Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Blaðsíða 35
,DV. FIMMTUDAGUR 9. JUNI1983. 35 Sandkorn Sandkorn Sandkorn JiafnrRefur ui Narmyudir. Góður bisness Það vlrðlst vera nokkuð vænlegur blsness að gefa út á bók blaðagreinar og viðtöl. Er þar skenunst að minnast bókar sðngvarans og þing- mannsins Arna Johnsen, „Kvistir í llfstrénu”, sem út kom í fyrra. I henni voru við- töl sem Ami hafði tekið fyrir Moggann í gegnum árin og hlaut hún bærllegar viðtökur. Nú er önnur svipuð bók í bí- gerð, að því er heyrst hefur. Mun Vaka, bókaútgáfa Ólafs Ragnarssonar, vera að undir- búa útgáfu úrvals úr greinar- flokknum Nærmynd sem birst hefur í Helgarpóstinum að undanfömu. Umrseddar greinar era sem kunnugt er byggðar upp á mannlýsing- um og umsögnum fólks um valinkunna menn... og kon- ur. Rfiinna gat [að veriö Otvarpsviðtöl Jónasar Jón- assonar, sem send era út á f östudagskvöldum, hafa einn- ig þótt fýsileg td útgáfu. Vaka varð þar hlutskörpust, eins og fram hefur komið, og fékk útgáfuréttinn á viðtölunum. V«í*alaþ»ttir Jóuaaar eru rftirjýtt- ' En eigi munu færri en fimm útgáfufyrirtæki L.af? W á fjöramar við Jvaas tll að fá útgáfuréttinn. Haukur og Esjan Haukur hét maöur og var pressari. Hann var sérstæður maður og kunnur i bæjariífl Reykjavikur fyrir nokkram áratugum, m.a. fyrir ein- kennileg tilsvör. Einhverju sinni var stadd- ur i borginni Vestur-Islend- ingur sem aldrei hafði komlð til landsins áður. Hann undr- aðist fegurð Esjunnar en vissi ekki nafn fjallsins. Mað- urinn vék sér þvi að næsta manni, sem var Haukur pess- ari, og spurði: „Hvað heitir þetta fallega f jall?” Haukur svaraði að bragði: „Æ, ég man það ekki. En það er búið a„ yera þama lengi! ” Svona á það Réttnefni Geimferjan Enterprise birtist öllum að óvöram yfir Reykjavik í gærdag. Var það mál manna að henni hefði þá betur hæft nafnið Surprise. ísienska lystlsL. ;o kom til Reykjavíkur í gær- kvöld cftír vei heppaaða jóm- írúarsiglingn urn höfin hiá. Munu farþegar almennt hafa verið hinir ánægðustu og not- ið timans vel. Fyrsta kvöldið, sem slglt var, upphófst að sjálfsögðu myljandi fjör upp um alla veggi. Stóð það vel fram eftir nóttu eins og vera ber. Undir morgun var næt- urvörðurinn á skipinu, ung stúlka. orðinn alllúinn eftir að ' - sina vakt cg sagó. bvf ”pp sta ‘ ‘itui ;• -"itis- • -iö. Mi-.n maður hafa gengið imdir manns hönd tU að finna annan næturvörð og í þetta skipti var ráðinn fílefldur karlmaður. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir Upptökur á Atómstööinni hefjast i íok mánaðarins Undirbúningur að kvikmyndun Atómstöðvarinnar er nú á lokastigi hjá Kvikmyndafélaginu Oðni og hef j- ast upptökur að myndinni i lok þessa mánaðar. Atómstöðin er sem kunnugt er byggð á samnefndu verki Halldórs Laxness, en Þorsteinn Jónsson, Þor- haUur Sigurðsson og ömólfur Arna- son hafa samiö kvikmyndahandritið. Leikstjóri myndarinnar er Þor- steinn Jónsson. Aðalhlutverkin leika Tinna Gunnlaugsdóttir (Ugla) og Gunnar Eyjólfsson (Búi Ariand). Með önnur helstu hlutverk fara Ámi Tryggvason, Arnar Jónsson, Sigrún Edda Bjömsdóttir, Jónína Olafsdótt- ir, Sigurður Sigurjónsson, Baröi Guðmundsson, Baldvin Halldórsson ogHerdís Þorvaldsdóttir. Kvikmyndatökuma viu Karl Oskarsson, leikmyndateiknari Sigur- jón Jóhannsson, búningateiknari Una Collins, upptökustjóri og aðstoð- arleikstjóri Þórhallur Sigurðsson og framleiðandi OrnólfurÁmason. Heildarkostnaður við gerð Atóm- stöðvarinnar er áætlaður röskar 10 milljónir króna og mun það vera dýr- asta mynd á Islandi til þessa. Ensk útgáfa af kvikmyndinni verður unnin jafnhliða þeirri íslensku og er þegar farið að semja við erlend dreifingar- fyrirtæki um dreif ingu á myndinni. Ætlun aöstandenda myndarinnar er að reyna að endurskapa umhverfi áranna 1930—1945 í myndinni og óska þeir eftir því að þeir sem geta látið í té húsgögn, húsmuni eða annað frá þessum árum hafi samband við kvikmyndafyrirtækið Oðin í síma 28155, t.d. á fimmtudag eða föstudag milli 17 og 20 eða á laugardag milli 15 og 18. -ás. Húsið: Lilja leikur stórkostlega —segir gagnrýnandinn Peter Cowie Kvikmyndin Húsið hefur nú verið sýnd samfellt í 3 mánuði og eru áhorfendur orðnir 60 þúsund. Um 45 þúsund manns hafa séð myndina í Reykjavík og 15 þúsund úti á landi. Sýningum á myndinni sem standa yf- ir í Bíóhöllinni fer senn að ljúka. Að sögn aöstandenda myndarinnar var Húsið kynnt á kvikmyndahátíð- inni í Cannes og vakti þar töluverða athygli. Feter Cowie, ritstjóri Inter- national Film Guide, hefur skrifað gagnrýni um myndina í finnskt tíma- rit og segir þar að Húsiö hafi komið glæsilega á óvart. Myndin er um margt gædd sömu eiginleikum og mynd Nicholas Roeg Don’t Look now og hefur auk þess sér til ágætis stór- kostlegan leik Lilju Þórisdóttur.” I frétt frá Saga Film segir að sjón- varpsstöðvar, kvikmyndahátiðir og umboðsaðilar hafi sýnt Húsinu áhuga og hefur þekkt þýskt fyrirtæki boðist til að dreifa myndinni í þýsku- mælandi löndum. Húsið er ennfremur til skoðunar hjá ýmsum aðilum í Frakklandi, Belg- íu, Bandarikjunum og á Norður- löndunum. Sýningum á Húsinu er að ljúka í Reykjavík en sýningar verða nú teknar upp aftur úti á landi og er röð- in komin að Austurlandi. Að sögn Bjöms Bjömssonar, eins aöstandenda Hússins, er kostn- Húslð fær góða dóma hjá hinum þekkta gagnrýnanda Peter Cowle og segir hann að lelkur Lilju Þórisdóttur í myndinnl sé stórkostlegur. aðurinn við gerð myndarinnar kom- inn upp í 6 milljónir króna og sagði hann að þótt vel hefði gengið væri gróði enn ekki farinn að skila sér. „Við emm orðnir skuldlausir menn, búnir að borga okkar skuldir vegna myndarinnar, en sjálfum okkur höf- um við ekki greitt laun ennþá. En það ætti að vera hægt ef meira kem- urinn.” Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Ætlarðu í sumarfrí? Ef svo er þá er 3ja vikna ferðin til Benidorm 22. júní ódýrasti kosturinn. - Hreint ótrúlega lágt verð. M jög góð gisting - Sértilboð á Don Miguel II 50ZBARNA AFSIÁTTUR Meðalverð fyrir hjón með 2 börn Kr. 13.875.- TAKMARKAÐ FRAMBOÐ KYNNID YKKUR GREIÐSLUKJÖRIN FERÐA.. Í9 MIÐSTODIIXI AÐALSTRÆTI 9 S. 28133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.