Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR 9. JUNI1983. 9 öryggisgæsla israelsku bersveitanna í S-Líbanon er mjög ströng og þo er mann- fall þeirra þar talsvert. Nú hefur Gemayel, forseti Líbanon, skoraö á Israelsmenn að láta fanga í Ansar-fangabúðunum lausa. Líbanon: Útlönd Útlönd GEMAYEL VILL FÁ FANGA LAUSA Þessi yfirlýsing forseta Líbanons er fyrsta opinbera viðurkenningin á því að stjórnvöld í Líbanon hafa reynt að fá fangana látna lausa til þess að vinna sér góðvilja PLO en Gemayel forseti vill umfram allt að herir PLO yfirgefi Líbanon. PLO-samtökin hafa neitaö að viður- kenna friðarsamningana milli Israel og Líbanon og hafa neitað að draga sitt 8 þúsund manna herlið á brott frá land- inu samkvæmt því. Forseti Líbanon, Amin Gemayel, hefur skorað á Israelsmenn að leysa þegar úr haldi alla þá fanga sem geymdir eru í búðum nærri þorpinu Ansar í Suður-Líbanon. Þar geyma Israelsmenn alla þá sem grunaðir eru um að vinna fyrir eða hafa samúð með PLO, samtökum Palestínuaraba. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, hefur haldiö þvi fram að fangar í Ansar séu pyntaðir. -S-Afríka: Þrírskætih liöar hengdir Dómari við Hæstarétt Suður-Afríku neitaði í gærkveldi beiðni um gálga- frest frá þrem svörtum skæruliðum sem voru síðan hengdir í morgun. Það var Curiewis hæstaréttardómari, sem upphaflega dæmdi mennina til dauða fyrir hermdarverk, sem neitaði um gálgafrestinn. Ástæðan fyrir beiðni fanganna var sú að einn þeirra hefur höfðað mál á hendur s-afrísku öryggis- lögreglunni fyrir illa meðferð þegar hann var handtekinn. Lögfræðingar hinna dæmdu héldu því fram að ef gáigafrestur yrði ekki veittur gætu skæröuliöamir þrír ekki borið vitni við réttarhöldin. Dómarinn tilkynnti lögfræðingum verjenda úrskurð sinn fyrir luktum dyrum og var blaöamönnum ekki veittur aðgangur. Dómarinn tilgreindi ekki ástæður fyrir því að hann neitaði um frestun á aftöku. HongKong: GETULAUSA LÖGREGLUMÓNA Lögreglumenn ættu að vera getu- lausir, eða taka pillur til þess að bæla kynhvöt sina að öðrum kosti, sagði dómari í Hong Kong eftir að hann haföi heyrt frásagnir vitna af því hvað gerð- ist er fimm lögregluþjónar voru sendir í rannsóknarleiðangur í gleðihús eitt þaríborg. Lögregluþjónarnir voru sendir til fundar við gleðikonur, birgir af sérlega merktum peningaseðlum, og áttu þeir að þykjast vera þurfandi viðskipta- vinir. Þetta var liður í viðleitni lög- regluyfirvalda í Hong Kong til þess að ráöast gegn hópi manna sem kæröur var fyrir að hafa lifibrauð sitt af ósið- legu líferni stúlknanna. Dómarinn, Sirinarain Maharaj, dæmdi mennina saklausa af þeim glæp og sagði að lög- regluþjónamir hefðu sóst eftir stúlkun- um en ekki stúlkurnar eftir viöskiptum þeirra. Tveir af lögregluþjónunum fimm sem á gleðihúsið fóru viðurkenndu aö þeir hefðu átt erfitt með að standast þær freistingar sem stúlkurnar buöu upp á Þeir sögðu að stúlkurnar hefðu flett þá klæðum og strokið þá og kjassað. Einn lögregluþjónanna eyddi 90 mínútum að sögn við þaö að str júka einni stúlknanna en neitaði því alfarið að samskipti þeirra heföu orðiö meiri. „Hún var of gömul,” sagði hann. „Það er eðlilegt að lögregluþjónar sem em ungir, heilsugóðir og hraustir, hafi ekki fullt vald á ástríðum sinum,” sagði dómarinn og mælti með að fram- vegis yrðu slík störf falin getulausum mönnum, eða mönnum sem tækju pillur til þess aö bæla kynhvöt sína. Júgóslavía: Átta farast í námaslysi Átta júgóslavneskir námaverka- menn létust og tugir lokuðust inni þegar sprenging varð í kolanámum við Áleksinsc, 160 kilómetra austur af Belgrad. Giftusamlega tókst til með björgun þeirra sem lokuðust inni en sumir þeirra voru á allt að 800 metra dýpi. Sprenging mun hafa orðið er neisti komst i gas sem safnast hafði fyrir i námagöngunum. Gas hamlaði einnig björgunarstörfum. Litir: hvitt og dökkblátt leflur m / rennilásabandi. Stærðir: 25—27 Verð kr. 537,- Litur: hvítt leflur, reimaflir. Stærflir: 25-27. Verfl kr. 576,- Litir: hvitt og dökkblátt leflur m/rennilásabandi. Stærflir: 25-27 Verðkr. 599,- Leflurskör m/rennilás. Stærflir: 28-34 Verfl kr. 769,- Stærflir: 35—38 Verfl kr. 814,- Stærðir: 39-40 Verfl kr. 879,- Litir: hvitt, grátt og blátt leflur Stærflir: 28—34 Verð kr. 633,- Stærflir: 35—38 Verð kr. 703,- Stærflir: 39—41 Verfl kr. 795,- Litur: hvítt lakkleður Stærðir: 35—40 Verð kr. 659,- Litur: blátt/hvítt leður Stærflir: 35-40 Verð kr. 710,- Litur: hvítt/svart lakkleður Stærflir: 35—40 Verð kr. 754,- Vörumarkaðurinnhf. J Ármúla 1a — sími 86113. MALLORCAFERÐIR -22dagar MEÐ 7 DAGA SKEMMTISIGLINGU UM MIÐJARÐARHAF. kr. 28.700,- BROTTFARARDAGAR: 15. JLINÍ, 6. OG 27. JÚLÍ 17. ÁGÚST, 7. OG 28. SEPTEMBER. Viðkomustaðir.: Mallorca — Tunis — Sardinia — Korsíka — Menorka. Efnt til skemmti- og skoðunarferða á öllum viðkomustöðum. Verð miðað við dvöl i tveggja manna herbergjum um borð með baði. Þrjár máltíðir á dag og skemmtanir innifaiið. Sundlaug og sólbaðs- aðstaða um borð. Það býðst ekki betra verð á góðri sólarlandaferð með skemmti- siglingu um Miðjarðarhafið. SÉRSTAKTKYNNINGARVERÐ 15. júni - 22 dagar. Með dvöl í Palma á góðu hóteli, með morgunverði, eða í íbúðum. Einnig er hægt að fá samskonar Mallorcaferðir með dvöl á hinu vinsæla íbúðahóteli Trianon á Magaluf baðströndinni eða í lúxus- viHum í sólskinsparadís Mini Folies, eða golfhótelinu Rey don Jaiome, Santa Ponta. fílotíð þetta einstaka tækifæri á kynningarverðinu. Mallorcaferð ásamt skemmtisiglingu á Miðjarðarhafinu tíl Túnis og Þriggja Paradísareyja. Takmarkaður sætafjöldi á þessum kynningarverðum. Aðrar ferðir okkar: Costa Brava, Mallorca, Grikkland, Malta, Tenerife, Franska Rivierian FWGFERDttZ SÓíAkFWG Vesturgötu 17. Símar 10661 - 15331 og 22100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.