Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1983, Blaðsíða 16
eonrtTA*'TT O CJTTO TTTTrT,lkfl'^ffT,‘T \jn 16 Spurningin Hefurðu smakkað húsvísku jógúrtina? Hjalti Franzson: Nei, ég hef ekidj smakkaö húsviska jógúrt. Rut Helgadóttir: Jó, hún er mjög góö.j Húnerósköpsvipuöábragöiöoghin. j Ingunn Sigurðardóttir: Já, hún er al- vegeins oghin. ■ Haraldur Guðbjartsson: Já, það hef é| gert. Mér finnst hún betri, ég veit m ekkiafhverju. Svanlaug Magnúsdóttir: Nei, það hef ég ekki. Eg veit því ekki hvemig hún er. Ingólfur Ólafsson: Nei, því er nú verrJ En mér finnst sjálfsagt að selja haná hér. DV. FIMMTUDAGUR 9. JUNI1983. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Jóhanni Þórólf ssyni þykir of vægt tekið á ölvun við akstur. Of vægt tekið á ölvunarakstrí Jóhann Þórólfsson skrifar: Eins og allir vita gekk yfir landið hryllileg slysa-alda á síðastliðnu ári sem vonandi verður ekki eins mikil á þessu ári. En því miður finnst mér að , ráöamenn þjóöarinnar geri of lítið af því aö gera fyrirbyggjandi ráðstafan- ir. Eg veit að þeir geta ekki komið í veg fyrir drukknanir eða náttúruhamfarir en þeir ættu að geta komið í veg fyrir sum bílslys. Þar á ég við til dæmis aö þeim sem keyra drukknir og valda jafnvel dauöaslysum ætti aöeins að gefa 2 tækifæri. Annaðhvort með því að hækka sektina úr 20 þúsundum í 50 þúsundir eða þá að taka af þeim öku- leyfið ævilangt við annað brot. Ég er ekki í vafa um að með þessu móti myndi stórfækka þeim ökumönn- um sem keyra undir áhrifum áfengis. Þar með fækkaði slysum. Það er alltof vægt tekið á þessum málum. Eg skora á löggjafarvaldið að herða á þessum lögum og það verulega til að draga úr slysum. Enn um mál Eyfellinga Sigurjón Sigurbjömsson skrifar: dóma fyrir smávægileg afbrot, t.d. | Þegar ég var í Samvinnuskólanum þjófnað á hnappheldum, handborum, 1925 sagði skólastjórinn, Jónas frá reiptöglum eða smávegis matarkyns í Hriflu, okkur frá Páli Briem amt- hungri. Þurftu ekki miklar sakir til manni og lauk á hann miklu lofsorði og þess aö dómamir hljóöuðu upp á vist á harmaöi að hann hefði faliið frá fyrir Brimarhólmi. aldur fram. Varð ég því mjög undrandi En hvemig er þetta núna? Sauða- er ég las í DV um hvítasunnuna frá- þjófnaður var af eðli málsins talinn sagnirafmálumEyfellinga. hinn mesti glæpur. En ber þaö ekki 1 Nú hefir Sigurður Líndal prófessor keim af sauðaþjófnaði, er það komst rétt hlut afa síns meö rösklegri grein í upp fyrir nokkrum árum aö kjötkaup- ! DV fjórða þessa mánaðar og vitnar maöur hafði stolið 30 tonnum af frystu þar til traustra heimilda í Landsyfir- dilkakjöti úr frystihúsi í Hafnarfiröi og réttardómum. Þó ekki takist honum að flutt til geymslu á Suðumes? Aldrei réttlæta fangavist í hesthúsi og öðru hefir verið skýrt opinberlega frá úrslit- köldu útihúsi, sem virðist hafa leitt til um þessa máls. Sömuleiðis játuðu bana. Er ég bjó í Vestmannaeyjum tveir menn fyrir nokkru aö hafa tekið heyrði ég mikið talað um þessi þjófn- hross á víðavangi, slátrað og selt svo aðarmál Eyfellinga, enda bjuggu þar kjötið til neyslu. Frá þessu var skýrt í synir Jóns Valdasonar. Og heyrði ég blööum á sínum tíma, en um úrslit einu sinni Gunnar Olafsson skella því á málsins hefir ekkert komið fram opin- Valda, son hans, sem var að karpa við berlega. Hvað veldur? Er dómsmála- hann drukkinn, að pabba hans heföi stjóm okkar svona aftur farið á þeim verið hnýtt í tagl á hesti. tæpum níutíu árum, sem liðin eru síðan Þegar maður les Landsyfirréttar- þjófnaðarmál Austur-Eyfellinga voru dómana undrast maður hina höröu ádöfinni? Kristinn Snæland er ekki hrifinn af því að menn valsi um á bifreiðum sínum á grónum svæðum. Grófdæmi um skemmd- ir á grænum svæðum Kristinn Snæland skrifar: Hvert strá sem grær og dafnar á lóð- um og svæðum borgarinnar er mér og mörgum fleiri til mikillar ánægju. Grasreinin milli akbrauta Reykjanes- brautarinnar áleiðis upp í Breiöholt hefur löngum orðið fyrir barði öku- manna sem ekki geta ekið eins og til er ætlast á þessum slóöum og má sjá mörg dæmi þess. Barðið hægra megin brautarinnar hefir þó nær alveg tekist að friða nú, með því að þar er nú komið gras og sums staðar eru smáplanka- verk sem sýna svo ekki verður um villst að ekki er ætlast til að ekið sé þama um. Raunar hlýtur hver heilvita maður að vita að ekki er ætlast til þess að ekið sé um þau svæði sem verið er að reyna að græða upp. Mánudaginn 30. maí um hádegisbil kom þó Saab-bíll brunandi frá Skemmuvegsendanum, ca 30 til 32, yfir grasbrekkuna niður á Reykjanesbrautina. Fyrir utan að vera eiganda sínum til skammar með þessu háttalagi, var hann einnig til skammar svo ágætum félögum sem FlB og Lions, því að þeim félögum var bíllinn rækilega merktur i afturrúðunni. Annað Ijótt dæmi má sjá á útivistar- svæði því sem borgin er að reyna að koma upp í brekkunum undir Vatns- endahæð, en þar hefur einhver jeppa- böðull ekiö upp og niður hálfgrónar brekkur. Borgarbúar eiga hiklaust að koma númerum bíla, sem sjást við slíka iðju, á framfæri við lögreglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.