Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Page 16
16
DV. LAUGARDAGUR18. JUNt 1983.
Nei, nei, fyrirsögnin er ekki tekin úr
neinu kvæði, — svo vitað sé. Manni
kemur þó óneitanlega í hug auður og
völd þegar gengið er um götur Vínar-
borgar.
Borgin er heimsborg og alþjóðleg að
auki. I henni er urmull sögulegra
minja og minningar um austurríska
keisaradæmiö eru geymdar innan
dyra, í höllum, sem eru aðdráttarafl
fjTÍr ókunnuga.
Hópurinn á vegum DV og Faranda
sem lagði upp frá Keflavík fimmtudag-
inn 2. þ.m. til vikudvalar í Vínarborg
varð alls þessa svo sannarlega
áskynja.
Það sem var
í pakkanum
Þegar fólk hefur aðeins sjö daga til
umráða i stórborg eins og Vín er mikil-
vægt að fyrir liggi greinargóðar
upplýsingar um það helsta sem á boö-
stólumerá dvalartímanum.
Þótt ferðin hafi verið vel kynnt fyrir-
fram þurftu ókunnugir að afla sér enn
frekari upplýsinga og þær fengust svo
sannarlega hjá þeim Haraldi og Petru í
Faranda. — Bæklingar og Vínar-,,pró-
gramm” fyrir allan mánuðinn var sótt
á ferðaskrifstofuna, — og menn gátu
búiö sér sjálfir til „pakka”, hver eftir
sínum smekk.
Á vegum ferðaskrifstofunnar voru
skipulagðar tvær skoðunarferðir um
Vín, ein hálfsdags skoðunarferð, fyrsta
daginn, og síðar 8 klst. ferð til Wachau.
Einnig var farin heilsdags ferð til
Búdapest í Ungverjalandi.
Þetta var hinn „opinberi” og um-
samdi „pakki”, en þess utan höfðu
þátttakendur útbúið sína „pakka”
eins og áður segir og nutu margir góðs
af þeim strax fyrsta kvöldið með því að
fara í Ríkisóperuna og sjá Tann-
hauser. Þeir voru heppnir því sú ópera
var aðeins sýnd það eina kvöld.
Það var annars eftirtektarvert hvað
þátttakendur voru samtaka um að
nýta tímann til skoðunarferða að degi
til og njóta svo þeirra listviðburða sem
á boðstólum voru aö kvöldi.
Wiener Festwochen '83
Þeir sem ætluðu að tryggja sér miða
í óperuna, hvort sem það var í Staats-
oper eöa Volksoper, höfðu pantað og
greitt miðana hér heima áður en lagt
var í feröina. Þaö var líka eins gott því
sérstök listavika stóö einmitt yfir þann
tíma sem dvalið var í borginni og
miöar því vart fáanlegir nema fyrir
sérstaka heppni.
I Ríkisóperunni (Staatsoper) var
verið að sýna Tannháuser þann 2.6.,
daginn eftir Rigoletto og þann 4. var
þaö Ástardrykkurinn, þá ballett eftir
Igor Stravinsky. Þann 6. júní var
Elektra á dagskrá, næstsíðasta daginn
Rigoletto á ný og síðasta daginn var
svo Ástardrykkurinn kominn enn á
sviðið.
I „Volksoper” var verið að sýna
Greifann frá Luxemburg, ballettinn
Giselle, My Fair Lady, Sígaunabarón-
inn, Leðurblökuna og enn fleira.
I ,3urgtheater” voru leikritin
Kirsuberjagarðurinn, Othello, Wallen-
exti: Geir Andersen Myndir: Gnnnar
Það var alltaf heitt i Vinarborg, þetta 26~ 32 stig. Á leið i vínkjallara Esterhazys.
stein eftir F. Schiller o.fl. Síðan komu
leikhúsin, Akademietheater og Theat-
er in der Josefstadt, með leikrit eins og
Sölumaður deyr eftir Miller, Der Snob
eftir Sternheim, Geschichten aus dem
Wiener Wald, Maskerade o.fl.
Auk allra leikrita og ópera sem sýnd-
ar voru þessa viku og allan þennan
mánuö er hljómleikahald fjölskrúðugt
og létu þátttakendur það ekki afskipt.
Hefði hópurinn komiö til Vínar
einum degi fyrr hefðu menn getað
farið á hljómleika hjá Sibyl Urbancic
sem stjómaði kór sem flutti verk eftir
Brahms, Copland, Hassler, Morley,
o.fl. í Karlskirkjunni í Vín.
En það var um fleira að velja.
Nokkuð stór hópur fór á hljómleika hjá
Armando Ford, argentínskum píanó-
leikara búsettum í Vín. Þeir tónleikar
verða ógleymanlegir þeim sem á
hlýddu.
Ennfremur voru sinfóníuhljómleikar
með Vínarsinfóníuhljómsveitinni, or-
gelkonsertar og kammerhljómleikar
sem menn völdu á milli eftir smekk og
áhuga.
Ríkisóperan
Þessi ópera er víðfræg og byggingin
er áberandi falleg. Þaö er margt sem
miðast við óperuna í borginni sjálfri,
hverfið í kring nefnist t.d. óperuhring-
urinn.
En að fara í óperuna er sjálft ævin-
týrið. Og flestir reyna að komast þang-
að, — a.m.k. einu sinni. Auk þess sem
húsið er listaverk að utan sem innan er
andrúmsloftið i upphafi sýningar,
aökoman og þjónusta öll aldeilis sér-
stök. Þaö væri alltof langt mál að fara
að lýsa einni sýningu, t.d. þeirri er sá
er þetta ritar f ór á, Ástardrykknum.
Ef setiö er á góðum stað, t.d. i einni
stúkunni fyrir miðju, kemst áhorfandi
ekki hjá að njóta tónlistar og atburða á
sviði í því samræmi sem stjórnendur
sýningar hafa fyrirhugað.
Veitingaaðstaöa til aö taka á móti
gestum í hléi er hreint frábær og úrval
veitinga er í stíl við slika listahöll sem
óperan er. Þama er við hæfi að fá sér
kaffi og litlar smákökur (petit fours),
drekka kaffið standandi og rabba viö
sessunautana i stúkunni.
En dýrt er Drottins orðið, og kannski
engin furða. Meðalverð miða er þetta
600-1000 Sch. eða ísl. kr. 1.020,- til kr.
1.700,- og síðan enn hærra. Enginn mun
þó hafa séð eftir þvi að hafa bætt þeirri
ógleymanlegu reynslu við lífshlaup sitt
að hafa komið í Ríkisóperuna í Vin.
Og að lokum
En það er fleira í Vínarborg sem
þátttakendur í ferð DV og Faranda sáu
og þeir voru iraunað „meðtaka” borg-
ina i skömmtum allan tímann.
I Kartner, göngugötunni, iðar allt af
mannlífi langt fram eftir kvöldi. Veit-
ingahús, inni og úti, eru full af fólki,
kurteisu og siðfáguöu, innfæddum,
sem eru því vanir að umgangast „túr-
istana”, og ferðamönnum sem krefjast
þjónustu umfram allt.
Á matstaðnum Zu den 3 Husaren,
sem fékk verðlaun sem besti mat-
staður í Vin 1982 og auk þess besti mat-
staöur í Austurríki, er matur og þjón-
usta með þeim ágætum að lengra þarf
ekki að leita. — Matseðill staöarins er
með ólíkindum fjölbreyttur, þar af
ekki færri en 45 forréttir. Eigendumir,
Uwe Kohl og Ewald Plachutta, fengu
til liðs við sig hinn þekkta Egon von
Fodermeyer og það var hann sem
skipulagði þjónustu og matseðil þannig
að heimsfrægt er orðið.
I Matthíasarkjallara, ungverskan
matstað, er skemmtilegt að fara til að
borða eftir leiksýningu t.d. og matur
og vín renna ljúft niður undir tónlist-
inni ungversku sem leikin er við borðin
og nánast alls staöar i salnum.
Og það er einnig hægt að fara og
borða í Dónárturninum, 150 m háum.
Veitingasalurinn snýst um sjálfan sig,
einn hring á 30 mínútum og er útsýnið
hið ákjósanlegasta og skýringar til
reiðu svo fólk geti áttað sig á því hvert
horft er í það og það skiptið.
Einn er sá staður sem ekki má láta
ógetið. Þaö er baðstaðurinn Stadion
Bad þar sem Vínarbúar geta farið á
„ströndina” rétt eins og þeir sem búa í
námunda við sólarstrendur.
Það er þess virði að eyða þar dags-
stund því þar gefur á að líta. Þar eru
ekki færri en 8 stórar útisundlaugar
ásamt geysistórri tilbúinni „bað-
strönd”, steyptri og hvítmálaðri. Þama
er vatnið grynnst við jaðrana en smá-
dýpkar eftir því sem lengra er haldið
út í vatnið. Með klukkustundar milli-
bili eru settar í gang „sjávaröldur”, þá
hlaupa allir af stað til að ná í, ,öldu”.
Búningsklefar af öllum gerðum em
svo þúsundum skiptir, útiveitinga-
staöir, rennibrautir fyrir yngstu kyn-
slóöina og h vaðeina skortir ekki.
Manni verður oftar en ekki á að
hugsa upphátt við slíkar kringum-
stæöur: „því er ekki svona heima hjá
okkur á Islandi?” — En hér byggist
allt á „flísum” í hólf og gólf, sturtu-
klefum og siðast en ekki síst teikning-
um samþykktum af hinu opinbera svo
öllu sé til skila haldið. — Og svo verður
ekkineitt úrneinu!
Þeir í Vín, og raunar Austurríki öllu,
era ekki miklir „haftamenn”. Þaðsést
best á fjárstreymi í veltu og viðskipt-
um. Landið hefur verið opið alþjóð-
legum viðskiptum frá stríðslokum,
eins konar veltiás viðskipta milli
austursogvesturs.
Þeir fara að líkt og Hollendingar,
Svisslendingar, Luxemborgarar og
Belgar. Þeir auglýsa eftir fyrirtækjum
erlendis til að setjast aö í landinu,
bjóða skattfrelsi og aðstöðu en setja
tvö skilyrði: greiðslu á aðstöðugjaldi
og að landsmenn hafi vinnu við fyrir-
tækin, — búið. Við erum enn að gá til
vinstri og hlusta á hvað þeir segja þar.
Að fara til Vínar í viku, það er Vínar-
veisla, og það ættu fleiri að gera en
hópurinn frá DV og Faranda.
Staldrað við i einu hinna 1400 herbergja sumarhallarinnar. Viðhald á herbergjum og munum,
sem varðveittir eru og geymdir i viðkomandi vistarverum, er eftirtektarvert.