Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Side 4
4 DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983. Áhafnír hvalbátanna lentu i „sjávarháska” Áhafnir hvalbátanna héldu sína árlegu björgunaræfingu þann 12. júní síðastliðinn og tókst æfingin vel. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- RAN, tók þátt í æfingunni og er það í fyrsta skipti sem slíkt gerist. Það var Asgrímur Bjömsson, erindreki Slysavamafélagsins, sem stjórnaði æfingunni. Farið var á Hval 9 norður fyrir Engey og þar æfö notkun björgunar- Þannig sjá þeir TF-RAN sem hifðir eru um borð eða slakað niður úr þyrlunni. Hér er verið að slaka Birai Gíslasyni hjá Slysavarnafélaginu niður á þilfar Hvals 9 og auövitaö mátti hann til að smella einni af gæsluþyrlunni. Myndir Björn Gíslason. báta og björgunarbúnaðar. Einnig var æfö notkun línubyssa. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom þar næst inn í æfinguna þannig að einn félagi úr Björgunarsveitinni Ingólfi, sem farið hafði út með hval- bátnum, skellti sér í sjóinn og síðan kom þyrlan og hífði hann upp. Annar félagi Björgunarsveit- arinnar Ingólfs var fyrir um borð í þyrlunni og var þeim báðum því næst slakað niður á þilfar hvalbátsins. Að sögn þeirra hjá Slysavama- félaginu tókst æfingin vel. Áhafnir hvalbátanna hafa í mörg ár haldið svona æfingaráður en sumarvertíðin hefur hafist hjá þeim. Einnig mun vera sifellt algengara að útgerðar- félög fái Slysavarnafélagið til að annast björgunaræfingar fyrir þau. -JGH. Kristján Jónsson, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, um borö í TF- RÁN sem hifingarstjóri. Hér er verið að gera allt klárt fyrir „björgun” eins félaga úr Björgunarsveitinni Ingólfi úr sjónum. Þeir eru vanir sjónum þessir. Hressir hvalfangarar um borð i Hval 9 norður af Engey. Búnir að æfa notkun báta og björgunarbúnaðar og horfa hér upp til þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-RÁN, sem tók þátt í þeirra árlegu björgunar- æfingu í fyrsta skipti. Sjóminjasafn Hslands heimsótt „Húsið var í algerri niðurníðslu áður en það var endurbyggt,” sagði Páll Bjarnason arkitekt og framkvæmda- stjóri endurbyggingar Brydepakk- hússins við DV er safnið var skoðað í vikunni. Brydepakkhús í Hafnarfirði hýsir nú Sjóminjasafn Islands. Húsið er taliö byggt á árunum 1865—70, af P.C. Knútzon og komst í eigu Hafnar- fjaröarbæjar 1911 og var notað sem geymsla í tengslum við höfnina og Sfl§ Gyða og Páll skoða gamalt fallstykki frá Byggðasafni Hafnarf jarðar. Fannst það við uppgröft skammt frá safninu og er ekki vitað hve gamalt það er. Það er talið vera frá ámnum 1776—1787. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar þangað til endurbygging hófst 1981. Vinnunni við endurbyggingu lauk nú í vor en þá á eftir aö klára þann hluta hússins sem aðstaða safnvaröar kemur til meö að vera í, hins vegar er sýningarsalurinn sjálfur fullbúinn. Á neðri hæð safnhússins stendur yfir sýning á skipslíkönum sem fengin voru víðsvegar að og er henni ætlaö að sýna þróunarsögu fragt- og veiðiskipa á þessari öld. Var sú sýning sett upp í tilefni af 75 ára afmæli Hafnarfjarðar- bæjar nú á dögunum. Áætlaö er að sýningunni ljúki 19. júní. Á efri hæð hússins eru til sýnis munir úr byggðasafni Hafnarf jarðar og gefur þar aö líta muni sem tengjast sögu bæjarins sem útgerðarbæjar. Flest- allir munirnir eru frá síðari hluta nítjándu aldar og fyrstu áratugum þessarar aldar en þó getur að líta nokkra enn eldri. Páll sagöi að pakkhúsið yrði notað til bráðabirgða sem sjóminjasafn. Fram- tíöarstaöur safnsins yrði á Skerseyri rétt hjá Hrafnistu í Hafnarfiröi. Sjóminjasafnið yröi deild í Þjóöminja- safninu og stefnt er að því aö hefja þar framkvæmdir á næsta ári með byggingu bátaskýlis sem brýn þörf er fyrir þar sem smábátar í eigu safnsins liggja undir skemmdum umland allt. Gils Guðmundssn er formaður sjóminjasafnsnefndar og aðalhvata- maöurinn að stofnun safnsins. s.S.S. Gyða með hafn! irska hönnun, reita- skó. Sólinn var gerður úr bildekki og voru skórair notaðir af körlum og konum í fiskreitum áðurfyrr. Teinæringurinn Leifur frá seinni hluta 19. aldar. Brydepakkhús í baksýn. DV-myndir Þó.G. Páll Bjarnason arkitekt og Gyða Gunnarsdóttir, þjóðfræðingur og starfsmaður safnsins i neðri sal safnhússins. Skipslíkanasýningin í baksýn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.