt að endurskoða lögin um stofnunina, en á því eru engin tíma- mörk,” svaraöi Halldór Asgríms-. son sjávarútvegsráðherra í morgun. I DV á þriðjudag fullyrti Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, að kommissara- kerfið ætti aö leggja niður fyrir haustið. Einnig væri bindandi samkomulag milli stjórnarflokk- anna um að forstööumenn lána- stofnana létu af störfum þar ef þeir settustáþing. Með þessu hvoru tveggja kvað Friðrik ljóst að Tómas Ámason, fyrrverandi ráðherra, ætti ekki langa setu framundan sem fram- kvæmdastjóri Framkvæmdastofn- unar. Um þetta vildi Halldór Ásgríms- son ekki segja annað í morgun, en getið er hér að framan, nema að mjög mikilvægt væri fyrir stofn- unina aö þar kæmi nú maður sem þekktiþartil. „Það er ýmislegt sem þarf að laga þar,” sagði ráðherrann. -HERB. Kunnur Masali kom máli lögfræöinganna af stað ,, Það var um miðjan janúar að Rann- sóknarlögreglu ríkisins barst kæra frá ákveðnum manni vegna stulds á tveimur ávísanaeyðublöðum og einnig fölsunum á þeim. Nam upphæð ávísan- anna 115 þúsund krónum.” Þetta sagði Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri í samtali við DV i febrúar síðastliðnum um upphaf lögfræðingamálsins. Eins og fram kom í blaöinu í gær hefur saksóknari nú ákært héraðsdómara, lögfræðing og sölumann fyrir auðgunarbrot. Maðurinn sem kærði ávísanastuld- inn og kom þar með málinu af stað er kunnur bílasali í Reykjavík. Við yfir- heyrslur hjá Rannsóknarlögreglunni játaði bróðir bílasalans aö hafa stoliö ávísanaeyðublöðunum og falsað ávís- animar. Kvaðst bróðirinn, Þórir Hall- dórsson, hafa neyðst til að gera þetta til að greiða Sigurberg Guðjónssyni, héraðsdómara íKópavogi, okurlán. Þar með var boltinn farinn að rúlla. Héraösdómarinn var yfirheyrður. Almenningur fékk fyrstu vitneskju um málið eftir að fjölmiðlar höfðu frétt af leyniför rannsóknarlögreglumanna með leiguflugvél seint á sunnudags- kvöld, 30. janúar, norður á Akureyri. Lögreglumennirnir fóru til aö yfir- heyra Steindór Gunnarsson, lögfræð- ing þar í bæ, en bróðir bílasalans taldi hann einnig hafa hlunnfarið sig. Rannsóknarlögreglumennirnir fluttu Steindór með sér suður síðdegis á mánudag. Þriðjudaginn 1. febrúar síðastliðinn voru þeir Sigurberg og Steindór úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um umfangsmikil auðg- unar- og fjármunabrot, Sigurberg til 16. febrúar en Steindórtil 9. febrúar. Steindór var leystur úr haldi 8. febrúar en Sigurberg 10. febrúar. Rannsókn hélt hins vegar áfram og gekk óvenju vel, miðað við þaö sem gengur og gerist með mál af þessu tagi. Að rannsókn lokinni var málið sent til embættis ríkissaksóknara. Þar haföi Jónatan Sveinsson saksóknari með það að gera. Akæra var svo gefin útífyrradag. Sigurberg Guðjónssonhéraðsdómari er sakaður um fjárdrátt, fjársvik og okur. Steindór Gunnarsson lögfræðing- ur er sakaður um fjársvik. Þórir Hall- dórsson sölumaður er sakaður um skjalafals. Það mun fátítt aö dómarar hérlendis þurfi að svara til saka fyrir svo alvar- leg brot sem fyrr var greint frá. Fara þarf heila öld aftur í tímann, til ársins 1885, til að finna dæmi þess. Þá varð sýslumaður Isafjarðarsýslu og bæjar- fógeti Isaf jarðar, C. Fensmark, uppvís að stórfelldri sjóðþurrð. Var hann dæmdur í átta mánaða betrunarhúss- vinnu og háa fjársekt. A þriðja tug þessarar aldar var bæjarfógeti í Reykjavík sakaður um að hafa ekki ávaxtað dánarbú og aðra sjóði sem embættið varðveitti. Ekkert varð úr þvímáli. -KMU „ Aldeilis f rábær ferð' — segir Franzisca Gunnarsdóttir sem var fréttamaður DV um borð í ms. Eddu „Þetta hefur verið aldeilis frábær ferð. Mjög góð stemmning og mikið fjör um borð. Það eru allir á því að ferðin hafi verið geysilega góð afslöpp- un og mikil tilbreyting,” sagði frétta- maður DV, Franzisca Gunnarsdóttir. Hún fór í fyrstu ferð Eddu en skipiö kom til Reykjavíkur í gær. „Það eru nú 159 farþegar um borð í skipinu, margir Islendingar, en einnig mikið af Þjóðverjum sem komu um borð í Bremerhaven.” Að sögn Franziscu voru móttökumar í bresku borginni N ewcastle glæsilegar afhálfu ferðamálaráðsins breska. -JGH. Franzisca á leið um borð i Edduna i Reykjavik isiðustu viku. Með henni á myndinni er sonur hennar Gunnar Gunnarsson. Og við sjáum ekki betur en Höskuldur Skagfjörð rit- höfundur hafi gripið tækifærið og verið með á myndinni. DV-mynd: S. Sumarskóli, nám, útivist, íþróttir, skoðunar- ferðir. Gist á úrvals heimilum. Ódýrir fyrsta flokks kennarar. Viku ferðalag til Aviemore eftir endilöngu Bretlandi. Fáar íþróttir njóta jafnmikilla vinsælda og knattspyrnan. Flestir ungir íslendingar læra að sparka bolta — við gefum þeim tækifæri á kennslu og æfingum hjá einu elsta knattspyrnufélagi Bretlands, Aston Villa æfingabúð- unum, undir handleiðslu þekktra knattspyrnumanna frá miðlandafélögunum og að auki læra ensku um leið. NÆSTA NÁMSKEIÐ 20. JÚNÍ: Ferðaskrífstofa Kjartans Helgasonar Gnoðarvogi 44, Simi86255. KNATTSPYRNUNÁM í UPPRUNALANDINU - ENGLANDI - SANDFIELD INTER- NATIONAL. Junior Internationai LÆRIÐENSKUÍ ENGLANDI Byrjið að læra ensku á unga aldri, Upland skólinn í Poole er viðurkenndur. En það er ekki of seint að byrja að læra ensku á miðjum aldri eða efri árum. Enskan er gjaldgeng víðast hvar og er nauðsynleg í alþjóða viðskiptum. Við höfum skóla, ACEG í Bournemouth á suðurströnd Englands, fyrir fólk allt frá 15 ára aldri. Farið næst 3. júlí og síðan mánaðarlega. 1500 íslendingar hafa stundað nám þarna síðastliðin 6 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.