Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 14
14 DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983. 1« « » »1 VINNUVÉLAEIGENDUR Tökum aö okkur slit- og viðgeröarsuöur á tækj- um ykkar þar sem þau eru staðsett hverju sinni. FRAMKVÆMDAMENN - VERKTAKAR Færanleg verkstæöisaöstaöa okkar gerir okkur kleift að framkvæma alls kyns járniðnaðar- verkefni nánast hvar sem er. STÁL-ORKA M « » »' Sími: 78600 á daginn og 40880 á kvöldin. Lausar stöður hjá Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg vill ráöa hjúkrunarfræðinga til starfa við Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Droplaugarstöðum, Snorrabraut 58. Starfskjör skv. kjarasamningum. Upplýsingar veittar á staðnum eða í síma 25811. Umsóknir skulu vera skriflegar og greina m.a. frá menntun og starfsreynslu, auk almennra persónulegra upplýsinga. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, fyrir kl. 16 inánudaginn 27. júní. Snoghoj Folkehojskole er en nordisk (olkehojskole, hvor du udover nordiske emner bl.a. kan vaelge mellem mange tilbud indenfor: musik, litteratur, vævning, keramik, samfundsforhold, psykologi m.m. Pá vil mode mange elever fra de ovrige nordiske lande, og vi tager pá studietur i Norden. Kursustider: 31/10 - 21/4 eller 2/1 - 21/4 Skriv efter vor nye skoleplan SNOGH0J NORDISK FOLKEH0JSKOLE DK 7000 Fredericia STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR AF SMÁAUGLÝSINGUM Ný grafíK Veittur verður 10% AFSLÁTTUR afþeim smáauglýsingum / D V sem eru staðgreiddar. Það te/st staðgreiðsla ef auglýsing er greidd daginn fyrir birtingardag. Verð á einni smáauglýsingu af venjulegri stærð, sem er kr. 260,- lækkar þannig íkr. 234,- efum staðgreiðs/u er að ræða. Smáauglýsingadeild, Þverholti 11 - sími27022. „Við erum öll búin að vera eitt ár í forskóla og þrjú ár í grafíkdeild,” segir Elín Edda Ámadóttir, ein af fimm ungum grafíklistamönnum sem nú opna sýningu á göngum Kjarvals- staða. Þau sitja fjögur við kaffiborð á Kjarvalsstöðum: Tryggvi Ámason, Lára Gunnarsdóttir, Kristbergur 0. Pétursson og Edda. önnu Hendriks- dóttur vantar í hópinn. „Þetta em allt verk unnin á síðasta ári,” segir Tryggvi. Einhverjar mót- bárur berast úr hópnum þess efnis að til séu eldri verk á sýningu þeirra. Þegar þau em spurð um innihald verka sinna verða svörin misjöfn. Tryggvi segir aö þegar hann skoöi verk sín þá taki þau flest útgangspunkt í listasögunni. Risastór og óræk sönnun hallast upp að vegg þarna í ganginum. Það er verk samsett úr sex stórum andlitsmyndum af Monu Lisu í ýmsum litasamsetningum. Tryggvi vann þetta verk á tímabilinu frá 4. febrúar til 6. apríl. Hann kallar það Monaroe. Ástæðan er sú að það minnir um margt á verk Andy Warhol sem gerði verk sem var fimmtíu Marilyn Monroe myndir. Tryggvi gerði lokaritgerð sína um Andy og Marilyn-mynd hans. Hann segir um myndröð Andy að ef til vill verði hún hið eina sem fólk muni eftir af Marilyn eftir ákveðinn árafjölda. Hann bendir á Monu Lisu og segir hana lifa sem mynd Leonardos da Vincis en ekki sem persónu. Hann segir: „Þetta er kannski dæmi um hvernig Mona hefði verið meðhöndluð ef hún hefðilifaðídag.” Næst kemur að Láru og Elínu Eddu aö útskýra sig. Elín segir þær báðar gera sjálfsmyndir en mjög ólíkar í út- færslu. Það staðfestist þegar myndir þeirra eru skoðaðar. Röð sjálfsmynda Láru sýnir hana í ákveönu umhverfi. Þær heita allar sjálfsmynd nema ein sem sýnir hana sitja og horfa á flautu- leikara. Hún heitir Morguntónleikar undir maísól. Lára segist ekkert hafa um myndir sínar að segja, þær verði menn aö skoða og meta síðan. Sjálfsmyndir Eddu eru öðruvísi. Þær heita The Masquerade og Tálmynd. Þar bregður fyrir leikhúsgrímu og fleira og blaðamaður verður að viður- kenna að þessar sjálfsmyndir myndi ekki hægt að nota á vegabréf. Þá er komið að því aö rek ja gamirn- ar úr Kristbergi. Hann er með tvö verk liggjandi óupphengd en fleiri heima. Hann segir að viðfangsefnið sé flæðarmálið og unnið úr því á hug- lægan hátt. Hann er með mynd af handfæri sem er ekki allt þar sem það er séö. Þaö breytist í hryggjarsúlu í manni. Myndir af sjómönnum. Svo er hann með netmynd: Netiö er riðið úr sjónvarpsskermum og Kristbergur segir þá mynd vera úttekt á vanda- málum nútímans séðum í gegnum sjónvarpsskerma. Á sjónvarpsskerm- unum eru tertar sem útskýra boðskap myndanna frekar. Ætlaðir þú í framhaldsnám er- lendis? „Já, ég var lengi að velta fyrir mér að fara til Hollands eöa Þýskalands í framhaldsnám. En ég læt þaö bíða. Hann ætlar að fara í auglýsingadeild næsta ár. Ætlarðu þá að hætta við myndlistina? „Nei, ég bæti auglýsingadeildinni viö þetta, bara til að drýgja tekjurn- ar,”segirhann. Nú erum við komin að kaffiborðinu aftur. Talið berst að því hver framtíð sé fyrir þau. Ætla þau að hella sér út í að reyna að lifa á listinni? Við þessu fást óljós svör. Lára segir að það sé best að láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Þau eru að minnsta kosti öll ánægð meö að sýna á Kjarvalsstöðum því þangað kemur margt fólk. Aö lokum væri forvitnilegt að fá að vita hvers vegna sýningin heitir Ný grafík? Þau segja að það sé vegna þess að þau langi til að fólk viti að hér séu á ferðinni aðrir grafíkerar en hafi verið aö sýna hér á undanfömum árum. -SGV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.