Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.06.1983, Blaðsíða 18
DV. LAUGARDAGUR18. JUNI1983. »111 Fjallkonan ávarpaði þjóðina við athöfnina að morgni 17. júni eins og venja er. Það var Lilja Þórisdóttir leikkona sem var í hlutverki hennar að þessu sinni. Götuleikhópurinn „Svart og sykurlaust" setti sérstakan svip á hátiðarhöldin í gser þannig að meira minnti á kjötkveðjuhátíð í suðrænum löndum. Hópurinn dansaði um miðbæinn, í Hljómskálagarðinum og tók að lokum snúning fyrir sjúklinga á Landakotsspitala við mikinn fögnuð. Leikarar Leikfélags Reykjavíkur gengu við undirleik lúðrasveitar frá nýja Borgarleikhúsinu i Kringlumýri og að Laugardalshöll en þangað höfðu þeir boðið borgarbúum til ókeypis skemmtunar. Tilefnið var að minna á að Borgarleikhúsinu þyrfti að Ijúka fyrir árið 1986, en þá á Reykjavikurborg 200 ára afmæli. Mikill mannfjöldi var viðstaddur skemmtunina við Amarhól og landnámsmaðurir Markús úrn Antonsson, forseti borgarstjórnar Reykjavikur, lagði blómsveig frá Reykvikingum á leiði Jóns Sigurðssonar í Gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.