Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Page 10
10 DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983. Linda eftir 14 ár með Paul MeCartney: Það verðnr uppþot ef ég slæ slöku við á heimilinu Linda McCartney, sem er gift einu af mestu stórstimunum í poppinu, Paul McCartney, er vön því aö lifa í afhjúpandi ljósi hins opinbera lífs. Henni hefur þó tekist á undraveröan hátt að sleppa við sterkustu geislana og hefur þannig getaö búiö Paul og börnunum f jórum gott heimili. Linda bannar börnum sínum að veita viðtöl og gerir þaö afar sjaldan sjálf. Þetta viðtal er þess vegna eitt af fáum. Linda er ekki á nokkum hátt í skugga manns síns. Hún syngur nokkuð og er mjög virt sem ljós- myndari og sýnir víðs vegar um veröldina. En Linda er þó fyrst og fremst móðir og kona. Hún er nýoröin fjöru- tíu ára og hefur aliö f jögur börn. Elst er Heather20ára. Þá kemur Mary 13 ára, Stella 11 ára og James litli sem erfimmára. London, erfið. Aðdáendur öskruðu fyrir utan svefnherbergisgluggann og eyöilögðu töluvert af töfrum hjónabandsins. Þau voru þó nógu skarpskyggn til aö taka tillit til að- stæðnanna og fluttu inn í meöalstórt hús úti á landi. Þar hefur f jölskyldan McCartney síðan haldið sig og bömin hafa skipt á milli sín tveimur af þremur svefnherbergjum hússins. Þrjú yngstu bömin ganga í venju- lega rikisskóla og Linda og Paul skiptast á um að sækja þau. Dóttir Lindu frá fyrra hjónabandi, Heath- er, er að læra ljósmyndun og það er sagt að hún sé mjög efnileg. Linda gætir þess að verja börnin á jarðbundinn hátt. Það virðist sem Paul sé ákaflega ánægöur með stjómun hennar því gegnumsláttar- lagiö Mull of Kintyre er afrakstur ró- legrar ferðar út á land. McCartney börnin eru sjaldan Ijósmynduð. Linda verndar þau fyrir Ijósmyndurum svo að lif þeirra verði sem eðlilegast. Sá sem gefur fær mikið til baka frá börnunum Það hljómar kannski eins og aö ég sé alltaf heima og aö við leiöumst aldrei hönd í hönd. Hvomgt er rétt. Við höfum okkar markmið hvort um sig. Eiginlega hefði ég ekki haft neitt á móti því að vera „bara húsmóðir”. Margir segja að húsmæður séu kúgaðar af bömum sínum. Eg er ekki sammála því. Ef börnum er boðið upp á heiöarlega vináttu færð þú mikið til baka,” segir hún. Flutt úr skarkalanum Linda hefur alltaf hugsað um börn- in sjálf. Hún hefur aldrei notað barn- fóstmr, óiíkt öðmm poppmilljóna- mæringum. Uppeldi verður að koma frá hjartanu en ekki hverjum sem er segir hún. Linda setur heimilið framar öðru og margir telja það einmitt ástæðuna fýrir því aö hún og Paul hafa haldið saman í fjórtán ár. Það er ótrúlega langt hjónaband ípoppheiminum. Til samanburðar má geta þess að á þessu timabili hafa allir hinir Bitlarnirskilið. Linda og Paul hafa þó átt við sin vandamál að etja. Sérlega voru fyrstu árin, þegar þau bjuggu í Paul krefst fleiri barna Hið rólega og ánægjulega fjöl- skyldulíf er ein af ástæöunum til þess að Paul fer sjaldan í hljómleika- ferðalög. Það em þrjú ár síðan hann gerði það síðast og þá var megin- áherslan lögö á að hitta á fri í skólan- um til þess að börnin gætu verið með. „Við höfum verið gagnrýnd fyrir að vera að þvælast með bömin okkar í hljómleikaferöalög,” segir Linda. Böm Pauls og Lindu draga blaöa- menn aö sér eins og segulstál. Linda fylgist vandlega meö þvi. Það em engin viötöl eða myndatökur leyfð, að svo miklu leyti sem hún fær við ráðiö. Hún er mjög ákveðin kona. „Við Paul erum mjög samhent við Linda og Paul. Linda ferðast mikið með manni sinum. / Fjórtán ár er óhemju langt hjónaband i poppheiminum. Linda er fræg fyrir hæfiieika sinn til að halda heimilinu saman. uppeldið,” segir hún. „Viö höfum fylgt sömu stefnu frá upphafi,.! Það sem skiptir mestu er að allt sé sem náttúrlegast. Bömin eiga ekki að vera öðravísi en önnur börn. Þau eiga að gera það sama og önnur og ekki njóta neinna forréttinda,” held- ur Linda áfram. „Heather sem er elst er nokkurs konar loftvog. Ef hún hrukkar ennið er eitthvað að. Heather er falleg dóttir og skyn- semdarstúlka. Hún var sex ára þeg- ar ég hitti Paul og Paul hefur dýrkað hana frá upphafi. Ég tróð barninu ekki upp á Paul, hann hefur bara dýrkað hana. Svo einfalt er það. Þess vegna vildi hann að við eignuðumst bam saman eins fljótt og hægt yrði. Það leiö heldur ekki miklu lengri tími en níu mánuð- ir áður en María fæddist. En Paul var ekki ánægður með bara eitt barn. Hann vildieignast fleiri. Linda jurtaæta. Paul krefst roast beef Þegar við áttum orðið þrjár dætur og ég varð ólétt í f jóröa skiptið var ekki óeðlilegt að drengur væri efstur á óskalistanum. Paul var utan við sig af gleði þegar J ames fæddist. James var því miður tekinn með keisaraskuröi. Ég segi því miður því að fæðingar eiga að vera náttúrlegar en ekki í deyfilyfjavímu.” McCartney börnin fá enga lúxus- meöhöndlun þrátt fyrir að foreldr- arnir hafi efni á að bjóða þeim allt hið besta. „Ég þoli ekki að sjá böm sem eiga svo mikiö af leikföngum að þau meta ekki neitt,” segir Linda. Bömin okkar fá gjafir á afmælisdög- um og ekki neitt meira,” segir hún ákveðin. Hrein efni og náttúrleg er það sem Linda leggur mesta áherslu á, ekki bara í fatnaöi heldur líka í matar- gerð. Linda er grænmetisæta en Paul er alls ekki eins hrifinn af grænu lin- unni og hún. Hann krefst roast beef eins og hver venjulegur Englending- ur. „Eg bý oft til grænmetisrétti,” segir Linda, „og börnunum finnst það gott. Eg krefst þess ekki að börn- in séu jurtaætur en ég held að þau langi ekki til að borða fallegu dýrin. Gamaldags kvenmynd Þrátt fyrir að Paul hafi ekki farið í ferðalög nýlega þýðir það ekki að hann sé alltaf heima. Þvert á móti. Hann er mikið í stúdíóum gerir videomyndir og tekur upp fyrir sjón- varp. Hann getur ekki gert neitt af þessu heima í Sussex. Þegar hann skipuleggur vinnu sína tekur hann þó alltaf tillit til f jölskyldunnar. Mikið af upptökuvinnu fer fram í London og þá fer hann á milli. Hann velur þó stúdíó mjög gjarnan á dæmigerðum sumarleyfisstöðum. Tug of War er til dæmis tekin upp að hluta á einum slíkum staö á meöan James litli byggði sandkastala á ströndinni. Eg krefst þess ekki að við séum með en Paul krefst þess,” segir Linda. „Þannig var það líka þegar ég og Paul fórum í hljómleikaferðir með Wings. Paul hafði trú á mér sem tónlistarmanni og ég gekk í hljóm- sveitina og hafði gaman af. Við Paul vomm bæði gagnrýnd mjög fyrir þaö. Kannski var gagnrýnin réttmæt. Eg var ekki tónlistarmaður þegar ég hitti Paul. Eg var ljósmyndari. Það erégáfram,”segir Linda. „Paul er skilningsríkur og tekur tillit til annarra. Það er rangt af mér að segja að mér hafi ekki verið hjálp- að viö að byggja upp eigin feril. Hann krefst þess hins vegar af mér að ég sé húsmóöir. Hann hefur dálítið af gamaldags viðhorfum um að konan eigi heima við grautarpott- ana. Hefði ég ekki látið undan hefði soðið uppúr,” segir Linda. ,jEg hef þó enga löngun til aö láta sverfa til stáls. Mér líður vel sem húsmóður og hef metnað á því sviði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.