Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Síða 9
DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983.
FómmrUhnb umferðarinnmr
„Hann varö aöeins 22 ára. Þaö er
ekki löng mannsævi. .. 15 ára var
hann glæsilegt ungmenni, og bar af
öðrum hvað líkamlegt atgervi snerti.
En þá dundi ógæfan yfir. Eitt
sekúndubrot og allt er breytt. Svo
stutt er milli heilbrigöi og örkuml-
unar.”
Ofanritað er tekiö úr minningar-
grein um ungan mann nú í vikunni.
Hann varö eitt fómarlamba um-
feröarinnar áriö 1975. Dauöastriö
þessa unga manns stóð í nærfellt átta
ár. Sorg og þjáning hans og aðstand-
enda hans verður ekki mæld.
Fórnarlömb umferðarinnar eru
mörg, allt of mörg á Islandi. Þeirra
verður ekki betur minnst en meö því
aö skera upp herör gegn vágestinum.
Umferöarslysum verður aö fækka og
jafnframt verður aö draga úr afleið-
ingum þeirra slysa sem verða.
Slysadauði
algengur
Það kemur f ram í grein Olafs Olafs-
sonar landlæknis í nýju hefti Sveitar-
stjómarmála aö slysadauði er nú
þriðja til fjórða algengasta dánaror-
sök á Islandi. Lítið hefur dregið úr
umferðarslysum og hörmulegum af-
leiðingum þeirra á Islandi. Á sama
tima hefur tekist með margvíslegum
aðgerðum að draga verulega úr
afleiðingum umferðarslysa í ná-
grannalöndum okkar. Má þar nefna
skyldunotkun bílbelta, viðurlögum
er beitt, ef þau eru ekki notuð, stór-
bætta ökukennslu, fræðslu í skólum
og betra skipulag á gatnakerfi.
Dauðsföllum hefur yfirleitt fækkaö í
umferðarslysum á öðmm Norður-
löndum, en f jölgað á Islandi.
Það hefur sýnt sig að notkun
öryggisbelta í bifreiðum er árang-
ursrík slysavörn. I grein landlæknis
kemur fram að færri látast, allt að
30% í nágrannalöndum okkar, í kjöl-
far lögleiðingar á notkun öryggis-
belta og jafnframt á viðuriögum, ef
notkun þeirra er ekki sinnt. I þessum
löndum aka 80—90% ökumanna og
farþega í framsæti með spennt
öryggisbelti.
Gagnslaus lög
Notkun öiyggisbelta var lögleidd á
Islandi fyrir tveimur ámm. I þessum
lögum em hins vegar engin viðurlög,
ef öryggisbeltin em ekki notuð. Það
hefur enda komið í ljós að aðeins um
15% islenskra ökumanna nota örygg-
isbelti í bílum. Lögin hafa því reynst
gagnslaus. Það er ekki farið eftir
þeim. Alþingismönnum var bent á
þetta á sínumtima. Reynsla annarra
þjóöa lá þá þegar fyrir. Lögleiöing
öryggisbelta án viöuriaga var von-
laus og margar þjóðir höföu breytt
fyrri ákvæöum og tekið upp viðurlög
við brotum á þessum lögum.
Lögum skal fylgja og það er svo
með þessi lög sem önnur að fari
menn ekki eftir þeim verður að
grípa til viðeigandi ráöstafana. Það
er einf aldur hlutur og engum ofraun í
upphafi ökuferðar að spenna á sig
öryggisbelti bílsins. Ýmsir hafa bor-
ið við óþægindum við notkun belt-
anna en slíkt er hjóm eitt. Vist í
hjólastól er margfalt óþægilegri, svo
ekki sé minnst á þjáningar, örkuml
eðajafnveldauða.
Bílafjöldi á Islandi er meiri en í
flestum öðrum löndum heims. En
samhliöa þessari böamergð er hér
mikil vanþróun í umferðarmálum og
vegakerfiö langt frá því til þess gert
aö bera þessa bílafjöld. Island fylgir
í þessum efnum, sem og mörgum
öðrum, hinum vanþróuðu þjóðum.
Meöal þeirra fjölgar umferðarslys-
um á meðan þeim fækkar hjá þróuð-
um þjóðum.
Þáttur
ökukennslu
reglum, er gilda um veitingu rétt-
inda til þess aö aka vélhjólum og bif-
reiðum. Ljóst er, að verulegum hluta
unglinga er skilað út á götuna alls
ófærum um að stjórna ökutækjum.”
Landlæknir leggur því til að öll
umferðarfræðsla verði aukin í skól-
um, þar erum við eftirbátar ná-
grannaþjóðanna. Taka þarf upp
kennslu i reiðhjóla- og mótorhjóla-
akstri í grunnskólum. I framhalds-
Laugardagspistill
Um helmingur allra þeirra sem
slasast i umferðinni hér á landi er
innan við tvítugt. Unglingum á aldr-
inum 15—20 ára er 4—5 sinnum hætt-
ara við sári eða bana í umferð en
fólki á aldrinum 25—64 ára. Vegna
þessa segir landlæknir í grein sinni:
„Með hliðsjón af hinni háu slysatíðni
meðal ungUnga verður að fara vel of-
an í saumana á ökukennslu og þeim
Jónas Haraldsson
fréttastjéri
skólum ber að taka upp kennslu í bif-
reiðaakstri. Umferðarráð ber að
efla.
ökukennsla hefur oft verið gagn-
rýnd hér á landi. Landlæknir leggur
til að endurskoðaöar verði reglur er
gUda um ökuréttindi. Hann nefnir
sem dæmi að vitað sé að unglingar
frá nágrannalöndunum komi til Is-
lands tU þess aö fá ökuréttindi þar
sem minni kröfur séu gerðar til að
öðlast þessi réttindi hér á landi en
þar.
Gangandi og hjól-
andi vegfarendur
Það eru fleiri í umferðinni en
bílamir. Gangandi vegfarendur eru
stór þáttur bæjarumferðar. Þar sem
vitað er að víða er litt eða ekki gert
ráð fyrir gangandi umferð verða
hinir gangandi og ökumenn að sýna
mUcla tiUitssemi og aðgæslu. Brýnt
er að rétt yfirvöld bæti sem fyrst úr
þannig að óvarðir vegfarendur geti
komist sem ömggast leiðar sinnar.
Þá er ónefnd umferð hjólandi
manna. Hjólum hér á landi hefur
fjölgað tU mikiUa muna undanfarin
ár. Gatnakerfiö er þó engan veginn
tUbúiö að taka við þessari umferð.
Fáir hjólreiöastígar eru til og verða
hjólreiðamennirnir því að notast við
akbrautir bUa. Það býður augljós-
lega hættunni heim. Það var því tU
bóta þegar leyft var að hjóla á gang-
stéttum. '
Það gefur augaleiö að böm og
unglingar eru stærsti hópur þeirra
sem verða fyrir slysum á reiðhjól-
um. Þannig eru 42% þeirra sem slas-
ast á reiðhjólum á aldrinum 7—14
ára. Enn athygUsverðara er þó að
30% þeirra bama sem slasast í um-
ferðinni eru sex ára og yngri. Sam-
kvæmt umferðarlögum mega böm á
þessum aldri ekki hjóla á akbraut-
um. Það er því ljóst að foreldrar láta
það a.m.k. óátaUö að svo ung börn
fari á hjólum sínum út í umferðina.
Samhliða því að hjólum hefur
f jölgað mjög eru mörg hjólanna mun
hættulegri en eldri gerðir. Þetta eru
hjól með kappakstursstýri, mörg
hver 10 gíra. Vegna hins sérstaka
stýris situr hjólreiðamaðurinn mjög
boginn og sér því tU muna verr fram
og tU hliðanna. Komið hefur í ljós við
rannsóknir að mörg böm hafa alls
ekki ráðið við slík hjól og hafa orðið
fyrir slysi skömmu eftir h jólakaupin.
Það er hverju bami og ungUngi mikU
gleði að fá nýtt hjól. En foreldrar og
forráðamenn bamanna verða að
hafa vit fyrir þeim og velja þau hjól
sem henta. Hjól með hefðbundið
stýri og fótbremsur eru öruggari
bömunum en kappaksturshjólin.
Hugarfarsbreyting
BUlinn er nauðsynjatæki nútím-
ans. Hjá notkun hans verður ekki
komist. Notkun bíla fylgir ávaUt
slysahætta og umferðarslys verða
ekki útUokuö. En þeim er hægt að
fækka og það verulega. Reynslan
hefur sýnt okkur að með réttu hugar-
fari, aðgát og tUUtssemi og stöðugri
fræðslu og áróðri er hægt að ná góð-
um árangri. Menn minnast þess er
skipt var frá vinstri umferð yfir í
hægri árið 1968 að þá dró mjög úr
umferðarslysum. YHrvöld mega
ekki láta sitt eftir Uggja að ýta undir
slíka hugarfarsbreytingu. Bætt
skipulagning umferðar og betri um-
ferðarmannvirki vega þungt. Þannig
hefur verið bent á að koma hefði
mátt í veg fyrir fjórðung
umferðaslysa með endurbótum á
umferðarmannvirkjum.
En eftir stendur að flest umferðar-
slys má rekja tU mistaka ökumanna.
Það verður því að minna þá á ábyrgð
sína. BíUinn erekkileikfang.
Norrssnt umferðar-
öryggisár
Umferðarslys eru samfélaginu
dýr, sé aðerns mælt í þeim mæU-
kvarða sem flestir þekkja, pening-
um. Dýrmætt vinnuafl tapast,
sjúkrahúskostnaöurinn er hár,
eignatjónið er mikiö. Það er því ekki
aö ófyrirsynju að Norðurlandaþjóðir
hafa sameinast um „norrænt um-
ferðaröryggisár”. Með því átaki
hugsa menn sér að draga úr hættu í
umferðinni. Fjögur viðfangsefni
hafa verið og verða tekin fyrir á ár-
inu. I síðasta mánuöi var umferðar-
vika sérstaklega helguð hjólreiöa-
mönnum og ökumönnum. Vikan sem
nú er að líöa hefur verið önnur um-
ferðarvikan. Þessi vika er helguð
gangandi vegfarendum, sérstaklega
við gangbrautir og umferðarljós.
Lögreglan hvarvetna á landinu hefur
vakið athygli vegfarenda á nauðsyn
réttrar hegöunar við þessi mikil-
vægu h jálpartæki.
Árangri verður ekki náð nema með
sameiginlegu átaki. Vitað er aö
árangrinum er hægt að ná. Sýnum
tillitssemi og brosum á ný í umferð-
inni.
Jónas Haraldsson.